Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 44
EININGABRÉF 2 Eignarskattsfrjáls Raunávöxtun sl. 12 mánuði 8% O KAUPPING HF Lðgp/f vtrðbrtfafyrirtaki MORGVNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SlMI 631100, SÍMBRÉF 631181, PÓSTHÓLF 1655 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði hlýtur staðfestingu Alþingis Atkvæði með samn- ingnum 33 SAMNINGURINN um Evrópskt efnahags- svæði var staðfestur í atkvæðagreiðslu á Al- þingi í gær. Þijátíu og þrír þingmenn greiddu atkvæði með samningnum, sjö sátu hjá og tuttugu og þrír af alls 63 þingmönnum lýstu sig andvíga samningnum. Stefnt er að því af hálfu EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsins ,að samningurinn taki gildi 1. júlí næstkom- andi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var rætt um að halda ríkisráðsfund í gær, þar sem forseti íslands myndi staðfesta samþykkt Alþingis, en af honum varð ekki. Frávísun felld Á þingfundinum í gær voru fyrst greidd atkvæði um tillögu stjórnarandstöðunnar um - 23 á móti að vísa staðfestingarfrumvarpinu um EES frá Alþingi og aftur til ríkisstjórnarinnar. Af 36 þingmönnum stjórnarflokkanna greiddu 33 atkvæði á móti frávísuninni, en þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Eggert Haukdal, studdu stjórnarandstöðuna. Tillagan var því felld með 33 atkvæðum gegn 30. Flokkslínur riðlast Er atkvæði voru greidd um sjálft staðfesting- arfrumvarpið greiddu enn 33 þingmenn stjórn- arinnar atkvæði með aðild Islands að EES- samningnum. Sömu sjálfstæðismennirnir þrír gengu aftur í lið með stjómarandstöðunni og greiddu atkvæði á móti. Sex af þrettán þing- mönnum Framsóknarflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þau Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Jón Kristjánsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Finnur Ingólfsson. Aðrir þingmenn Fram- sóknarflokksins greiddu atkvæði á móti. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sat hjá, ein Kvennalis- takvenna. Aðrar greiddu atkvæði gegn samn- ingnum. Allur þingflokkur Alþýðubandalagsins var andvígur EES-samningnum. Stjómarandstaðan leggur áherzlu á að EES- málinu sé ekki lokið og hvetja talsmenn henn- ar til þess að teknar verði upp viðræður við Evrópubandalagið um tvíhliða viðskiptasamn- ing. Sjá miðopnu. Stuðningnr hefur vaxið og efa eytt ODDVITAR stjómarflokkanna, Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson, lýstu yfir ánægju með lyktir mála í gær. „Þessi atkvæðagreiðsla sýnir að stuðningur við þetta mál hef- ur vaxið eftir því sem umræðan hefur þróazt,“ sagði Davíð. „í sumar vissum við ekki annað en aðeins stjómarsinnarnir, að tveimur undanskildum, væru hlynntir málinu. Síðan hefur það gerzt að sjö þingmenn hafa látið af andstöðunni." Jón Baldvin sagði að með þessum úrslitum á Alþingi væri öllum efasemdum um vilja íslendinga til þátttöku í EES eytt. „Það mátti ekki tæpara standa, því að framund- an er að ná samkomulagi um efni og form viðbótarbókun- arinnar, þar sem samningurinn er aðlagaður þeirri staðreynd að Sviss er ekki lengur með.“ I athugun að hætta með svæðisnúmer HJÁ Pósti og síma er í athugun að fella niður svæðisnúmer fram- an við símanúmer innanlands og taka þess upp 7 stafa símanúmer. Þá hefur verið ákveðið að leggja niður 002, handvirka farsímakerf- ið, frá næstu áramótum. Bergþór Halldórsson, forstöðu- maður tæknisviðs, sagði að hug- myndin hefði komið upp í viðræðum um hvernig ætti að bregðast við þeg- ar ríki Evrópubandalagsins væntan- lega breyttu sínu kerfí árið 1995. „Það eru ákveðnir kostir við að fella niður svæðisnúmer, meðal annars þegar hringt er frá útlöndum," sagði Bergþór. Um næstu áramót verður lögð niður þjónusta við 002, handvirka farsímakerfíð. Að sögn Bergþórs eru um 400 til 500 notendur skráðir að kerfínu . Málshöfðun vegna svipt- ingar at- vinnuleyfa TÆPLEGA 50 leigubílstjórar, 70 ára og eldri, komu saman til fundar í gær og samþykktu að höfða prófmál á hendur ríkinu vegna nýrra laga sem tekið hafa gildi um atvinnu- leyfi. Þar er gert ráð fyrir að leigu- bílstjórar verði sviptir atvinnu- leyfí þegar þeir verða sjötugir og hafa nokkrir þegar misst at- vinnuleyfið vegna þessara laga. Á næstu tveimur árum munu lögin ná til á annað hundrað leigubílstjóra, að sögn Stefáns Ó. Magnússonar leigubílstjóra. Stefán sagði, að málið væri meðal annars höfðað á þeirri forsendu, að lögin nái eingöngu til leigubflstjóra en ekki til sendi- bílstjóra eða vörubílstjóra. Morgunblaðið/Sverrir Úrslitin tilkynnt Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, gerir grein fyrir úrslitum atkvæðagreiðslunnar um Evrópska efnahagssvæðið síðdegis í gær. Lækkun á áburðarverði Leiðir til lægra mjólkurverðs í vor og kindakjöts í haust ÁBURÐARVERÐ lækkar um 5,2% að meðaltali, samkvæmt ákvörðun stjórnar Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Haukur Halldórsson, for- maður Stéttarsambands bænda, fagnar þessari ákvörðun og segir að hún leiði til lækkunar á búvöruverði. Undanfarin sex ár hefur verið unnið að hagræðingu í Áburðarverk- smiðjunni og hefur það leitt til þess að áburðarverð hefur hækkað 35-40% minna en almennt verðlag á þessum tíma, að sögn Hákonar Björnssonar framkvæmdastjóra Áburðarverksmiðjunnar. Verð áburðar hefur þó ekki fyrr lækkað í krónutölu. Hagræðingin hefur meðal annars leitt til þess að starfsfólki hefur fækkað um 85 á þessum árum, þar af fækkaði um 15 síðastliðið haust. Áburðarverksmiðjan hefur verið að greiða niður skuldir og er nú nánast skuldlaus og á það sinn þátt í ákvörðun um verðlækkun ásamt lækkun kostnaðar og lækkun inn- flutningsverðs á hráefni. Stór kostnaðarliður Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, kvaðst fagna ákvörðun stjórnar Áburðar- verksmiðjunnar um að lækka verð á áburði. Sagði hann að sér hafí virst að stjómendur fyrirtækisins væru að taka á ýmsum málum í verksmiðj- unni og það væri vonandi að skila sér. Sagði Haukur að áburðurinn væri stór kostnaðarliður hjá bændum, sér- staklega sauðfjárbændum þar sem hann væri stærsti kostnaðarliðurinn fyrir utan laun bænda. Sagði hann að lækkun áburðarverðsins myndi leiða til lækkunar á verði mjólkur í vor og kindakjöts í haust. Sjá frétt á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.