Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 29
eeei haij/al .8 jiijoaoijtsot geiclajauaouok MÖRGUNBLAÐÍÐ FÖSTUDÁGUR 8. JÁNÚAR 1993 Minning Hinrik H. Hansen Fæddur 5. september 1926 Dáinn 31. desember 1992 Þótt Hinrik sé horfínn okkur, sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast honum, þá mun minningin um hann alltaf lifa í hjörtum okkar. Hinrik skilur eftir sig marga minnisvarða og ber þar fyrst að telja börnin hans fimm og bama- börn, sem og stjúpbörn hans sem hann reyndist sem besti faðir. Minningin um góðan mann lifir einnig í gegnum verk hans sem standa sem minnisvarði um dugnað hans og atorku. Má þar einkum nefna það hlýja og fallega heimili sem hann og Dúdda frænka okkar bjuggu sér. Þangað er alltaf gott að koma. Litli bústaðurinn uppi í Skammadal, umvafinn blómum, ber honum líka fagurt vitni, en þar tókst honum að gera sannkallaða höll úr litla kartöfluskúrnum sem var þar í upphafi. Síðast en ekki síst viljum við nefna mötuneytið í Myndlista- og handíðaskólanum sem þau Dúdda hafa rekið saman í, nokkur ár. í þeim litlu húsakynnum sem þar eru hefur þeim í sameiningu tekist að gera mikla og góða hluti. Við vitum að við mælum fyrir munn margra þegar við segjum að við munum sannariega sakna Hin- riks. Hann var einstaklega góður og ljúfur maður sem gaman var að tala við um alla hluti. Við viljum þakka honum fyrir allar þær góðu minningar sem við systurnar eigum um hann. Börnum hans, tengda- börnum og barnabörnum vottum við okkar innilegustu samúð. Kæra Dúdda, Sigrún, Erik, Svav- ar og Rúnar, þótt Hinrik sé horfinn úr daglegu lífi ykkar mun- hann alltaf lifa með ykkur í minningun- um. Við vottum ykkur og fjölskyld- um ykkar innilega samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Anninú og Steinunn. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Spámaðurinn, Kahlil Gibran). í dag verður jarðsettur frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði Hinrik H. Hansen kjötiðnaðarmaður. Ég kynntist Hinrik fyrir rúmum áratug þegar hann bættist í hóp fjölskyldunnar, sem maður móður minnar. Fann ég þá strax hve traustur, ljúfur, hógvær en jafn- framt staðfastur hann var og fannst mér móðir mín alltaf svo örugg með honum. Ég minnist hans einna helst í Glaðheimunum þar sem ég bjó með þeim þar til fyrir rúmum tveimur árum, en þá stofnaði ég mitt eigið heimili. í Glaðheimunum stækkaði fjölskyldan, en við hana bættust Érik unnusti minn og síðar ívar sonur okkar, sem Hinrik reyndist alla tíð sem besti afi og hændist ívar mjög að honum. Ég minnist þeirra stunda er Hin- rik sat í stólnum sínum í stofunni og barnagrindin við hlið hans, en þar gat Ivar dundað í návist afa, sem aldrei þreyttist á að leika við hann, með sínu rólega og þægilega viðmóti. Þegar ívar varð svo dálítið eldri fór hann oft upp í stól til afa og fékk þar oft útskýringar á því sem var að gerast í sjónvarpinu, en þar gátu þeir lengi setið saman og sofnaði ívar oft í örmum hans. Hinrik var kjötiðnaðarmaður að mennt og síðustu sex árin rak hann, ásamt móður minni, mötuneyti fyr- ir Myndlista- og handíðaskóla ís- lands. Fór þar saman vinna og áhugamál þeirra beggja, en var hann mjög vinnusamur maður og lék allt í höndum hans, hvort heldur var vinnsla og eldun matar, ræktun grænmetis eða bygging sumarhúss, allt var jafn gott og fallegt. Ferðalög voru Hinrik mikið yndi og saman ferðuðust hann og móðir mín talsvert og mun hún geyma vel þær minningar ásamt öllu öðru. Var hún Hinrik mjög þakklát fyrir það hversu vel hann reyndist okkur systkinunum. Hinrik átti fimm böm; Sigrúnu, gifta Sigurði Þorleifssyni tækni- fræðingi, sem reka eigið fyrirtæki í Hafnarfírði; Sveinbjörn tækni- fræðing; Pálma tæknifræðing, kvæntan Ásgerði Ingólfsdóttur; Hinrik tæknifræðing, kvæntan Ástu Jónu Skúladóttur hjúkrunar- fræðingi. Yngst er Dúna, skrif- stofustúlka, gift Sigþóri Jóhannes- syni bakara. Eru barnabörnin níu. Þrátt fyrir hógværð Hinriks fann maður svo vel hversu stoltur hann var af börnum sínum og hversu þakklátur hann var fyrir reglusemi þeirra og dugnað. í lífinu skiptast á skin og skúrir. í janúar 1992 greinist Hinrik með illkynja sjúkdóm. Gekkst hann und- ir mikinn uppskurð og voru líkur á bata mjög góðar. Tveimur mánuð- um síðar var hann kominn í fullt starf aftur, svo þakklátur og bjart- sýnn. Naut hann sumarsins vel með móður minni, allt lék í lyndi. En með haustinu tók sjúkdómurinn sig upp á ný. Gerði Hinrik allt sem í hans valdi stóð til að ná bata, enn fullur af bjartsýni. Þó hann væri oft mikið þjáður talaði hann ekki um það, því vonina misst hann aldr- ei. Honum var það mikils virði að geta verið heima í veikindum sínum, en með hlýju móður minnar varð honum það auðið, nema þijá síð- ustu sólarhringana var hann á Landspítalanum, þar sem móðir mín, börn hans og Jóna systir hans viku ekki frá honum. Hann lést þar að morgni gamlársdags. Ég er Hinrik þakklát fyrir allt það sem hann var mér og fjölskyldu minni. Við vottum móður minni, börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum hans okkar dýpstu samúð. Við höfum misst mikið. „Það sem gróðursett er á réttan hátt, verður ekki rifið upp; það verð- ur aldrei á braut borið, sem vel er varðveitt. Það vekur virðingu niðj- anna.“ (Bókin um veginn, Lao-Tse). Blessuð sé minning Hinriks. Sigrún B. Guðmundsdóttir, Erik R. Yeoman og synir. Hinrik var fæddur á Reykjavík- urvegi 31 í Hafnarfirði og ólst hann upp í Hafnarfirði gamla tímans. Hinrik var elstur barna hjónanna Hinriks A. Hansen og Gíslínu Guð- rúnar Egilsdóttur, hin börnin eru Jónína, Sigmundur, Egill, María og Kristín. Faðirinn lést þegar elsti songurinn var 13 ára. Uppeldi þessa stóra barnahóps kom því í hlut ekkjunnar. Börnin bytjuðu strax að vinna störf er til féllu. Hinrik hóf verslunarstörf sem vikapiltur og sem innanbúðarmaður hjá Éerdinand Hansen. Seinna lærði Hinrik kjötiðn hjá Þorvaldi í Síld og fisk og starfaði hjá honum í nokkur ár. Það lá fyrir Hinrik að starfa við verslun stærsta hluta starfstíma síns. Mörg ár var hann hjá Kidda í Kiddabúð (Kjötkjallarinn) á Vest- urbrautinni. Á þeim árum þekktu Hafnarfírðingar allir alla. Hinrik var einnig virkur í bak- varðasveit Sjálfstæðisflokksins og unni hugsjón hans alla tíð. Hinrik kvæntist Sigríði Jóhann- esdóttur 5. janúar 1952, þau skildu. Áttu þau saman börnin: Sveinbjöm, tæknifræðingur, Jóhannes Pálmi, tæknifræðingur, kvæntur Ásgerði Ingólfsdóttur, Hinrik Andrés, tæknifræðingur, kvæntur Ástu Jónu Skúladóttur, og Gíslínu Guð- rúnu (Dúnu), skrifstofustúlku, gift Sigþóri Jóhannessyni. Bamabörnin em orðin 10. Sigríður átti fyrir dótturina Sigrúnu, gift undirrituð- um, og gekk Hinrik henni í föður- stað. Hinrik var mikið í mun að öll bömin fengju það uppeidi að þau yrðu sjálfstæð og stæðu á eigin fótum. Hann hafði upplifað það á yngri áram hvemig fólki var mis- munað með vinnu og aðbúnað, enda ól móðir hans sín böm upp með því hugarfari að vera sjálfum sér nóg- ur. Hinrik var mikill blómaræktandi eins og garðar umhverfis hýbýli hans bera vott um. Okkur voru nokkur sumur færð sumarblóm og margar vora ráðleggingarnar um hvaða blóm og tré hentuðu best á hveijum stað. Nokkur seinustu árin hafði hann kartöflu- og matjurta- garð í Skammadal, upp úr fáum reitum kom jafnmikið og hjá hon- um, og sennilega engum meira. Hann studdi við bakið á börnum sínum og hvatti þau áfram til betra mannlífs og sjálfstæðis. Undirritaður kom inn í íjölskyld- una ungur og bjó í Kelduhvammin- um rúmt ár. iífið var ekki alltaf dans á rósum þessi ár, en fjölskyld- an stóð þétt saman í átökum dags- ins. Þegar Kiddabúð (Kjötkjallaran- um) var lokað og eftir skilnað flutti Hinrik til Reykjavíkur og starfaði í matvöruverslun í Grímsbæ nokkur ár þar til hann og sambýliskona hans síðustu árin, Magnfríður Dís, tóku að sér og ráku mötuneyti í Myndlistaskólanum. Við kveðjum í dag góðan dreng og biðjum guð að blessa hann og minningu hans. Sigurður Þorleifsson Kveðja frá Myndlista- og handíðaskóla íslands Hinrik Hansen, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju, kom til starfa við Myndlista- og handíða- skóla íslands haustið 1987, er hann ásamt komu sinni, Magnfriði Dís Eiríksdóttur, tók að sér rekstur mötuneytis nemenda. Hafa þau starfrækt það af sérstökum mynd- arskap, enda samhuga um eflingu þess og viðgang. Það var mikið lán fyrir skólann að fá þau til starfa. Hinrik var stakt ljúfmenni í allri framkomu og hvers manns hug- ljúfi. Hann var vakinn og sofinn í starfi sínu, einstaklega áhugasamur um allt sem hann tók sér fyrir hend- ur og bar hag skólans og nemenda mjög fyrir bijósti. Veikindi Hinriks bar brátt að. Við höfum fylgst með því af vax- andi kvíða hvemig heilsu hans hrakaði á örfáum mánuðum, en fréttin um andlát hans á gamlárs- dag kom þó eins og reiðarslag. Myndlista- og handíðaskóla ís- lands er mikil eftirsjá að þessum afbragðsmanni og þakkar að leiðar- lokum óeigingjamt starf hans og alla þá vinsemd er hann sýndi skól- anum, nemendum og starfsfólki. Við sendum Magnfríði og allri fjölskyldu Hinriks innilegar samúð- arkveðjur. Minningin um góðan dreng og starfsfélaga mun lifa með okkur. Fyrir hönd Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Bjarni Daníelsson, skólastjóri. Guðjón Jónsson frá Flateyri — Minning Fæddur 1. ágúst 1927 Dáinn 29. desember 1992 Er jólahátíð var rétt gengin yfir og fólk beið áramóta með gleði, sem þeim fylgir og fjölskyldutengsl eru hvað sterkust, var okkur tilkynnt andlát tengdaföður míns Guðjóns Jónssonar frá Flateyri. Það þurfti ef til vill ekki að koma neinum á óvart því að hann hafði átt við mikla vanheilsu að stríða allt frá því að hann lenti í slysi veturinn 1977, en samt er höggið þungt og manni finnst ósanngjamt að fá ekki að hafa hann lengur á meðal okkar. Guðjón var mjög mikill íjöl- skyldufaðir og breiddi sig út yfír fjölskylduna, en sóttist ekki eftir vegtyllum né metorðum og heima í faðmi fjölskyldunnar leið honum best. Hann hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og samfélaginu en beið ekki eftir skoðunum annarra og hélt fast við sinn hlut og var rök- fastur. Guðjón hlaut í vöggugjöf marga góða kosti. Hann var ein- staklega laginn við vélar og hann gat smíðað úr tré jafnt sem úr járni og gert við bilaða smáhluti svo sem leikföng eða eldhúsáhöld fyrir vini og vandamenn, þar var hann töfra- maður. Hann sagði ekki mikið þeg- ar komið var með hlutina til hans nema „ég skal reyna“, en allir vissu hvað það þýddi, og vilja mín börn þakka afa sínum fyrir öll leikföngin og reiðhjólin sem hann gerði við fyrir þau. Guðjón var rammur að afli, dug- legur og ósérhlífinn og meðan hann keyrði vörur og olíu hjá Kaupfélagi Önfirðinga spurði Guðjón ekki um tíma, færð og veður og út á In- gjaldssand braust hann stundum yfir tvær heiðar af slíku harðfylgi að fullmikið þótti. En það sem Guð- jóni var trúað fyrir fannst honum hann verða að leysa. Guðjón var fæddur 1. ágúst 1927 að Feitsdal í Arnarfirði. Foreldrar hans vora hjónin Elín María Jóns- dóttir og Jón Magnússon og vora þau ættuð úr Arnarfírði en fluttust þegar Guðjón var sex ára til Flat- eyrar þar sem hann ólst upp í miklu ástríki foreldra sinna og þriggja systkina sem era: Björg sem býr á Miðbælisbökkum í Austur-Eyjafjöll- um, Ásta sem býr í Reykjavík og Stella sem býr á Flateyri. Guðjón fór snemma að vinna fyr- ir sér eins og títt var með unglinga á þeim tíma. Einnig minntist hann oft með gleði og hlýju á þann tíma sem hann var lítill drengnr í sveit á sumrin hjá ömmu sinni sem var ekkja í Feitsdal. En hugur Guðjóns stóð til véla og bíla og um tvítugt keypti hann sér jeppa, sem þóttu töfratæki á þeim tíma. Þá keyrði hann vörubíl og tók þátt í síld^ræv- intýrinu á Djúpuvík milli 1940 og 1950. Þá vann hann við trésmíðar í nokkur ár. En á Flateyri átti hann ræturnar og þar var hugurinn. Árið 1952 kynnist hann ungri og glæsilegri stúlku Jóhönnu Snæ- feld, sem ættuð er úr Reykjavík og hafði komið sem kaupakona í Ön- undarfjörðinn. Felldu þau hugi sam- an og giftu sig 27. ágúst 1955. Þau eignuðust fjögur börn sem era: Jó- hann Snæfeld bílstjóri, f. 20. júlí 1954. Hans sambýliskona er Anna Pétursdóttir. Hann á einn son og þau búa í Reykjavík. Jón Heiðar verslunarmaður, f. 12. febrúar 1957. Hans kona er María Guð- mundsdóttir. Þau eiga tvö börn og búa í Reykjavík. María Kristín hús- móðir, f. 5. des. 1958. Hennar maður er Magnús Sigurðsson. Eiga þau fjögur börn og búa á Hnjúki í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Yngst er Þóra Björg, f. 16. des. 1964, nemi við Háskóla Islands. Hennar maður er Haukur Njálsson. Þau eiga eitt barn og búa í Kópa- vogi. Eina stúlku átti Guðjón fyrir hjónaband, en hún lést fárra vikna. Árið 1957 ræður hann sig til Kaupfélas Önfirðinga við akstur og einnig utanbúðarstörf og eftir að Kaupfélagið fer að fást við fisk- vinnslu sá Guðjón um hana og var ákaflega vinsæll verkstjóri, hann skildi svo vel mannlegu hliðarnar á lífinu. Árið 1980 taka þau hjón við olíu- umboðinu fyrir Esso á Flateyri og síðar söluskála og sáu um það uns þau fluttu suður í Kópavog árið 1988 og keyptu sér hús á Digranes- vegi 62. Þau hjón Guðjón og Hanna voru ákaflega samrýnd og virtu hvort annað mjög mikils og í veik- indum Guðjóns hefur Hanna sýnt sérstakan dugnað og umhyggju, sem ég veit að Guðjón virti mjög mikið. Á Flateyri og í Önundarfirði var hans sælustaður og fannst mér hann oft í stíl við landslagið, en þar eru brött fjöll og hvassar eggjar en yndislegur fjörður og fallegar sveit- ir meðfram og innaf og á sama hátt gat Guðjón verið hijúfur en inni fyrir var afar hlýtt hjarta sem vildi hvers manns vanda leysa og barngóður var hann með afbrigðum og hændust barnabörnin að honum og naut hann sín best með þeim. Við leiðarlok kemur fram sökn- uður yfir því að fá ekki að hafa Guðjón lengur meðal okkar en jafn- framt gleði yfir því að hafa kynnst jafn heilsteyptum manni sem hann var. Ég þakka honum einstaka góð- vild' og, hjálpsemi í minn garð og eiginkona hans, börn, tengdaböm og bamaböm þakka honum fyrir alla þá umhyggju og ást sem hann breiddi yfir fjölskylduna. Þar sem góðir menn fara þar era Guðs vegír. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Magnús Sigurðsson. Séiiræðingar i hlóiiiaski’Þyiiiiguiii við »11 lu’kifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.