Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993
31
þess vegna er endurminningin upp-
hafin og óbrotgjörn.
Engin leið er minnast í einu vett-
fangi allra sigra Siggu á leiksviðinu,
en þeir voru bæði margir og stórir.
Næst stendur mér í minningunni
frábær túlkun hennar á Bernörðu
Alba, hjá LA haustið 1989, Helenu
í Veginum til Mekka, Guðnýju í
Degi vonar og ömmunni í Þrúgum
reiðinnar, en það var síðasta hlut-
verk Siggu hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur og voru þá hartnær 90 að baki.
Öll hlutverk sín, stór og smá, svo
og leikstjórnarverkefni, vann Sigga
af stakri smekkvísi og djúpri alvöru
og virðingu fyrir viðfangsefninu.
Leiklistin var henni heilög opinber-
un. Og öllum var hún einkar holl-
ráð. Hún var tíður gestur á skrif-
stofu minni í Borgarleikhúsinu, trún-
aðarvinur og ráðgjafi. Uppörvun
hennar og ráðleggingar varðandi
starf leikhússtjóra eru mér og verða
óþijótandi veganesti. Sigga var mér
traustastur bakhjarl. Fyrir það á ég
mikið gott að gjalda.
Sigríður Hagalín unni list sinni
af algjörum heilindum og lét sér
einkar annt um allan framgang
Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleik-
húsinu nýja, sem þau Gummi heitinn
börðust svo drengilega fyrir. Leik-
listin í landinu og Leikfélag Reykja-
víkur standa í ævarandi þakkarskuld
við Siggu. Öll spor hennar á því
sviði voru gengin til góðs. Hún bar
hróður íslenskrar leiklistar um allar
jarðir, hún hreif hug og hrærði
hjörtu linnulaust ævina út. Það var
gjöf Sigríðar Hagalín til lífsins og
gæfa okkar sem njótum þess að
þiggja.
Kristínu, Hrafnhildi og öðrum
ástvinum votta ég dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Sigríðar Hag-
alín.
Sigurður Hróarsson,
leikhússtjóri
Leikfélags Reylqavíkur.
Svo er því farið:
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna
þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Þú gekkst mér við hlið,
e. Hannes Pétursson.)
mikilvægara að varðveita vel í list-
grein okkar, trygglyndi þeirrar
manneskju sem veit að traust verður
ekki gefið nema einu sinni og síðast
en ekki síst skörp greind sem ein
getur skilið hið endalausa hismi frá
örsmáum kjarnanum.
En auðvitað man maður best eftir
skemmtilegu stundunum. Með Siggu
og Hrafnhildi á spánskri krá, yfir
kaffibolla með Siggu og Gumma á
Flyðrugrandanum. En einkum þó
óteljandi góðar stundir í Davíðshúsi
á Akureyri þegar við bjuggum þar
saman eitt fallegt haust. Að búa
með Siggu var engu líkt. Hún var
óþrjótandi, óþreytandi, uppátekta-
söm, drepskemmtileg, raungóð,
ráðagóð. Ljúf. Og það var oft farið
seint í háttinn í Davíðshúsi það
haustið.
Að leikstýra henni var ómetanleg
reynsla fyrir mig, sem hún hafði átt
þátt í að taka inn í leikhúsið. Sem
ég mundi eftir sem fallegu konunni
í miðhúsinu.
Hún var þolinmóð í vinnu, leitandi
og ákaflega kröfuhörð. Sem vinur
var hún blíð, en brothætt. Lífíð hafði
heldur ekki farið framhjá henni án
þess að láta vita af sér. Það kom við
í andliti hennar og skildi þar eftir
margar sögur, margskonar reynslu,
blíða og stríða. Það sást líka í verk-
um hennar. Næmi hennar, greind
og lífsreynsla gáfu list hennar líf.
Ekkert sprettur af engu.
Það er'sárt að sjá á bak slíkum
listamanni. Og það er sárt að sjá á
bak slíkum vini. Síðasta kvöldið
hennar, áður en hún skyndilega og
alveg óvænt veiktist svo alvarlega,
var hún venju fremur glöð og sátt.
Hún var svo þakklát fyrir öll þau
tækifæri og þær viðurkenningar sem
hún hafði fengið nú síðustu árin.
Fyrir að hafa nóg að starfa.
„Ég vona að ég geti starfað fram
í rauðan dauðann," sagði hún, „ann-
ars er ég hrædd um að ég verði svo
leiðinlegt gamalmenni." Það varð
hún aldrei, hún bara fór. Svona rétt
eins og kvenfólkið undir Jökli (hún
var reyndar uppaiin enn vestar), sem
segir þannig af í Kristnihaldinu:
Ævinlega hreinar. Hreinastar
konur undir Jökli. Sjást aldrei borða,
samt feitar. Einginn séð þær sofa
en til í alt jafnvel klukkan þijú á
nóttunni. Ekki vitað til þess þær
konur læsu bók, en aldrei hefur lærð-
ur maður rekið þær á gat. Skrýtn-
ast af öllu þó, að þær eldast ekki.
Þær hverfa einn góðan veðurdag
einsog fuglar, en hrörna ekki. ..“
Og þannig fór Sigga frá okkur
án þess að eldast fyrst, í fullu fjöri
og fullu starfi. Þannig vildi hún hafa
það. Og þannig munum við hana.
Við söknum hennar ákaft og
söknuður dætranna Kristínar og
Hrafnhildar er mestur. Megi allar
góðar vættir styrkja þær og vernda.
Missir þeirra er mikill. En minning
hennar lifir með öllum sem þeirrar
gæfu nutu að ganga við hlið henni
í lífi og starfi. Blessuð sé sú minning.
Þórunn Sigurðardóttir.
+
Hjartkær móðir okkar,
MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður til heimilis á Brunnstíg 2,
Hafnarfirði,
lést 6. janúar.
Börnin.
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR JÓHANNSSON,
Bakka,
Melasveit,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 6. janúar.
Hver var hún þessi tígulega kona,
sem bjó í kjallaranum í miðhúsinu?
Hún gekk í þröngum pilsum og
hælaháum skóm og flottari fætur
höfðu ekki stigið á stéttina í Löngu-
hlíðinni. Ég, stelpan, hafði aldrei séð
aðra eins tign.
Seinna fékk ég að vita að hún
væri leikkona. Þegar ég mannaði
mig í inntökupróf í Leiklistarskóla
Leikfélags Reykjavíkur var hún
prófdómari, eins og það hét þá. Hún
fylgdist náið með okkur í skólanum,
var líka prófdómari þegar við út-
skrifuðumst. Hún hafði ennþá þessa
dálítið fjarrænu reisn, en talaði ætíð
um leikhúsið af skynsemi og virð-
ingu við okkur nemendurna, svo lít-
ið skynbragð sem við nú bárum á
hvort tveggja.
Við byijuðum að verða vinir í al-
vöru þegar ég lék mitt fyrsta stóra
hlutverk sem tengdadóttir hennar,
sem hún reyndar lét myrða okkur
báðum til ævarandi skemmtunar.
Þegar við Stefán fórum með henni
og Gumma og fjöldamörgu öðru
listafólki til Bandaríkjanna tók þessi
vinátta nýja stefnu, þróaðist í nána,
ómissandi og stöðuga vináttu, sam-
starf og smátt og smátt sameigin-
lega lífssýn.
Með árunum skipta árin stöðugt
minna máli. Það sem einu sinni var
aldursmunur, verður aðeins reynslu-
munur. Og fáar stelpur þekkti ég
eins stríðnar og snaggaralegar og
Siggu. Og það breyttist ekkert með
árunum, síður en svo.
En hún átti marga liti, ekki að-
eins sem listamaður, heldur ekki síð-
ur sem manneskja. Hún gat orðið
snakill ef henni mislíkaði, svo það
gneistaði af þessum litla kroppi í
( allar áttir. Oftast var hún þó ákaf-
lega blíðlynd og mjúk, og það gaf
hún af örlæti á báða bóga. En hvað
( verður minnisstæðast af eiginleikum
hennar á kveðjustund?
Heiðarleiki, trygglyndi, greind. í
þessari röð: Heiðarleiki þeirrar
manneskju, sem veit að ekkert er
Rósa María Sigurgeirsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍAS M. ÞÓRÐARSON,
Vallarbraut 5,
Akranesi,
lést miðvikudaginn 6. janúar sl.
Hrefna Daníelsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
+
Ástkær systir okkar,
MARGRÉT VALDIM ARSDÓTTIR,
Hlíf,
isafirði, .
andaðist 6. janúar í sjúkrahúsinu á Isafirði.
Þórunn Valdimarsdóttir,
Friðrik Valdimarsson,
Nilsína Þ. Larsen.
+
Hjartkær sonur minn, bróðir okkar og mágur,
KRISTJÁN H. ÓSKARSSON,
Reynihvammi 10,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. janúar
kl. 13.30.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Minningarsjóð Heimastoðar krabbameinslækningadeildar Land-
spítalans, sími 601300.
Gunnlaug Kristjánsdóttir,
Brynhildur Stella,
Gunnar Már, Margrét Hauksdóttir,
Óskar Eivar, Charlotte Vest Pedersen.
+
Ástkær fósturmóðir mín og amma,'
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
frá Stað i Ytri-Njarðvík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 9. janúar
kl. 13.30.
Ólafur Gunnarsson,
Hulda Pétursdóttir,
Guðrún Mjöll Ólafsdóttir.
+
Útför bróður okkar,
JÓNASAR ÁSGEIRSSONAR,
er lést 25. desember, fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn
9. janúar kl. 14.00.
Ferð verður frá BSÍ kli 12.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans,
er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðmunda Ásgeirsdóttir,
Einar Ásgeirsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HREFNA JÓHANNSDÓTTIR,
Víðigrund 24,
Sauðárkróki,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 9. janúar
kl. 14.00.
Ólafur A. Jónsson, Bára Svavarsdóttir,
Friðbjörn Þ. Jónsson, Sigrún Ámundadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Sendum hjartans þakklæti öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og jarðarför
GUNNARS GUÐJÓNSSONAR
skipamiðlara.
Kristín Snæhólm
og fjölskylda Gunnars.
+
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samýð og vinarhug við
andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóð-
ur, systur og ömmu,
ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR,
Blönduhlíð 27.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heimahlynningar krabba-
meinssjúklinga.
Jón Ó. Elíasson,
Jón Kristinn Jcnsson, Sesselja Ingólfsdóttir,
AriJónsson, Lára Hrönn Árnadóttir,
Ólafur Jónsson
og barnabörn.
Lokað
Skrifstofa Leikfélags Reykjavíkur verður iokuð frá
kl. 12.00 í dag og miðasalan lokuð frá kl. 12.00-
16.00 vegna jarðarfararfrú SIGRÍÐAR HAGALÍN.
Leikfélag Reykjavíkur.
Lokað
Vegna jarðarfarar HINRIKS HANSEN verður
Myndlista- og handíðaskóli Islands lokaður eftir
hádegi föstudaginn 8. janúar. Skólastjóri.
Lokað
Skrifstofur Bíliðnafélagsins, Félags blikksmiða,
Málm- og skipasmiðasambands Islands, Nótar,
félags netagerðarmanna og Sameinaða lífeyris-
sjóðsins, Suðurlandsbraut 30, verða lokaðar
föstudaginn 8. janúar 1993 frá kl. 10.00-14.00
vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR S.M.
JÓNSSONAR.
Bíliðnafélagið.
Félag blikksmiða.
Málm- og skipasmiðasamband íslands.
Nót, félag netagerðarmanna.
Sameinaði lífeyrissjóðurinn.