Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Vegna gamalla og lúínna kennslubóka Athugasemdir við skrif í haustblaði Uppeldis * * eftir Arna Arnason Greinin sem hér birtist er að efni til athugasemd við umfjöllun annars ritstjóra tímaritsins Uppeldis um bækur sem Námsgagnastofnun gef- ur út og dreifir til grunnskóla. Um- fjöllun ritstjórans birtist í haustblaði tímaritsins. Óskað var eftir birtingu greinarinnar í næsta blaði Uppeldis (kom út í lok des. sl.) en ritstjórar blaðsins urðu ekki við þeirri ósk. Hugmynd ritstjóra Uppeldis er sú að birta glefsur úr greininni í blaði sem væntanlégt er í mars. Náms- gagnastofnun getur ekki sætt sig við málsmeðferð af þessu tagi auk þess sem athugasemdir verða þannig of seint á ferðinni. Því var þess far- ið á leit við Morgunblaðið að greinin yrði birt þar í heild sinni, en greinin er sú sama og send var Uppeldi 9. nóv. sl. Uppeldi er víðlesið tímarit og þegar lesendum tímaritsins eru gefnar rangar eða villandi upplýs- ingar er það sjálfsagður réttur þeirra og annarra sem máiið varðar að þær upplýsingar verði leiðréttar. Það er hið besta mál þegar fólk sér ástæðu til þess að skrifa um kennslu- bækur og skólamál. Vakni fleiri til vitundar um þessi mikilvægu mál mætti kannski búast við að fólk verði betur á verði gagnvart réttindum sínum í þessum efnum og hafi skýr- ari vitund um þær skyldur sem stjómvöld skuldbinda sig til að rækja samkvæmt landslögum. En það fer að versna í því þegar ritstjóri víðles- ins blaðs á sviði uppeldismála aflar sér ekki nægilegra upplýsinga um það sem á að skrifa um og ber þar af leiðandi út rangar eða villandi upplýsingar um námsefni í grunn- skóla eins og gert er í haustblaði tímaritsins Uppeldis. Umrædd skrif í Uppeldi eru eftir annan tveggja ritstjóra blaðins (GH) og ber yfirskriftina Gamlar og lúnar kennslubækur. í upphafi vekur rit- stjórinn máls á gömlu bókunum sem böm koma með heim til sín úr grunn- skólanum. Greinin snýst svo upp í nokkurs konar ritdóm um eftirtaldar kennslubækur sem Námsgagna- stofnun gefur út og dreifír til gmnn- skóla: Móðurmál eftir Ársæl Sigurðsson (1. útgáfa 1968) Stafsetning, ritreglur og æfíngar eftir Áma Þórðarson og Gunnar Guðmundsson (1. jútgáfa 1959) Sumardvöl í sveit, lestrarbók, nýr ‘fíokkur, 3. hefti (1. útgáfa 1972) Gamlar bækur eru lífseigar Því skal ekki á móti mælt að bækumar sem gerðar eru að umtals- efni eru gamlar, þær eru meira að segja eldri en ritstjórinn álítur. Það hefur lengi verið álitamál hvort eigi að dreifa „gömlum" námsbókum til grunnskóla. Niðurstaðan hefur ætíð orðið sú að skólum sé það í sjálfs- vald sett hvaða bækur eru jpantaðar frá Námsgagnastofnun. Á meðan umtalsverð eftirspum er eftir bókum eru þær endurprentaðar. Bækur sem eru pantaðar í miklum mæli em endurprentaðar aftur og aftur. Þær em ekki teknar af skrá fyrr en náms- gagnastjóm ákveður að það skuli gert. Og það er ekki gert nema að undangenginni rækilegri athugun. Zetan Umíjöllun ritstjórans um áður- nefndar bækur er með þeim hætti að það gæti komið inn hjá fólki röng- um hugmyndum um það sem gert er af hálfu hins opinbera í skólabóka- útgáfu. Um Stafsetningu, ritreglur og æfíngar segir í greininni: „Þessi bók er um tuttugu ára gömul og hefur verið endurútgefín margoft þó nokkuð langt sé um liðið síðan það var gert síðast. Zetan er í henni rétt eins og Móðurmálsbókunum og því löngu tímabært að bæta úr.“ (Áður kom það fram hjá greinarhöf- undi að síðasta endurútgáfa bókar- innar væri frá 1979). Flestir skilja þetta sem svo að þrátt fyrir endurútgáfur bókarinnar hafí ekki verið tekið tillit til breyt- inga á stafsetningarreglum. Það þykir því rétt að upplýsa að zetan hefur ekki verið prentuð í stafsetn- ingarkennsluefni Ríkisútgáfu náms- bóka (síðar Námsgagnastofnunar) frá því að auglýsing menntamála- ráðuneytis um íslenska stafsetningu tók gildi 1. september 1974. Aðrar námsbækur sem gefnar höfðu verið út af Námsgagnastofnun voru rúnar zetunni um leið og þær fóru til end- urprentunar. Tilkynningar fóru á sínum tíma til allra skóla um nýjar stafsetningarreglur. Það er svo mál hvers skóla fyrir sig hvort námsbæk- ur sem gefnar voru út fyrir stafsetn- ingarbreytinguna eru notaðar áfram eða ekki. Komi það fyrir að zetan birtist í endurprentuðu námsefni frá Námsgagnastofnun þá gæti það helst hafa orðið vegna einhvers kon- ar mistaka í framleiðslu, t.d. ef yfír- líming dettur af gamalli upplímingu áður en nýjar filmur eru gerðar. Hæg endurnýjun með fjörkipp í aðfaraorðum sínum segir grein- arhöfundur: „Endumýjun námsefnis grunnskólans hefur verið hæg á síð- ustu tuttugu árum en virðist þó hafa tekið fjörkipp á allra síðustu árum og er það vel.“ Staðreyndin í þessu máli er sú að síðustu tuttugu árin hafa verið mikið umbrotaskeið í skólabókaútgáfu. Frá árinu 1980 hafa tæplega 1.000 nýir titlar komið út hjá Námsgagnastofnun og fjöl- breytnin í þessu efni er ekkert sam- bærileg við það sem áður tíðkaðist í útgáfunni. Vægi eldra efnis í þeim bókakosti sem miðlað er til skóla verður stöðugt minna. Gamlir titlar detta út eftir því sem nýjum útgáfum fjölgar. Stefnan hefur verið sú að taka ekki gamalt námsefni af skrá fyrr en nýtt efni hefur leyst það af hólmi. í mörgum tilvikum er það þó svo að nýtt námsefni er gerólíkt því Árni Ámason „En það er einlæg von okkar sem störfum að útgáfumálum hjá Námsgagnastofnun að þeir sem fjalla opinber- lega um þessi mál afli sér upplýsinga um þau málefni sem fjallað er um. Öðruvísi er ekki hægt að þjóna hags- munum barna, foreldra og kennara. Hér eru miklir hagsmunir í húfi. Yanhugsuð umfjöllun um þessi mál skaðar þá hagsmuni.“ sem fyrir var þótt það íjalli um sama efni. Því er eldra efnið oft haft á boðstólum áfram fyrir þá sem vilja. Námsefni og tímans tönn Engin kennslubók stenst tímans tönn. Það er eðli kennslubóka að úreldast, og því hraðar sem breyt- ingamar í samfélaginu verða örari. Á hveiju ári kemur upp í námsefnis- gerð Námsgagnastofnunar umræða um hvað skuli gera við eldri bækur sem ekki standast kröfur tímans en áhugi er á hjá skólum að verði endur- prentaðar. Afgreiðslan verður oftast á sömu lund. Ef verið er að leggja drög að nýju námsefni, sem m.a. tekur mið af nýrri námskrá og breyttum kennsluháttum, er ekki talið rétt að eyða tíma og fjármunum í að endurskoða gamalt námsefni í sömu námsgrein. Ritstjóri Uppeldis virðist halda að það dugi að endurskoða gamlar bækur og gefa þeim andlitslyftingu sbr. eftirfarandi tilvitnun úr áður- nefndri grein: „Margir kannast sjálf- sagt við Móðurmálsbækumar þijár sem notaðar hafa verið við íslensku- kennslu níu til tólf ára bama í rúm tuttugu ár. Það má reyndar segja að þessar bækur hafí staðist tímans tönn betur en flestar aðrar námsbækur. Þrátt fyrir það er orðið aðkallandi að endurskoða þær því íslenskan hefur breyst. Zetan er til að mynda í fullu gildi í bókinni, þó svo að langt sé um liðið síðan Magn- ús Torfi Olafsson gerði hana burt- ræka úr málinu. Myndefnið mætti einnig bæta þannig að það endur- spegli betur líf íslenskra nútíma- bama en ekki einungis bernskulíf afa þeirra og ömmu.“ Það skal tekið undir það með rit- stjóranum að þessar bækur eru komnar til ára sinna. Hins vegar er ástandið ekki svo slæmt að að zetan hafi ekki verið tekin úr þeim. En orðaiagið „móðurmálsbækumar þijár“ gætu margir skilið sem svo að þessar námsbækur væm þær einu sem standa níu til tólf ára börnum til boða í móðurmálsnámi. Þær bæk- ur Námsgagnastofnunar sem áður- nefndur aldurshópur notar aðallega í málfræði, stafsetningu og ritun, auk þeirra sem ritstjórinn nefnir eru skv. eftirfarandi upptalningu: Ritrún og Litla Ritrún, verk- efnabækur í móðurmáli (1. útg. 1985) Tvistur, Þristur, vinnubækur í rit- un (1. útg. 1991) / leik á skólasafni I og II (Útg. frá 1989), Leitum ogfínnum á skóla- safni I (Utg. 1992), verkefnabækur sem miða að því að þjálfa nemendur í að nota skólasafn og fást við heim- ildavinnu Málrækt 1-3, grunnnámsefni í móðurmáli sem er sambland af mál- fræði bókmenntatextum og verkefn- um (kom fyrst út í tilraunaútgáfu árið 1979) Mál til komið, kennslubók í ritun og stafsetningu ásamt verkefnahefti og hljómbandi, (1. útg. 1990) Nafnakver, námsefni sem fjallar um mannanöfn, beygingu og með- ferð þeirra. (1. útg. 1988) Ritum rétt, stafsetningaræfingar handa 5.-7. bekk (1. útg. 1981) Réttritunarorðabók, gefín út í samvinnu við íslenska málstöð (1. útgáfa 1989) Verkefni við Réttritunarorðabók, hefti 1-3 (1. útg. 1990) Að gefa út blað, rit um blaðaút- gáfu í skólum (1. útg. 1989) Auk þess sem hér hefur verið tal- ið hefur stofnunin gefíð út ýmiss konar leiðbeiningar til kennara, oft í tengslum við útgáfur fyrir nemend- ur. Það nýjasta á því sviði er hand- bók um kennslu ritunar, Böm og ritun (1. útg. 1992). í upptalningunni hér á undan er ekki minnst á lestrarkennsluefni sem stofnunin hefur gefið út fyrir yngri nemendur grunnskóla og fjölda bóka sem gefnar eru út sem lestrarþjálf- unarefni. Þar munar mest um Smá- bókaflokkinn (12 titlar frá 1989) og flokk svokallaðra Óskabóka (7 titlar frá 1987), Lestrarbækur handa 5., 6. og 7. bekk sem hafa komið út frá 1973 og Lesarkasafn grunnskóla sem komið hefur út síðustu ellefu árin (7 titlar fyrir miðstigið). Þá hefur stofnunin gefið út 25 léttlestr- arbækur fyrir böm og unglinga frá árinu 1981. Þessar bækur hafa náð mikilli útbreiðslu og henta m.a. vel fyrir böm sem eiga við lestrarörðug- leika að stríða. Ollu þessu nýja efni er það sammerkt að vera að mestu leyti sprottið úr samfélagi nútímans. Bókin Sumardvöl í sveit sem rit- stjóri Uppeldis gerir að umtalsefni kann á köflum að reynast skemmti- leg forneskja, a.m.k. vitnaði greinar- höfundur í mjög athyglisverðan kafla úr bókinni 1 þeim dúr. Þessi bók er aðeins ein af mörgum sem koma fyrir augu bama í skólastofu. Á móti þeirri bók hefur bamið ýms- ar aðrar nýrri bækur frá Náms- gagnastofnun (sbr. bókaflokkana sem nefndir voru hér á undan) og í mörgum skólum líka bækur af bóka- safni skóians. Þáttur skólasafna hef- ur farið mjög vaxandi í móðurmáls- kennslu á undanförnum áram. Hlut- verk skólasafna hefur einnig orðið meira en það var og þessi söfn svara nú betur en áður þörf skólanna fyr- ir bækur sem nota má við lestrar- þjálfun eða lestrarörvun. Lokaorð Hjá Námsgagnastofnun er unnið skv. áætlunum um útgáfu á nýju grunnefni ýmiss konar. Fyrir yngstu nemendur grunnskóla er nú unnið að útgáfu nýrra lestrarbóka ásamt stoðefni fyrir bæði nemendur og kennara. Ifyrir miðstigið eru höfund- ar að störfum við hvort tveggja að taka saman nýjar lestrarbækur og nýtt grannnámsefni í móðurmáli fyrir miðstig og unglingastig sem fyrirhugað er að gefa út á næstu árum. Allt er þetta unnið samkvæmt áliti og tillögum starfshópa sem stofnunin hefur fengið sér til trausts og halds úr röðum kennara og ann- arra sérfræðinga á sviði kennslu- mála. Starfsfólk Námsgagnastofnunar tekur með þökkum öllum ábending- um sem geta orðið til þess að bæta námsefnisútgáfuna, hvort sem þær berast beint til stofnunarinnar eða þær koma fram í fjölmiðlum. En það er einlæg von okkar sem störfum að útgáfumálum hjá Námsgagna- stofnun að þeir sem fjalla opinber- lega um þessi mál afli sér upplýsinga um þau málefni sem fjallað er um. Öðra vísi er ekki hægt að þjóna hagsmunum barna, foreldra og kennara. Hér eru miklir hagsmunir í húfí. Vanhugsuð umfjöllun um þessi mál skaðar þá hagsmuni. Höfundur er ritstjóri Námsgagnastofnunar. Fundust í tíundu leit Vaðbrekku, Jökuldal. MENN á snjósleðum frá Aðalbóli og Vaðbrekku fundu tvær kindur á Vesturöræfum á laugardag. Vitað var um þessar kind- ur þarna frá þvi i sumar en þær fundust þó ekki í haust og vetur þó margar ferðir væru farnar. Ferðin um helgina var tíunda tilraunin til að ná kindunum. Fjárlaust átti að vera á af- rétti Hrafnkelsdælinga í sumar vegna þess að bændur skára fé vegna riðuveiki fyrir nokkram áram, en hreindýraveiðimenn sáu þrjár kindur á Vesturöræf- um í sumar. Voru þær taldar vera frá Víðivöllum í Fljótsdal og kom það á daginn þegar þær náðust um helgina. Leitarmenn fóra um öll Vesturöræfi á tveimur snjósleð- um á laugardag, í Sauðakofa inn í Hrauka, upp á Kringilsárr- ana, út í Lindur og fundu loks kindumar framan við Sandfell. Vora þær tvær en sú þriðja er talin dauð. Kindumar voru í sæmilegum holdum en kviðlitl- ar. Fóra leitarmenn með þær á snjósleðunum í Aðalból. Á sunnudag brast á vitlaust veður og má búast við að kind- umar hefðu ekki lifað það af á Vesturöræfum þannig að þær komust á síðustu stundu undir mannahendur. Sig. Að. Ólafur G. Einorsson • • Solóme Þorkelsdóttir Ámi M. Mothiesen Árni R. Árnoson KJORDÆMISÞING Stjórn Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi boðar allar stjórnir félaga, fulltrúaráða og sveitarstjórnamenn flokksins í kjördæminu til fundar í Festi, Grindavík, laugardaginn 16. janúar kl. 12.30. Ráðstefnustjóri: Pétur Rafnsson. Dagskrá: 12.30 Setning formanns kjördæmisráðs, Ernu Nielsen. Ávarp formanns fulltrúaráðs í Grindavík. 12.50 Yfirlit yfir störf alþingismanna í kjördæminu, Salome Þorkelsdóttir. 13.20 Hópar starfa.* 14.50 Kaffihlé og gangaspjall 15.50 Hópar starfa.* 17.30 Samantekt, Ólafur G. Einarsson. 18.00 Þingslit. *Hver þingmaður og formaður kjördæmisráðs munu vera 30 mínútur í hverj- um hóp og hver þeirra mun ræða ákveðin málefni. Morío E. Ingvodóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.