Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 17 Hann fór ungur að árum í iðn- skólann og lýkur þar námi með glæsibrag. Á þeim árum vann Guð- mundur allmörg ár í Vélsmiðjunni Héðni og þar lauk hann námi í vél- smíði. Hann vann síðan nokkur ár sem vélstjóri á fískiskipum. En lengst var hann svo starfsmaður hjá Félagi járniðnaðarmanna og lengst af þeim tíma í stjóm félags- ins. Alls mun hann hafa unnið þar um tuttugu ár, eða þar til kallið kom. Guðmundur kvæntist Hallfríði P. Ólafsdóttur frá Vonarlandi við ísafjarðardjúp árið 1959. Þeirra sambúð hefur verið til fyrirmyndar og fannst okkur oftlega að þau væru eins og nýtrúlofuð, líka ára- tugum síðar. Þau hjónin eiga miklu barnaláni að fagna, eignuðust þrjú börn, þau eru talin eftir aldri: Ægir Jens, kvæntur Lindu Brá Hafsteinsdótt- ur, þeirra sonur er Bergsteinn Dag- ur. Jónas Þröstur, í sambúð með Þóru Bryndísi Ámadóttur. Þau eiga soninn Jónatan Þór og dótturina Stefaníu Karitas. Sigríður Hrand er í sambúð með Reyni Amberg Guðlaugssyni. Okkur fínnst samband fjölskyld- unnar allrar hlýlegt og gæti verið öðram fyrirmynd í blíðu og stríðu. Þau Guðmundur og Hallfríður áttu sitt heimili að mestu á tveimur stöðum, á Hraunteigi 22 í rúman áratug og Borgarholtsbraut 35 í Kópavogi rúm tuttugu ár. Eins og eðlilegt er urðu mjög náin kynni milli ijölskyldna okkar þar sem eiginkonumar era systur. Og fyrir þessi góðu kynni eram við hjónin mjög þakklát og böm okkar og barnabarn. Við eigum skemmtilegar og góð- ar minningar úr mörgum ferðum um okkar fagra land. Við höfum heimsótt flestar byggðir í öllum landsfjórðungum. Einnig höfum við ferðast örlítið um hálendi landsins. Árið 1975 fóram við hringveginn, fengum dásamlegt veður og hittum marga ættingja og vini og sú ferð verður æði minnisstæð. Og eins fórum við í ferð til Nor- egs, sem varð mjög lærdómsrík, skemmtileg og minnisverð. Oftsinnis var okkur boðið í sum- arhús sem þau leigðu hjá Félagi jámiðnaðarmanna. Og margar voru gönguferðimar í sól og regni, en alltaf góðu veðri. Að leiðarlokum þökkum við hjón- in margar ógleymanlegar stundir og elskuleg kynni. Við þökkum sérstaklega fyrir barnabarnið. Við vottum góðri eiginkonu, börnum þeirra, tengdabörnum og bamabörnum, svo og aldraðri móð- ur hans og systram einlæga samúð. Hanna og Gísli. Kveðja frá Félagi járniðnaðarmanna Það var okkur félagsmönnum í Félagi járniðnaðarmanna mikið áfall þegar sú fregn barst að Guð- mundur S. M. Jónasson, varafor- maður félagsins, hefði látist á gaml- ársdag. Eitt af síðustu verkefnum Guð- mundar var árleg jólasöfnun félags- ins til stuðnings ekkjum og bömum látinna félagsmanna og umsjón með árlegri jólatrésskemmtun fyrir böm félagsmanna. Hress að vanda var hann við störf fram á hádegi síðasta dag ársins og kvaddi samstarfsmenn með þökkum fyrir gamla árið. En nú stöndum við frammi fýrir því á nýju ári að kveðju í hinsta sinn forystumann og félaga sem lagði allt sitt af mörkum í starfí fýrir félagsmennina. Guðmundur S.M. Jónasson og Félag járniðnaðarmanna eru svo nátengd í hugum margra að erfítt er að hugsa sér annað án hins. Guðmundur gerðist starfsmaður félagsins 1973 og var í stjórn þess í samfellt 20 ár, lengst af sem gjald- keri og síðustu fjögur árin fram að andláti var hann varaformaður fé- lagsins. Öll þessi ár átti Félag jámiðnað- armanna hug hans allan og þau voru mörg kvöldin og helgamar sem hann var að störfum fyrir fé- lagið. Það fór ekki fram hjá neinum að Guðmundur vann öll störf sín fyrir félagið af einstakri samvisku- semi. Guðmundi var sérlega annt um eldri félagsmennina sem vora að láta af störfum og aðstoðaði þá á margvíslegan hátt við þau um- skipti. Hann hafði í mörg ár umsjón með sumarferðum félagsins fyrir eldri félagsmenn og maka þeirra. Hann átti einnig mikinn þátt í upp- byggingu orlofshúsa félagsins og margar voru vinnuferðirnar sem Guðmundur og Halla eiginkona hans fóra í orlofshúsin til að und- irbúa þau fyrir sumardvöl félags- manna. Guðmundur var lengi í stjórn sjúkrasjóðs félagsins og átti mikinn þátt í að byggja upp sjóðinn og móta reglugerð þannig að nú njóta félagsmenn bóta frá sjóðnum þegar mest á reynir. Hann var mörg ár í stjóm Lífeyrissjóðs málm- og skipa- smiða og eitt af síðustu verkefnum hans þar var að vinna að samein- ingu sjóðsins við Lífeyrissjóð bygg- ingarmanna. Á þingum Málm- og skipasmiðasambands íslands og Alþýðusambandsins þar sem hann var fulltrúi félagsins lét hann sér- staklega til sín taka félagsleg rétt- indi launafólks. Guðmundur átti sæti í sambands- stjóm og miðstjórn Málm- og skipa- smiðasambandsins í mörg ár, í út- hlutunamefnd atvinnuleysisbóta og gegndi mörgum öðrum trúnaðar- störfum fyrir félagið. Með Guðmundi S. M. Jónassyni er ekki aðeins fallinn frá forystu- maður í Félagi járniðnaðarmanna heldur einnig drengur góður sem ávallt var tilbúinn að rétta þeim hjálparhönd sem minnst máttu sín. En minningin um hann og verk hans mun lifa áfram. Félag jámiðnaðarmanna sendir eiginkonu hans og bömum samúð- arkveðjur og þakkar fyrir þær fyöl- mörgu stundir sem félagið naut óeigingjamra starfa hans. Félag járniðnaðarmanna, Órn Friðriksson. Kveðja frá MÁLMI — samtökum fyrirtælqa í málm- og skipaiðnaði Guðmundur S.M. Jónasson var ötull baráttumaður fyrir hag járn- iðnaðarmanna. Hann gerði sér jafn- framt glögga grein fyrir því að öflug fyrirtæki í greininni eru og verða undirstöður velmegunar skjólstæðinga hans. Þess vegna vann hann jafnframt að fjölmörgum málefnum sem styrktu samkeppnis- stöðu íslensks málmiðnaðar. Hann var ákaflega áhugasamur um allt sem til framfara horfði í málmiðnaði og lagði í þeim efnum oft þung lóð á vogarskálar. Með þessum orðum sendir MÁLMUR — samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði — Guðmundi S.M. Jónassyni hinstu kveðjur og þakkar samstarf sem oft var líf- legt, en einkenndist ávallt af þeirri hreinskilni og ósérhlífni sem hann bjó yfír öðrum mönnum fremur. Samtökin votta nánustu ættingjum hans samúð á þessum sorgartímum. Fullkomin líkamsrækt ■■■■■ Júdó Byrjendanámskeiö Aöalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Friöriksson 5. Dan Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki Lifestep þrekstigar Sjálfsvörn Jiu - Jitsu Þjálfari: Elín Þóröardóttir 1 Kyu Líkamsrœkt • 500 ferm. glæsilegt húsnæði í Einholti 6 • Mánaðarkort kr. 4.500,- • 3ja mánaða kort kr. 10.900,- • 3ja mánaða kort (dagtímar frá kl. 10-16) kr. 9.700,- Upplýsingar og innritun alfa virka daga frá kl. 10-22 í síma 627295 eoa frá kl. 11-16 laugardaga og sunnudaga. ARMANN JÚdÓ GYM NÝR DAGUfí AUGL!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.