Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993
Aðildarríki Evrópubandalagsins herða reglur um
Burt með jólaskrautið
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FYRSTI rúmhelgi dagurinn eftir jól, Knútsdagur
eða Eldbjargarmessa, leið fljótt í gær, sól kom upp
rúmlega ellefu og settist rétt fyrir fjögur. Myndin
tekin í verslun íslensks heimilisiðnaðar við
er
Hafnarstræti í Reykjavík, þar var eins og víða
ráðist í að taka niður jólaskrautið. Einhveijum
kann að vera huggun í því að sól er þrem mínútum
lengur á lofti í dag en í gær og fullt tungl í ofanálag.
Afnám verðtryggingar
Frumvarp vænt-
anlega lagt fram
á vormánuðum
FRUMVARP um afnám verðtryggingár fjárskuldbindinga
verður væntanlega lagt fram á Alþingi í vor að sögn Jón
Sigurðssonar viðskiptaráðherra en hann segir að málið
þoli vel bið við ríkjandi aðstæður. í stefnuyfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar var gert ráð fyr
yrði afnumin um síðastliðin á
svokölluðu sem sett voru árið
ingu er enn í gildi að sögn
seðlabankastjóra.
Jón Sigurðsson sagði að málið
væri ágreiningslaust á milli stjóm-
arflokkanna og milli stofnana en
dráttur á framlagningu þess staf-
aði m.a. af því að ekki hefði verið
auðvelt að koma nýjum málum á
þéttsetna málaskrá Alþingis að
undanfömu. Auk þess skiptu þessi
lagaákvæði ekki sama máli nú í
stöðugra verðlagsumhverfi en áður
var.
Sérstök nefnd á vegum við-
innflutt matvæli
ir að lögbundin verðtrygging
-amót. Sá kafli Ólafslaganna
1979 og fjallar um verðtrygg-
Birgis Isleifs Gunnarssonar
skiptaráðuneytis, Seðlabanka og
viðskiptabankanna hefur unnið að
samningu fmmvarpsins að undan-
förnu og að sögn Bjöms Friðfínns-
sonar ráðuneytisstjóra í viðskipta-
ráðuneytinu er sú vinna nú á loka-
stigi.
Jón sagði að breytingin í fram-
varpinu fæli ekki í sér að verð-
trygging yrði bönnuð heldur verði
lánveitendum og lántakendum
frjálst að semja um verðtryggingu
sín í milli eins og um önnur láns-
kjör. Lánskjaravísitala verði áfram
reiknuð og birt af Seðlabankanum
til viðmiðunar.
Veldur íslenskum útfly^jend-
um kostnaði og óþægindum
Brussel, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins.
NVJAR reglur um eftirlit með innfluttum matvælum til
aðildarríkja Evrópubandalagsins tóku gildi um síðustu ára-
mót. Samkvæmt reglunum ber að heilbrigðisskoða öll inn-
flutt matvæli til EB. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hyggjast yfirvöld í Hollandi og Belgíu taka sýni úr sérhverj-
um vörugámi sem fluttur er til landanna og inniheldur
matvæli. Reiknað er með því að lágmarks kostnaður vegna
skoðunarinnar verði 10 til 15 þúsund íslenskar krónur fyr-
ir hvern gám.
Lúðvík B. Jónsson, framkvæmda- ar hraðfrystihúsanna á Frakklandi,
stjóri dótturfyrirtækis Sölumiðstöðv- sagði í samtali við Morgunblaðið að
Vélarbilun í tríllu úti fyrir Gróttu í gær
Báti bjargað til hafnar
ÞREMENNINGAR á trillu sem varð fyrir vélarbilun úti fyrir
Gróttu komu heilir á húfí tilReykjavíkur í gærkvöldi. Björgun-
arskip Slysavarnarfélags íslands, Henrý Hálfdanarson, tók
trilluna, Rúnar KÓ-662, í tog og dró til hafnar.
Áhöfnin á Rúnari hafði samband að Henrý tók hann í tog til hafnar.
við lögreglu tuttugu mínútum fyrir
sjö í gærkvöldi, vegna vélarbilunar
í dimmu éli við Gróttu. Kallaðar
voru út áhafnir björgunarbátanna
Henrýs og Magnúsar M. frá Sel-
tjarnarnesi og lögðu þær af stað
klukkan sjö. Ásgeir M. kom fyrst
að Rúnari um hálf níu en úr varð
Talstöð Rúnars var í ólagi svo ekki
var hægt að miða hann út, en blys
og sími í bátnum komu að góðum
notum. Að ráðum björgunarmanna
settu bátsveijar út fiskiker meðan
beðið var hjálpar til að minnka rek
Rúnars og afstýra því að bátinn
steytti á skeri.
sá hringlandaháttur sem einkenndi
framkvæmd þessara nýju reglna
kæmi verulega á óvart. Hann sagði
að óljóst væri hvaða fyrirkomulag
yrði við líði þar til samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið (EES)
tæki gildi en eftir það ætti eftirlitið
að vera einfalt í framkvæmd. Lúðvík
lagði áherslu á nauðsyn þess að EES
yrði komið á sem fyrst, ljóst væri
að fram að þeim tíma yrði verulegur
kostnaður vegna eftirlits við ytri
landamæri EB sem endanlega hlyti
að lenda á íslenskum framleiðendum.
Hjörtur Hjartar, forstöpumaður
skrifstofu Eimskipafélags íslands í
Rotterdam, sagði að svo virtist sem
sérhvert aðildarriki EB hefði sína
hentisemi við framkvæmd regln-
anna. Gámar með fiski frá íslandi
sem skipað hefði verið upp í Ham-
borg á Þýskalandi, Immingham á
Bretlandi og Árósum í Danmörku
eftir áramótin hefðu verið afgreiddir
á sama hátt og áður. Hins vegar
hefðu yfirvöld í Belgíu og Hollandi
ákveðið að taka sýni úr sérhveijum
gámi sem skipað væri á land í þeim
löndum. Auk skoðunargjalds legðist
óhjákvæmilega einhver kostnaður á
vöruna vegna viðbótaraksturs í skoð-
unarstöð og biðtíma þar en skoðunin
tekur a.m.k. hálfa til heila klukku-
stund.
í dag
Höll til sölu
Reiðhöllin í Víðidal er til söiu á
hálfvirði 4
Laxveiðileyfin lækka______________
Verð á veiðileyfum í dýnrstu lax-
veiðiá landsins, Laxá á Ásum, hef-
ur veríð lækkað verulega 11
Kjarnaúrgangur
Reiknað er með að hreinsun geisla-
virks úrgangs frá kjarnorkuverk-
smiðjum Bandaríkjamanna muni
kosti yfír 200 milljarða dollara 21
Leiðari
Clinton og umheimurinn 22
Fasteignir
► Fasteignakaup í Flórída-
Smiðjan-Glaumbær gerlanna-
Spurt og svarað-Vaxtabætur-
Arkitektasamkeppni um félags-
legar íbúðir
Daglegt tíf
► Viðtal við dr. Gunnar Guð-
mundsson og rannsóknir á heila-
blóðfalli - í klaustri heilags Páis
- Hveitineglur- hvað er það?
-Draumabíllinn hannaður í tölvu ■
Samkvæmt heimildum í Brussel
hefur ekkert ríki utan Evrópubanda-
lagsins gert samning við bandalagið
um einföldun innflutningseftirlitsins
en viðræður eru þegar hafnar af
hálfu nokkurra ríkja. I bókun tíu við
samninginn um EES er gert ráð fyr-
ir að aðildarríki samningsins geri það
sem í þeirra valdi stendur til að ein-
falda formsatriði vegna vöruflutn-
inga milli aðildarríkja EB annars
vegar og Fríverslunarbandalags Evr-
ópu (EFTA) hins vegar en tilskipun-
in um landamæraeftirlitið sem hér
um ræðir er EES-samningnum óvið-
komandi.
Hætta á að
fjölónæmar
berklabakt-
eríur berist
HÆTTA er á að fjölónæm-
ar berklabakteríur berist
til landsins, að mati Sigurð-
ar Guðmundssonar lyf-
læknis á Borgarspítalan-
um. Bakteríanna hefur
hingað til einkum orðið
vart meðal eyðnisjúklinga
í Bandaríkjunum.
Framkvæmdastjóri Borgar-
spítalans er nú að gera áætlun
um uppbyggingu aðstöðu til
fullkominnar einangranar
sjúklinga vegna vaxandi ónæmi
ýmissa sýkla gegn lyfjum.
Sjá frétt á bls. 23.
Háskólaráð um mál þriggja námsmanna
Teknir af nemenda-
skrá ef þeir greiða
ekki félagsgjaldið
MEIRIHLUTI Háskólaráðs samþykkti í gær, gegn atkvæð-
um fulltrúa stúdenta, að fela Þórði Kristinssyni, fram-
kvæmdastjóra kennslusviðs, að afgreiða mál þriggja náms-
manna, sem ekki hafa talið sér skylt að greiða þann hluta
innritunargjalds við Háskólann sem rennur til Stúdenta-
ráðs og Félagsstofnunar stúdenta. Þórður segir að þessi
niðurstaða þýði að stúdentarnir verði teknir af nemenda-
skrá skólans ef þeir inna ekki þessa greiðslu af hendi í
dag. Þeim hafi verið veittur frestur til að greiða innritunar-
gjaldið að fullu eins og lög og reglur mæli fyrir en sú inn-
heimta hafí ekki borið árangur.
Innritunargjald við Háskólann að greiða þennan hluta innritunar-
nemur nú 22.300 krónum en þar
af renna 5.300 kr. til Stúdentaráðs
og Félagsstofnunar stúdenta. Hörð-
ur H. Helgason, laganemi og einn
stúdentanna þriggja, sagði í gær
að þeir teldu sig tilneydda til að
fara eftir þessari niðurstöðu Há-
skólaráðs og ætluðu því að greiða
gjaldið í dag með fyrirvara og þeir
áskildu sér allan rétt til að endur-
heimta það síðar eftir lögformlegum
leiðum.
Hörður sagði að þeir hefðu neitað
gjaldsins þegar þeir skráðu sig til
náms af þeirri ástæðu fyrst og
fremst að ekki væri heimilt að
skylda nemendur til að greiða fé-
lagsgjöld ef þeir kærðu sig ekki um
að vera í viðkomandi félögum. Það
væru almenn mannréttindi að
mönnum væri fijálst að vera i þeim
félögum sem þeir kjósa eða standa
utan þeirra. Þá byggist innheimta
gjaldsins á reglugerðarákvæði sem
ekki eigi sér stoð í lögum.