Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 31 fangsefni, sem fylgdu í kjölfarið, færðu honum alþjóðlega viðurkenn- ingu víða um lönd á þessu sviði. Honum var oft boðið að halda fyrir- lestra og stýra ráðstefnum erlendis, en vísindaferill hans náði hápunkti, þegar hann var útnefndur heiðurs- doktor frá Háskóla íslands. Því miður gafst honum ekki tími til að ljúka umfangsmikilli ritgerð með samantekt á öllum rannsóknaniður- stöðum sínum, vegna heilablæðing- ar, sem skerti hið mikla andlega atgervi hans árið 1982. Ófeigur var mikill vinur vina sinna, eins og stór og tryggur vina- hópur bar vitni um. En hann var reiðubúinn að taka þátt í umræðum um deilumál, ef honum fannst þró- un þeirra taka ranga stefnu eða hann var ósammála yfirlýstum skoðunum. í slíkum skoðanaskipt- um var hann bæði ákveðinn og þraptseigur. Ófeigur var bæði listunnandi og listþekkjandi og hafði mikla list- hæfíleika. Málaralistin var hans mesta áhugamál og á því sviði var hann mjög starfsamur. Áhugi hans og þekking á húsagerðarlist, listiðn og húsgögnum auk ljóðlistar er al- kunna. Eins og margir íslendingar hafði hann lifandi áhuga á móður- málinu og þróun þess. Hann tók jafnframt virkan þátt í umræðunni um íslenska tungu. Bömum okkar Önnu, þeim Unnu, Ugga og Bjarka, var hann fyrir- myndarafi. Þau elskuðu hann og hann þau. Jólin voru alltaf sérstök hátíð, þegar amma og afi komu í heimsókn og sumarfríanna heima hjá þeim var alltaf beðið með eftir- væntingu. Það var Ófeigi mikið kappsmál, að þau lærðu móðurmál sitt og framfarir þeirra í íslensku glöddu hann mikið. í hjónabandinu með Unni átti hann tryggan og handgenginn lífs- förunaut. Síðustu tíu æviárin mót- uðust af afleiðingum heilablæðing- arinnar en einnig af aðdáunarverð- um vilja til að vinna bug á fötlun sinni. Velferð hans og vellíðan var ætíð efst í huga Unnar og hér naut hún tryggðar og stuðnings fjöl- skyldu og góðra vina. Önnu og mér var hann góður faðir og tengdafaðir. Allt líf Ófeigs var auðugt og ein- kenndist af mikilli lífsgleði hans. Við munum öll sakna hans. Blessuð sé minning hans. Viggo H. Balle. Ófeigur J. Ófeigsson, tengdafaðir minn, lést á Droplaugarstöðum hinn 2. janúar sl. Ófeigur var fæddur 12. maí 1904 á Brunnastöðum á yatnsleysuströnd, sonur hjónanna Ófeigs Ófeigssonar frá Fjalli á Skeiðum og Jóhönnu Frímannsdótt- ur frá Hvammi í Langadal. Ófeigur átti sjö systkini sem komust til full- orðinsára, bræðuma Tryggva, Ólaf, Björn og Guðmund og systumar Jóhönnu, Þórdísi og Önnu. Ófeigur ólst upp í Leirunni við kröpp kjör með foreldrum sínum og systkinum. í hörku lífsbarátt- unnar suður með sjó öðlaðist hann þá ótrúlegu seiglu er einkenndi hann alla tíð. Strax sem barn ein- setti Ófeigur sér að verða læknir og dagdraumar hans á yngri árum snerust um það hvemig hann skyldi lækna sérhvert mannanna mein. I Leirunni lærði hann líka að vinna fyrir sér og var kominn á sjó fjórt- án ára gamall. Ófeigur braust til náms þrátt fyrir fátæktina og margt væri honum andstætt. Berklaveiki á menntaskólaárunum stöðvaði hann ekki og hann lauk stúdentsprófi úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1927. Læknaprófi frá Háskóla íslands lauk hann árið 1933. En þá var róðurinn farinn að léttast hjá Ófeigi og hann fékk styrk frá Kanadasjóði til framhalds- náms í Winnipeg á áranum 1933- 1935 og þaðan hélt hann fyrstur íslendinga til frekara náms á hinn frægu Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum fram á sumarið 1937. Jóhanna, móðir Ófeigs, var hon- um afar kær. Hún veitti bömum sínum sérlega gott vegamesti þrátt fyrir bág skilyrði. Jóhanna kenndi þeim ógrynni af þulum og Ófeigur gaf margar þeirra síðar út í bók- inni „Raula ég við rokkinn minn“ sem hann myndskreytti jafnframt. Ófeigi kenndi hún einnig að meta náttúruna og af henni lærði hann nöfn jurta og hvemig skyldi hlúa að gróðrinum. Ófeigur varð mikill unnandi náttúrunnar og magnaður skógræktarmaður. Um hann má segja að hann hafi vart getað plant- að tré án þess að það yxi upp. Víða liggja eftir hann verkin í skógrækt- inni og hann var forvígismaður að stofnun Skógræktarfélags Suður- nesja. Skógarlundurinn skammt frá Keflavík ber vitni um hina miklu bjartsýni og seiglu Ófeigs, en þar sýndi hann að á Suðumesjum má ræta upp trjágróður. Á lóð sumar- bústaðarins sem Ófeigur byggði á Þingvöllum má sjá afar fagurt ræktunarstarf og dæmi um það hvernig maðurinn getur farið hönd- um um náttúrana og gert hana að listaverki. Það má segja að Ófeigur hafi fyrst barist við íslenska náttúra á jafnréttisgrundvelli í skógrækt- inni við sumarbústaðinn sem hann byggði á Vallá á Kjalarnesi. Jafn- vel þar sem aðeins kraftaverk getur veitt nokkru tré lífsmöguleika má sjá að honum hefur tekist að koma upp skjólbelti. Ófeigur var listrænn og hafði yndi af því að skera út, teikna og mála. Eftir hann liggja bæði skemmtileg útskurðarverk og fal- legar myndir. Ófeigur fékk heila- blóðfall á útmánuðum 1982, þá nálægt áttræðu. En með seiglunni náði hann sér að hluta en fékk þó aldrei mátt í hægri hendi. Það stöðvaði hann ekki í málaralistinni því hann þjálfaði vinstri höndina í staðinn og málaði með henni mynd- ir sem margar hveijar hafa að geyma mjög skemmtilegar litasam- setningar. Litaskyn Ófeigs batnaði jafnvel á þessum áram frá því sem áður var meðan hann var heill. Ófeigi féll aldrei verk úr hendi og læknisstörfin voru að sjálfsögðu hans ævistarf þrátt fyrir einstök afköst í frístundum sínum. Ófeigur lærði það húsráð í Leiranni af móð- ur sinni að á branasár væri best að nota vatn og kæla þau þannig niður. Það var síðan hans merka framlag til vísindalegrar læknis- fræði að hleypa fræðilegum stoðum undir gagnsemi þessarar lækninga- aðferðar. Fyrir það fékk hann mikla viðurkenningu stéttarbræðra sinna hérlendis sem erlendis. Á þeim tím- um sem Ófeigur barðist við að sann- færa fólk um að húsráð móður sinn- ar dygði best á þessu sviði beitti hin vísindalega læknisfræði jafnvel aðferðum sem juku á kvalir sjúkl- inganna og skildu eftir sig ör langt umfram það sem nauðsyn bar til. Læknadeild Háskóla íslands gerði Ófeig að heiðursdoktor í læknis- fræði í október 1986 og var hann vel að þeirri virðingu kominn. Margir Reykvíkingar minnast læknisins Ófeigs. Sérgrein hans var lyflækningar en hann starfaði jafn- framt sem heimilislæknir um ára- tuga skeið og kynntist því fjölda fjölskyldna sem bjuggu við hinar ólíkustu aðstæður. Ofeigur var því einn af þekktari og vinsælli borgur- um Reykjavíkur og gat sér orð fyr- ir að vera útsjónarsamur læknir. Hann var eljusamur í starfi sínu og einstaklega duglegur við húsvitj- anir og reyndist fólki þá ráðagóður á mörgum sviðum öðram en féllu undir þrönga skilgreiningu læknis- fræðinnar. Hann varð því víða fjöl- skylduvinur. Sjúklingar sýndu hon- um oft mikla tryggð en ekkert jafn- ast á við þá feikna aðstoð og vin- áttu sem hjónin Brynleifur Sigur- jónsson og Alda Gísladóttir sýndu honum í veikindum hans síðustu árin. Ófeigur var þrígiftur. Fyrsta konan hans var Margrét Guð- mundsdóttir úr Reykjavík, þau skildu. Önnur kona hans var Ragn- hildur Ingibjörg Ásgeirsdóttir frá Hvammi í Dölum. Þau skildu eftir 18 ára hjónaband. Dóttir þeirra er Ragnhildur Pála, gift Vilhjálmi Egilssyni alþm. og framkvæmda- stóra Verslunarráðs og eiga þau fjögur böm. Fósturdóttir þeirra er Salóme Ósk Eggertsdóttir, gift séra Hjalta Guðmundssyni Dómkirkju- presti og eiga þau tvær dætur. Þriðja kona Öfeigs er Unnur Sig- urðardóttir, en þau giftust árið 1963. Dóttir hennar og stjúpdóttir Ófeigs er Anna Balle, gift Viggo Balle lækni í Kaupmannahöfn. Þau eiga þrjú börn. Unnur bjó Ófeigi glæsilegt heimili á Laufásveginum og annaðist Ófeig af frábæram dugnaði, alúð og ræktarsemi í veik- indum hans síðustu 11 árin. Ófeigur J. Ófeigsson var minnis- •stæður þeim sem honum kynntust. Hann var einstaklega hæfíleikarík- ur og stefnufastúr. Hann gat bæði haft stórt hjarta og mikið skap. Hann vildi miðla Ragnhildi Pálu dóttur sinni af hinni miklu þekkingu sinni og tók hana oft með sér í ferðir út í náttúrana. Hann tók hana líka iðulega með sér í húsvitj- anir til þess að kenna henni um líf- ið og tilverana. ófeigi var samband- ið við dóttur sína mjög dýrmætt og því tók hann tengdasyninum eðli- lega með nokkram fyrirvara þegar hann kom til sögunnar. En fljótlega myndaðist líka góður skilningur þar á milli og þegar Ófeigur tengdafað- ir minn er allur stendur eftir sökn- uður og virðing. Ófeigur skilur eft- ir sig holla sögu þeim sem ísland erfa. Vilþjálmur Egilsson. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekilr afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. EINBÝLISHÚS EÐA STÓR ÍBÚÐ ÓSKAST TIL LEIGU Traust fyrirtæki óskar eftir að taka á leigu einbýlishús, raðhús eða stóra íbúð á Stór Reykjavíkursvæðinu (helst í Garðabæ) til tveggja ára. Þarfað vera laust fljótlega. Upplýsingar veitir: Helgi Jóhannesson hdl. Lágmúla 7, Reykjavík sími 812622 fax 686269 Hjörtur Krisijáns- son — Minning Fæddur 11. maí 1925 Dáinn 20. desember 1992 Kær vinur og frændi kvaddur. Valmenni er horfið. Helfregn hittir mann ætíð óviðbúinn. Ekki átti ég von á að sjá dánarfregn um þennan kæra vin og frænda fremur en aðrir. Sláttumaðurinn mikli á ferðinni. Að minnast Hjartar Kristjánsson- ar er vandaverk, slíkur persónuleiki var hann. Ætti að lýsa honum með einu orði ætti sjentilmaður best við. Þannig kom hann fram. Hann var heiðursmaður í orðsins fyllstu merk- ingu. Hve þetta líf er stutt er við lítum til baka. Nú með stuttu millibili hef ég séð á bak tveim frændum mínum sem báðir voru mér kærir. Hinn er Ólafur Stefánsson frá Kalmanstungu, f. 17.7. ’31, d. 23.10. ’92. Þessirfrænd- ur mínir kvöddu báðir eins og slökkt væri á kerti. Hjörtur heilsaði af og til upp á foreldra mína, það gerði Ólafur líka. Ólaf hitti ég síðast á góðviðrisdegi í borginni, þetta kveld voru margir að úskrifast, umferðin silaðist áfram. Þar sem ég var stopp í bílaþvögunni kemur Ólafur til mín spyr hvort ekki megi bjóða mér heim að sjá flygilinn sem hann sé nýbúinn að fá sér. Ég þáði það enda hafði hann aldrei boð- ið mér heim fyrr. Ég má segja að þetta hafí verið næstsíðasta skiptið sem ég hitti Ólaf. Ég fékk jólakveðju frá Jóhönnu systur hans frá Flórída þar sem hún býr. Hún var svo fegin að hafa komið sl. sumar og hitt hann hressan og glaðan þar sem hún gat ekki verið viðstödd útfórina. Við Ólafur vorum systkinaböm í móðurætt. Hjörtur Kristjánsson og undirrituð vorum aftur bræðrabörn í föðurætt. Hjörtur var sá eini af sínum systkinum sem sýndi mér þann sóma að heimsækja okkur í Borgar- nes. Fyrra skiptið er við vorum ný- flutt þangað. Við hittumst svo í sum- ar í stórafmæli Kristínar systur hans. Veðrið hefði ekki getað verið betra þann dag. Kristín má vera stolt og ánægð að hafa drifíð þennan stóra hóp saman. Síðan hittumst við Hjört- ur á hraðferð í Bankastræti. Minnt- ist hann á að kíkja til okkar með haustinu sem hann gerði með Hrafni syni sínum. Voru þeir að koma af Snæfellsnesinu frá dætrum Magnús- ar bróður Hjartar. Hjörtur hvatti mig til að koma til ísafjarðar, mér væri velkomið að vera í sumarbú- staðnum hvenær sem mér hentaði. Komist ég einhvem tíman vestur verður Hjörtur minn ekki þar. Ég efast ekki um að hann fær góðar viðtökur hinum megin. Far þú í friði. Friður Guðs þig blessi. Sonum hans, öllu hans skyldfólk' og vinum, sendi ég mínar innilegustu samúðarkeðjur. ída Sigurðardóttir, Borgarnesi. ÖE/ °'NUN / i fyrrum Júgóslavíu Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði kross íslands sjá um fata- söfnun til bágstaddra í fyrrum Júgóslavíu fimmtudaginn 14. janúar nk. Söfnunarstöðvar verða á vegum Rauða kross deilda um allt land. Vinsamlegast snúið ykkur til þeirra. Á eftirtöldum stöðum verða söfnunarstöðvar sem hér segir: Reykjavík, opið fimmtudag kl. 14-22: Félagsmiðstöðin Frostaskjól, Frostaskjóli 2. Félagsmiðstöðin Þróttheimar v/Holtaveg. Félagsmiðstöðin Tónabær, Skaftahlíð 24. Félagsmiðstöðin Fellahellir, Norðurfelli. Félagsmiðstöðin Ársel, Rofabæ. Félagsmiðstöðin Fjörgyn, Logafold 1. Ölduselskóli, Ölduseli 17. Langholtskirkja, Sólheimum 11-13. Kópavogur, opið fimmtudag kl. 14-22: Listasafn Kópavogs, nýbygging neðan Kópavogskirkju, austurendi. Hafnarfjörður, opið fimmtudag kl. 14-22: Bæjarhraun 2, Hafnarfjarðardeild Rauða kross (slands. Mosfellsbær, opið fimmtudag kl. 16-19: Heilsugæslustöð, anddyri. Akranes: Grundaskóli. Hveragerði, opið miðvikudag kl. 13-15:30 og fimmtudag kl. 14-21: Safnaðarheimili Hveragerðiskirkju. Siglufjörður: Slysavarnadeildin, Þórmóðsbúð. Akureyri, fimmtudag kl. 14-22: íþróttahöllin, anddyri. Húsavík: Björgunarskýlið Hvolsvöllur: Rauða kross deild Rangárvallasýslu Vestmannaeyjar: Safnaðarheimilið. Óskað er eftir hlýjum, heilum og hreinum fötum. Vinsamleg- ast komið með fötin flokkuð í 4 flokka: Karla, kvenna, y ngri barna 1 -4 ára og eldri barna 5-14 ára Vinsamlegast komið ekki með skó. + Rauði kross íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.