Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 9. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 13. JANUAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sænsku fjárlögin Stéttarfé- lög hóta verkfalli Stokkhólmi. Rcuter. LEIÐTOGAR sænskra stéttarfé- laga sögðu í gær að hugsanlega yrði boðað til allsheijarverkfalls síðar í mánuðinum til að mót- mæla fjárlagafrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, sem lagt var fram á mánudag í þinginu. Yrði það fyrsta allsheijarverkfallið i Sví- þjóð eftir stríð. Leif Blomberg, leiðtogi sam- bands málmiðnaðarmanna, sagði stéttarfélög hafa óskað eftir fundi með ríkisstjórninni. „Ef ekki verður hlustað á okkur eigum við ekki annars úrkosti en að boða til alls- heijarverkfalls,“ sagði Blomberg. „Stjórnin valdi stríð“ Stig Malm, forseti sænska al- þýðusambandsins, sagði í gær að verkamenn væru æfir vegna áforma stjórnarinnar um að skera niður atvinnuleysisbætur. „Það er mark- mið ríkisstjórnarinnar að bijóta nið- ur velferðarríkið. Þeir hafa kosið stríð við verkalýðshreyfinguna," sagði Malm. Hann bætti við að hann væri andvígur pólitískum verkföllum sem slíkum en þrýsting- urinn gæti orðið svo mikill að til slíkra verkfalla yrði samt sem áður að grípa. Sjá „Hætta á allsheijarverk- falli...“ á bls. 20. Reuter * Irakar mótmæla SÞ Efnt hefur verið til mótmæla í Bagdad vegna ýmissa refsiaðgerða Sameinuðu þjóðanna gegn stjóm Saddams Husseins forseta, einkum banni við flugi íraskra herflugvéla yfir nyrstu og syðstu héruðum landsins. í gærmorgun ruddist hópur íraka enn yfir landamærin til Kúveits og klófestu ýmsan búnað í Umm Qasr-flotastöðinni sem SÞ afhentu Kúveitum að hluta eftir Persaflóastríðið. John Shalikashvili, yfirmaður herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, sagði að íraski herinn hefði undanfarna daga komið eldflaugum fyrir í skotstöðu í norðurhluta landsins og væri þetta nýtt dæmi um ögranir Saddams. Bandaríkjamenn og Bretar segja að ekki sé þörf á fleiri viðvörun- um ef ákveðið verði að ráðast gegn Irak á ný. Viðræðunum í Genf um frið í Bosníu bjargað á síðustu stundu Leiðtogi Bosníu-Serba knúinn til að gefa eftir Framkvæmda- stjórn EB EFTA-rík- in greiði ekki fram- lag Sviss Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJ ÓRN Evr- ópubandalagsins (EB) mótaði í gær stefnu bandalagsins varð- andi samninginn við Fríversl- unarbandalag Evrópu (EFTA) um Evrópska efnahagssvæðið (EES) þar sem tekið er tillit til úrslita þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar í Sviss í desember en þar var aðild Svisslendinga að EES hafnað. I tillögum EB er gert ráð fyrir því að breytingar verði gerðar á samþykktum um sér- stakan þróunarsjóð sem felast í því að EFTA-ríkin þurfi ekki að taka á sig skuldbindingar Sviss- lendinga. Ætlunin var að þeir greiddu 28% af framlagi EFTA- ríkjanna í sjóðinn. EES verði að veruleika 1. júlí Utanríkisráðherrar EB þurfa að leggja blessun sína yfir samnings- umboðið sem framkvæmdastjórnin samþykkti á fundi sínum í gær. A grundvelli skjalsins verður reynt að koma EES í höfn. Verða Sviss- lendingar skildir eftir og ekki hafð- ir með í frekari viðræðum. Embættismenn hjá EB sögðu í gær að vonast væri til þess að sam- eiginleg ráðstefna EB og EFTA um að ljúka EES-málinu gæti farið fram í febrúar. Gengi allt að óskum yrði Evrópska efnahagssvæðið að veruleika 1. júlí, hálfu ári á eftir upphaflegri áætlun. Samkvæmt tillögum EB gengur ráðstefnan frá viðbótarbókun við upphaflegan samning um EES þar sem tekið verður tillit til útgöngu Svisslendinga. Að svo búnu verða EB, EFTA-ríkin að Sviss undan- skildu og Evrópuþingið að stað- festa samkomulagið. Gcnf. The Daily Telcgraph. SAMNINGAMÖNNUM í friðarviðræðunum í Bosníu tókst að koma í veg fyrir að þær rynnu út í sandinn í gær þegar Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu, samþykkti á síðustu stundu að falla frá kröfu sinni um að Serbar fengju að stofna eigið ríki innan lands- ins. Nokkrum klukkustundum áður höfðu milligöngumenn Samein- uðu þjóðanna og Evrópubandalagsins, Cyrus Vance og Owen lá- varður, lýst því yfir að friðarumleitanir þeirra hefðu farið út um þúfur þar sem Karadzic hefði neitað að fallast á friðaráætlun þeirra. Fulltrúar Bosníu-Serba dreifðu síðan tilkynningu þar sem því var lýst yfir að Karadzic féllist á friðaráætlunina, með fyrir- vara um að þing Serba í Bosníu samþykkti hana innan viku. í yfirlýsingu Bosníu-Serbanna sagði að Karadzic hefði fallist á friðaráætlunina „að þrábeiðni“ for- seta Serbíu, Júgóslavíu og Svart- fjallalands. „Við höfum nú náð mikilvægum áfanga í átt til frið- ar,“ sagði Slobodan Milosevic, for- seti Serbíu, eftir að sinnaskipti Karadzics voru kunngerð. „Sú staðreynd að allar sendinefndirnar hafa samþykkt höfuðatriðin er mikill sigur.“ Stjórnarerindrekar í Genf voru óánægðir með að Karadzic skyldi hafa fengið viku frest til að undir- rita friðarsamkomulagið en sögð- ust þó vongóðir um að hann myndi gera það í næstu viku. Karadzic kvaðst í gærkvöldi ætla að bjóðast til að segja af sér ef þingið hafn- aði samkomulaginu. Talið er að að Milosevic hafi knúið Karadzic til að skipta um skoðun með því að hóta að hætta stuðningi við hann ef Sameinuðu þjóðimar beittu hervaldi í Bosníu. „Ef þú vilt stríð við umheiminn verður þú einn þíns liðs og færð ekki vopn frá Serbíu," á hann að hafa sagt við Karadzic. Radovan Karadzic féllst á frið- aráætlunina eftir smávægilegar breytingar á textanum; tvær setn- ingar voru sameinaðar og orðaröð breytt lítils háttar. Þetta nægði þó til að Karadzic gæti sagt þingi Serba að hann hefði knúið fram málamiðlun. Stjómarerindrekar í Genf sögðu að frekari viðræður milli Serba, Króata og múslima gætu hafist um leið og þing Bosníu-Serba legði blessun sína yfir friðaráætlunina. Eftir væri að semja um vopnahlé í Bosníu og skiptingu landsins í tíu sjálfstjórnarhéruð. I áætlun Vance og Owens lávarðar er gert ráð fýrir að Serbar haldi yfírráðum yfír um 45% af Bosníu, en þeir hafa nú 70% landsins á valdi sínu. Fulltrúar Bosniustjórnar í friðar- viðræðunum vom óánægðir með hugmyndir milligöngumannanna um skiptinguna og sögðu að verið væri að umbuna Serbum fyrir árás- ir þeirra á múslima. Fómarlömb „þjóðernishreinsana" Serba gætu ekki snúið aftur til heimkynna sinna ef Serbar fengju 45% land- svæðanna. JReuter Sigur fyrir Honecker Erich Honecker vann sigur í gær er sakadómur í Berlín ákvað að hætta réttarhöldum yfir honum. Réttarhöldum hætt í máli Honeckers Berlín. Reuter. SAKADÓMUR í Berlín ákvað í gær að hætta réttarhöldum í máli Erichs Honeckers, fyrr- verandi leiðtoga Austur-Þýska- lands, vegna slæmrar heilsu hans. Fyrr um daginn hafði stjórn- lagadómstóll Berlínar komist að þeirri niðurstöðu að Erich Honecker væri of veikur til að mæta fyrir rétti en hann þjáist af krabbameini í lifur. Taldi dóm- stóllinn það vera brot á mannrétt- indum kommúnistaleiðtogans fyrrverandi að halda honum fóngnum áfram. Dómararnirneit- uðu hins vegar að leysa Honecker úr haldi þar sem það væri ekki á valdsviði þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.