Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1993 Síðari umræða um fiskveiðisamninga við EB Rætt um hvort birta eigi fundargerð frá Brussel ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra undraðist stórum að Stein- grímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra skuli ásaka ríkisstjórn- ina um að að hleypa veiðiflota Evrópubandalagsins inn í fiskveiðiland- helgina. Á fundi 18. apríl 1990 hafi fyrrum forsætisráðherra lýst sig reiðubúinn til að ganga frá samningi sem gerði ráð fyrir skiptum á gagnkvæmum fiskveiðiheimildum. Steingrímur Hermannsson segist hafa gert EB grein fyrir þvi að íslendingar hefðu lítið til skiptanna og þá helst vannýttar tegundir. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra segist ekki hafa séð nein gögn um að þessi skipti skyldu tak- mörkuð við vannýttar tegundir. Sjávarútvegsráðherra hvatti Stein- grím Hermannsson tfl að beita sér fyrir því að fundargerð þessa fund- ar yrði birt. I umræðum í gær kom fram að Steingrímur Hermanns- son getur fyrir sitt leyti fallist á slíkt en telur þó að farið sé á hættu- lega braut með því að birta trúnaðarskjöl, a.m.k. verði að leita eftir leyfi frá EB og Delors, formanni framkvæmdastjómar þess. Síðari umræðu um tillögu til þingsályktunar um staðfestingu samninga við Efnahagsbandalag Evrópu um fiskveiðimál og lífríki hafsins var fram haldið í gær og fyrradag. Á 99. þingfundi í fyrradag vildí sjávarútvegsráðherra, Þor- steinn Pálsson, svara nokkru þeirri gagnrýni sem fram hefur komið gegn þessum samningum, m.a. þeirri að verið væri að hleypa veiðiflota EB á ný inn í íslenska fískveiðDand- helgi og ávinningi landhelgisbaráttu okkar væri fómað fyrir lítið. Sjávarútvegsráðherra var þessi gagnrýni fremur efni undrunar en skapraunar. Hann taldi þennan mál- flutning stjómarandstæðinga heldur lítilsgildan. Hann taldi sér skylt og rétt að vekja athygli á að ekki beittu allir andstæðingar samningsins þessari furðulegu málafylgju. Þor- steinn Pálsson sagði það vera ljóst að íslensk stjómvöld hefðu lengi verið til viðræðu við EB um gagn- kvæm skipti veiðheimilda. Eftirtekt- arvert væri að Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefði staðfest það í ræðum sínum. Hins vegar hefði Steingrímur Her- mannsson fyrmm, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokkins, haldið mjög á loft að nú væri veiði- flota EB á ný hleypt að fullnýttum fiskistofnum íslandsmiða. Þorsteini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra þótti þessi málflutningur Steingríms Hermannssonar furðu- legur. Þorsteinn vildi benda á að '■v fyrrum forsætisráðherra hefði verið á fundi með framkvæmdastjóm EB 18. apríl 1990 með utanríkisráðherra til að ræða almennt um samskipti íslands og EB og stöðuna í EES-við- ræðunum og sérstöðu íslands. Al- kunnugt væri að þáverandi forsætis- ráðherra hefði lýst því yfír að það kæmi til álita að gera almennan samskiptasamning og samning um skipti á gagnkvæmum veiðiheimild- um. Það lægi einnig fyrir að formað- ur framkvæmdastjómar EB hefði lýst því yfir að á þessum fundi hefði opnast glufa fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Fyrrum ríkis- stjóm hefði lýst því yfir að hún væri reiðubúin til að semja um skipti á gagnkvæmum veiðiheimildum. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagðist ekki hafa séð um það gögn að þetta viðræðutilboð hefði verið takmarkað við vannýtta fiski- stofna. Hann hefði heldur ekki séð að tekið hefði verið fram í þessu til- boði um skiptí á gagnkvæmum fisk- veiðiréttindum að meta ætti veiði á móti veiði. Sjávarútvegsráðherra var því ómögulegt að gefa mikið fyrir þau rök Steingríms Hermannssonar að núverandi ríkisstjóm væri að gefa eftir þann ávinnings sem unnist hefði í baráttunni fyrir útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Kolmunni var nefndur Steingrímur Hermannsson (F-Rn) var ekki viðstaddur þegar sjávarút- vegsráðherra flutti ræðu sína. En nú vildi hann leiðrétta sjávarútvegs- ráðherrann. Hann og utanríkisráð- herra hefðu ekki getað boðið upp á neina samninga í apríl 1990. Þeir hefðu gert grein fyrir sérstöðu ís- lands. Á fundi með framkvæmda- stjóminni hefði sá framkvæmda- stjórinn sem hefði haft með sjávarút- vegsmál að gera, Manuel Marin, rætt um að ganga þyrfti frá sjávar- útvegssamningi þeim sem hefði ver- ið rætt um 1972. Steingrímur Hermannsson sagð- ist hafa boðið Marin velkominn til viðræðna á Islandi. Hann hefði þó látið það koma fram að Islendingar hefðu ekki upp á mikið að bjóða. Steingrímur kvaðst jafnframt hafa spurt eftir því hvað EB byði okkur í mót, en engin svör fengið. Hannes Hafstein, samningamaður íslands, hefði átt viðræður við Marin en út úr þeim viðræðum hefði ekkert kom- ið. Við hefðum ekki talið okkur get- að boðið neinn_ fiskstofn sem væri fullnýttur á íslandsmiðum. Kol- munni hefði verið eitthvað nefndur í þessu sambandi en Marin hefði ekki sætt sig við það. Kannski væri það besta sönnunin; Marin hefði aldrei komið til íslands. Steingrímur hafði heyrt það haft eftir Marin að hann teldi að Islendingar væru ekki tilbúnir að semja um eitt né neitt. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að Steingrímur Hermanns- son hefði á þessum fundi gengið frá samningi um gagnkvæm fiskveiði- réttindi. Hins vegar hefði Steingrím- ur Iýst því yfir á þessum fundi að hann væri reiðubúinn til að ganga frá slíkum samningi. Sjávarútvegs- ráðherra sagðist ekki hafa heyrt Steingrím Hermannsson mótmæla þessu fyrr. Það væri eðlilegast að fyrrum forsætisráðherra gengist fyrir því að birta þá fundargerð sem um þennan fund hefði verið gerð. Þá kæmi hið rétta í Ijós. Steingrím- ur Hermannsson varð að veita and- svar við ræðu sjávarútvegsráðherra. Hann hafði ekki undir höndum skýrslu sem gerð hafði verið eftir margumræddan fund en hann gat þó vitnað til skrifa í Morgunblaðinu frá því fyrir kosningar en þar segði: „Forsætisráðherra vildi taka fram að ,ísland hefði verið og væri reiðu- búið til að ganga frá fískveiðisamn- ingi sem tæki til rannsókna, þróun- ar, nýtingar og gæslu sameiginlegra fiskstofna og mögulegum gagn- kvæmum skiptingum á fískveiði- heimildum.“ Steingrímur taldi efalít- ið að þetta orðalag stæði einnig í skýrslunni. Þessi síðustu orð, „möguleg gagnkvæm skipti", hefðu ugglaust leitt til þess að Marin kom ekki til Islands því hann hefði viljað fá nánari útlistun á því hvaða mögu- leikar þetta væru. „Og ég varð að segja honum að eini stofninn sem við gætum hugsanlega boðið upp á væri kolmunni, það væri eini van- nýtti stofninn. Þetta er staðreynd málsins.“ Steingrímur Hermannsson sagði að þetta hefði verið endurtekið í viðtölum sem síðar hefðu farið fram við Hannes Hafstein og þetta orðið til þess að ekkert hefði orðið úr við- ræðum. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra sagði að Steingrímur Hermannsson hefði staðfest að hann hefði lýst því yfir að hann væri reiðu- búinn að ganga frá samningi sem fæli í sér skipti á veiðiheimildum. Það væri kjami málsins. Það væri MÞMGI fráleitt að sami maður ásakaði nú aðra um eftirgjöf á landhelgissigrin- um. Þorsteinn ítrekaði að það væri æskilegt að Steingrímur Hermanns- son beitti sér fyrir því að fundargerð- in yrði birt í heild til að skýra þetta mál allt saman, t.d. boðið til Marins og hvaða tegundir hefðu verið nefnd- ar í skiptum á veiðiheimildum. Öll skjöl á borðið í gær var umræðu fram haldið á 100. fundi Alþingis og meðal þeirra þingmanna sem tóku til máls var Halldór Ásgrímsson (F-Al), varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrr- um sjávarútvegsráðherra. Fyrrum sjávarútvegsráðherra ítrekaði þá gagnrýni sem hann hefur haldið uppi gegn þessum samningum. í ræðu sinni rakti Halldór nokkuð for- sögu þessa máls en þreifíngar um samning milli íslands og EB hefðu verið öðru hvoru síðustu tvo áratug- ina. Halldór gagnrýndi frásögn og sögutúlkun utanríkisráðherra sem vitnaði til trúnaðarskjala eftir hent- ugleikum. Halldór taldi það vera öll- um fyrir bestu að opna allan skjala- bunkann og þá alveg fram á þennan dag. Gagnrýnir ekki gagnkvæm skipti Steingrímur Hermannsson (F-Rn) sagði Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon hafa gert mjög vel grein fyrir sögu þessa máls. Steingrímur lagði áherslu á að hann hefði ekki útaf fyrír sig mótmælt því að gerður yrði samn- ingur um gagnkvæmar veiðiheimild- ir, enda væru þær gagnkvæmar. Steingrími sagði að Islendingar hefðu aldrei neitað að taka þátt í viðræðum um sjávarútvegssamning þann sem EB hefði talið allar götur síðan 1976 nauðsynlegt að gera. Ástæðan fyrir því að Marin, fram- kvæmdastóri sjávarútvegsdeildar EB, hefði ekki þegið þetta boð um áframhaldandi viðræður hefði ein- faldlega verið sú að hann og Hannes Hafstein hefðu bent á eina vannýtta fiskistofninn, kolmunna og því hefði verið hafnað. Steingrímur lagði áherslu á að gagnrýni framsóknar- manna beindist ekki að því að leitað hefði verið eftir gagnkvæmum veið- um heldur vegna þess að þetta væru ekki gagnkvæmar veiðar. Það hefði komið fram í þessari fundargerð sem hann hefði lesið í óbeinni endursögn Morgunblaðsfréttar. Má birta fundargerð? Steingrimur Hermannsson vildi reyna að svara tilmælum sjávarút- vegsráðherra um að birta fundar- gerð af þessum fundi og eflaust fleir- um. Halldór Ásgrímsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, hefði og Iýst sig reiðubúinn til að standa að því. Steingrímur kvaðst út af fyrir sig ekkert hafa á móti því heldur. Hann væri nú samt þeirrar skoðunar að þá yrði tekin upp afar varhugaverð- ur siður. Hann hefði leitað að þess- ari umræddu fundargerð í fórum sínum en því miður ekki fundið, hún væri til í skjalasafni ráðuneytisins. Hins vegar hefði Davíð Oddsson, núverandi forsætisráðherra, komist yfir þessa fundargerð og lesið heim- ildarlaust upp úr henni á kosninga- fundi í Kópavogi fyrir síðustu kosn- ingar og það sem hann hefði lesið úr Morgunblaðinu væri frétt af þeim fundi. Steingrímur benti einnig á að hann hefði átt lokaðan fund með Delors, forseta framkvæmdastjórnar EB, ásamt Einari Benediktssyni sendiherra. Steingrími var til efs að Delor æskti þess að allt yrði birt sem þar hefði komið fram, a.m.k. væri eðlilegt að leita leyfis hjá honum og Evrópubandalaginu. Ef slíkt leyfi fengist hefði hann sannarlega ekk- ert á móti því að fundargerðin yrði öll birt. Endurtekið fundarboð Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra vildi fagna því að nú væri skýrt að gagnkvæm skipti veiðiheim- ilda hefðu komið til greina. Hann hefði nefnt fundinn 18. maí til þess að sýna fram á það en ekki til að gera hann tortryggilegan. En hins vegar varð sjávarútvegsráðherra að láta það koma fram að Manuel Mar- in hefði tilkynnt að ekki yrði af komu sinni viku áður en utaríkisráðherra og Steingrímur Hermannsson, fyrr- um forsætisráðherra, fóru í um- rædda för. Steingrímur Her- mannsson sagði að þetta boð til Marins um að koma hingað til lands hefði verið endurtekið en hann hefði hafnað því vegna þess að hann hefði talið að við hefðum ekkert bitastætt að bjóða. Atkvæði verða greidd um tillög- una í dag. Hætt við lækkun endurgreiðslu vsk vegna íbúðarhúsnæðis 400 millj. tekjutap ríkis- sjóðs brúað með lántöku HALLI fjárlaga eykst um 400 milljónir króna vegna ákvörðunar ríkis- stjómarinnar að hætta við lækkun endurgreiðslna virðisaukaskatts af vinnu við nýbyggingar og íbúðarhúsnæði. Verður fjármunanna aflað með lántöku samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar um við- bótarheimild til lántöku á lánsfjárlögum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að ákvörðunin um að hætta við endurgreiðsl- urnar hafi þau áhrif að byggingarvísitala verði 2Vi til 3% lægri en ella og lánskjaravísitala lækki um 1%. Þá segir hann ekki fjarri lagi að áætla að breytingin hafi vegið um 1% í vaxtahækkun bankanna og þeir hljóti að endurskoða vextina á grundvelli eigin röksemda sem þeir gáfu fyrir hækkun vaxta um seinustu áramót. Davíð Oddsson forsætisráðherra lækkun endurgreiðslna virðisauka- hefur sagt að breytingin á endur- greiðslunum, sem ákveðin var með lögum skömmu fyrir jól, hafi verið mistök sem beri að leiðrétta og Karl Steinar Guðnason, formaður fjár- laganefndar, segist furða sig á því að Qárlaganefnd skuli ekki hafa fengið réttar upplýsingar um áhrifin af breytingunni þegar hún fjailaði um málið. Allar uppiýsingar lágu fyrir Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að enginn misreikningur hafi verið gerður í tengslum við breytinguna á skattsins. Einnig hafi verið staðfest á fundi efnahags- og viðskiptanefnd- ar Alþingis f gær að ekki væri ágreiningur á milli ráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins um áhrif þessarar breytingar á byggingar- eða lánskjaravísitölumar. I fjárlaga- frumvarpinu í haust hafi verið gert ráð fyrir að vísitalan hækkaði um 2,5% en þá beri að taka tillit til þess að gert var ráð fyrir lækkun á al- menna virðisaukaskattinum. Kveðst Magnús einnig telja að áhrif þessarar breytingar væru þeg- ar komin fram að einhveiju leyti í vöxtum á óverðtryggðum bréfum ríkissjóðs og í síðustu vaxtaákvörð- unum bankanna. Þórður Friðjónsson segir að allar upplýsingar um áhrif lækkunar end- urgreiðslnanna á byggingarvísitölu og lánskjaravísitölu hafí legið fyrir þegar hugmyndin kom fram á sein- asta ári. „Strax og þessi hugmynd kom fi-am, um að lækka end- urgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði, lá fyrir að hækkunaráhrifin yrðu mjög veruleg á byggingarvísitöluna. Þessar upp- lýsingar lágu fyrir á þeim tíma sem ákvörðun var tekin um þessar breyt- ingar og allir áttu að geta haft þess- ar upplýsingar fyrir framan sig þeg- ar ákvörðun var tekin," segir hann. Þórður sagði að hins vegar kynnu tekjuáhrifin á ríkissjóð að hafa verið ofmetin í þeim gögnum sem alþingis- menn höfðu aðgang að. Karl Steinar segir þingmenn ein- göngu hafa fengið upplýsingar um hversu miklar tekjur þessi breyting ætti að gefa ríkissjóði en ekkert um kostnaðinn að öðru leyti. Sagði hann að auðvitað væri sjálfsagt að menn viðurkenndu mistök og kvaðst gera ráð fyrir að Alþingi afgreiddi þetta mál eins og ríkisstjómin hefði nú ákveðið. Að sögn Þórðar hefur ákvörðunin um að hætta við lækkun endur- greiðslnanna talsverð áhrif á láns- kjör en aðeins lítilvæg áhrif á fram- færsluvísitöluna eða verðbólgu eins og hún er mæld á mælikvarða fram- færsluvísitölu. „Það liggur í rökum viðskipta- bankanna fyrir hækkun þeirra á vöxtum fyrir skömmu að þeir muni lækka þá aftur á grundvelli þessarar ákvörðunar," sagði Þórður. Aðspurður hvað þessi „rnistök", sem forsætisráðherra hefur kallað svo, hafi kostað þjóðina það sem af er svaraði Þórður. „Áhrifin eru ekki nema að mjög litlu leyti komin fram en ef bankamir endurskoða ákvörð- un sína um vaxtahækkun á þessum gmndvelli er auðvitað einhver kostn- aður fólginn í því fyrir skuldara þennan tíma sem vaxtahækkunin var í gildi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.