Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 17 eftir Ingibjörgu Björnsdóttur Nú er Norrænu gigtarári lokið. í tilefni gigtarársins gaf Gigtarfélag íslands út sérútgáfu á tímaritinu Gigtin, þar sem ýmsir sérfræðingar lýsa gigt, meðferð hennar og bata- horfum. Ein af greinum tímaritsins fjallaði um Mataræði og gigt, og virðist greinarhöfundur ekki hafa mikla trú á því að mataræði ráði miklu um þróun gigtar né lækningu og vitnar í nokkrar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á sambandi matar- æðis og gigtar, og heldur því fram að þær hafí ekki skilað árangri sem erfiði. Niðurstöður þessara rannsókna, sem vitnað var til í greininni, stang- ast mjög á við fjölmargar.rannsókn- ir, sem gerðar hafa verið, og sem staðfest hafa samband gigtar og næringar. Finnst mér því rétt að benda áhugamönnum um gigt á tvær frábærar bækur, sem svipta af gigt- inni því vonleysi, sem jafnan fylgir þessu „stjúpbarni læknisfræðinnar". Höfundar þessara bóka halda því fram að barnaleikur sé að lækna gigt og að gigtarsjúklingar geti sem hægast gert það upp á eigin spýtur. Aðferðin er ótrúlega einföld, en stað- festa sjúklingsins þeim mun mikil- vægari. Önnur bókin er eftir Pawo 0. Airola, sem heitir Gigt er læknanleg (There is a Cure for Arthritis), gefín út í New York 1968. Hin er eftir T.C. Fry, Dr. Herbert M. Shelton o.fl. Nefnist hún Snúið á gigtina (Reversing Arthritis), gefn út í Man- chaca, Texas 1992. Fer hér á eftir endursagður boðskapur þessara bóka, sem er samhljóða um það að gigt sé auðvelt að lækna með heil- næmum lifnaðarháttum en ekki lyfj- um. ig gæti sú orka sem sparast erlend- is farið á almennan markað þar, við fengið atvinnustarfsemi inn í landið og kostnaður við sæstreng sparast. Þetta ætti allt að vera auð- veldara eftir að EES-samningarnir hafa verið samþykktir. Tæknilegar forsendur Þar sem um mjög miklar fjárfest- ingar er að ræða og framkvæmda- tími er langur (um 10 ár) er fjár- magnskostnaður hár. Allar tafir á verkinu t.d. vegna ófyrirséðra tæknilegra örðugleika verða því mjög dýrar. Eins og áður sagði er sæstrengurinn mjög langur og ligg- ur djúpt, lengri og liggur dýpra en nokkur annar. Fyrir utan spurning- ar varðandi framkvæmd lagningar- innar og viðhald strengsins vekur þetta spurningar um raffræðilega eiginleika kerfísins (sjá Svana He- len Björnsdóttir Mbl. 5.11.92). Því lengri sem strengurinn er því meiri verður rýmd hans og stærri skamm- hlaupsstraumar. Þetta hefur síðan afleiðingar fyrir af- og áriðilsstöðv- amar. Meiri dýpt gerir meiri kröfur um efnið í kápu strengsins og tak- markar spennuna og þar með flutn- ingsgetu hans. Þessi atriði gera alla áætlanagerð óörugga. Niðurlag Fleiri atriði komu fram á ráð- stefnunni í nóvember sem ekki verða nefnd hér. Hinsvegar bent á fund sem haldinn verður á vegum RVFÍ kl. 19 í kvöld, miðvikudag, sérstaklega um tæknilegar forsend- ur sæstrengsins. Fengin hefur verið sérfræðingur erlendis frá til að hafa framsögu á fundinum. Fundurinn verður haldinn í húsi Verkfræðinga- félags íslands á Engjateigi 9 og er öllum opinn. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og situr í stjórn Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræðingafélags ísland er læknanleg Hverjar eru orsakir gigtar? Eins og fram kom í greinum ís- lensku gigtarlæknanna viðurkennir hefðbundin læknisfræði almenna vangetu sína til að lækna gigt fyrst og fremst vegna þess að orsakir sjúkdómsins séu óþekktar. Síðast- liðna þijá áratugi hafa gigtarlæknar þó verið bjartsýnir á að lausn gigtar- gátunnar sé á næsta leiti, og að næsti áratugur leiði hið sanna í ljós. Mannkynið muni um síðir losna við þennan hvimleiða fylgikvilla sið- menningarinnar, þegar erfðarann- sóknir skili þeim árangri sem nú sé stefnt að. Bókahöfundar eru miklu bjart- sýnni í baráttunni við gigtina enda þótt ekki hafi tekist að sýna fram á hið sanna eðli sjúkdómsins í öllum smáatriðum gigtarafbrigðanna. Já- kvæður árangur aðferða þeirra hefur staðfest þá tilgátu, að gigt orsakist af meltingartruflunum, sem koma fram við heilsuspillandi lífshætti. Sjúkrasaga gigtarsjúklinga ber yfír- leitt með sér lýsingu á almennu heilsuleysi og truflun í starfsemi mikilvægustu líffæra líkamans, sem birtist í lélegri meltingu og heftri upptöku næringarefna, uppsöfnun niðurbrotsefna í líkamanum vegna heftrar hreinsunar úrgangsefna, veikluðu taugakerfi og truflunum í blóðrás. Þessi veikleiki í meltingar- og hreinsistarfsemi líkamans hefur síð- an áhrif á líf fruma í hinum ýmsu vefjum líkamans. Þetta hefur áhrif á möguleika þeirra til að nærast og losa sig við úrgangsefni. Einn af frumkvöðlum náttúrulækninga i Bandaríkjunum, Dr. R.P. Watterson, nefnir þessar kerfístruflanir „efna- skiptabælingu“ (Arthritis: Bioc- hemical Suffocation", Southwestern Medicine Vol. 42 No. 4. April, 1961). Eitt athyglisverðasta einkenni hinna sjúklegu breytinga, sem birt- ast með liðagigt eru hrörnunarbreyt- ingar í uppistöðueggjahvítu húðar, sina, beina, bijósks og stoðvefs sem nefnist á fagmáli collagen. Slíkar breytingar, koma fram vegna heftra efnaskipta, sem orsakast af melting- artruflunum eða næringarskorti. í kjölfarið myndast trefjakenndur bandvefur í liðum. Uppsöfnun eitr- aðra úrgangsefna og steinefna er lokastig þeirrar þróunar, sem leiðir til gigtar. Astæðan fyrir þessari sjúklegu hrörnun í vefjum, sem síðan leiðir til gigtarbæklunar, má rekja til umhverfis mannsins. Þar má nefna ofnæmisviðbrögð, streitu, áverka á liðamótin og aðliggjandi vefí, marg- víslegar sýkingar o.fl. Engu að síður er helsti orsakavaldur gigtar almenn heilsuhnignun og minnkuð mótstaða líkamans eða bækiað ónæmiskerfi, sem rekja má til rangs fæðuvals, ofáts, næringarskorts vegna dauðrar fæðu, skorts á vítamínum og stein- efnum, og slakrar hormónastarf- semi. Að auki er ýmislegt í um- hverfi mannsins sem leiðir til minnk- aðrar lífsorku og almenns heilsuleys- is. Kyrrsetulíf, súrefnisskortur, slöpp blóðrás og hægt fiæði sogæðavök- vans ásamt lélegri hreinsun þess, hægðatregða, reykingar, áfengis- drykkja, mengað vatn og heilsuspil- landi drykkjarvörur, aukaefni í mat, rokgjörn uppleysiefni í ýmsum gervi- efnum í kringurn okkur eins og rúm- fötum, innréttingum, húsmunum, gólfklæðningum, málningu o.s.frv., tilfinningaleg og líkamleg streita, ónóg hvíld, allt stuðlar þetta að bælingu varnarkerfis líkamans og hrörnun. Hvers vegna bregðast hefðbundnar lækningar? í báðum bókunum eru raktar ýmsar aðferðir við lækningu á gigt í tímans rás, sem sýnir hvað gigtar- sjúklingar hafa mátt reyna í leit að lækningu. Læknisráð hins hefð- bundna gigtarlæknis ganga út á að meðhöndla afmörkuð einkenni sjúk- dómsins. Hann meðhöndlar sjúkan liðinn með sprautum, röntgengeisl- um og lyfjum líkt og bólga liðarins sé algjörlega staðbundið og einangr- Ingibjörg Björnsdóttir „ Jákvæður árangur að- ferða þeirra hefur stað- fest þá tilgátu, að gigt orsakist af meltingar- truflunum, sem koma fram við heilsuspillandi lífshætti.“ að fyrirbæri. Ráð hans ganga út á að minnka einkennin án þess að tek- ið sé á orsökunum. Hann skrifar upp á verkjalyf, sem draga tímabundið úr verkjum, en vegna óæskilegra aukaverkana lyfjanna á efnaskipti líkamans valda þau auknum skaða, séu þau notuð til lengdar, og líðan sjúklingsins versnar í stað þess að batna. Lyíjainntökur og sprautur geta deyft sársauka og slegið á sjúkdóms- einkennin, en þessi lyf hafa engin áhrif á orsakir sjúkdómsins og leið- rétta í engu þá truflun á líkamsstarf- seminni, sem veldur hinni sjúklegu hrörnun. Það versta við þessar að- ferðir er, að þær eru í eðli sínu bælandi og hafa eiturverkanir í för með sér, sem trufla eðlileg efna- skipti líkamans og hreinsun, og hindra í raun og veru möguleika lík- amans til að byggja upp og end- urnýja skaddaða vefi. Þegar á heild- ina er litið, gera lyfin meiri skaða en gagn og leiða til örkumlunar um síðir. Lögð er áhersla á, að lyf hafa engan lækningamátt. Það er líkam- inn sjálfur, sem býr yfir þeim mætti að endumýjast og bæta það, sem aflaga fer. Það besta sem skynsam- ur læknir getur gert, er að styrkja þann lækningamátt, sem líkaminn býr yfir. Hin hefðbundnu lyf gegn gigt eins og magnyl, cortisone, ACTH, phenylbutazone og gull- sprautur og öll önnur lyf sem reynd hafa verið við gigt, bæla sjúkdóms- einkennin. Þau styrkja ekki lækn- ingamátt líkamans og veita engan langvarandi bata. Þetta viðurkenna gigtarlæknar opinberlega. Boðskapur bókanna beggja er sá, að gigt sé röskun á líkamsstarfsem- inni allri. Því sé aðeins hægt að framkalla varanlega bætt ástand með því að beina meðferðinni að þeim orsökum sem tmfla líkams- starfsemina með þessum afleiðing- um. Sá árangur næst því aðeins, að beitt sé aðferð, sem beinist að því að leiðrétta efnaskiptin og melting- arstarfsemina, og byggja upp eðli- lega starfsemi helstu líffæra og kirtla. Þetta er ástæðan fyrir því hvers vegna hefðbundar lækninga- aðferðir hafa ekki náð árangri í bar- áttunni við gigtina. Samantekt Til þess að skilja eðli og orsakir þeirrar þróunar, sem um síðir leiðir til gigtar verðum við að hafa þessi grundvaliaratriði í huga: 1. Gigt er ekki staðbundinn sjúk- dómur í tilteknum liðamótum. Gigtin í allri sinni mynd er sjúkdómur í grundvallarstarfsemi líkamans, sem truflar starfsemi líkamans alls. 2. Gigt má rekja til meltingarsjúk- dóms og truflunar líkamsstarfsem- innar, sem ieiðir til sjúklegra efna- skipta í öllum veijum líkamans, og þar má sérstaklega nefna eggja- hvítuvinnslu frumanna í húð, sinum, beinum, bijóski og stoðvef. 3. Bæld efnaskipti valda bólgum og hrömunarbreytingum í starfsemi liða og aðliggjandi vefjum. 4. Orsakirnar að baki þessari röskun á heilbrigðri starfsemi lið- anna og þeirra sjúklegu breytinga, sem taka að þróast, má rekja til langvarandi illrar meðferðar á lík- amanum með röngu fæðuvali, ofáti, næringarskorti, kyrrsetum, tilfinn- ingalegri og líkamlegri streitu. Þess- ir óheilnæmu lifnaðarhættir leiða smám saman til skertrar lífsorku og mótstöðuleysis gagnvart sjúkdóm- um, slappleika meltingarfæranna, sjálfeitrunar og lélegrar hreinsunar úrgangsefna. 5. Meðferð náttúrulækninga- manna við gigt gengur út á að umbreyta því heilsuspillandi ástandi, sem ríkir í líkama þeirra, sem líða af gigt, með hreinsun og breyttu fæði, og hvetja viðkomandi til ábyrgðar á eigin heilsu með fræðslu um heilnæma lifnaðarhætti. 6. Náttúrulækningin beinist að því að koma meltingunni og efna- skiptum líkamans í eðlilegt horf, örva starfsemi sogæðakerfis og innkirtla og byggja byggja upp hreysti og þrek sjúklingsins. 7. Þegar heilsuspillandi starfsskil- yrði líkamans eru horfin og hann tekur að hressast með heilnæmu fæði, bættri meltingu, hvíld, þrek- æfíngum og sjúkraþjálfun tekur hinn meðfæddi lækningamáttur sjálfs lík- amans til starfa við endurnýjun og uppbyggingu. Snúið á gigtina Paavo 0. Airola bendir á að fjöldi vísindarita og tímarita hafa birt umfangsmiklar niðurstöður af rann- sóknum, sem gerðar hafa verið á sambandi næringar og gigtar, og að tugir gigtarmeðferðarstöðva í Evrópu beiti náttúrulækningaað- ferðum undir stjórn lækna með óvenju góðum árangri. í bók sinni segir hann frá árangursríkum gigt- arlækningum í Svíþjóð. Hann heim- sótti þar rannsóknarstöðina Alfa Clinic í Norður-Svíþjóð þar sem gigt er læknuð með góðum árangri. Hann skorar á læknastéttina að kynna sér þessar aðferðir. Þetta er mjög fróð- leg bók og aðgengileg fyrir almenn- ing. Hún útlistar hversu auðvelt það er að læknast af gigt svo fremi að liðir og líffæri hafí ekki hlotið varan- lega áverka og afmyndun. T.C. Fry, Dr. Shelton og félagar koma víða við. Þeir útskýra þá al- mennu röskun á líkamsstarfseminni, sem leiðir til gigtar og annarra hrömunarsjúkdóma eða „menning- arsjúkdóma". Rekja þeir ýmsar hug- myndir og lækningaaðferðir sem reynst hafa árangurslausar til lækn- inga á gigt, en lýsa jafnframt auð- veldum aðferðum til lækninga á gigt sem þúsundir Bandaríkjamanna hafa þegar reynt með góðum árangri. Ahugamenn um þessar að- ferðir hafa sett upp meðferðarstöðv- ar víðsvegar um Bandaríkin, þar sem fólk fær fræðslu og leiðbeiningar til að taka upp nýjan lífsstíl og árangur- inn er mjög góður. Höfundar leggja áherslu á að eina ráðið við gigt sé að losna við hana og aðferðin er ótrúlega einföld, nánast barnaleikur. Þetta ættu að vera góðar fréttir fyr- ir heilbrigðisyfírvöld, sem nú glíma við að fjármagna okkar dýra heil- brigðiskerfi. Ef spara má útgjöld vegna gigtarlyfja með jafngóðum árangri og bókarhöfundar lýsa, er fundinn möguleiki til spamaðar í útgjöldum ríkisins. Höfundur er skólastjóri Heilsuskólans sf. VASKHUGI Nú er rétti tíminn til að bæta vinnuumhverfið þitt svo um mun- ar. Með Vaskhuga uppfyllir þú ekki aðeins kröfur hins opinbera um skattskil, heldur er staða rekstrarins alltaf á hreinu. Vaskhugi er eitt forrit með öllum kerfum, sem venjulegur rekstur þarfnast, þ.e. sölukerfi, fjárhagsbókhaldi, birgða-, viðskipta- manna- og verkefnabókhaldi, hefti, ritvél og mörgu fleira. Tugir gagnlegra skýrslna sýna sölusögu, útistandandi kröfur, skulda- stöðu, virðisaukaskatt o.fl. o.fl. Vaskhugi prentar sölureikninga, gíróseðla, póstkröfur, víxla, lím- miða o.s.frv. Allt þetta fæst með einföldum skipunum. Og það besta er að Vaskhugi kostar aðeins 48.000 kr. Prófaðu Vaskhuga í 15 daga án skuldbindinga. Hringdu og fáðu sendar upplýsingar um þetta frábæra forrit, eða komdu við og skoðaðu möguleikana. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680, fax 682679. SKRIFSTOFUTÆKNI Tölvuskóli Reykjavíkur hjálpar þér að auka þekk- ingu þína og atvinnumöguleika, hvort heldur sem er á lager, skrifstofu eða í banka. Þú lærir á vinsæl- ustu Windowsforrit PC-tölvunnar og kynnist Mac- intoshtölvunni. Þar að auki lærirðu almenna skrif- stofutækni, bókfærslu, tölvubókhald, verslunar- reikning og tollskýrslugerð. Innritun fyrir vorönn stendur yfir. Hringdu og fáðu sendan ókeypis bækling. Flj Tölvuskóli Reykiavíhor Lv.v.v.-.v.vi Bi Borgartúni 28, sími 91-687590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.