Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1993 21 British Airways viðurkennir að hafa starfað óheiðarlega Branson og Virg- in-flugfélagið fá háar skaðabætur London. Daily Telegraph. BRESKA flugfélagið British Airways (BA) beið hnekki á mánudag er það neyddist til að biðja Richard Branson forstjóra og eigandi Virgin-flugfélagsins afsökunar opinberlega og lýsa yfir því að óheiðar- lega hefði verið staðið að áróðursstríði á hendur honum og félagi hans. EFNAVOPN I HEIMINUM Undirritun Efnavopnasáttmálans, sem kveöur á um bann viö framleiösiu, geymslu og notkun efnavopna hefst í París t dag. Oll ríki heims, aö arabarikjunum undanskildum, undirrita þetta tfmamótasamkomulag á vegum Sameinuðu þóöanna sem er fyrsta afvopnunarsamkomulagiö um algjöra útrýmingu ákveöinnar tegundar gjöreyöingarvopna. Norður- Kórea Dómssátt náðist í skaðabótamáli sem Branson höfðaði á hendur Brit- ish Airways. Samkvæmt henni féllst British Airways á að biðja hann skilyrðislaust afsökunar opin- berlega. Varð BA jafnframt að greiða Branson 500.000 pund, eða 50 milljónir ÍSK, og Virgin 110.000 pund í bætur. Jafnframt varð Brit- ish Airways að borga málskostnað beggja, um þijár milljónir punda eða 300 milljónir ÍSK. Með dómssáttinni sleppur British Airways við margra mánaða réttar- höld sem hefðu getað skaðað félag- ið og fráfarandi forstjóra þess King lávarð enn meira vegna uppljóstr- ana sem því hefðu fylgt. Branson stefndi félaginu fyrir lævísan og lágkúrulegan áróður. Steininn tók úr er grein birtist í tímariti sem liggur frammi um borð í þotum BA þar sem því var haldið fram að Branson hefði tryggt sér fjölmiðlaumfjöllun um félag sitt með röngum ásökunum um að Brit- ish Airways reyndi að klekkja á sér. í ritinu birtist og sérstakt ávarp í þessa veru frá King lávarði. Öllum brögðum beitt til að losna við samkeppni í ljós hefur komið að British Airways fékk með ólögmætum hætti aðgang að tölvukerfi Virgin, félagið dreifði villandi sögum um keppinautinn til fjölmiðla og reyndi að tæla farþega Virgin til sín með því að láta starfsmenn sína gefa sig á tal við þá á flugvöllum eða hringja heim í þá með gylliboðum gegn því að skipta um flugfélag. Ennfremur kom í ljós við rannsókn málsins að British Airways hafði Iátið eyða ýmsum skjölum um sam- keppnina við Virgin í þeirri von að hylma yfir sannleikann. Richard Branson brosti út að eyrum er hann gekk út úr dóms- salnum. Hvatti hann stjómvöld til þess að láta málið til sín taka, það gæfi góða vísbendingu um hversu langt British Airways virtist tilbúið að ganga til þess að losa sig við samkeppni. Suður- Kórea Bandaríkin: 31.400 tonn Rússland: Um 40.000 tonn irak: Sameinuöu þjóöirnar vinna aö eyöingu allra efnavopna rikisins \ Suður- A IXI | éuk 1 Afrika Mósambík | AA Búrma Sögulegt samkomulag um eyðingn efnavopna undirritað í París Arabar neita aö undirrita vegna kjarnavopna Israela Hörðustu eftirlitsákvæði í sögu afvopnunar París. Reuter. FULLTRÚAR að minnsta kosti 115 ríkja koma saman í París í dag til að undirrita samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna um bann við framleiðslu, geymslu og notkun á efnavopnum. Þetta er fyrsti samningurinn sem kveður á um algjöra útrýmingu á tiltek- inni tegund gjöreyðingarvopna. Undirritunarathöfnin mun standa í þrjá daga. Það eina sem varpar skugga á þessa stund er að leið- togar arabaríkjanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki undir- rita samninginn. Telja arabar óréttlátt að samningurinn nái einung- is til efnavopna á meðan ljóst þykir að ísraelar ráði yfir kjarnorku- vopnum. Það er einnig nýmæli í samn- ingnum að í fyrsta skipti er í af- vopnunarsáttmála ákvæði um að eftirlitsmenn megi kanna hvort samningnum sé framfylgt hvar sem er, hvenær sem er án þess að viðkomandi ríki eigi nokkum rétt á að bera upp mótbárur. Sett verður á laggimar sérstök eftirlitsstofnun, með aðsetur í Haag, og geta eftirlitsmenn á hennar vegum krafíst þess að skoða allar þær efnaverksmiðjur eða aðra staði þar sem granur leik- ur á að efnavopn séu framleidd eða geymd. „Eftirlit með þessum samningi verður það víðtækasta og strangasta sem nokkum tímann hefur verið samþykkt í sögu af- vopnunar," sagði Ronald Lehman, forstjóri bandarísku afvopnunar- stofnunarinnar. Einungis fulltrúar þeirra ríkja, sem hyggjast undirrita samning- inn, mega taka til máls á fundin- um. Líbýumenn og Kúveitbúar era einu arabaríkin sem senda fulltrúa en þeim er einungis ætlað að hlýða á umræður. Stjómarerindrekar segja ljóst að íranir, sem granaðir era um að hafa framleitt efna- vopn, ætli að undirrita samninginn. Einungis þijú ríki, Bandaríkin, Rússland og Irak, viðurkenna opin- berlega að efnavopn sé að finna í vopnabúram þeirra. Vestrænir vopnasérfræðingar telja hins vegar að minnst tuttugu ríki hafí efna- vopn undir höndum eða séu með áætlanir um framleiðslu þeirra. Ekkert ríki sem undirritar samn- inginn verður skyldugt til að gefa upp hvort það eigi efnavopn en þegar samningurinn byijar að taka gildi árið 1995 verða þau að hefj- ast handa við að eyða þeim. Ég þakka öllum vinum og vandamönnum hlýhug og vináttu á áttrceÖis afmœlisdegi mínum. Níels Bjarnason, Markholti 20, Mosfellsbæ. Utanríkisráðheúraefni Clintons í vanda Laug Christopher að bandaríska þinginu? Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara Morgunblaðsins. GRUNSEMDIR um að Warren Christopher, utanríkisráðherraefni Bills Clintons, verðandi Bandaríkjaforseta, hafi logið að þingnefnd fyrir 13 árum er spurt var hvort hann hefði vitað af njósnum Banda- ríkjahers um andstæðinga Víetnam-stríðsins á sjöunda áratugnum munu verða ofarlega á baugi þegar utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings hefur yfirheyrslur yfir honum i dag, miðviku- dag. Yfirheyrslumar eru til að ákvarða embættishæfni Christophers en þetta mál gæti stráð þymum á leið hans í utanríkisráðuneytið. Öruggt má á hinn bóginn telja að þetta mál muni ekki koma í veg fyrir að hann hijóti embættið. Christopher var aðstoðardóms- málaráðherra í forsetatíð Lyndons B. Johnsons. Jimmy Carter skipaði Christopher aðstoðaratanríkisráð- herra eftir að hann var kjörinn for- seti 1976 ogvarþað staðfest á þingi eftir að hann hafði borið vitni fyrir þingnefnd í janúar 1977. Kvaðst Christopher þá hvorki hafa fyrir- skipað né vitað af leynilegu eftirliti hersins með fólki sem barðist fyrir auknum mannréttindum og gegn stríðinu í Víetnam. AP-fréttastofan hefur nú hins vegar birt skjal frá árinu 1968 þar sem fjallað er um líkur á mótmælum í Washington og þvi bætt við að njósnasveit hersins „reiði sig á lög- reglusveitir á staðnum um upplýs- ingar en hafi einnig menn á sínum snæram á svæðinu." Á skjalinu era upphafsstafir Christophers með hans rithönd. Þykir ósennilegt að hann hafi kvittað án þess að lesa skjalið. Utanríkismálanefndin sendi þetta skjal ásamt nokkram öðrum til herbúða Clintons með ósk um að Christopher skilaði skriflegri greinargerð fyrir daginn í dag. William C. Triplett, helsti ráð- gjafi nefndarinnar úr röðum repú- blíkana, sagði í viðtali við AP að stóra „spurningin [væri] hvort þessi maður hefði logið að þinginu," og bætti við að það hefði einnig verið mergurinn málsins í Íran-Contra hneykslinu. George Stephanopoulos, tals- maður Clintons, sagði á mánudag að Warren Christopher hefði engu við vitnisburð sinn frá árinu 1977 að bæta. Ekki er talið að þetta mál sé nógu alvarlegt til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti Christopher í embætti. Christopher hefur hins vegar orð á sér fyrir að vera maður grandvar þótt hann sé sagður þurr á manninn og stífur og var þess vænst að yfirheyrslurn- ar yfir honum yrðu eins og vina- fundur og staðfestingin formsatriði um leið og sönnur fengjust á að dómgreind Clinton í mannavali væri óskeikul. Nú getur Christopher vænst óþægilegra spurninga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.