Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 19 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Nemendur í Olduselsskóla raða fatnaði niður í kassa. Rauði krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar Fatasöfnun fyrir bág1- stadda á Balkanskaga Fatasöfnun til hjálpar stríðshrjáðum á Balkanskaga verður á morgun, fimmtudag. Móttökustöðvar verða fjölmargar á höfuð- borgarsvæðinu, í félagsmiðstöðvum og skólum, og í kaupstöðum og stærstu bæjum út um landið. Söfnunin er á vegum Rauða kross Islands og Hjálparstofnunar kirkjunnar en verkið er unnið í sam- vinnu við ríkisstjómina, sem átti fmmkvæði að skipan starfshóps um aðstoð við fyrrum Júgóslaviu. Lagði ríkisstjórnin fram 5 millj- ónir króna en ljóst er að kostnaður mun verða nokkru hærri. Móttakan á höfuðborgarsvæð- inu fer fram fimmtudaginn 14. janúar frá kl. 14 til 22. Þörf er fyrir hvers kyns fatnað, innri sem ytri flíkur, en skófatnað þarf ekki að senda. Fötin þurfa að vera heil og hrein og er áríðandi að fólk komi með fötin vel flokkuð þannig að hægt verði að setja þau beint í kassa sem fara síðan í gáma við móttökustöðvamar. Flokkarnir eru fjórir: kvenföt, karlmannaföt, smábamaföt að fimm ára og barnaföt 5-14 ára. Vart þarf að fjölyrða um þörf fyrir góðari fatnað til handa bág- stöddum í fyrrum Júgóslavíu. Þar eru fórnarlömb styrjaldar hjálpar þurfi, ekki síst höm og gamalt fólk. Islendingar hafa margoft sýnt hug sinn í verki þegar neyðin er annars vegar og vonast forráða- menn fatasöfnunarinnar eftir góð- um stuðningi landsmanna. Framkvæmd söfnunarinnar á móttökustöðvum á hveijum stað er skipulögð af forráðamönnum Rauða kross deilda og sóknar- nefndarmönnum. í Reykjavík verða móttökustöðvar á félagsmið- stöðvum og munu félagar í ung- mennahreyfingu Rauða krossins og unglingar í 10 bekkjum grunn- skóla aðstoða starfsmenn stöðv- anna. 31. - Hc8 32. Re5!? Ekki 32. Hd4? - Hxc4! 33. Hxc4 — Dxb5 32. - Bxg2+ 33. Kgl - Be4?! Það var ástæðulaust að víkja biskupnum undan. Betra virðist 33. — He8. Nú gæti hvítur þvingað svart til að gefa skiptamun. Eftir 34. Rc6 — Hxc6 35. bxc6 — Dxc6 hefur svartur þó einhveijar bætur. 34. Hd4! - Rf6 35. Bxf7+ - Kh8 36. Kh2?? Alveg óþarfur varúðarleikur sem hefur þveröfug áhrif og kostar peð. Eftir 36. Bc4! stendur hvitur til vinnings. Hann er peði yfír og einnig með yfirburðastöðu. 36. - Dxb5 37. Dg3 - Dbl 38. Hxe4 — Dxe4? 38. — Svartur er með góða vinn- ingsmöguleika eftir 38. — Rxe4. T.d. 39. De3 - Db2!, 39. Dg4 - Dc2, eða 39. Df4 - Db6! 39. Bg6 - Dd4?! Miðað við gang skákarinnar sparar 39. — Dd5! tíma, en hvítur ætti að geta klórað í bakkann. 40. Rf7+ - Kg8 41. Rxh6+ - Kf8 42. Rf5 - Dc5 43. Rxg7! - Kxg7 44. Bf5+ - Kf8 45. Bxc8 - Dxc8 46. Da3+ — Kg7 og sam- ið jafntefli. Hvítt: Nigel Short Svart: Jan Timman Spánski leikurinn I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4. Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel - b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9. h3 - Bb7 10. d4 - He8 II. Rbd2 - Bf8 12. Bc2 - Rb8 13. a4 - Rbd7 14. Bd3 - c6 15. b3 - g6 16. Dc2 - Bg7 17. Bb2 - Dc7 18. Hadl - Hac8 19. Dbl - Rh5 20. Bfl — bxa4 21. bxa4 - d5 Short hefur teflt of rólega og svartur jafnar taflið. 22. Da2 - Hcd8 23. Hcl - Bh6! 24. exd5 - cxd5 25. c4?? Þessi afleikur er svo einfaldur og gersamlega út í hött að það er ekki einu sinni hægt að geta sér til um það hvað Short hefur yfír- sést. 25. - e4 26. cxd5 - Df4 27. Hbl — exf3 28. Hxe8+ — Hxe8 29. Rxf3 - Df5 30. Bc4 - Rf4 31. Bcl - Bxd5 32. Bxd5 - Rxd5 og hvítur gafst upp, því 33. Bxh6 er auðvitað svarað með 33. — Rc3. Hagræðing í Áburðarverksmiðjunni Aburður hækkaði 35-40% minna en verðlag STJÓRN Áburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi hefur ákveðið að lækka verð á áburði um 5,2% að meðaltali. Hákon Björnsson framkvæmda- stjóri segir að síðustu sex árin hafi áburðarverð hækkað 35-40% minna en almennt verðlag. Um ástæður verðlækkunarinnar nú segir hann að tekist hafi að minnka kostnað á síðasta ári og fjárhagsstaðan sé auk þess orðin góð. Þá nefnir hann Iækkað í verði. 50 kg poki af algengri áburðar- blöndu lækkar úr 1.150 kr. í 1.090 kr., eða um 60 krónur við verðlækk- unina nú. Hákon segist ekki vita til að áburðarverð hafi áður lækkað í krónutölu. Starfsfólki fækkað um 85 Undanfarin ár hefur verið unnið að hagræðingu í Áburðarverksmiðj- unni. Sem dæmi um það nefndi Há- kon að starfsfólki hefði fækkað um 85 á sex árum. í haust fækkaði um 15 starfsmenn. Hákon sagði að það hafí gerst vegna þess að tekist hafi að nýta tölvuvæðinguna sem ráðist var í 1988 betur en reiknað var með í upphafi. Um hráefnislækkunina sagði Hákon að nú væri hægt að kaupa til dæmis fosfat frá Rússlandi á mun lægra verði en á Vesturlönd- um. Skuldlaust fyrirtæki Fjárhagsstaða fyrirtækisins hefur einnig áhrif á verðlagningu áburðar nú. Hákon sagði að vel hefði gengið að vissar tegundir af hráefni hafi að greiða niður erlendar skuldir og væri verksmiðjan nú ekki eins háð gengissveiflum og áður. „Við höfum lagt mikið upp úr að greiða niður skuldir verksmiðjunnar og má nú heita að hún sé orðin skuld- laus,“ sagði Hákon. Eiginfjárstaða Áburðarverksmiðjunnar var yfir 90% um áramót og átti fyrirtækið veltufj- ármuni á móti skuldunum. Áburðar- verksmiðjan átti því áburðarbirgðir og fasteignir skuldlausar um áramót. Hákon sagði að mestu fjárfesting- ar undanfarinna ára hefðu verið í hagræðingarskyni, raunar allar aðr- ar en bygging ammoníaksgeymisins. Við ákvarðanir um fjárfestingar hefði verið gerð sú krafa að þær skiluðu sér til baka í lækkun kostnað- ar á innan við tveimur árum. Framleiðsla og sala áburðar hefur dregist mjög saman á undanfömum árum. Þegar salan var sem mest, árið 1984, seldi Áburðarverksmiðjan 70 þúsund tonn af áburði. Salan hefur síðan minnkað um fjórðung og var 52 þúsund tonn í fyrra. Á á6árum næsta ári er enn reiknað með sam- drætti, að salan fari í 49.500 tonn. Einkaleyfi afnumið „Það er okkar erfiðasta framtíðar- vandamál hvað markaður okkar er lítill," sagði Hákon. I samningnum um Evrópskt efnahagssvæði er kveð- ið á um að einkaleyfi Áburðarverk- smiðjunnar til innflutnings og fram- leiðslu áburðar verði afnumið 1. jan- úar 1995. Hákon sagði að Áburðar- verksmiðjan hefði framleitt áburð í skjóli ákveðinnar fjarlægðarvemdar, dýrt væri fyrir erlendar verksmiðjur að koma áburðinum á markað hér. Fjariægðin hefði sömu áhrif á út- flutning áburðar héðan, það væri ekki hagkvæmt vegna mikils flutn- ingskostnaðar. Hákon sagði að áburðarverð væri nú lágt í Evrópu vegna mikiilar sam- keppni frá Rússlandi og Búlgaríu og allar áburðarverksmiðjurnar reknar með miklu tapi. Taldi hann að áburð- ur frá Áburðarverksmiðjunni væri ýmist jafn dýr eða allt að 10-12% dýrari en innfluttur áburður frá Evr- ópu myndi kosta á markaði hér. Sagðist Hákon óttast að þessi litli markaður hér myndi ekki bera bæði Áburðarverksmiðjuna og innflutn- ing. Hann sagði að verð á áburði í Evrópu ihyndi vafalaust lækka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.