Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993
Reiðhöllin í Víðidal.
Reiðhöllin í Víðidal
til sölu á hálfvirði
„VIÐ ÞURFUM að fá um 100
miiyónir fyrir Reiðhöllina, þvi
það er sú upphæð, sem hvílir á
húsinu. Byggingarkostnaður
hússins er hins vegar um 200
milljónir, svo hún fæst í raun á
hálfvirði,“ sagði Leifur Kr. Jó-
hannesson, framkvæmdastjóri
Stofnlánadeildar landbúnaðar-
ins, en deildin hefur auglýst
Reiðhöllina í Víðidal til sölu.
Stofnlánadeildin, Framleiðni-
sjóður og Búnaðarbankinn eign-
uðust Reiðhöllina á nauðungarupp-
boði í nóvember 1990. „Við höfum
leigt húsið út til reiðskóla, en við
þurfum að selja það, enda eigum
við ekki að safna upp eignum held-
ur koma þeim í verð,“ sagði Leifur.
„Það hafa þó nokkrir haft samband
við okkur síðan við eignuðumst
húsið, en mér finnst æskilegast að
húsið verði til upphaflegra nota,
þ.e. fyrir hestamenn. Hesta-
mennska er það vinsæl íþrótta- og
tómstundagrein í borginni að manni
finnst eðlilegt að svona hús verði
starfrækt hér.“
Guðjón B. Ólafsson hættir sem forstjóri Sambandsins
Nýr forstjóri ekki ráðinn
Skuldir Sambandsins 3% af því sem var fyrir þremur árum
GUÐJÓN B. Ólafsson lét af starfi forstjóra Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga um áramót af heilsufarsástæðum. Hann hefur starfað
þjá fyrirtækinu í tæpa fjóra áratugi og verið forstjóri í rúm sex ár.
Ekki er fyfirhugað að ráða að nýju í stöðu forstjóra en Sigurður
Markússon stjórnarformaður verður áfram í fullu starfi þar til ann-
að verður ákveðið. Er þetta í fyrsta skipti í sjötiu og fimm ár sem
ekki er starfandi forstjóri hjá Sambandinu.
Guðjón B. Ólafsson hóf störf hjá fyrirtækja í eigu Sambandsins,
Sambandinu vorið 1954 og var við
ýmis störf fyrstu tíu árin. Hann var
framkvæmdastjóri skrifstofu Sam-
bandsins í London 1964 til 1968
og framkvæmdastjóri sjávarafurða-
deildar til 1975. Þá gerðist hann
forstjóri Iceland Seafood Corporat-
ion, sölufyrirtækis Sambandsins í
Bandaríkjunum. í fréttatilkynningu
Sambandsins um starfslok Guðjóns
segir að þegar Guðjón hóf störf
vestan hafs hafi fyrirtækið átt við
mikla rekstrar- og efnahagsörðug-
leiká að stríða, en hafist til vegs
og virðingar undir stjóm hans.
Guðjón var forstjóri Iceland Seafood
þar til hann tók við starfi forstjóra
Sambandsins haustið 1986. Þá hef-
ur hann setið í stjórnum fjölmargra
VEÐUR
V
f DAG kl.
Helmíld: Veðurstofa íslands
(Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gœr)
VEÐURHORFUR I DAG, 8. JANUAR
YFIRLIT: Um 300 km suðsuöaustan af Hornafirði er vaxandi 952 mb
lægð sem hreyfist norðaustur. Milli Islands og Grænlands er nærri kyrr-
staeð 967 mb lægð. Yfir Norður-Grænlandi er 1.010 mb hæð.
SPÁ: Norðlæg átt, stinningskaldi eða allhvasst og sumstaðar jafnvel
hvasst norðanlands. Sunnan til verður vestan stinningskaldi eða ell-
hvasst en hægari vestanátt við Faxaflóann. Él verða um mestallt land,
einkum norðanlands og vestan. Frost verður 2-8 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðlæg átt um norðan-
vert landið en vestan- og suövestan étt sunnantil. Þurrt ó suðaustur-
landi en snjókoma eða éljagangur í öðrum landshlutum. Frost 2-6 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðaustanstrekkingur um allt land og vax-
andi frost. Snjókoma eða él é Norður- og Austurlandi og norðantil ó
Vestfjörðum en víða bjart veður sunnan- og vestanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.46, 12.46, 16.30, 10.30,
22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 880600.
o
Heiðskírt
/ / /
f f
f f f
Rigning
a
Léttskýjað
* / *
* f
f * /
Slydda
Hálfskýjað
* * *
* *
* * *
Snjókoma
&
Skýjað Alskýjað
V ^ i
Skúrír Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og flaðrimar vindstyik,
heil flöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
]
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 ígœr)
Fært er um vegi í nógrenni Reykjavfkur, um Suðumes og Mosfells-
heiöt. Einnig er fært austur um Hellisheiði og Þrengsli og með Suður-
ströndinni ttl ----------—*—* —
um Oddskarð,
fellsnesi. Einnig er fært í Dali og til Reykhóla.
er milli Patreksfjaröar og Tólknafjarðar en Kieifaheiði og Hálfdón eru
þungfær. Fært er um Holtavörðuheiði til Hóimavíkur og áfram þaðan
til Isafjarðar og Bolungarvíkur. Frá ísafirði er síöan fært til Súgandafjarð-
ar og Þingeyrar. Fært er um Norðurland til Siglufjarðar, Ólafsfjaröar og
Akureyrar. Frá Akureyri er fært austur um Vfkurskarð til Húsavíkur og
ófram þaðan með ströndinni til Vopnafjarðar. Frá Húsavík er einnig
fært til Mývatns. Mjög víöa á landinu er hálka ó vegum.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
í grænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri +5 tkýjað Reykjevlk +2 úrkoma
Bergen e rigning
Helslnki 3 aúld
Kaupmannahðfn 4 léttskýjað
Narssarssuaq +21 hetðakírt
Nuuk vantar
Osló +2 •kýjeð
Stokkhólmur 2 heiðskírt
Þórehöfn 9 rigning
Algarve 14 léttskýjað
Amsterdam 4 þokuruðnlngur
Barcelona 11 Uttakýjað
Berlfn 4 tkýjað
Chicago +6 aiakýjað
Feneyjar 3 þokumóða
Frankfurt 8 tkýjað
Qlasgow 9 •kýjað
Hamborg 4 þokumóða
London S «ÚU
LosAngeles 16 rigning
Lúxemborg 7 þoka
Madrtd 7 mistur
Malaga 14 léttakýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal +5 léttskýjað
NewYork 3 alskýjað
Orlando 19 þoka
Par(s 9 þokumóða
Madeira 18 skýjeð
Róm 12 þokumóða
Vín 7 rignlng
Waahington 4 alskýjað
Winnipeg +27 heiðskírt
stjómarformaður í flestum þeirra.
Fimm menn gegndu stöðu for-
stjóra Sambandsins sem stofnað var
árið 1902. Opnuð var skrifstofa í
Reykjavík 1917 og varð Hallgrímur
Kristinsson fyrsti forstjóri hennar
en hann hafði áður verið verslunar-
erindreki Sambandsins um tíma.
Að honum látnum, árið 1923, tók
Sigurður Kristinsson við forstjóra-
stöðunni og var í henni til ársins
1945. Vilhjálmur Þór var forstjóri
frá 1946 til 1954 og Erlendur Ein-
arsson frá árinu 1955 til 1986.
Starfsemi Sambandsins hefur
dregist mjög saman síðustu árin,
fyrst þegar helstu deildum þess var
breytt í sjálfstæð hlutafélög og síð-
ar við sölu eigna þess. Hefur það
nú sáralítinn rekstur með höndum.
Eignir þess voru áætlaðar 849 millj-
ónir um áramót og skuldir 423
milljónir kr., þannig að eigið fé var
426 milljónir kr. Starfsemi Sam-
bandsins nú felst einkum í því að
halda utan um eignarhlut þess í
hlutafélögum, að sögn Sigurðar
Markússonar stjórnarformanns.
Tekjur þess eru aðallega arður af
þessum hlutabréfum en raunar hafa
fæst dótturfélögin getað greitt arð
og eru tekjur því litlar, að sögn
Sigurðar. Helstu gjöld eru vextir
af lánum, vinnulaun og húsnæðis-
kostnaður.
Starfsmenn eru nú tíu talsins en
fækkar um hver mánaðamót vegna
Guðjón B. Ólafsson, fyrrv. for-
sljóri SÍS. 1
uppsagna. Sigurður segir að fyrir
mitt ár verði eftir íjórir starfsmenn:
stjómarformaður, ritari, bókhaldari
og einn starfsmaður til viðbótar.
Sigurður segir að áfram verði unn-
ið að sölu eigna til að lækka skuld-
ir og vaxtakostnað.
Fyrir þremur árum, áður en Sam-
bandinu var skipt upp, voru skuldir
þess 10,7 milljarðar kr. Framreikn-
að miðað við byggingarvísitölu er
sú fjárhæð í dag 14,3 milljarðar.
Raunskuldir Sambandsins nú eru
því innan við 3% af skuldunum fyr-
ir þremur ámm. Sigurður tekur þó
fram að stór hluti skuldanna hafi
færst á önnur fyrirtæki en hluti
þeirra þó verið greiddur.
Formaður Samtaka fiskvinnslustöðva
1% vaxtahækkun étur
upp hálfan ávinning
afnáms aðstöðugjalds
ARNAR Sigurmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva segir
að hækkun raunvaxta um eitt prósentustig éti upp hálfan ávinning
sjávarútvegsins í heild vegna afnáms aðstöðugjalds, en sú hækkun
leiðir til 350 miiyóna heildarhækkunar á fjármagnskostnaði ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Samtökin hafa skorað á banka að
endurskoða nú þegar vaxtahækkanimar sem urðu um áramótin.
„Það má ekki gleyma því að
stjómvöld kynntu þessa gífurlegu
tilfærslu í breytingum á aðstöðu-
gjaldi að það væri ekki síst verið
að hjálpa sjávarútvegi í þeim efnum,
en við vorum með 700 milljónir
beint í þessu dæmi. Miðað við heild-
arskuldir í sjávarútvegi, og að
hækkun raunvaxta vegi 1% við
þessar aðgerðir núna, þá er helm-
ingur af ávinningnum vegna af-
náms aðstöðugjaldsins farinn. Þetta
er alveg nöturleg staðreynd," sagði
Arnar.
Fékk togvír í höfuðið
SKIPVERJI á dráttarbátnum Hvanneyrinni fékk togvír í höfðuðið á
miðvikudag, er draga átti danska skipið Erik Boye úr ísafjarðar-
höfn. Maðurinn rotaðist og fékk lítilsháttar heilahristing en var
ekki talinn í hættu.
Að sögn lögreglunnar á ísafirði
varð slysið með þeim hætti, að tog-
vír sem festa átti í Erik Boye fór
útaf spilinu og slóst í höfuð mann-
ins svo hann rotaðist og fékk skurð
á höfuð. Hann var fluttur á sjúkra-
húsið á Ísafírði þar sem gert var
að sárum hans.
130 stéttarfélög hafa
sagt upp samningum
UM 130 stéttarfélög hafa tilkynnt embætti ríkissáttasenyara um
uppsagnir á kjarasamningum, og að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar
ríkissáttasenyara berast embættinu daglega tilkynningar um upp-
sagnir.
„Það kom talsvert mikið hingað lega eftir að gera það fram eftir
rétt fyrir áramótin, en það er enn- þessum mánuði," sagði Guðlaug-
þá að berast hingað og á ábyggi- ur.