Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Oskar Matthías- son - Minning Ég kynntist karlinum fyrst þegar ég og Viðar Sigurjónsson, sonar- sonur Óskars, fórum að kíkja í heimsókn niður á Illó, eins og við peyjamir kölluðum það, til að fá kalda mjólk og heitar kökur og fannst okkur frábært hvað karlinn var alltaf skemmtilega grófur í tals- máta og dró enga dul á skoðanir sínar á mönnum eða málefnum. Fyrir alvöru kynntist ég honum þegar ég fór 13 ára gamall niður á Illó að biðja h'ann um vinnu með skólanum - í Nöf. Þar var hann með saltfisk- og skreiðarverkun. Mættu kl. eitt með gúmmígalla og í stígvélum. Hvað maður var rogg- inn með sjálfan sig er maður rölti upp Illugagötuna kominn með vinnu með skólanum. Það stóð nú ekki á karlinum að borga okkur peyjunum vel, við vorum á topp-kaupi, mun hærra en tíðkaðist að borga í fisk- vinnu og þegar kom að jólum mætti hann heima hjá öllum er unnu hjá honum og borgaði 20% bónus ofaná alla vertíðarhýruna. Þegar maður spurði af hveiju, stóð nú ekki á svarinu: Ég seldi saltfiskinn svo vel að það er lágmark að starfsfólkið fái að njóta þess líka. Já, svona var nú karlinn innrétt- aður. Við peyjarnir sem unnum hjá honum þurftum að fá frí til að mæta í leikfími og sund og að sjálf- sögðu fengum við frí, en hann var nú ekki aldeilis ánægður með þessa andsk... djöf... helv... kennara að vera að skylda þessa peyja til að mæta þama upp í íþróttahús til að sprikla einhveija vitleysu, þegar öll hús vom full af físki sem biði verk- unar og að hans mati var það nú aldeilis nóg leikfimi að salta niður í stæður eða að pikka á bandið. Oft var nú handagangur í öskj- unni er húsið var fullt út úr dyrum af fiski. Hvein þá stundum í karlin- um ef honum fannst ekki allt ganga nógu vel og bergmálaði þá htjúf röddin um vinnslusalinn, en ef hann var ánægður mætti hann kannski seint að kveldi, öskraði stopp stopp og bauð upp á kók og prins. Hin seinni ár mundi hann alltaf eftir peyjunum úr Nöfinni og ef mann vantaði einhveija hjálp eða greiða stóð nú ekki á honum að aðstoða ef hann átti nokkurn mögu- leika á því. Það er eftirsjá að mönn- um eins og Óskari Matthíassyni því karakterar eins og hann setja svo sannarlega mark sitt á bæjarlífið í bæ eins og Vestmannaeyjum. Jóhann Freyr Ragnarsson. ATVIN WMMMAUGL ÝSINGA R Salaá hjúkrunarvörum Við viljum ráða nú þegar hjúkrunarfræðing í hlutastarf við sölu á sérvöru til sjúkrastofnana. ★ Við sækjumst eftir aðila með menntun í skurðstofuhjúkrun. ★ Æskilegur aldur er 25-40 ára. Umsóknir sendist í pósthólf 5340, 125 Reykjavík, fyrir 20. janúar. lyfja- og sérvörudeild. Annan vélstjóra vantar strax á 180 tonna línubát sem gerður er út frá Patreksfirði. Upplýsingar í símum 985-22323 og 94-1139. LANDSPÍTALINN Ríkisspítalar Reyklaus vinnustaður BARNASPITALI HRINGSINS HJÚKRUNARFRÆÐINGAR! Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga á barnadeild 1-lyflækningadeild frá 1. janúar 1993. Um er að ræða vaktavinnu. Einnig vantar á fastar næturvaktir. Hlutavinna kemur til greina. Deildin er með 14 rúm og þjónar börnum upp til 16 ára. Góður aðlögunartími með reyndum hjúkrunarfræðingi, en fyrst og fremst gott samstarfsfólk, sem lítur jákvætt á starf sitt og finnst skemmtilegt í vinnunni. Upplýsingar gefur Svana Pálsdóttir, hjúkrun- ardeildarstjóri, sími 601020, eða Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, sími 601000/601033. FÓSTRUR! Staða fóstru er laus til umsóknar til 18. janú- ar 1993. Staðan er afleysingastaða og veitist í eitt ár. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum aldri. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601000/601033. RÍKISSPÍTALAR Ríkisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaöur á íslandi með starfsemi um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf- semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og meö, og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn- um. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiðarljósi. RAÐAUGi YSINGAR wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm KENNSLA Þýskunámskeið Germaníu Námskeiðin fyrir byrjendur og lengra komna á öllum stigum hefjast á ný mánudaginn 18. janúar. Innritað verður á kynningarfundi í Lögbergi, Háskóla íslands, stofu 102, fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30. Nýir þátttakendur eru vitaskuld velkomnir í alla hópa. Upplýsingar eru veittar í síma 10705 kl. 11-12.30 eða kl. 17-19. Geymið auglýsinguna. Fullorðinsfræðsla Grunnskóli/framhaldsdeild Grunnnám: Samsvarar námi í 8. og 9. bekk grunnskóla. Fornám: Samsvarar námi í 10. bekk grunnskóla. Heilsugæslubraut: 2 vetra sjúkraliðanám. Viðskiptabraut: 2 vetra nám, sem lýkur með verslunarprófi. Menntakjarni: 3 áfangar kjarnagreina: íslenska, enska, danska, stærðfræði - auk þess eðlisfræði, vistfræði, félagsfræði, saga, tjáning, stærðfræði 112 og 122, þýska, hollenska, ítalska og rússneska. Aðstoðarkennsla í stærðfræði og stafsetn- ingu. Kennsla hefst 18. janúar nk. Innritun daglega í Miðbæjarskóla, Fríkirkju- vegi 1, símar 12992 og 14106. Skokknámskeið Á námskeiðinu verður boðið upp á eftirfarandi: 1. Fyrirlestrar. 2. Æfingaáætlanir. 3. Þrekmælingar. 4. Stöðvaþjálfun. Upphitun fer fram í leikfimisal, hlaupið úti, teygjuæfingar og þrekhringur í sal að lokum. Kennsla fer fram á mánudögum og fimmtu- dögum kl. 17:15-19:15 og 19:15-21:15. Kennsla hefst 18. janúar nk. Kennari: Jakob Bragi Hannesson. Upplýsingar og skráning í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, og í símum 12992 og 14106. Aldrei of seint að láta drauminn rætast! Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir leigu eða kaupum á íbúðarhúsnæði í Borgarnesi og á Sauðár- króki. Um er að ræða einbýlishús, par- og/eða rað- hús, u.þ.b. 160-200 fm að stærð að meðtal- inni bílgeymslu. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, bygg- ingarár- og efni, fasteigna- og brunabóta- mat, verðhugmynd og áætlaðan afhending- artíma, sendist eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 26. janúar 1993. Fjármálaráðuneytið, 11. janúar 1993. Byggingameistarar - vetrarútsala Dagana 12.-22. janúar gefum við 30-50% afslátt af vinnupöllum, stigum, loftastoðum og vélum. Pallar, Dalvegi 24, Kópavogi, sími 641020. O HELGAFELL 5993011319 IVN 2 I.O.O.F. 9 = 1741138’/2 = □ GLITNIFt 5993011319 I H&V. I.O.O.F. 7 = 1741138'/2 =R. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænavika: Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA w' KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60. Gleðilegt ár! Almenn kristniboðssamkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaöur verður Benedikt Arnkelsson. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Ungt fólk (SfíJ með hlutverk ^wííSI YWAM - ísland Fjögurra kvölda nám- skeið um kristna trú Leitað verður svara við spurn- ingum sem þessum: Hvernig á að biðja til að fá bænasvar? Hvernig getur trú mín orðið meira lifandi? Er hægt að treysta áreiðanleika Biblíunnar? Hvað með kristna trú gagnvart öðrum trúarbrögðum? Námskeiðið verður í safnaðar- heimili Breiðholtskirkju (í Mjódd). Kennt verður fimmtu- dagskvöldin 14. 21. og 28. janú- ar og 4. febrúar, frá kl. 20 til 22 hvert kvöld. Kennarar verða Friðrik Schram og séra Magnús Björnsson auk Eivinds Fröen, sem mun kenna fyrsta kvöldið. Skráning og upplýsingar i síma 27460 (símsvari ef enginn er við).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.