Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 7 Þór Vilhjálmsson. Þór Vilhjálms- son forseti Hæstaréttar ÞÓR Vilhjálmsson hæstaréttar- dómari hefur verið kosinn forseti Hæstaréttar frá 1. janúar sl. til tveggja ára. Hann tekur við af Guðrúnu Erlendsdóttur hæsta- réttardómara. Hrafn Bragason hæstaréttardóm- ari var kosinn varaforseti Hæstarétt- ar til sama tíma. Forseti og varafor- seti Hæstaréttar gegna stöðunni til tveggja ára. Heilsugæsla í Breiðholti Morgunblaðið/Kristinn Ogalltmeð afslætti... Nú þegar um hægist eft- ir jólavertíðina setja verslanir vöru sína á út- sölu og er sjálfsagt oft hægt að gera góð kaup. Því flykkist fólk í versl- anir að nýju og vill þá oft verða handagangur í öskjunni. íslandsbanki 21,11% ávöxtun á viðskiptavíxlum Helgarþjónust- an sameinuð ÁKVEÐIÐ hefur verið að heilsu- gæslustöðvarnar í Efra-Breiðholti og í Mjódd skipti með sér helgar- þjónustunni frá og með næstu helgi. Verður hún fyrst um sinn við Heilsugæslustöðina í Efra- Breiðholti. Stöðvarnar munu skiptast á um að veita helgarþjónustu, sem ætluð er íbúum í Breiðholti og öðrum skjól- stæðingum stöðvanna. Þjónustan er veitt milli kl. 13 og 15 á laugardög- um og sunnudögum en símaþjónusta er frá kl. 12:30. Um er að ræða læknisviðtöl á stöðvunum og vitjanir eftir því sem ástæða þykir til en ekki símaviðtöl. SO-SOA íáslótW'- STAÐGBEtÐSLUAFSUTTim GREIÐSLUKORTAÞJOMUSTA Á MARKAÐUR VIÐ SUND Dráttarvextir hækka um mánaðamótin Seðlabankinn ákveður dráttar- vexti með því að reikna í lok hvers mánaðar meðaltalsávöxtun víxil- og skuldabréfalána banka og sparisjóða og bæta við álagi eftir ákvörðun bankans. Alþingi samþykkti í vetur að lækka þetta álag úr 5-10% í 2-6%. Bankar og sparisjóðir hækkuðu víxilvexti og skuldabréfavexti um 2% að jafnaði um áramótin. Forvext- ir víxla eru hæstir hjá íslandsbanka, 15,6% eins og áður sagði, en 13,5- 13,6% hjá öðrum bankastofnunum. Kjörvextir skuldabréfa eru einnig hæstir hjá íslandsbanka, 13,4% en 12,5% hjá Búnaðarbanka, 11,85% hjá sparisjóðunum og 11,5% hjá Landsbanka. Haldist þessir vextir út mánuðinn má búast við að drátt- NAFNVEXTIR víxla hjá íslandsbanka eru nú hærri en vanskilavextir sem Seðlabankinn ákveður. Vanskilavextir eru nú 16% en forvextir víxla í íslandsbanka eru 15,6% sem svarar til 17,12% ávöxtunar eða nafnvaxta á 60 daga víxlum samkvæmt útreikningum Seðlabankans. Þá bera viðskiptavíxlar hjá Islandsbanka 18,85% forvexti sem svara til 21,11% nafnvaxta. Aðrir bankar og sparisjóðir hafa 16,25-16,6% forvexti á viðskiptavíxlum sem svara til 17,91% til 18,33% nafnvaxta. Samkvæmt þessu getur verið hag- kvæmara að láta viðskiptavíxla fara í vanskil og greiða vanskilavexti en að framlengja víxilinn. Það sama gildir um venjuleg víxillán í Islands- banka. arvextir hækki um 2% um næstu mánaðamót nema Seðlabankinn breyti álaginu, en það er nú rúm 3%. HVlTA HÖSID / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.