Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Nú er heppilegur tími til breytinga á heimilinu. Forðastu rifrildi við ætt- ingja. Sumir fara nýjar leið- ir í starfi. Naut (20. apríl - 20. maí) Samskipti félaga og vina eru góð, en erfítt getur verið að öðiast skilning annarra. Ferðamál eru þér ofarlega í huga. Tvíburar (21. maí - 20. júní) «1 Þú lýkur verkefni í vinn- unni og ert að íhuga fjár- festingu. Taktu ekki á þig of miklar skuldbindingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú hefðir gott af að reyna eitthvað nýtt. Dagurinn markar tímamót í sam- skiptum félaga. Þú öðlast nýjan skilning. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú kannar stöðu þína í vinnunni og ákveður hvort þú vilt breyta til. Sumir eiga í miklu annriki heima fyrir. Meyja (23. ágúst - 22. september) sM Þú gætir hitt einhvern í dag sem á eftir að hafa mikil áhrif á þig. Foreldrar taka mikilsverða ákvörðun varð- andi bam. Vog (23. sept. - 22. október) Þér er ljóst hvað þú vilt og þér tekst að finna leiðir til árangurs. Breytinga er þörf, en gættu hagsýni. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú gætir farið að undirbúa ferðalag. Þú ert vel á verði og ert að taka mjög mikil- vægar ákvarðanir um framtíðina. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) Þú gætir fundið nýjar leiðir til að bæta tekjurnar, en ættir að varast áhættusam- ar fjárfestingar þótt þær lofi göðu. Steingeit (22. des. - 19. janúart Viðhorf þín eru að breyt- ast. Þú ert að verða næm- ari, frumlegri og djarfari. Dagurinn ætti að beina þér á nýjar brautir. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) f&t, Framtakssemi færir þér frama í starfi. Þú gætir verið að íhuga að gerast félagi í mannúðarsamtök- um. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú eignast nýja vini í dag, og gætir fundið þér nýja tómstundaiðju. Þú ættir ekki að leggja of hart að þér í kvöld. Stjörnusþána á -aó lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DÝRAGLENS GRETTIR TOMMI OG JENNI UÓSKA FERDINAND Láttu sem þú sjáir ekki þennan jólasvein, Lárus, þann getur ekkert gert þér. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Áttunda jólaþrautin. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 642 ¥ G108 ♦ D8 ♦ ÁK542 Vestur Austur ♦ ÁD9 * 10853 ¥ Á97654 ¥ KD32 ♦ 754 ♦ 32 *7 ♦ G103 Suður ♦ KG7 ¥- ♦ ÁKG1096 *D986 Vestur Norður Austur Suður Chiaradia Siniscalco 1 hjarta Pass 2 hjörtu 3 tíglar 4 hiörtu 5 tíglar Allir pass Utspil: laufsjö. Samningurinn vinnst auðveld- lega ef laufið skilar 5 slögum. En ef litið er á smáspilin í lauf- inu sést að liturinn stíflast í 3-1 legunni. Og útspilið hefur væg- ast sagt á sér yfírbragð einspils, svo hér er um alvarlega ógnun að ræða. Frekar en treysta á spaða- drottninguna í austur ákvað Sin- iscalco að reyna að hreinsa lauf- stífluna. Hann tók fyrsta slaginn á ás blinds og spilaði hjarta- gosa. Hugmyndin var að henda laufi, ef austur léti lítið hjarta. En austur lagði drottninguna á og Siniscalco trompaði hátt. Spilaði síðan tígulsexu inn á áttu blinds og reyndi hjartatíu. Aftur lagði austur á og Sinis- calco trompaði. En verkið heppn- aðist í þriðju tilraun þegar Sin- iscalco fór inn á trompdrottning- una og spilað hjartaáttunni. Yfir henni átti austur ekkert spil, svo nú loks var hægt að henda lauf- hundi heima og greiða fyrir fimmta slagnum á litinn. Umsjón Margeir Pétursson í síðustu umferðinni áÆvrópu- keppni landsliða í Debrecen í Ung- veijalandi í nóvember kom þessi staða upp í viðureign enska stór- meistarans Tony Miles (2.595), sem hafði hvítt og átti leik, og armenska alþjóðameistarans An- astjasan (2.490). 28. Hc8+! og svartur gafst upp. Hann tapar drottningunni eftir bæði 28. — Hxc8, 29. Hxc8+ - Dxc8, 30. Re7+ og 29. - Kh7, 30. Rf8+ Að víkja kóngnum und- an til f7 leiðir til máts: 29. — Kf7, 30. Hf8+! - Kxg6, 31. Dd3+ og mátar í öðrum leik. Miles var á fyrsta borði enska landsliðsins frá 1976-86, en tefldi svo ekki með liðinu í sex ár þar til hann var valinn sem varamaður á Evr- ópumótinu. Endurkoman heppn- aðist þó ekki sérlega vel, hann hlaut 3‘A v. af 7 mögulegum, eða 50%. Með stórsigri í síðustu umferð á Armenum, 3‘/2-'/2, skutust Eng- lendingar upp í þriðja sætið á eft- ir Rússlandi og Úkraínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.