Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 21 Geislavirkur úrgangur lak úr bandarískum vopnaverksmiðjum Gífurlegfum fjármunum var- ið í að hreinsa kjarnaúrgang New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Kjarnavopnaverksmiðjur verða þungur baggi á fjárhag Bandaríkjanna um langa hríð þó að kalda stríðinu sé lokið og framleiðsla kjarnorkusprengja liggi niðri. Reiknað er með að hreinsun geislavirks úrgangs frá þeim muni kosta yfir 200 miiy- arða dollara — eða um 30-falda landsframleiðslu íslendinga — og það kann að verða umfangsmesta einstaka atvinnuverkefnið sem bandaríska ríkið hefur tekist á hendur. Bandaríkin hafa ekki framleitt kjamorkusprengjur í rúm tvö ár, ekki aðeins vegna þíðunnar í al- þjóðamálum, heldur vegna um- hverfissjónarmiða. Tvær lykilverk- smiðjur, í Suður-Karólínu og Kól- óradó, voru orðnar úreltar og ekki þótti veijandi að halda þeim gang- andi nema með miklum endurbót- um og hreinsun á geisluvirkum úrgangi. Úrgangur frá Rocky Flats-verksmiðjunni í Kólóradó hef- ur lekið út í vatn og jarðveg skammt frá Denver og fyrir þrem- ur árum voru nokkrir umsjónar- menn hennar handteknir fyrir glæpsamlega vanrækslu. Nú fyrr í mánuðinum voru kærur hins vegar látnar niður falla gegn því að Rockwell-fyrirtækið borgaði ríkinu sem svarar rúmum milljarði ÍSK í sekt. Hættuleg leyndarhyggja Úrgangur frá kjarnavopnaver- um er sérlega hættulegur, þar sem í honum er stundum að finna plút- óníum, eitt eitraðasta efni sem til er. Einn hundraðasti hluti úr grammi veldur banvænu krabba- meini ef það nær ofan í lunga manns. Talið er að nærri hálf millj- ón manna í heiminum muni látast úr krabbameini fyrir aldur fram á þessari öld vegna tilraunaspreng- inga atómveldanna í andrúmsloft- inu, sem nú eru bannaðar. Umsjónarmenn hinna sautján kjamavopnaverksmiðja í Banda- ríkjunum hafa margir komist upp með kæruleysislega meðferð á geislavirkum úrgangi vegna leynd- arinnar sem hvíldi yfir starfsem- inni. Versta dæmið er Hanford-ver- ið í Washington-ríki, sem fram- leiddi meðal annars plútóníum sem notað var í Nagasaki-sprengjuna. Geislavirk efni voru losuð í and- rúmsloftið og jarðveginn, þar sem þau breiðast út yfír um 15 hektara á ári. Um 270.00 manns munu hafa átt snertingu við geislavirk efni á hættu einhvern tíma. Verinu var lokað fyrir íjórum árum, en nú vinna 16.000 manns við að hreinsa upp úrgang úr 177 kerjum og nágrenni þeirra. Kostnaðurinn mun verða nærri 500 milljörðum ISK á næstu fimm árum, en sú tala gæti áttfaldast á þeim þijátíu árum sem talið er að taka muni að ljúka verkinu. Kjarnorkugrafreitur í Nevada Endanlega á að geyma allan úrgang frá vopnaverksmiðjunum auk hinna 112 kjamorkuvera í Bandaríkjunum á einum stað í fjallshrygg í eyðimörkinni í Nevada-ríki. Sá kjarnorkugrafreit- ur verður hins vegar ekki tilbúinn fyrr en árið 2010, að því tilskildu að hann sé talinn jarðskjálftaheidur og íbúar ríkisins samþykki hug- myndina. Flestar geymslur í grennd við verin eru hins vegar fullar eða nálægt því og því leita yfirvöld nú dyrum og dyngjum að heppilegum bráðabirgðagrafreitum þar til fjallið í Nevada verður opn- að. Indíánar í eyðimörkum vestur- ríkjanna hafa lýst yfír áhuga á að grafa úrganginn á verndarsvæðum sínum, í því skyni að skapa at- vinnu. Þeir hafa þó væntanlega varann á, því nú í haust var upp- lýst að yfirvöld hefðu grafíð geisla- virkan úrgang í grennd við esk- imóaþorp í Alaska fyrir 30 árum, án vitundar íbúanna. Yfirlýstur til- gangur var sá að athuga hvort geislavirkni dreifðist út í frera norðurslóða. Yfírvöld fjarlægðu ruslið þegar upp komst um málið, en segja ekkert hafa lekið burt. Hinir 700 íbúar þorpsins hafa mun hærri krabbameinstíðni en gengur og gerist, en yfirvöld kenna reyk- ingum og vondu mataræði íbúanna þar um, eða hugsanlega sprenging- um Sovétmanna í andrúmsloftinu hinum megin við Beringssundið. Reuter Erling Kagge í upphafi gönguferðar sinnar á Suðurpólinn. Fyrstur á Suðurpólinn einn síns liðs Gat ekki þvegið sér eða skipt um föt í 50 daga Ósló. Reuter. NORSKI ævintýramaðurinn Erling Kagge vann það afrek í gær fyrstur manna að komast fótgangandi einn síns liðs á Suðurpólinn. Menn í bandariskri rannsóknarstöð á suðurskautinu tilkynntu í gær að þangað væri hann kominn. Alls lagði Kagge að baki 1.310 kílómetra vegalengd á leið sinni frá Berkner-eyju við ísjaðarinn að póln- um. Hann lagði af stað 17. nóvem- ber og var því um 50 daga að ganga þá leið. Á þeim tíma hvorki sá hann né talaði við fólk og eina samband hans við umheiminn var lítið sendi- tæki sem hann gat sent örstutt skilaboð um gervihnött. Hann hafði heldur ekki aðstöðu til að þvo sér eða skipta um föt. Dró hann vistir á eftir sér á sleða sem í upphafi ferðar vó 125 kíló. Helmingur þess var matur ríkur að hitaeiningum, s.s. súkkulaði, feiti, kjöt og hafrar. Eini munaðurinn voru tvær litlar koníaksflöskur sem hann ætlaði að drekka um jól og áramót. Kagge er 29 ára lögfræðingur frá Ósló og stefndi að því að ná á pólinn á þrítugs afmæli sínu 15. janúar. Fyrir tveimur árum gekk hann á skíðum við annan mann á Norðurpólinn. Bílamarkaóurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. I V"r' Kopavogi, sími ^ 671800 Ford Econoline 350 4 x 4 6.9 diesel, '87, grásans, sjálfsk., ek. 116 þ., upphækkaöur 35“ dekk, No Spin aftan, o.fl. Úrvalsbíll. sk. á ód. Toyota Hilux Ex Cap EFi '91, blásans, 5 g., ek. 26 þ., veltigrind o.fl. V. 1480 þús., sk. á ód. M. Benz 190 E '85, grásans, sjálfsk., ek. 124 þ., álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1150 þús., sk. á ód. Nissan SLX 1600 Sedan '91, grásans, sjálfsk., ek. 9 þ., rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 980 þús. stgr. Nissan Patrol 6 cyl., '87, hvítur, 5 g.f ek. 56 þ., 33“ dekk o.fl. V. 1080 þús. stgr. Mazda 929 2200 GLX ’87, blár, sjálfsk., ek. aðeins 64 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 890 þús. Ford Bronco XLT ’88, 5 g., ek. 95 þ. V. 1450 þús., sk. á ód. Daihatsu Charade TX ’88, 3ja dyra, 5 g., ek. 70 þ. Gott útlit. V. 410 þús. stgr. MMC Lancer GLX ’86, brúnsans, 5 g., ek. 82 þ. V. 350 þús. Isuzu Tropper LS ’88, 5 g., ek. 109 þ.f 7 manna, rafm. í öllu o.fl. V. 1150 þús., skipti. Audi 80 1.8s ’88, 5 g., ek. 84 þ. V. 790 þús. Fiat X1/9 Bertone Spider ’80, 5 g., ek. 55 þ. Óvenju gott eintak. V. 430 þús., sk. á ód. Toyota Corolla XL ’91, 3ja dyra, 5 g., ek. 24 þ. V. 800 þús. Ford Bronco ’74, 8 cyl. (302) sjálfsk., lítið breyttur, gott eintak. V. 480 þús. VANTAR GÓÐA BÍLAÁSTAÐINN ptoypisiMiiftifo Góðandagirm! EFTIR W/LLY RUSSELL LEIKENDUR: Tinna Gunnlaugsdóttir og Arnar Jónsson. „ Tinna Gunnlaugsdóttir leikur Rítu og er óviöjafnanleg. “ (S.Sv. M.bi.) „Arnar Jónsson er óaðfinnanlegur í hlutverki Franks. “ (L.Ý.Ó. Pressan) „Leikmyndin, sem sýnir herbergi Franks eryndisleg. “ (S.Sv. M.bl.) „Leikstjórnin ergóö. ...Valiö á Arnari og Tinnu í hlutverk Frank og Rítu erþó rósin íhnappagat leikstjórans. “ (S.Sv. M.bl.) í kvöld • 8. janúar kl. 20:30 fáein sæti laus Laugardag • 9. janúar kl. 20:30 Fimmtudag • 14. janúar kl. 20:30 uppselt Laugardag • 16. janúar kl. 20:30 Miöasala: sími 11200 ÞJOÐLEIKHUSIÐ Góöa skemmtun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.