Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1993 13 Nýjar bækur ■ Minnisbók Bókrúnar 1993 er komin út. í kynningu útgefanda segir: Ný efnisatriði eru við hvem dag, flest varðandi konur, líf þeirra og störf fyrr og nú. Heilsíðuljósmynd er við upphaf hvers mánaðar. Sagt er frá starfsemi Kvennaathvarfs- ins og samtök kvenna kynnt að venju, að þessu sinni DELTA KAPPA GAMMA, félag kvenna í fræðslustörfum. Ljóðstafír eru eft- ir Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem er einnig pistlahöfundur, sem auk hennar eru: Guðrún Ágústsdóttir, varaborgarfulltrúi, Jóhanna Vig- dís Hjaltadóttir, fjölmiðlafræðing- ur, Jóhanna Kristjónsdóttir, blaða- maður, og Ævar Kjartansson, út- varpsmaður. Utgefandi er útgáfufélagið Bókrún. Elísabet Cochran hann- ar bókina. Oddi annaðist prent- un. Verð 780 krónur. I Offíta og hreyfing nefnist ný bók, sem Forvama- og endurhæfingarstöðin Máttur gefur út. í kynningu útgefanda segir, að bókin íjalli um áhrif mataræðis og líkamsþjálfunar á þyngdar- og fítutaþ. Einnig er í bókinni „Stiga- kerfí Máttar“, þar sem flestar ís- lenskar fæðutegundir í neytend- aumbúðum eru flokkaðar eftir kaloríumagni og kolvetnainni- haldi. Útgefandi er Forvama- og líkamsþjálfunarstöðin Mátt- ur. Svansprent sá um prentun. Verð 780 krónur. ■ Sigurðar saga þögla er komin út á vegum Stofnunar Áma Magnússonar. Þetta er styttri gerð af bókinni í útgáfu Matthew James Driscoll. í kynningu útgefanda segir: „Sagan er í hópi frumsaminna riddarasagna, en þær voru vinsæl bókmenntagrein á Islandi frá því fyrir siðaskipti og fram á 19. öld. Elstu handrit Sigurðar sögu eru frá 15. öld, en alls eru kunn 60 handrit að henni." í inn- gangi gerir útgefandi grein fyrir handritinu, rithöndum þess og málfari. Einnig er fjallað bók- menn- talega um söguna og leidd rök að því, að í báðum gerðum hafí upphaflegum texta verið breytt. Texti sögunnar er prentaður stafrétt. Inngangur er á ensku, en íslenskt efniságrip fylgir. Útgefandi er Stofnun Ama Magnússonar. Prentstofa Guð- mundar Benediktssonar sá um prentun og bókband. Bókin er 230 blaðsíður. Verð 2.800 krón- ur. ■ Tímaritið HUGUR, 5. árg., 1992, er komið út. HUGUR er timarit um heimspeki og er ætlað að vera vettvangur fyrir skrif um heimspeki á íslensku. í kynningu útgefanda segir, að HUGUR sé að þessu sinni helgað- ur heimspekikennslu í grunn- og framhaldsskólum. í heftinu eru birtar greinar um þau efni eftir Hrein Pálsson, Þorstein Hjartar- son, Atla Harðarson og Kristján Kristjánsson. Viðtal er við Matt- hew Lipman, höfund bamaheim- spekinnar, sem Ágúst Borgþór Sverrisson tók. Ennfremur Sendi- XJöfðar til XI fólks í öllum starfsgreinum! bréf um frelsi eftir Kristján Kristj- ánsson, viðtal við Karl Propper, sem Gunnar Ragnarsson þýddi og ritgerðin „Hvemig Descartes er fomlegur" eftir Eyjólf Kjalar Em- ilsson. Einnig ritdómur eftir Krist- ínu Höllu Jónsdóttur og Skúla Sig- urðsson. Og ritfregnir, sem greina frá nýlegum bókum á íslensku um heimspekileg efni. Útgefandi er Félag áhuga- manna um heimspeki. Skák- prent annaðist prentun. HUG- UR er 120 blaðsíður. Verð 875 krónur. ■ Árbók Verkfræðingafé- lags íslands 1991/92 er komin út. I kynningu útgefanda segir: „Tímarit VFI hóf göngu sína árið 1915 og hefur um langt tímabil verið eitt helsta vísindarit hérlend- is á sviði verkfræði og raunvís- inda. í tímartinu eru birtar vís- indagreinar fróðustu manna. Auk þeirra er árlegur tækniannáll í bókinni og kynning á íslenskum fyrirtækjum á sviði verkfræði. Árbókin lítur nú dagsins ljós í ijórða sinn. Útgefandi er Verkfræð- ingafélag íslands. Viktor A. Ingólfsson annaðist útlit og upp- setningu. Steinholt hf. prentaði. Verð 2.000 krónur. VERKSMIÐJUÚTSALA! VERKSMIÐJUÚTSALA! VERKSMIÐJUÚTSALA! Coral Icewear hefst í dag Mikið úrval af vönduðum bómullar- og ullarpeysum fyrir börn, unglinga og fullorðna Stórlækkað verð Allar peysur á aðeins 1500-1750kr. Opið frá kl. 12.00-18.00 Laugardag f rá kl. 10.00-16.00 Icewear, Smiðsbúð 9,212 Garðabæ, sími 641466.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.