Morgunblaðið - 13.01.1993, Side 20

Morgunblaðið - 13.01.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Grammy-verðlaunin veitt á morgnn Eric Clapton oft- ast tilnefndur GÍTARISTINN Eric Clapton hefur verið tilnefndur til níu Grammy- verðlauna, árlegra óskarsverðlauna tónlistarmanna í Bandaríkjun- um. Á morgun, fimmtudag, kemur í ljós hvort hann stendur und- ir nafni sem Grammy-kóngur en enginn kemst með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar fjölda tilnefninga. Alls er 80 flokkar Grammy- verðlauna en meira þykir til 35 þeirra koma en annarra. Clapton er tilnefndur í níu þeirra. Nýjasta plata hans, „Unplugged" eða ótengdur, er margsinnis tilnefnd og einnig lagið „Tears In Heaven“ sem hann samdi í minningu ungs sonar síns, Conor, sem beið bana er hann féll út um glugga á skýja- kljúf á Manhattan. Næst Clapton að tilnefningum í heldri flokknum er sveitasöngvar- inn Billy Ray Cyrus og soul-drottn- ingin Celine Dion með fjórar til- nefningar. Michael Jackson er tilnefndur til þrennra Grammy-verðlauna og svo er einnig um Peter Gabriel og Vanessu Williams en Annie Lennox, U2 og Bruce Springsteen verða að gera sér tvennar tilnefn- ingar að góðu. Reuter Braer orðið að braki Hlutar af yfirbyggingu olíuskipsins Braer sjást hér á reki við Hjalt- land, hvor í sína áttina, en skipið brotnaði í sundur í óveðrinu sem þama geisaði enn í gær. Að sögn björgunarmanna er mjög lítið eftir af olíu í tönkum skipsins en farmurinn var um 85.000 tonn. Veðurfarið kemur að mestu í veg fyrir að hægt sé að hreinsa olíuna úr §ömrn eyjaklasans. Mikil óánægja með fjárlagastefnu sænsku ríkisstjórnarinnar Hætta á allslierj arverk- falli í fyrsta sinn í áratugi Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunbladsins. Í FYRSTA skipti eftir stríð er nú hætta á að allsherjarverkfall skelli á í Svíþjóð. Hafa verkalýðsfélögin hvatt hinar tvær milljónir sænskra verkamanna til að leggja niður vinnu í mótmælaskyni við efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar og atvinnumáiastefnuna. Dropinn sem endanlega fyllti mælinn, í augum verkalýðsfélag- anna, var íjárlagafrumvarp ríkis- stjómarinnar sem Anne Wibble Danir og Maastricht Nýttþjóð- aratkvæði í lok apríl Kaupmannahöfn. Reuter. POUli Schliiter forsætisráð- herra Danmerkur lagði í gær til að nýtt þjóðarat- kvæði um Maastricht-sam- komulagið færí hugsanlega fram 27. apríl næstkomandi. Danska þingið verður að samþykkja kosningadaginn og liggur ekki fyrir hvort nokkrir stjómarandstöðuflokkar, sem styðja samkomulag sem stjóm Schliiters hefur náð um sér- staka viðauka fyrir Dani við Maastricht-sáttmálann, geti fallist á að þjóðaratkvæðið fari fram svo snemma. Flokkamir sjö sem lýst hafa stuðningi við viðaukana, er losa Dani undan vissum ákvæðum Maastricht- samkomulagsins á sviði vam- ar- og gjaldeyrismála, komu í gær saman til þess að semja lagafrumvörp sem varða sam- komulag Dana við EB. Það gæti haft áhrif á fram- gang málsins og hugsaniegt þjóðaratkvæði að væntanlega verður birt á morgun, fímmtu- dag, skýrsla um niðurstöður rannsóknar á Tamílamálinu svokallaða en ráðherrar eru sakaðir um að hafa brotið rétt á tamflskum flóttamönnum. Þess er beðið með mikilli eftir- væntingu hvort Schliiter verð- ur hreinsaður af ásökunum um að hafa logið að þinginu um eðli Tamflamálsins. Hugsan- legt er talið að birting skýrsl- unnar gæti leitt til stjóm- arkreppu og jafnvel falls stjómar Schluters. fjármálaráðherra lagði fram í sænska þinginu á mánudag. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að hallinn á yfirstandandi fjárlagaári verði um 200 milljarðar sænskra króna en nær 170 milljarðar á því næsta, sem hefst í júlí. Á fundi í Timrá fyrir utan Sund- svall hvatti Leif Blomberg, formað- ur hins volduga sambands málm- iðnaðarmanna í Svíþjóð, félög sín til að undirbúa allsheijarverkfall. Enn hefur ekki verið ákveðið hversu langt verkfallið verður né heldur hvenær það muni hefjast. Að öllum líkindum verðu vinna lögð niður í einn dag eða þá i 6-8 klukkustundir einhvem tímann í lok janúar eða byijun febrúar þeg- ar fjárlaganefnd þingsins tekur fjárlagafrumvarpið og önnur fmm- vörp um efnahagsmál og atvinnu- mál sem þá liggja fyrir til meðferð- ar. Dagblöð vora í gær mjög nei- kvæð í garð fjárlagastefnu ríkis- stjómarinnar og gagnrýndu hana fyrir að gera of lítið til að skapa ný atvinnutækifæri. Atvinnuleysi í Svíþjóð er nú um 7% sem þýðir að um 400 þúsund Svíar era án atvinnu. Við þá tölu bætast þeir sem era í starfsþjálfun eða hafa farið fyrr á ellilaun en venja er. Alls era þvi um 700 þúsund manns óvirkir á vinnumarkaðinum eða um 18% vinnufærra Svía en það er hæsta hlutfall síðan byijað var að skrá tölfræðilegar upplýsingar af þessu tagi á fjórða áratugnum. Ríkisstjómin tjáði sig ekki um hótanir Blombergs í gær en undir þær var tekið af stóram verkalýðsfélögum m.a. hjá fyrir- tækjum á borð við SKF, Volvo, Saab, Ericsson og Stora. Komið hefur fram tillaga um að halda innan viku neyðarfund ríkisstjómarinnar og aðila vinnu- markaðarins og búist er við að Carl Bildt forsætisráðherra taki afstöðu til þess í dag eða á morgun hvort af þeim fundi verði. Skuldir sænska ríkisins nema nú um 900 milljörðum sænskra króna (yfír 8.000 milljörðum ÍSK) og era árlegar vaxtagreiðslur um 95 milljarðar króna. Þetta er stærsti einstaki útgjaldaliður ríkis- ins og samsvarar þessi upphæð því að hver tveggja bama fjölskylda greiði ríkinu 400 þúsund sænskar krónur árlega tii að brúa bilið. Búist er við að skuldimar verði orðnar meira en milljarður sæn- skra króna næsta sumar. Fjölmiðlar um Karl Bretaprins og Díönu prinsessu Nýttu sér blöðín til að knésetja hvort annað Lundúnum. Reuter. KARL Bretaprins og Díana prínsessa voru í gær sökuð um að hafa sjálf notfært sér breska fjölmiðla til að koma höggi hvort á annað og veitt þeim upplýsingar um hjónabandserf- iðleika þeirra. Breskir ritstjórar og fréttaskýrendur sögðu að þessar ásakanir drægju úr lík- unum á því að tillögur sljórn- skipaðrar nefndar um hömlur á prentfrelsi næðu fram að ganga. Ein af forsendum tillagnanna var að vernda þyrfti einkalíf háttsettra embættismanna og konungsfjölskyldunnar. McGregor Iávarður, formaður siðanefndar sem fjallar um Ijöl- miðla, sagði að Díana prinsessa hefði veitt nokkrum dagblöðum, einkum æsifréttablaðinu Sun, upp- lýsingar um hjónabandserfiðleik- ana áður en skilnaður hennar og prinsins að borði og sæng var kunngerður í desember. McGregor gaf í sumar sem leið út harðorða Karl Díana yfírlýsingu þar sem hann for- dæmdi umfjöllun breskra æsi- fréttablaða um ríkisarfahjónin en sagði í viðtaii við breska útvarpið BBC i fyrrakvöld að Díana hefði sjálf kynt undir fréttaflutningnum. „Það er mjög erfitt að fíalla um kvartanir frá fólki, sem heldur því fram að veist hafí verið að einka- lífí þess, þegar það ber sjálft ábyrgð á athæfínu," sagði hann. Fjölmiðlar komist fyrst á snoðir um ásakanir McGregors þegar þeir komust yfír bréf sem hann sendi sir David Calcutt, sem stjómar rannsókn á fréttaflutningnum um ríkisarfahjónin. Bréfinu var lekið til dagblaðsins The Guardian og þar segir að Karl prins hafí einnig notfært sér blöðin til að koma höggi á prinsessuna. I bréfinu kemur ennfremur fram að John Major forsætisráðherra fékk árið 1991 upplýsingar um þátt ríkisarfahjónanna í frétta- flutningnum. Talsmaður Elísabet- ar Bretadrottningar vísaði því ít- rekað á bug að hjónin ættu hlut að máli. „Við sjáum nú að þeir, sem sögðu ósatt og veittu jafovel McGregor sjálfum rangar upplýs- ingar, vora embættismenn Breta- drottningar," sagði ritsljóri Sunday Times. Dagblöð og þingmenn sijómar- andstöðunnar sögðu að upplýs- ingar McGregors gætu dregið úr samúð almennings með ríkisarfa- hjónunum og kynt undir kröfum um að konungdæmið yrði lagt nið- ur. Vinsældir Havels dvína VINSÆLDIR Vaclavs Havels hafa dvínað en hann nýtur þó lang mests trausts til þess að taka við starfí forseta Tékkn- eska lýðveldisins, samkvæmt skoðanakönnunum. Nýtur hann stuðnings 45% þjóðarinnar mið- að við 60% fylgi i júlí sl. Næst- ir honum að vinsældum koma Vaclav Klaus forsætisráðherra með 3% og sama fylgi hefur Milan Sladek, leiðtogi Lýðveld- isflokksins, flokks hægrisinn- aðra öfgamanna. Hvenær er frönsk mynd ekki frönsk? DEILA blossaði upp á meðal kvikmyndaleikstjóra í Frakk- landi á mánudag þegar kvik- myndaakademían úrskurðaði að ekki mætti tilnefna kvik- myndir til Sesars-verðlaunanna nema talið væri franska. Tveir af þekktustu kvikmyndaleik- stjórum landsins, Jean-Jacques Annaud og Claud Berri, sögðu sig úr akademíunni vegna þess- arar ákvörðunar. í fyrra vora nokkrar af helstu kvikmyndum franskra leikstjóra, leikara eða framleiðenda með ensku tali. Umbótasinn- aður sjón- varpssljóri BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, hefur skipað Valeríj Bragín, atkvæðamikinn þing- mann úr röðum umbótasinna, í embætti yfirmanns helstu sjónvarpsstöðvar Samveldis sjálfstæðra rfkja. Bragín er einn af hörðustu andstæðingum Rúslans Khasbúlatovs, forseta rússneska þingsins og erki- fjanda Jeltsíns. Richard Mort- ensen iátinn DANSKI listmálarínn Richard Mortensen lést í gær eftir lang- varandi veikindi á heimili sínu í Hróarskeldu á 83. aldursári. Hann var einn af framkvöðlum óhlutbundinnar málaralistar í Danmörku. Kvasov yfir ráðuneytunum VIKTOR Tsjemomyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, hefur skipað gamlan samstarfsmann sinn, Vladímír Kvasov, í emb- ætti yfírráðuneytisstjóra stjómarinnar, sem er mjög áhrifamikið. , Kvasov starfaði fyrir ríkisgasfyrirtækið Gaz- prom sem Tsjemomyrdín stjómaði 1985-92. Fékk lifur úr bavíana LJFUR úr bavíana var sett í 62 ára sjúkling í Pittsburgh- háskóla í Bandaríkjunum á mánudag og er þetta í annað sinn sem slík aðgerð er fram- kvæmd. Hinn lifrarþeginn lést af völdum hjartaáfalls í septem- ber, rúmum tveimur mánuðum eftir aðgerðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.