Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 Sigríður Hagalín leikkona Nú er þessi silfurstrengur brost- inn. Og þó er sem hann ómi enn, í þögninni. I nýársávarpi sínu sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands meðal annars: „Nú sem fyrr við áramót leiðum við hugann að þeim sem okk- ur voru kærir og horfið hafa sjónum okkar á liðnu ári. Þessir vinir lifa áfram í minningum okkar, eru hluti af lífinu og því tímanna safni sem mótar hvern einstakling." Þessum orðum forsetans vil ég beina til ykkar dætranna, Hrafnhild- ur og Kristín, og ástvinanna allra, sem hafa svo mikið misst. Við Gréta, Heiða og litla fjölskyldan hennar og gömlu vinimir, „gamla gengið", eins og Sigga heitin kallaði okkur, viljum standa ykkur við hlið á þessari sorg- arstundu. Við biðjum afa ykkar, Guðmund Hagalín, að leggja okkur til orðin: I harmanna helgilundum • skal hreint og bjart sem mjöll, á stríðsins erfiðu stundum við stöndum því flarri öll, en yfir sorganna sæinn syrgjandi réttum við hönd og biðjum ylhlýja biæinn- að bera ykkur aftur daginn í vonanna viðkvæmu lönd. Steindór Hjörleifsson. Föðursystir mín, Sigríður Haga- lín, fæddist í Voss í Noregi 7. desem- ber 1926. Hún var yngra bam afa míns og ömmu, Guðmundar G. Hagalín og Kristínar Jónsdóttur frá Hvanná. Fyrir áttu þau föður minn, Hrafn, en hann fæddist á Seyðisfirði 16. ágúst 1921. Sigga, amma og afí, em samofín fyrstu bernskuminningunum frá ár- unum, þegar við áttum öll heima hér á ísafirði. Þau bjuggu þá uppi á lofti í Bókhlöðunni, en við niðri í Neðsta- kaupstað og leiðin á milli þessara staða var oft farin og mikið sótzt eftir að fá að vera hjá þeim á Bók- hlöðuloftinu. Sigga var okkur systr- um sem stóra systir og litum við mjög upp til hennar og þeirra vin- stúlkna hennar er jafnan héldu hóp- inn á ísafjarðarárunum og sýndi hún okkur endalausa þolinmæði og vænt- umþykju. Margt kemur fram í hug- ann frá þessum tíma. Sigga var heilmikil íþróttakona, var í fímleika- flokki, handbolta og á skíðum. Frá 17. júní 1944, á ég það minningar- brot, að sjá Siggu í hvítum leikfimi- kjól í úrhellisrigningu að sýna ásamt fleirum fimleika uppi í Stóruurð, sýningarpallurinn rennandi blautur og þær sýningarstúlkumar ekki síð- ur blautar og auðvitað bláar af kulda, en mikið var ég stolt af henni frænku minni þama upp á pallinum. Einu sinni fékk ég að fara með henni og Hiddu vinkonu hennar upp á Dal í skíðaviku. Það var ævintýri, sem í minningunni er sveipað dýrðar- ljóma. Snævi þakinn Seljalandsdal- urinn og glampahdi sólskin, hvaða Isfirðingur kannast ekki við þá dýrð- artilfínningu er fyllir hug og hjarta við þær kringumstæður. Þá er mér ekki síður minnisstætt, er ég fékk að fara og sjá leikritið „Ráðskonu Bakkabræðra", sem Sigga lék í. Þá var maður nú ekki lítið stoltur af henni. Ótaldar eru þær svo og ógleymanlegar stundimar sem hún hefur síðar veitt okkur af list sinni á sviðinu. Árin liðu og Sigga hélt suður í skóla, amma og afi fluttu suður og lífíð tók margvíslegum breytingum. í Reykjavík bjuggu þær Sigga og amma aldrei langt hvor frá annarri og lengst af bjuggu þær saman, órjúfanleg heild, amma og Sigga. Þegar við að vestan komum suður, var haldið til hjá ömmu og Siggu og alltaf var tekið á móti okkur af sömu ástúðinni og hlýjunni og til þeirra var leitað með flest hjartans mál. Við systur höfum stundum haft á orði, eftir að við eltumst, að sjálf- sagt höfum við nú verið mestu plág- ur, þegar við birtumst svona til mis- langrar dvatar, hvenær sem var og hvemig sem á stóð. Mér verður hugsað til heimilanna hennar Siggu, heimila sem hún mótaði af sinni ein- stöku smekkvísi og hlýju, fyrst í Lönguhlíðinni, þá á Kvisthaganum, Framnesveginum, Fjörugrandanum og loks á Austurströndinni. Allt heimili er stóðu fjölskyldu og vinum opin og buðu mann svo innilega velkominn. Sigga útbjó alltaf nota- legan setkrók í eldhúsinu sínu, kertaljósið á borðinu og kaffikannan að sjálfsögðu innan seilingar. Þarna hefur verið setið saman, spjallað um allt milli himins og jarðar, jafnvel grátið, en mikið oftar hlegið dátt. Stundum hefur orðið býsna áliðið kvölds, áður en hægt var að hætta og ekki laust við að karllegg fjöl- skyldunnar hafi stundum blöskrað þaulsætnin í kvenfólkinu. Frænka mín var trúuð kona og sótti styrk í trú sína, þó ekki væri hún alltaf jafn sátt við himnaföður- inn. Hún ber það með sér biblían á náttborðinu hennar, að vera mikið lesin, og stundum var bók bókanna komin fram á eldhúsborð og þá vissi maður, að nú væri Sigga að íhuga eitthvað sem á henni hvíldi. Sigríður var tvígift. Með fyrri manni sínum, Ólafi Ág. Ólafssyni, eignaðist hún dótturina Kristínu. Kristín er gift Bimi Vigni Sigurpáls- syni og eiga þau börnin Sigríði Hagalín og Kolbein Atla, augasteina ömmu sinnar. Síðari maður hennar var Guðmundur Pálsson leikari og áttu þau dótturina Hrafnhildi. Guð- mundur lézt fyrir fimm árum, langt um aldur fram. Þær mæðgur, Sigga, Hrafnhildur og Kristín, stóðu þétt saman við það áfall, vel studdar af eiginmanni Kristínar og bömum. Samband þeirra mæðgna hefur ein- kennst af sömu ástúðinni og var með þeim ömmu og Siggu og hefur verið einkar náið. í maí síðastliðnum veiktist Sigga og erfiður tími fór í hönd. Dætur hennar, þær Hrafnhildur og Kristín, hafa vart vikið frá sjúkrabeði móður sinnar og á sinn einstæða hátt stóðu þær við hlið hennar unz yfir lauk. Og nú er komið að kveðjustund. í huga mér á ég perluband. Á því bandi geymi ég perlur minninganna og í birtu þeirra og yl er gott að leita, þegar syrtir að. Perlan hennar Siggu minnar bætist nú á þetta band. Fjölskylda Hrafns bróður hennar, kveður Siggu með söknuði og þakk- látum huga. Við biðjum góðan Guð að halda verndarhendi sinni yfir dætrunum hennar og ástvinunum þeirra og vaka yfir frænku okkar á nýjum leiðum. Guð blessi minningu hennar. Auður H. Hagalín. Sigríður Hagalín, ein skærasta stjarna leiksviðsins, skín ekki leng- ur. Skin hennar náði yfir mjög stór- an hluta leiklistarhimins okkar því ferill hennar var fjölbreyttur bæði hvað varðar hlutverk og form. Hún glímdi við Ieiksvið, útvarp, sjónvarp og kvikmyndir. Það er auðvitað draumur hvers leikara að fá að reyna sig við hin ólíkustu hlutverk og stíltegundir og kannski má segja að draumur Sigríð- ar hafi ræst hvað það snertir. Hún var svo fjölhæf að hún fékk tæki- færi til að leika nánast allan óska- lista leikkvenna. Hún lék gaman- hlutverk, dramatísk hlutverk, söng- og danshlutverk, hún lék ungu sætu stúlkuna og fallegu gömlu konuna. Stjama hennar skein og gladdi okkur áhorfendur ósegjanlega í sín- um margbreytileika. Við hefðum bara viljað fá að njóta hennar leng- ur. Hlæja og gráta með henni eins og við gerðum þegar hún lék síðast - í „Þrúgum reiðinnar". Leikhúsin ættu að punta upp á sýningar eins oft og kostur er með okkar eldri leikurum. Auðvitað er spennandi að sjá nýtt og hæfileika- ríkt fólk á sviðinu en setningar eins og: „Við viljum ný andlit, við erum orðin leið á þeim gömlu“ eru mæltar af litlum skilningi. Enginn ungur og óvanur leikari hefur tök á að túlka af sömu dýpt og breidd eins og full- orðinn, lífsreyndur leikari. Það er því þakkarvert í hvert skipti sem leikhúsin bjóða okkur upp á slíkt og við förum þaðan ríkari og betri manneskjur. Ég var svo lánsöm að vera ekki aðeins áhorfandi og aðdáandi Sigríð- ar Hagalín heldur kynntist ég henni sem persónu og fékk þar að auki tækifæri til að leika á móti henni. í fyrsta skipti sem það gerðist var ég nýskriðin úr leiklistarskóla og fékk hlutverk sem dóttir hennar í leikrit- inu „Tobacco road“. Það var ómetan- leg lífsreynsla fyrir nýgræðing að leika á móti svo hlýrri og þroskaðri leikkonu. Hún hafði verið nýgræð- ingur sjálf og vissi að fyrstu skref ungs leikara em vandstigin og ör- lagarík og hvers virði það er fyrir óharðnaðan byrjandann að fá stuðn- ing og jákvæða leiðsögn frá reyndum „kollega". Allt þetta gaf hún mér heils hugar og miklu fleira, því eftir þessi „mæðgna“-tengsl á leiksviðinu reyndist hún mér alla tíð sem besta móðir og vinkona. Þegar ég hitti Sigríði í síðasta sinn var hún að koma á stjómarfund í lífeyrissjóði Félags íslenskra leik- ara, en þar sinnti hún hugðarefnum Guðmundar heitins Pálssonar eigin- manns síns. Hún kyssti mig móður- lega og sagði: „Ég verð víst að óska þér til hamingju með formannskjörið en farðu varlega með þig, gullið mitt, og láttu ekki félagsstörfín éta þig.“ Þannig var hún, opinská, hlý og umhyggjusöm. 0g þótt við fáum ekki lengur notið stjömubliks Sigríðar Hagalín af leiksviðinu, þá em sem betur fer til útvarps- og sjónvarpsleikrit með henni svo ekki sé nú minnst á kvik- myndimar. Hún getur því enn verið fyrirmynd ungra námsfúsra leikara. En leikhúsgestir og starfssystkini hafa misst mikið. Edda Þórarinsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast vinkonu minnar, Sigríðar Haglín, sem lést á öðrum degi jóla eftir stranga sjúkdómslegu. Við kynntumst þegar ég bar gæfu til að ráða hana í annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Börn náttúrunnar. Að hún skyldi fallast á að taka að sér hlutverkið hefur eflaust átt stór- an þátt í velgengni myndarinnar. Enda var persónan sem hún lék sköpuð sérstaklega með hana í huga. Sigríður tilheyrði þeirri kynslóð íslendinga sem einkenndist af hlýju viðmóti, góðmennsku og síðast en ekki síst ríkri kímnigáfu. En allt þetta hafði Sigga til að bera í mikl- um mæli. Hún tók starf sitt mjög alvarlega, var ákaflega ósérhlífin og samviskusöm. Hún var fagmennsk- an fram í fingurgóma. Frá henni stafaði góður andi sem smitaði út frá sér á vinnustað. Það voru aldrei neinar vöflur á Siggu svo framarlega sem hún hafði pakka af sígarettum innan seilingar. í upptökuhléum mátti gjaman sjá þesa fíngerðu konu með sígarettu í annarri hendinni og kaffibolla í hinni, skrafandi og hlæj- andi. í þann mund sem kímin augun vom að hverfa í reyk baðaði hún honum frá sér með höndunum og lét kjarnyrta setningu fjúka. Leikferill hennar í leikhúsi er afar glæsilegur en var rétt að hefjast í kvikmyndum þar sem framtíðin blasti við henni. Hennar verður sárt saknað af kvikmyndaleikstjórum og hlutverkin sem búið var að skrifa fyrir hana verða vandfýllt. Ljúfustu minningarnar eru eflaust frá Berlín fyrir rúmu ári þegar hún var út- nefnd sem ein af þremur bestu leik- konum Evrópu. Þá lék hún á als oddi og sprellaði hæversklega eins og smástelpa. En enginn fær snúið aftur tann- hjóli tímans og nú getur maður ekki einu sinni hringt í klukkuna og heyrt Siggu segja sér hvað tímanum líður. Að lokum vil ég votta Hrafnhildi, Kristínu og öðmm ættingjum og vinum samúð mína. Sjálfur er ég þakklátur fyrir að hafa kynnst og starfað með stórkostlegum lista- manni. Megi minningin um Sigríði Hagalín lifa. Friðrik Þór Friðriksson. Lifðum við áfram endalaust mundu allir hlutir breytast. En þar sem okkur er endir búinn situr margt við sama. (Bertholt Brecht) Það ætlar seint að verða hér til fjölmennur hópur vinkvenna í leik- konustétt. Ég veit ekki hvers vegna, en það sem flestir halda — jafnvel við sjálfar — og ýjað er að í tímarit- unum, er ekki rétta skýringin. Við höfum fullan skilning hver á ann- arri, leikkonur, líf okkar allra geng- ur í svipuðum rykkjum, og við erum flestar jafn óþægilega meðfærilegar konur. Vonandi er svarið svo sjálf- sagt sem spuming um smekk — en miklu líklegar þó það að við fáum alltof sjaldan að takast á við hvor aðra. Það gera leikbókmenntirnar. En ég átti því láni að fagna að fá nokkuð oft að takast á við Sigríði Hagalín. Þess vegna urðum við vin- konur. En það var auðvitað líka spurning um smekk. Við vomm sam- mála um að leikhúsið væri alvarlegt mál, og að alvara væri bæði fallegt og skemmtilegt orð. Við vomm líka sammála um að jarðarfarir þyrftu ekki að vera jafn alvarlegar og leik- húsið; þær ættu fyrir það fyrsta að vera tígulega skemmtilegar. Hún var einkennileg blanda af passasemi og prakkaraskap, hún Sigga. í passa- seminni fann byijandinn traust, því fyrst henni fannst ennþá á sig leggj- andi að taka vinnuna svona alvar- lega — eftir öll þessi ár — þá gat ég varla verið asni að gera það, rétt að byija. Og í prakkaraskapnum var frelsi, fjör og hreinskilni. Þá mátti spenna bogann; ofspenna hann, þess vegna, og miða og skjóta og ekkert endilega bara beint i mark. Ó, ég kveiki á kerti og reykelsi, slæ í trommu, geng um gólf, og ætla engu að gleyma. Og þakka vinkonu minni samvemna. Guðrún S. Gísladóttir. Margar ólíkar tilfinningar bærast í bijósti mínu er ég kveð Siggu vin- konu mína. Tengsl milli vina, ætt- ingja og fjölskyldu era öll af sömu rót mnnin, þörfinni fyrir að vera öðmm til gagns og gleði, og þá um leið að njóta þess, sem sönn vinátta felur í sér. Það er erfið tilhugsun, að eiga ekki eftir að hittast oftar í þessu lífi. En um það er ekki spurt, þegar reyna skal manneskjurnar til fullnustu. Öll emm við fædd í þenn- an heim til þess að hverfa úr honum að lokum, og í þeim sem við tekur verður ekki síður þörf góðra vina en hér í heimi og gott er til þess að vita að eiga slíkan að sem Sigga er. Áratuga vinátta okkar er að baki og þar bar engan skugga á. Sigga kom alls staðar fram til góðs og átti mikilli gæfu að fagna, þar sem nánustu ættingjar vom. Nú hefur hún yfírgefið og eftir lifir minning í hjörtum allra er henni kynntust, minning um fagra konu, mikilhæfa °g trygga. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Sigríðar Haga- lín. Ég vil hverfa langt langt inn á græna skóga inn í launhelgar tijánna og gróa þar tré gleymdur sjálfum mér, finna ró í djúpum rótum og þrótt í ungu ljósþyrstu laufi leita svo aftur með visku tijánna á vit reikulla manna. (Snorri Hjartarson) Bryndís Pétursdóttir. Sigríður Hagalín var óskabarn örlaganna og líf hennar, allt til erf- iðra veikinda á lokasprettinum, ljúf sigurganga, innan sviðs sem utan. Gæfan var hennar fylgikona í einka- lífi og starfi. Hún var listamaður af guðs náð og allt starf hennar mann- bætandi í bestum skilningi. í hugum allra sem menningu unna er list hennar óforgengileg. Á leiksviðinu framdi hún galdur sem er dauðanum langtum sterkarí. Leiklist andar- taksins og Leikfélag Reykjavíkur hafa séð á eftir einum mikilhæfasta liðsmanni sínum, en eftir stendur minningin ljóslifandi og eilíf. Sjálfurí varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast Siggu persónu- lega og vera náinn samstarfsmaður hennar í leikhúsinu síðustu árin. Virðing er mér efst í huga er ég nú lít til baka yfir þau ár. Allt starf Siggu í leikhúsinu og öll afstaða hennar til þeirrar vinnu sem þar er unnin var mér og öðmm samferða- mönnum dæmi til eftirbreytni; kennslustund í heilindum og helgun starfans. Sigga hafði allt til bmnns að bera sem aflar mönnum virðingar og aðdáunar; tign, fegurð, gáfur, menntun, smekk, mikla hæfileika, gagnrýna hugsun, djúpa reynslu, ögun, aga, áhrif, síungan hug, metn- að og ást á starfi sínu og samverka- fólki. Þannig birtist Sigga mér og Sigríður Hagalín ásamt Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í Hitabylgju eftir Ted Willis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.