Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 41 Atvinnuskapandi aðgerðir Frá Reyni Hugasyni Um áramót voru samþykkt ný lög á Alþingi (mál 226) sem heimila sveitarstjómum að veita fé til at- vinnuskapandi aðgerða í gegnum atvinnuleysistryggingasjóð í stað þess að greiða atvinnuleysisbætur. Þetta eru heilar 500 milljónir króna samtals á árinu og munar því all- nokkuð um þær. Reglur hafa þó ekki enn verið settar um það hvað teljist atvinnuskapandi aðgerðir af hálfu atvinnuleysistryggingasjóðs. Það er vert að benda hér á leiðir sem reyndar hafa verið erlendis, t.d. á Norðurlöndum, til þess að tengja betur saman hagsmuni atvinnurek- enda og launþega og minnka um leið atvinnuleysið í raun. Atvinnuskapandi aðgerir innfela að ný störf eru búin til í nýjum fyrir- tækjum eða í starfandi fyrirtækjum. Til þess að örva tilurð nýrra atvinnu- tækifæra gættt sveitarfélög boðist til þess að greiða með hveiju nýju starfi sem verður til í sveitarfélaginu jafn- virði atvinnuleysisbóta, enda verði atvinnulaus maður ráðinn í hið nýja starf. Greiðslan gæti verið tímabund- in, t.d. þannig að 1. árið yrði greitt sem svaraði fullum bótum með starf- inu. Næsta ár yrðu svo greiddar t.d. hálfar bætur. Á sama hátt ætti að bjóða fyrir- tækjum og stofnunum í sveitarfélag- inu að auka menntun starfsmanna sinna til nýrra starfa eða til sömu starfa með meiri arðsemi með því að bjóða stuðning sem nemur at- vinnuleysisbótum til þess að nýr maður verði ráðinn a.m.k. tímabund- ið í stað þess sem færi í frekara nám. þetta er kölluð skiptivinna. Maður er ráðinn í stað annars sem fer í burtu til náms, t.d. í eitt ár. Sá sem fer til náms getur síðan, þegar hann kemur til baka frá nám- inu, ýmist tekið við gömlu vinnunni sinni aftur, eða það sem æskilegra er, sinnt vandasamari verkefnum í öðru og vonandi nýju starfi. Ef ekki er búið að hrasða líftóruna úr mönnum með athafnaþrá með svartagallsrausi og bölmóði í þjóðfé- laginu þá ættu atvinnurekendur að geta séð sér hag í því að setja á fót ný fyrirtæki eða stofnað til nýrra starfa til þess að nýta sér þessi hag- stæðu tilboð. Þetta myndi virka sem meðgjöf með rekstri fyrirtækisins og væri bein innspýting á fjármagni í reksturinn og hver vill það ekki. Ýmsar framkvæmdir sem áður virt- ust á mörkum þess að vera arðbærar yrðu nú greinilega hagkvæmar í að minnsta kosti í 1-2 ár og það gæti riðið baggamuninn að farið væri út í þær. Það besta við báðar ofan- greindar leiðir er að þær virka fljótt og unnt væri að stýra því að þetta yrðu lausnir til frambúðar. Rétt þykir að nefna hér eina leið enn til þess að auka atvinnu án þess að auka fjárútlát hins opinbera, en hún felst í því að borga mönnum atvinnuleysisbætur við að vinna að undirbúningi að stofnun eigin fyrir- tækis. Þessi leið er líka bæði fær og uppbyggileg, fljótvirkandi og líkleg til að bera í sér frambúðarlausn. Það er í raun allt betra en að greiða mönnum atvinnuleysisbætur fyrir að sitja heima og naga neglumar. Það verður að grípa fljótt til aðgerða tíl þess að draga úr atvinnuleysinu ann- ars skemmist fólkið sem fyrir því verður og kemur aldrei út á vinnu- markaðinn aftur. Reynsla erlendis frá sýnir þetta. Stjórnvöld ættu að umreikna þessa staðreynd í krónur. Atvinnuleysið fer nú dagvaxandi og er orðið 10-15% sums staðar. Það viljum við ekki áfram, er það? REYNIR HUGASON, Hrauntungu 59, Kópavogi. LEIÐRÉTTINGAR Prentvillur í minningargrein Prentvillur slæddust inn í minning- argrein Höllu Eysteinsdóttur um Fanneyju Haraldsdóttur. Hér á eftir fer sá hluti greinarinnar, sem verst varð úti: Því bið ég þig, drottinn, að taka á móti kærleiksgeislum mínum og endurvarpa þeim margfalt til baka til allra þeirra sem þekktu Fanneyju mína, umvefja þá ljósi og veita þeim styrk og bjarta von í framtíðinni. Bænina sendir „litla systir". Iffið er flæði ljðss og skugga, lífsneistinn er tengdur því að virða, vona, elska og hugga, vilja drottins fylgdu því. (Halla Eysteins) Halla Eysteins. Röng dagskrá Þau mistök urðu í vinnslu blaðsins í gær að í stað útvarps- og sjónvarps- dagskrár þriðjudagsins 12. janúar birtist dagskrá mánudagsins 11. jan- úar. Morgunblaðið biður lesendur sína velvirðingar á þessum óþægi- legu mistökum. Yfirlýsingin féll niður Við birtingu bréfs Magnúsar Oddssonar, rafveitustjóra á Akra- nesi, í gær féll niður eftirfarandi yfírlýsing: “Rafveita Akraness. Hr. Magnús Oddsson rafveitustjóri. Efni: Rafmagn til útgerðar á Akranesi. Haraldur Böðvarsson hf. nýtir land- tengingu á rafmagni í Akraneshöfn í öll skip sín. Við teljum okkur hafa hag af þeim viðskiptum. Fyrir hönd Haraldar Böðvarssonar hf. Sturlaug- ur Sturlaugsson aðstoðarfram- kvæmdastjóri." Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. VELVAKANDI ARMBAND Silfurhúðað armband með ígröfnu blómamynstri tapaðist á Gauk á Stöng á nýárskvöld. Arm- bandið hefur mikið tilfinninga- gildi fyrir eigandann. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í sima 21762. TÝNDTÍK Pfla er lítil sex ára gömul tík, brún með hvíta bringu, dökk í kringum munninn með uppspert eyru og lafandi skott. Pfla á heima norður í Eyjafjarðarsveit. Hún var í heimsókn í Garðabæ 23. ágúst en slapp þá út og hef- ur síðan verið á flakki. Hún er blíðlynd og gegnir nafninu Pfla. Best væri ef ykkur tækist að handsama hana í rólegheitum og láta vita í síma 668366 hjá Ninnu á hundahótelinu að Leirum. Eins er hægt að hafa samband við Eirík í heimasíma 656004 eða vinnusíma 627222, Ingimar í heimasíma 37375 eða vinnusíma 685833, Ástu í síma 51031 eða fara með hana í Dýrasítalann. PENINGAUM- SLAG Menntaskólastúlka tapaði um- slagi með desemberkaupinu sínu á leið frá Lækjartorgi í Tryggva- götu á þriðjudag. 1 umslaginu, sem var merkt fyrirtæki, vöru tæplega 19 þúsund krónur í seðl- um. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 616342. REIÐHJÓL Tvö karlmannsreiðhjól eru í óskilum, annað tvflitt en hitt svart. Hjólin fundust í grennd við Miðbæinn. Upplýsingar í síma 697302, Olga. Windows 3.1 • PC grunnur Nauðsynlegur undirbúningur fyrir alla sem þurfa að nota PC tölvur. Vandað námskeið sem skilar þér vel á leið. ( hk-9281 Tölvu- og verkfræðiþjónustart Vertcfræðistofa Halldórs Kristjánssonar Grensásvegi16«stofnuð1.mars 1986 <Ð é> 1/pJA 'GA §0* •LEIKLIST Leikræn tjáning, spuni, textameðferð 7-8,10-12 OG 13-15 ÁRA Markmio námskeiðsins er að þroska persónuleika, samstarfshæfileika og öryggi. Kennarar: Harpa Arnardóttir og Þórey Sigþórsdóttir leikarar •DANS-LEIKIR-SPUNI 4-5 OG 6-7 ÁRA Unnið út frá æfintýrum og hugmyndaheimi barnsins. Leikræn tjáning er undirstaða kennslunnar. Kennari: Harpa Helgadóttir leikari •DANS-SPUNI 6-7 ÁRA Leikrænir danstímar Kennari: Katrín Káradóttir danskennarí •TONMENNT Tónlist,spuni,söngur,dans 4-6 OG 6-7 ÁRA Námskeiðið byggir á Carl Orff kennsluaðferðum. Kennari: Elfa Gísladóttiz tónmenntakennarí •AFRO / HIP-HOPP Fyrir unglinga Kennari: Otvule Pennant frá Jamica •DJASS 8-10 OG 10-12 ÁRA Leikrænir danstímar Kennari: Katrín Káradóttir danskennarí W5I& Upplýsingar og innritun ísíma 15103 og 17860 Kynningarfundur Fimmtudagskvöld kl.20.30 að Sogavegi 69 * EYKUR hæfni og árangur einstaklingsins BYGGIR upp leiðtogahæfnina * BÆTIR minni þitt og einbeitingarkraftinn * SKAPAR sjálfstraust og þor * ÁRANGURSRÍKARI tjáning * BEISLAR streitu og óþarfa áhyggjur * EYKUR eldmóðinn og gerir þig hæfari í daglegu lífi Fjárfesting í menntun skilar þér arði ævilangt Innritun og upplýsingar í síma: 812411 O STJÓRINIUIMARSKÓLIIMIM Konrað Adolphsson. Einkaumboð fyrir Dale Camegie namskeiðin"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.