Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 10
10 MORÖUN'BIADH) FÖSTUDAGUR 8. JÁ>JCÁR 1993 Veður tefur fyrir loðnurannsóknum fyrir austan land Loðnan „gnfaði upp“ við Kolbeinsey TVÖ rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar eru í loðnuleiðangri fyrir austan land. Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangurstjóri á Bjarna Sæmundssyni, sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að norðaustan veður hefði hamlað rannsóknum og engin mynd væri komin á hegð- un loðnunnar. Hann hafði eftir loðnusjómönnum að loðna við Kol- beinsey hefði „gufað upp“ og sagði að loðna út af Reyðarfjarðar- dýpi stæði of djúpt til að hægt væri að veiða hana. „Við vorum búnir að skoða svolít- ið út af Reyðarfjarðardjúpi og svo- kölluðum Fæti, rétt sunnan við það. Á þeim slóðum er dálítil loðna en hún stóð djúpt í nótt og hefði ekki verið veiðanleg jafnvel þó þarna hefðu verið skip,“ sagði Hjálmar og hafði eftir sjómönnum að loðna við Kolbeinsey hefði gufað upp. Hann sagðist halda að flestir loðnu- bátanna hefðu haldið suður á leið aftur. Hjálmar sagði að leiðangurs- menn væru aðeins búnir að vera um sólarhring á miðunum og engin mynd væri komin á hvar Ioðnan héldi sig eða hvort um fleiri en eina loðnugöngu væri að ræða. Hins vegar sagði hann að venjan væri sú að hrygningargangan fylgdi nokkurn veginn landgrunnsbrúnn- inni útaf norðaustur- og austurlandi „Þá gerist eitt af tvennu. Annað hvort heldur hún áfram að fylgja mótum hlýs og kalds sjávar og kem- ur inn á Lónsvíkin. Eða hún fer dýpra, eða hluti af henni, og kemur þá kannski inn eitthvað vestar, útaf Homafirði, jafnvel ekki fyrr en vestur undir Ingólfshöfða," sagði Hjálmar. Hann sagði að ætlunin væri að bíða þess í Berufirði að veðrið gengi niður og hefja mæling- ar á hrygningargöngunni strax og veður leyfði. 53 nemendur braut- skráðír á haustönn Akranesi. 53 NEMENDUR hafa verið brautskráðir á haustönn frá Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Þar af voru 34 stúdentar af ýmsum brautum, 8 iðnnemar, 4 sjúkraliðar, 5 luku almennu stúdentsprófi, 2 nemendur luku prófi af tveggja ára uppeldis- braut. 17 úr hópi stúdenta luku stúdentsprófinu á sjö önnum. Ýmsar viðurkenningar fyrir námsárangur voru veittar fyrir ágætan námsárangur. Bestum árangri stúdenta náði Elísabet Böðvarsdóttir á hagfræðibraut. Bergþór Helgason nemi í húsa- smíði og Þröstur Þór Ólafsson nemi í vélsmíði hlutu viðurkenn- ingu Landssambands iðnaðar- manna fyrir góðan námsárangur. Steinar Berg Sævarsson fékk við- urkenningu fyrir góðan árangur í rafvirkjun, Linda Björk Pálsdótt- ir, Elísabet Böðvarsdóttir og Birna Þorbergsdóttir fyrir viðskipta- greinar og Lilja Brynja Skúladótt- ir fyrir erlend mál. Þá fékk Val- garður Jónsson viðurkenningu Rotaryklúbbs Akraness fyrir gott starf að félagsmálum nemenda í skólanum. Er skólameistari hafði afhent burtfararskírteini flutti Valgarður Jónsson nýstúdent þakkarávarp fyrir hönd brautskráðra nemenda. Skólameistari flutti brautskráðum nemendum heilræði og heillaóskir. Að athöfn lokinni var gestum boðið til veislukaffis í skólanum. Um 400 manns voru viðstaddir brautskráningu að þessu sinni. í annál um starf skólans kom fram í máli skólameistara að í september sl. voru 15 ár liðin frá því skólinn var settur í fyrsta sinn og þá hófu um 180 nemendur þar nám. Var þessara tímamóta minnst á fjölbreyttan hátt. Um 740 nemendur voru skráðir til náms við upphaf haustannar á þrem stöðum á Vesturlandi í dag- skóla og öldungadeild. Kennt var á Akranesi, Hellissandi og Stykk- ishólmi. Nokkrum tugum um- sókna varð að hafna og við upp- haf annarinnar hófu 634 nemend- ur nám í dagskóla á Akranesi, en um 60 nemendur voru á hinum tveim stöðunum. Það sem einkenndi stöðu skól- ans í upphafi skólaárs var einkum tvennt. í fyrsta lagi var mjög þrengt að starfsemi skólans vegna skertra fjárveitinga og hafa fjár- veitingar á hvern nemanda lækk- að um liðlega 14%. Hefur orðið að fækka kennslustundum af þeim sökum. I annan stað urðu miklar breytingar þegar hin nýja þjónustubygging var tekin í notk- un 24. janúar sl. Við það batnaði öll aðstaða til skólastarfsins til muna þó enn vanti talsvert á að fullbyggt sé yfir starfsemi skól- ans. Fjölbrautaskóli Vesturlands er enn í mótun og uppbyggingu og unnið að nýrri þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Starfsemi farskóla Vesturlands er dæmi um nýja þjónustu í vexti, en námskeiðum af ýmsum toga á hans vegum fer fjölgandi og ná til fleiri og fleiri íbúa Vesturlands. Útskriftarnemar ásamt skólameistara Þóri Ólafssyni. Fjölbrautaskóli Vesturlands Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Barnavernd til fé- lagsmálaráðuneytis MEÐ gildistöku nýrra laga um vernd barna og ungmenna 1. janúar sl. færðist yfirumsjón barnaverndarmála úr menntamálaráðuneyti í félagsmálaráðuneyti. Þórhildur Líndal, lögfræðingur í félagsmála- ráðuneytinu, segir að jafnframt hafi orðið sú breyting að fagleg ráðgjöf og leiðbeiningar til barnaverndarnefnda og eftirlit með þeim sé nú í höndum ráðuneytisins. Barnaverndarráð fer áfram með fulln- aðarúrskurðarvald í barnaverndarmálum. Áður fór ráðið líka með ráðgjöf og eftirlit með barnaverndarnefndum. Greint er frá hlutverki ráðuneyt- isins í nýju lögunum. Þar segir meðal annars að ræki barnavemd- amefnd ekki störf þau sem henni séu falin í lögunum skuli ráðuneyt- ið krefja hana um skýrslu og halda henni til að rækja skyldu sína. „Ef ráðuneytinu þykir ástæða til getur það lagt fyrir barnaverndarnefnd að gera sérstakar ráðstafanir í máli hvort sem hún hefur fjallað um það áður eða ekki. Nú verður ráðuneytið þess áskynja að bama- verndamefnd hefur kveðið upp úr- skurð sem er andstæður lögum og getur ráðuneytið þá skotið málinu til endanlegs úrskurðar -bama- vemdarráðs“, segir m.a. í lögunum. Ennfremur segir að ráðuneytið eigi að hlutast til um að komið verði á fót stofnunum, s.s. vistheimili og meðferðarheimili fyrir börn, og það skuli hafa eftirlit og umsjón með stofnunum þar sem böm séu vistuð á vegum barnaverndarnefnda. Ráðuneytinu er gert að annast fræðslustarfsemi fyrir þá sem starfa að barnaverndarmálum, m.a. með útgáfustarfsemi og námskeið- um. Hugmyndir um afsláttarkort í stað fríkorta Skýlaust brot á yfirlýs- ingu ríkissljómarinnar - segir Gylfí Ambjömsson, hagfræðingur ASÍ UM ÁRAMÓT voru felld úr gildi öll fríkort á læknisþjónustu og áform- að er að afsláttarkort í einhveiju formi komi í þeirra stað, að sögn Jóns Sæmundar Sigurjónssonar, deildarstjóra í heilbrigðisráðuneytinu og formanns Tryggingaráðs. Þó hafi enn ekki verið auglýstar neinar breytingar á fyrirkomulagi endurgreiðslna lækniskostnaðar barna undir sex ára aldri af hálfu ráðuneytisins, og því hljóti þau áfram að fá ókeypis Iæknisþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðu- sambands íslands, segir alla hækkun á læknisþjónustu skýlaust brot á yfirlýsingum og loforðum ríkissljórnarinnar frá því í fyrra, um hámarksgreiðslur vegna læknisþjónustu. Landsbankinn Sparnað- aráætlun í lokjanúar Bankastjóri Landsbankans segir að bankinn muni í lok jan- úar leggja fyrir ríkisstjórn áætl- un um sparnað í rekstri bankans. „Það liggur fyrir að Landsbank- inn mun fyrir lok þessa mánaðar leggja áætlanir sínar um hagræð- ingu og sparnað í rekstri fyrir ríkis- sjóð. Við höfum verið með þessar áætlanir í framkvæmd en munum núna yfirfara og endurskoða þær að breyttu breytanda," sagði Sverr- ir Hermannsson bankastjóri. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra sagði við Morgunblaðið á fimmtudag, að ef stjórnendur Landsbankans legðu fram fullnægj- andi áætlun um hagræðingu og sparnað í rekstri bankans muni rík- issjóður tryggja stöðu hans. Jón Sæmundur sagði að öll fríkort á læknisþjónustu hefðu verið felld úr gildi um áramótin. Hugmyndir hefðu verið uppi um einhvers konar afsláttarkerfí sem tæki við af fríkort- unum, en hann hefði ekki séð nein drög um hvers eðlis það yrði. Jón Sæmundur sagði að enn væri tími til að komast að niðurstöðu um endanlegt kerfi, og hugsa mætti sér annað kerfi sem ekki færi freklega á svig við gerða samninga. Ráðgert hefði verið að Ijúka gerð frumvarps þess efnis fyrir vikulokin, en óvíst sé að það takist, ' Samkvæmt upplýsingum Morg- Unblaðsins er óljóst hvort hreyft verður við hámarksupphæð læknis- greiðslna frá því sem nú er í vænt- anlegu frumvarpi, en talið líkiegt að til komi hlutfallsgreiðsla eða föst greiðsla fyrir hveija komu til læknis þegar upphæðinni er náð. Ekki er gert ráð fyrir að aðgerðirnar skili stórvægilegum tekjum, en talið er að möguleikar séu á að kerfið hafi verið misnotað í fyrri mynd. Gylfi Arnbjörnsson sagði að öll hækkun á hámarksgreiðslu fyrir lækniskostnaði væri afdráttarlaust brot á 9. grein yfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar, sem gerð var við kjarasamninga í fyrravor. Þar hafi verið kveðið á um að eigi yrði greitt meira en 6000 krónur á ári vegna lækniskostnaðar barna í sömu fjölskyldu, og ekki verði greitt í farangursrými bílsins fundust svokallaðar tívolíbombur, en notkun þeirra er bönnuð. Mennirnir gátu í fyrstu litlar skýringar gefið á gambranum en vísuðu síðan á hús við Rauðavatn þar sem um 250 lítr- ar af gambra fundust. Tvímenning- arnir höfðu verið á leið með 50 lítr- fyrir börn yngri en 6 ára við komu á heilsugæslustöð eða til heimilis- læknis. Auk þess hafi þar verið kveð- ið á um að þeir sem nytu umönnunn- arbóta skyldu greiða það sama fyrir læknisþjónustu og öryrkjar, eða þriðjung venjulegra gjalda. ana í hús á Njálsgötu þar sem þeir ætluðu að eima gambrann. Þar voru gerð upptæk eimingartæki, sjö lítr- ar af landa og áhöld til fíkniefna- neyslu. Talið er að mennirnir hafi ekki náð að selja landa, enda bruggstarf- semin nýlega hafin. Stöðvuðu bifreið og fundu brugg í henni LOGREGLAN lagði hald á 300 lítra af gambra og sjö lítra af landa í fyrrinótt. Hluti gambrans fannst í bíl tveggja manna sem stöðvað- ur var við Njálsgötu, en lögreglan hafði veitt bílnum eftirför vegna varhugaverðs ökulags bílsljórans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.