Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 11 Kenningar Jean Piagets um vits- munaþroskann Nýlistasafnið, Vatnsstíg Sýning 1 tilefni 15 ára afmælis safnsins I Nýlistasafninu stendur yfir sýning á verkum eftir Elvu Jónsdóttur, Elsu D. Gísladóttur, Pétur Órn Friðriksson, Ólöfu Nordal, Ingileif Thorlacius og Rögnu Hermannsdóttur. __________Bækur______________ Sigrún Aðalbjarnardóttir Formgerðir vitsmunalífsins. Kenningar Jean Piagets um vits- munaþroskann. Höfundur: Sig- urjón Björnsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag. 2. út- gáfa, 1992. Tilraunaútgáfa á vegum Háskólaútgáfunnar, 1989. Á undanfömum árum hefur Sig- urjón Bjömsson prófessor ráðist í að færa kenningar frömuða á sviði sálarfræði í íslenskan búning. Er skemmst að minnast frábærrar þýðingar hans á verki Sigmundar Freuds, „Undir oki siðmenningar", sem Hið íslenska bókmenntafélag gaf út árið 1990. í þetta sinn getur að líta saman- tekt Sigurjóns á kenningu hins þekkta svissneska þekkingarfræð- ings Jean Piagets um vitsmuna- þroskann. í aðfaraorðum bókarinn- ar getur Siguijón þess að „skortur á inngangsriti um kenningar þessa merka fræðajöfurs" (bls. 7) hafi gert vart við sig hér á landi við kennslu og ætlun hans sé að gera tilraun til að bæta úr þeirri vönt- un. Sannarlega er kominn tími til að kenningu Piagets sé gerð ítarleg og greinagóð skil á íslensku. í raun er það merkilegt að í slíkt hafi ekki verið ráðist fyrr að neinu ráði. Til gamans má geta þess að þegar árið 1935 ritaði hinn merki skóla- maður Sigurður Thorlacius, skóla- stjóri Austurbæjarskólans, grein í Menntamál um kenningar Piagets um siðgæðisþroska sem Piaget hafði birt á bók aðeins tveimur til þremur árum áður. Tugir ára liðu áður en Piagets var getið að nýju í íslenskum ritum. Hér skal þó tek- ið undir með Siguijóni hve erfítt og vandmeðfarið það er að setja slíkt efni fram þar sem umfang viðfangsefna og rannsókna Piagets var svo vítt (heimspeki, stærð- fræði, líffræði og sálarfræði). En Siguijóni tekst hér vel til enda þekkir trúlega enginn fslendingur verk Piagets eins vel og hann. Auk þess á Siguijón einkar létt með að skrifa lipran og læsilegan texta. Á aðgengilegan hátt er lesand- anum gerð grein fyrir við hveiju hann megi búast í þessu riti. Hér verði ijallað um kenningu Piagets um vitsmunaþroskann og þær rannsóknir sem henni fylgja. Aðra umflöllun eins og (1) um uppeldis- og kennslufræðilegt gildi kenning- arinnar og (2) um rannsóknir sem fylgt hafa í kjölfar rannsókna Piagets til að kanna tilgátur hans og niðurstöður sem skipta nú þús- undum og koma inn á hin margvís- legustu þroskasvið (s.s. félags- þroska, siðgæðisþroska, tilfínn- ingaþroska auk vitsmunaþroska) segist Sigurjón ekki taka fyrir. Af hógværð og lítillæti fræðimannsins segist hann ekki telja sig „færan að gera því öllu viðhlítandi skil“ (bls. 8). Ritið skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum fær lesandinn að kynn- ast æviferli og störfum Piagets. Við fáum innsýn í það menninga- rumhverfí sem Piaget hrærðist í og mótaði áhugasvið hans svo mjög. Á þann hátt erum við færð nær heimi hans og viðfangsefni hans verða okkur merkingarbærari en ella. í þessum hluta er einnig flallað um grundvallaratriði kenn- ingar hans, rannsóknaraðferðir og hugtök. Hér er um að ræða afar mikilvægan kafla því að erfitt er að ná valdi á kenningu Piagets án þess gera sér grein fyrir þeim grundvallarsjónarmiðum sem hann setur fram um samspil líffræði- legra þátta og umhverfisins þegar fólk öðlast þekkingu. Hugtök hans eru flókin en Siguijóni tekst að setja þau fram á einkar skýran og aðgengilegan hátt með fjölda dæma. Víst er að Siguijón hefur á liðnum árum í kennslu sinni orð- ið að finna ný og gild íslensk heiti yfir þau mörgu framandi sálfræði- hugtök sem fram koma í verkum Piagets og hefur hann sannarlega ekki verið öfundsverður af því hlut- verki. En Siguijón er sérstaklega næmur fyrir íslensku máli og kem- ur það sér vel hér. Einnig er kost- ur að hann setur ensku hugtökin í sviga til að lesandinn geti tengt íslenska og enska texta um efnið. í síðari hluta ritsins er kenning Piagets um þróun vitsmunalífins frá fyrstu æviárunum til fullorðins- áranna rakin. Til aðgreiningar setti Piaget fram nokkur stig eða áfanga á vitsmunaþroskabraut- inni. Undir hveiju stigi er nákvæm- ari lýsing á þróunarferli og fram- förum bamsins með auknum aldri þess og þroska. Til skilningsauka fyrir lesandann setur Siguijón fram fjölda dæma úr rannsóknum Piagets sem gefa góða mynd af þroska bama á tilteknu þroska- stigi. Öll slík dæmi létta lesturinn og við fáum innsýn í hugarheim bama. Sem dæmi má nefna skemmtilega rökleiðslu bama á foraðgerðastigi sem spurð eru: Af hveiju kemur nótt? Sum böm svör- uðu t.d.: „Til þess að við getum sofnað." Hér ríkir sá skilningur að hlutir hafi verið búnir til af mönn- um og fyrir þá — nóttin er til þess að við getum sofnað (sbr. bls. 56). Smám saman verður hugsun bamsins flóknari, sveigjanlegri og óhlutbundari um fyrirbæri heims- ins. í hveijum kafla og undirkafla gerir Siguijón grein fyrir þeim rit- um Piagets sem fjalla um það efni sem til umræðu er í það skiptið. Slík greinargerð er þægileg og hvetur lesandann til að leita sér nánari upplýsinga um efnið. Ritinu fylgir auk þess ítarleg ritaskrá yfir verk Piagets og nokkur rit sem tekin hafa verið saman um kenn- ingar hans. Siguijón nefnir að ritið sé ætlað til kennslu og víst er um það að það er sérstaklega aðgengilegt nemum sem íjalla um þroskasál- fræðileg efni. Rannsóknunum er lýst af natni sem gæti orðið kveikja að nýjum rannsóknum og dýpri og frjórri umræðu hér á landi en nú er um kenningar Piagets. Hér skal jafnframt bent á að uppalendur, mömmur og pabbar, ömmur og afar, gætu ekki síður haft ánægju af léstri þessa rits. Vitsmunaþro- skaferli bamsins er lýst á svo lif- andi og aðgengilegan hátt að ég er þess fullviss að uppalendur hefðu bæði gagn og gaman af að skyggnast hér inn í heillandi hug- arheim bama. Þegar ég hóf að lesa verk Piagets fyrir allmörgum ámm urðu þau mér strax merking- arbær. Upp laukst nýr skilningur á hugsun og hegðun bama. Með tilkomu rits Siguijóns verður þessi heimur mun aðgengilegri íslensk- um uppalendum. Hér á öll umflöll- un í ritinu við nema helst lýsingin á rökhugsun sem einkum kemur fram á unglingsámm. Sú umræða höfðar trúlega meira til þeirra sém hafa sérstakan áhuga á stærð- fræðilegum þrautum og rannsókn- um þeim tengdum en áhugamönn- um. En dæmin í ritinu sem gefin em um hugsun og athafnir bama ættu að hvetja foreldra til þess að fá böm sín til að velta fyrir sér ýmsum fyrirbæmm heimsins. Fróðlegt og skemmtilegt er að Siguijón Bjömsson skrá svör bamsins við sömu spum- ingum frá ári til árs og bera sam- an hugmyndir þess eftir aldri. í ljósi þess sem hér hefur verið sagt hafa foreldrar litlu ömmustelpunn- ar minnar þetta rit undir höndum nú og vænti ég þess að þeir sjái þroskaundur telpunnar sinnar í skýrara ljósi en ella. Siguijón Bjömsson á þakkir skildar fyrir framtak sitt með þessu riti. Vonandi lætur hann ekki hér við sitja heldur fylgir rit- inu eftir með umijöllum um þá þætti kenninga Piagets sem hann segist ekki taka hér fyrir. Sýningin er sett upp í tilefni 15 ára afmælis Nýlistasafnsins. í frétta- tilkynningu segir að það hafi verið stofnsett 5. janúar 1978, á þeim þrengingartímum, þegar listasöfn þjóðarinnar og einkasafnarar sváfu Þymirósarsvefni og listgagnrýnend- ur litu með söknuði til kreppu- og eftirstríðslistar. Nýlistasafnið um- bylti hlutunum, safnaði saman ungu fólki og braust fram til sigurs í bar- áttunni gegn viðhorfum sem voru andstæð nýstárlegri tjáningu og frumlegri hugsun. Samsýningin í Nýlistasafninu er opin daglega frá kl. 14-18. Henni lýkur sunnudaginn 24. janúar. mmm Aramótaspilakvöld Landsmálafélagsins Varðar verður hald- ið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 17. janúar 1993 og hefst kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar: Utanlandsferðir, matarkörf- ur og fleiri glæsivinningar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Orn Antonsson, flytur ávarp. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.