Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 19.93 19 : . -»_ ggjgjjl '■___ \ _ ' ' V ; ^^ V '' '—x vL-C ° V. Nintendo Nasa Redstone Sego Megodrive Sega Master Sega Game Gear Game boy Lynx tari St Amiga Amstrad PC 35% TOLVULEIKIR LAUGAVEGI 27, SÍMI 91-21040. Bíóborgin sýnir mynd- ina Paradís BÍÓBORGIN hefur hafið sýning- ar á myndinni Paradís eða „Para- dise“. Framleiðendur eru Scott Kroopf og Patrick Palmer og leikstjóri er Mary Agnes Dono- hue. Don Johnson og Melanie Griffith leika aðalhlutverkin. Ungur drengur, Willard, er send- ur í sveit yfír sumar gegn vilja sín- um. Hann neyðist til að búa hjá hjónum sem eiga við vandamál að stríða í einkalífínu. Eftir nokkum tíma verður Willard þess áskynja að hjónin Ben og Lily syrgja ungan son sinn sárlega, en hann lét lífíð Aðalleikarar myndarinnar Don Johnson og Melanie Griffith í hlut- verkum sínum. í slysi. Þau valda varla að lifa sínu eigin lífí hvað þá að sjá um Will- ard. En áður en sumarið er á enda hjálpar Willard gestgjöfum sínum að takast á við sorgina og ung stelpa, Billie, aðstoðar Willard í að takast á við það sem hann óttast mest. Shelly Long og Corbin Bemsen í hlutverkum sínum. Laugarásbíó sýnir mynd- ina Krakkar í kuldanum LAUGARÁSBÍÓ hefur hafíð sýn- ingar á gamanmyndinni Krakkar í kuldanum eða „Frozen Assets“. Shelly Long (úr Staupasteini) og Corbin Bemsen (L.A. Laws) em í aðalhlutverkum. Myndin íjallar um sannkallaðan uppa (Bemsen) sem stefnir hátt í bankaheiminum og um jarðbundna konu (Long) sem er rannsóknar- kona sem hugsar vel um starf sitt. Honum býðst starf sem hann heldur að sé að stjóma almennum banka en bankinn reynist verða glasa- bamabanki. Ef þetta starf gengur ekki hjá honum þá missir hann allt. Sett er á fót samkeppni um það hver getur lagt mest og best inn í þennan frábæra banka. Verðlaunin em 100.000 dollarar svo til mikils er að vinna. Karlmenn borgarinnar hætta að drekka, reykja og gera hitt til þess að hreppa vinninginn. Samkeppni þessi kemur óneitanlega miklu róti á þetta áður friðsæla bæjarfélag. Fyrirlest- ur um fjöl- skyldumál AGNES S. Arnórsdóttir, sagn- fræðingur, flytur 22. janúar nk. erindi á félagsfundi í Sagnfræði- félagi íslands. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Þjóðskjala- safns íslands á Laugavegi 162. í erindinu, sem nefnist Af ætta- og fjölskyldumálum á 12. og 13. öld, mun fyrirlesari greina frá mikilvægi ætta- og fjölskyldutengsla á þjóð- veldistímanum á íslandi og taka dæmi af því hvemig staða kynjanna var tengd valdabaráttu þeirra tíma. Á grundvelli þess er pólitískt hlut- verk kvenna metið og jafnframt hug- að að völdum þeirra og áhrifum. Að lokum hugleiðir Agnes hvernig hægt er að skilgreina stjómmálasögu 12. og 13. aldar upp á nýtt þannig að bæði verði fjallað um hlut karla og kvenna. Fundurinn hefst kl. 20.30 og verður hann öllum opinn. ------♦ ♦ ♦ ■ PÉTUR Pétursson þulur heldur áfram að ganga í gegnum söguna í Miðbænum á laugardaginn 9. janúar (athugið breyttan vikudag). Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 14 og gengið eftir Hafnarstrætinu og Lækjargötu ef tími vinnst til. Pétur mun fjalla um menn og málefni á fyrri tíð og sögu svæðisins. Klæðið ykkur vel því víða verður staldrað. í lok göngunnar býður Veitingahúsið Lækjarbrekka upp á kaffisopa. Gangan mun taka um eina og hálfa klukustund. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦------ ■ GÖNGURHÓPUR félagsmið- stöðvarínnar Hólmasels í Selja- hverfi byijar aftur laugardaginn 9. janúar eftir jólafrí. Hópurinn hittist vikulega kl. 10.30 við félagsmiðstöð- ina í Hólmaseli 4-6 og gengur um hverfið og næsta nágrenni undir stjórn íþróttakennara. Sem fyrr eru allir íbúar Seljahverfis, ungir sem aldnir, boðnir velkomnir í hópinn. Eftir gönguna gefst fólki kostur á að fara í sund í sundlaug Öldusels- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.