Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Wyman hættir í Roll- ing Stones Bill Wyman BILL Wyman yfirgaf í gær hljóm- sveitina Rolling Stones en hann hafði verið bassaleikari hennar í 30 ár. Breskir tónlistar- frömuðir töldu full- víst að hljómsveitin héldi áfram og veltu vöngum yfír hver yrði eftirmað- ur Wymans. Enska blaðið Daily Mail sagðist hafa heim- iidir fyrir því að John Entwistle bassaleikar hljóm- sveitarinnar Who yrði eftirmaður Wymans. Evening Standard hélt því hins vegar fram að hlutverkið fengi bandarískur gítarleikari að nafni Doug Wimbish sem leikið hefur á tveimur síðustu sólóplötum Micks Jagger forsprakka Stones. Wimbish var nýlega kjörinn bassaleikari árs- ins af bandarísku tónlistarblaði. Wyman er 56 ára og sagðist ætla snúa sér að „mikilvægari málurn". Talið er að auðæfí hans vegna vel- gengni hljómsveitarinnar nemi jafn- virði milljarða ÍSK. Shevardnadze segist hress EDÚARD Shevardnadze leiðtogi Georgíu hló í gær að fréttum þess efnis að hann ætti við slæma heilsu að stríða og hefði fengið hjartaslag í fyrradag. Í samtali við Interfax- fréttastofuna sagðist hann telja að góðir vinir sínir hefðu komið kviksög- um af stað í þeirri von að það yrði til þess að hann hlífði sér betur og drægi úr mikilli vinnu. Obeinar reyk- ingar drepa fólk Bandarísk yfírvöld birtu í gær skýrslu um niðurstöður könnunar á áhrifum óbeinna reykinga. Þar er því haldið fram að árlega fái um 3.000 Bandaríkjamenn banvænan lungna- krabba af völdum óbeinna reykinga. Afneita manna- kjötsáti í Kína KÍNVERSKIR embættismenn sögð- ust í gær aldrei hafa heyrt um meint mannakjötsát í Menningarbylting- unni héraðinu Guangxi í suðurhluta landsins á árunum 1966-76. Kín- verskur andófsmaður, Zheng Yi, hélt því fram við komuna til Bandaríkj- anna í fyrradag að mannakjötsát hefði verið stundað í Guangxi á fram- angreindum tíma. Reuter Rússneskar konur krossa sig Kristnar rússneskar konur krossa sig við guðsþjónustu í Moskvu í gær. Samkvæmt venjum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar gekk jólahátíð í garð þar í landi í gær og flykktust landsmenn í kirkjur þar sem reynt er að endurreisa siði og venjur sem bældar voru niður á valdatíma sovéska kommúnistaflokksins. SPflRIÐ þOSUNDIR KRÓKA. DLL GÓLFEFW í EINIIM STAfl. OÚKAR - FLÍSflR - PflRKET - IEPPI - MOTTUR - AFGANGAX. TAKIfl MflLIN MEflL Opið vikra daga 9-18 laugardaga 10-16 30°/< © f/'a us\ i 20% 30°/ f/,aus\ & 11 man. kredit f/'ausS VISA* 18 mán. Afgangar með allt að 70% afslætti. raðgreiðslur TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMAR 681 950 - 814850 Meciar vænir Ungverja um útþenslustefnu Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. VLADIMIR Meciar, forsætisráðherra Slóvakíu, ýjaði að því á fundi með starfsmönnum nýs varnarmálaráðuneytis ríkisins núna í vik- unni að Ungveijar kynnu í framtíðinni að sækjast eftir landsvæði sem tilheyrði Tékkóslóvakíu eftir 1920 og nú tilheyrir Slóvakíu. Hann sagði að vissir háttsettir menn í Ungveijalandi væru hlynnt- ir því. Ungveijaland var í hópi fyrstu ríkjanna sem viðurkenndi sjálfstæði Slóvakíu um áramótin og skrifstofu aðalræðismanns landsins í Bratislava, höfuðborg Slóvakíu, var breytt í sendiráð þegar á nýársdag. Meciar sagði að sú hugmynd væri uppi í Búdapest, höfuðborg Ungveijalands, að hægt væri að beita sáttmála Evrópuþjóðanna um samvinnu og öryggi til að breyta landamærum á friðsaman hátt. Hann sagði að það kæmi ekki til greina af hálfu Slóvaka. Þeir teldu öryggi Evrópu vera komið undir því að landamæri væru óhaggan- leg. Hið umdeilda orkuver Gabcikovo við Dóná, sem Tékkóslóvakar og Ungveijar hugðust reka í samein- ingu en Ungveijar drógu sig út úr fyrir nokkrum árum og Slóvakar sitja nú einir að, hefur áhrif á landamærin. Samkvæmt samn- ingnum frá 1920 liggja landamær- in í „skipgengum aðalstraumi" Dónár. Nú hefur siglingaleiðin ver- ið flutt úr Dóná í skipaskurð sem var grafinn nokkrum kílómetrum norðan við fljótið í Slóvakíu í sam- bandi við orkuverið. Dóná er ekki orðin nema svipur hjá sjón og ekki skipgeng eftir opnun skurðarins í haust. Samkvæmt samningnum hefur Slóvakía því misst nokkra kílómetra sunnan við Dóná. Enginn hefur enn farið formlega fram á að samningurinn verði tekinn bók- staflega. Ungveijar eru á móti orkuverinu og vilja ekki að það verði tekið í notkun af umhverfis- ástæðum en Meciar skellir skolla- eyrum við því. co m r.<HR0U KOMIÐ OG DflNSlÐ! iRÐU LÉTTA DANSSVEIFLU Á TVEIM DÖGUM! |æstu námskeið 16. og 17. janúar 93 Áhugahópur um almenna dansþátttöku á Islandi 1620700 § 20010 eða 21618 hringdu n u n a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.