Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1993 33 uðust þau fjögur börn, auk þess sem Þorlákur átti áður einn son. Þorkell, fæddur 30. mars 1897, dáinn 7. desember 1954, bóndi í Víðinesi, síðar næturvörður í Reykjavík, kvæntur Maríu Finn- björnsdóttur og áttu þau einn son. Svanlaug, fædd 16. desember 1898, dáin 30. júní 1966, hús- freyja í Reykjavík, gift Jóni Þor- björnssyni, fyrrum sjómanni og áttu þau 3 börn. Gréta, fædd 22. janúar 1901, húsfreyja í Reykjavík, gift Jónasi Karli Jósteinssyni, yfir- kennara og skrifstofumanni og eiga þau tvö börn. Kristján Karl, fæddur 14. nóvember 1902, dáinn 26. maí 1977, prentari í Reykjavík, ókvæntur, átti einn son. Benedikt, fæddur 8. mars 1904, bóndi í Álfs- nesi og víðar, ókvæntur og barn- laus. Birgir fæddur 14. september 1905, dáinn 27. október 1981, jámsmíðameistari í Kópavogi, kvæntur Lilju Guðbjörgu Jóhann- esdóttur og áttu þau tvo syni. ísa- fold, fædd 22. maí 1906, húsfreyja í Reykjavík, gift Jóhanni Péturs- syni, kennara og ráðunaut, og eiga þau tvær dætur. Guðrún, fædd 8. desember 1908, dáin 12. janúar 1991, húsfreyja í Smárahvammi í Kópavogi, gift Kristjáni Steindóri ísakssyni bónda og áttu þau fimm börn. Fanney Dagmar, fædd 22. desember 1909, húsfreyja í Reykjavík, gift Friðriki Garðari Jónssyni lögregluþjóni og eiga þau þijú börn. Dagmar, fædd 29. maí 1911, dáin 7. febrúar 1912. Vem- harður, fæddur 19. september 1912, dáinn 29. júlí 1985, lögreglu- maður, síðar þingvörður, búsettur í Kópavogi, fyrri kona hans var Nanna Magnúsdóttir og áttu þau þrjú börn. Seinni kona hans var Vilhelmína Bergþóra Þorvaldsdótt- ir, lögreglukona og kennari, og áttu þau tvær dætur. Helga, fædd 19. nóvember 1913, dáin 27. jan- úar 1989, húsfreyja í Reykjavík. Hún var gift Karli Ottó Runólfs- syni tónskáldi og áttu þau tvö börn. Síðar bjó hún með Guðmundi Kristni Halldórssyni, húsgagna- smiði. Jóna, fædd 9. ágúst 1915, dáin 3. júní 1989, húsfreyja á Ásum í Stafholtstungum, gift Jó- hannesi Ólafssyni garðyrkjubónda og áttu þau fimm börn. hætti. Þessi fallega kona var hon- um og heimili þeirra hjóna dýr- mætur gimsteinn, sem aldrei má gleymast. Þau hjónin eignuðust þijú börn, en þau eru María, hfr. í Vogum í Keiduhverfi, Sigurður, lögreglumaður í Reykjavík og Hjalti Þórarinn, forstöðumaður Safnahúss og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga á Sauðárkróki. Leiðir okkar Páls Sigurðssonar lágu fyrst saman á haustdögum 1936, er við hófum nám í íþrótta- skóla Björns_ Jakobssonar á Laugarvatni. Á þeim tíma var á héraðsskólunum fólk á misjöfnum aldri í sama bekk, allt frá 15 ára og upp í 30 ára. Svo var einnig um íþróttaskólann að þessu sinni. Við vorum aðeins fjögur í skólan- um og var aldursmunur á þeim elsta og yngsta 14 ár. Elstur var Páll, 32 ára. Hann gekk ákveðn- ari skrefum til þessa náms en við hin, búinn að kenna við Hólaskóla í nokkur ár og stundaði námið til þess að afla sér réttinda til starfs- ins áfram. Hann hafði einnig áður stofnað sitt eigið heimili, átti konu og barn norður í Skagafirði og annað barn þeirra hjóna fæddist síðla þessa vetrar. Hann var kjöl- festan í þessum fámenna hópi nemenda Iþróttaskólans, reyndur og ráðsettur en tók þó á hógværan hátt þátt í öllum okkar ærslum og gamanmálum. Hann var þrátt fyrir aldursmunmn fullkomlega „einn af okkur“. Á þeim tímamót- um, sem nú eru, viljum við þijú þakka honum fyrir samverustund- irnar í skólanum fyrir 55 árum og aðrar, sem síðar hafa gefist, ( og flytja Önnu konu hans, börnum þeirra og skyldmennum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Þegar ég nokkrum árum síðar fluttist norður í Skagafjörð lágu Ottó A. Magnús- son - Aldarminnmg Þórður frændi var heimagangur á heimili foreldra minna alla tíð. Hann var ekki allra og hafði ákveðnar og oft óhagganlegar skoðanir á hlutunum, en þeir sem náðu trausti hans, eignuðust góðan vin. Ég var ein fárra útvaldra í þeim hópi. Við vorum ekki alltaf sam- mála um alla hluti, en við sögðum umbúðalaust okkar meiningu og stóðum alltaf sátt eftir. Á vináttu okkar bar aldrei skugga.. Helstu áhugamál Þórðar voru ljósmyndun, ferðalög og bókagr- úsk. Á ferðalögum sínum tók hann mikið af ljósmyndum og sérstak- lega var honum annt um að mynda æskustöðvar sínar á Kjalarnesinu. Mikla ástríðu hafði hann á bók- um og safnaði hvers kyns bókum um þjóðleg fræði. Áhugi hans á bókum og ætt- fræði snerti áhugasvið mitt og átt- um við margar góðar stundir í slík- um grúskhugleiðingum. Ekki hafði ég sama áhugann á öllum hans áhugamálum. Hann var mikill fjallgöngugarpur. í eina slíka ferð gat hann dregið mig, en ég þóttist góð að komast lifandi úr þeirri ferð. Hann blés ekki úr nös enda alvanur slíkum ferðum. Þórður var framan af ævi kaupa- maður vítt og breitt um landið, einnig vann hann alls konar verka- mannavinnu hér í Reykjavík. Hann lenti í slysi, sem olli því að hann gat ekki unnið erfiðisvinnu. Eftir það starfaði Þórður sem nætúr- vörður hjá Sjónvarpinu frá því það hóf göngu sína og var þar í tutt- ugu ár. Er mér kunnugt um, að það starf hafi hann rækt af mik- illi samviskusemi. Pálína Oddsdótt- ir skrifstofustjóri reyndist honum sem besti vinur og kunni hann vel að meta það. Þórður kvæntist ekki, en hann eignaðist son, Sigurgeir, fæddur 16. júlí 1964. Það var honum mik- ill missir er einkasonur hans lést 16. febrúar 1987. Að leiðarlokum óska ég frænda mínum góðrar heimkomu, þar sem sonur, foreldrar og systkini taka áreiðanlega vel á móti honum. Minning um góðan vin lifír. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Þorbjörg Kristjánsdóttir. Fæddur 8. janúar 1893 Dáinn 14. september 1984 I dag eru hundrað ár liðin frá fæðingu merkismanns, Ottós Arn- alds Magnússonar. Hann var þýsk- ur gyðingur að uppruna og fæddist og ólst upp í Leipzig. Vegna upp- runa síns lá fyrir honum að upplifa þá þjóðarógæfu sem fylgdi Þýska- landi Hitlers. Nasistar handsömuðu hann 1938 og sendu í hinar ill- ræmdu Buehenwaldfangabúðir. Ólíkt flestum þeirra sem þangað lentu, slapp hann þaðan tæpu ári síðar og yfirgaf föðurland sitt, hremmdur og skemmdur, eftir ömurlega og ómannúðlega meðferð landa sinna. Stefnan var tekin norður á bóginn og kom hann til íslands haustið 1939. Skömmu síðar fékk hann vinnu sem fjósamaður norður í landi og sagði Ottó seinna um komu sína í íslenska sveitasælu, að þá væri sem hefði himinn sig höndum tekið. Hann undi glaður við sitt, fékk góðan íslenskan mat að borða og náði heilsu aftur, en hafði verið lítt annað en skinn og bein í upphafi. Eftir stríðslok gat Ottó farið að stunda starf, sem hentaði hæfileik- um og kunnáttu hans, því hann var mikið menntaður og fróður um margt hér í heimi. Þetta starf var einkakennsla og veitti hann leið- sögn í ótrúlega mörgum greinum. Ottó var doktor í jarðfræði og kenndi um tíma við háskólann í Leipzig. Hann var mikill vísinda- maður og var í raun synd að hann skyldi ekki fá starf við Háskóla íslands eða við einhveija stofnun, sem hefði gert honum kleift að stunda jarðfræðirannsóknir á ís- landi. Sjálfsbjargarviðleitni Ottós varð hins vegar til þess að hann ákvað að reyna fyrir sér í kennslu heima hjá sér og hefur hann ugglaust ekki gert sér í hugarlund hve mik- ið starf beið hans, því að framund- an var kennsla í tæp fjörutíu ár og nemendur munu hafa skipt þús- undum. En hvaða greinar kenndi hann? Nánast flestar raungreinar sem hugsast getur og mörg tungu- mál. Má þar nefna stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, íslenska, málfræði, þýsku, ensku, frönsku, spönsku, dönsku o.fl. Ýmsar aðrar greinar hefði Ottó getað kennt, ef grundvöllur hefði verið fyrir þeim, en áðurnefnd fög voru eflaust vin- sælust. Auk þess hafði hann tónlist- arhæfíleika og unni góðri tónlist, enda fæddur og uppalinn í Leipzig, eins og áður sagði, þar sem Bach og aðrir tónsnillingar eru í háveg- um hafðir. Það var einmitt á heimili Ottós, að ég varð þeirrar gleði aðnjótandi að kynnast honum. Við vorum ná- grannar og eftir að hann hafði kennt mér um tíma varð á milli okkar gott samband. Ottó fékk mér í hendur drög að ævisögu sinni, sem hann var farinn að rita á íslensku, og bað mig að líta á hvort betur mætti fara máli. Er skemmst frá að segja að Ottó ritaði íslenskt mál óaðfinnanlega hvað varðaði mál- fræði og stafsetningu. Hvað málfar snerti mátti benda á eitt og annað, en gæði málfars eru gjarnan álita- mál og oftast ekki unnt að tala um rétt eða rangt í þeim efnum. Mér var heiður og ánægja að því að mega lesa þetta og lesning sú var fróðleg. Eftir því sem ég best veit, tókst Ottó ekki að ljúka endurminn- ingum sínum og er það miður. Þá er fundum okkar bar saman var rætt um heima og geima. Ég dáðist að víðtækri þekkingu hans á mönnum og málefnum og óhætt er að segja að hann hafði verið djúpvitur. Ottó hlaut íslenskt ríkisfang 1950 og varð hann þá að breyta hinu rétta nafni sínu, Weg (Otto Weg). En ekki fannst mér lagalega hliðin á því máli skipta hann mestu, því ég skynjaði hann sem sannan íslending. Hann unni mjög landi og þjóð, hafði lesið ósköpin öll af íslenskum bókum, allt frá íslend- ingasögum til nútímabókmennta. Hann var vel að sér í íslenskum kveðskap og kynnti sér ýmiss vís- indarit. Þannig þekkti hann t.d. vel til starfsbróður síns Helga Pjet- urss, sem var doktor í jarðfræði eins og Ottó. Helgi var að hans dómi merkilegasti jarðfræðingur íslands fyrr og síðar og fannst Ottó leitt, að Helgi skyldi ekki njóta meiri virðingar fyrir starf sitt. Einnig kynnti hann sér hina ís- lensku heimspeki dr. Helga um líf í alheimi og lífssamband hnatta millum og fannst hún merkileg. Fleiri dæmi mætti taka. Sumir spakir menn segja að eng- in tilviljun sé hér í heimi. Erfitt er um það að fullyrða, en víst vildi það skemmtilega til, að leiðir okkar Ottós næðu saman, því að eftir að Ottó dó, kom í minn hlut að sækja til föðurlands hans. Hef ég dvalið þar mikið síðan og sér ekki fyrir endann á þeirri dvöl. Ottó Arnaldur Magnússon kom sem gestur til Fróns fyrir löngu síðan. Eflaust hefur hann ekki ætlað sér að setjast hér að í upp- hafi, en sú varð raunin. Hann var Islendingur, mér liggur við að segja í húð og hár og hann var mjög þakklátur fyrir það. íslendingar geta verið enn fegnari að hafa fengið þennan afar merkilega, hóg- væra mann í sínar raðir því að viska hans, lífsreynsla og menningarleg- ur bakgrunnur varð til þess að lita það sem fyrir var og gleðja marga í þekkingarleit. Ragnar Gunnarsson. leiðir okkar Páls saman á ný, bæði í félagsmálum og daglegu lífi. Við vorum prófdómarar hver hjá öðrum og endurnýjuðum okkar vinsemd. í ferðum til Hóla kom ég til þeirra hjónanna í gamla bæinn á Hólum, sem nú er varð- veittur sem safngripur, en þau voru ásamt börnum sínum síðustu íbúarnir í þessum gamla bæ. Þar var allt fínt og fágað og bar íbúun- um vitni um fagurt mannlíf og umhverfi þrátt fyrir fátæklegan og foman búnað. Nú er „öldin önnur“ í búnaði öllum og aðstöðu. Eftir að þau Páll og Anna flutt- ust til Sauðárkróks hófust á ný nánari samskipti okkar í milli. Síð- ari árin áttum við oft samleið í spilastundir í Safnaðarheimilinu og á samkomur eldri bæjarbúa og í ferðir um héraðið eða utan þess. Leiðir okkar lágu þó enn frekar saman í sundlaugina í þeirri mein- ingu að efla þrótt okkar gegn Elli kerlingu. Páll hafði alla tíð verið hraustmenni, harðfylginn og heil- sugóður að undanteknu síðasta árinu, er hann bjó við vaxandi vanheilsu og sjúkdóm er að lokum dró hann til dauða. Þetta er leið okkar allra að lokum. Einhverntíma á Sókrates að hafa sagt: „Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs eða liðnum.“ Ég hefi þá trú að hafi þessi orð einhveija þýðingu, þá falli lífsferill og lífsstarf Páls Sig- urðssonar undir hljóm þeirra og meiningu og að honum verði því ekki grandað, þótt látinn sé. Við hjónin sendum Önnu konu hans og börnum þeirra innilegar samúðarkveðjur með þökkum fyrir samverustundir fyrr og síðar og minnum á að gott er að minnast góðs manns. Guðjón Ingim. ___________Rrids______________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Siglufjarðar 7., 14. og 21.' desember var spiluð hraðsveitakeppni með þátttöku 10 sveita þar sem efsta og neðsta pari (o.s.frv.) úr Siglufjarðarmótinu í tví- menning var raðað saman í sveitir. Röð efstu sveita varð þessi: Ari M. Arason (Ari, Ari, Anton, Bogi) 1648 Öldungar (Jóhann, Jónas, Níels, Guðm.) 1523 Þórleifur H. (Þórl., Reynir, Helgi, Jóhann) 1466 28. desember var spilaður Jólatví- menningur með þátttöku 24 para. Bridsfélög á Norðurlandi vestra hafa fest kaup á tölvu og var þetta fyrsta innanfélagsmótið sem hún er notuð í og var spilaður „Mitchell". Röð efstu para varð þessi: N-S: BaldvinValtýsson-ValtýrJónasson 272 ÓlafurJónsson-SteinarJónsson 272 Guðlaug Márusdóttir—Jóií K. Ólafsson 238 A-V: Börk Jónsdóttir - Jón Sigurbjörnsson 279 Reynir Pálsson - Stefán Benediktsson 275 Birgir Bjömsson - Þorsteinn Jóhannesson 269 4. janúar hófst Siglufjarðarmót í sveitakeppni með þátttöku 13 sveita. Eftir fyrsta kvöldið er röð efstu sveita þessi: ÞorsteinnJóhannsson t 21 IngaJónaStefánsdóttir 20 Kristín Bogadóttir 19 JakobínaÞorgeirsdóttir 18 Sigrún Þór Björnsdóttir 17 Bridsfélag Siglufjarðar sendi eina sveit á Þorsteinsmót (board a match) á Blönduósi 27. desember sl. og varð röð efstu sveita þessi: Ingvar Jónsson, Siglufirði 99 IngibergurGuðmundsson, Skagaströnd 98 SigurðurÞorvaldsson, Hvammstanga 87 JónBerndsen,Sauðárkróki 87 Með Ingvari í sveit spiluðu Birkir bróðir hans og foreldrar, Björk og Jón. Félagar í Bridsfélagi Siglufjarðar fjölmenntu á Jólamót Bridsfélags Fljótamanna 30. desember sl. og kunnum við Fljótamönnum bestu þakkir fyrir frábærar veitingar. Spil- aður var Mitchell-tvímenningur með þátttöku 24 para. Röð efstu para varð þessi: N-S: Sigfús Steingr. - Siguiður Hafliðason, Sigluf. 278 ReynirPálsson-StefánBened.,Fljótum 233 Ásgeir Jónss. - Sigmundur Jóh., Skagaf. 232 A-V: Björk Jónsdóttir- Jón Sigurbj., Sigluf. 281 Anton Sigurbj. - Bogi Sigurbj., Sigluf. 272 Ólafur Jónsson - Steinar Jónsson, Siglufirði 260 Svæðamót Norðurlands vestra í tvímenningi Svæðamót Norðurlands vestra í tví- menningi 1993 verður haldið á Siglu- firði laugardaginn 16. janúar kl. 10. Spilarar verða að skrá sig í mótið fyr- ir 13. janúar hjá Jóni í hs. 96-71411 (vs. - 96—71350) eða Guðrúnu í hs. 96-71755 (vs. 96-71228). Gjald á spilara er kr. 1.500. Bridshátíð 1993 Tólfta Bridshátíð Bridssambands íslands og Flugleiða verður haldin dagana 12.-15. febrúar nk. Keppnin verður með sama sniði og undanfarin ár, tvímenningur föstudagskvöld og laugardag með þátttöku 48 para og sveitakeppni sunnudag og mánudag, 10 umferða Monrad-keppni. Sveita- keppnin er öllum opin en ljóst er að húsnæðið leyfir ekki fleiri en 64 sveit- ir og verður skráningu því lokað þeg- ar þeirri tölu er náð. Éins og undanfarin ár áskilur Brids- sambandsstjórn sér rétt til að velja pör í tvímenningi Bridshátíðar. Skrán- ing er á skrifstofu Bridssambands ís- lands í síma 91-689360 og skráning- arfrestur í tvímenning Bridshátíðar er til föstudagsins 29. jan. Keppnisgjald er óbreytt frá síðasta ári, 10.000 kr. á par í tvímenninginn og 16.000 kr. á sveit í sveitakeppnina. Eins og áður verður 6 erlendum pörum boðin þátttaka í keppninni og tvö þeirra hafa þegar þegið boð um þátttöku, hollensku bronsverðlauna- hafarnir frá síðasta Ólympíumóti, Leufkens-Westra og de Boer-Muller. Vetrar-Mitchell BSÍ Eitt spilakvöld í vetrar-mitchell BSÍ var spilað þriðjudagskvöldið 29. des. sl. Ekki var annað að sjá en að spilar- ar kynnu vel að meta þá nýbreytni að spila eitt kvöld milli jóla og nýárs og mættu 44 pör. Úrslit urðu þannig: N-S-riðill: Björn Ámason - Cecil Haraldsson 498 Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 493 Guðbr.Guðjohnsen-MagnúsÞorkelss. 491 HelgiViborg-ÓlafurBergþórsson 482 A-V-riðill: MariaÁsmundsd. - Steindór Ingimundars. 477 FriðrikJónsson-TómasSiguijónsson 467 Eyjólfur Magnússon - Jón V. Jónmundsson 464 Vignirflauksson - Haukur Harðarson 463 Næsti vetrar-mitchell verður spilað- ur föstudagskvöldið 8. jan. og spila- mennska hefst kl. 19. Skráning er á staðnum um leið og spilarar mæta. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður, tengdaföður, afa og langafa, VALDIMARS DANÍELSSONAR, Bólstaðarhlíð 46. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Stefán Valdimarsson, Hulda Jakobsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.