Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 27 Mikið að gera á Akureyrarflugvelli þegar loks var hægt að fljúga norður Þrír Fokkerar lentu á liálftíma ÞRJÁR Fokkerflugvélar sem komu frá Reykjavík lentu á Akur- eyrarflugvelli á hálftíma í gær, en vegna veðurs hafði ekki verið flogið milli þessara áfangastaða Flugleiða frá þvi á sunnudags- kvöld. Fyrsta vélin lenti kl. 15 í gærdag, önnur kom flmmtán mínútum siðar og sú þriðja strax í kjölfarið, eða kl. 15.30. Um 125 farþegar komu með vélunum þremur til Akureyrar en farþeg- ar suður voru um 150 talsins. Þá var von á fjórðu flugvélinni frá Reykjavík í gærkvöld. Vegna veðurs féll allt flug nið- ur á mánudag og ekki hægt að fljúga fyrr en um miðjan dag. Síðast var flogið milli Akureyrar og Reylq'avíkur á sunnudags- kvöld. Tvær vélar Flugfélags Norður- lands flugu til Vopnaíjarðar í gær og þá komst ein vél til Raufar- hafnar. Reyna átti undir kvöld í gær að fljúga vélinni með farþega til Þórshafnar, en að sögn starfs- manns á Akureyrarflugvelli var útlit ekki gott, leiðindaveður var á Þórshöfn og ekki víst að tækist að Ienda þar. Flugi til Kópaskers, ísafjarðar og Grímseyjar var af- lýst, en óvíst hvort tækist að fljúga til Egilsstaða síðdegis f gær. Morgunblaðið/Rúnar Þór Tæplega 300 manns um flugvöllinn á hálftíma Örtröð myndaðist á AkurejTarflugvelli í gærdag, en á tímabilinu frá klukkan þrjú til hálf Qögur lentu þijár Fokkervélar þar og fóru tæp- lega 300 manns um völlinn á þeim tíma. Handagangur var í öskjunni er fyrsta vélin kom norður og byijað var að afferma vélina áður en síðustu farþegamir voru komnir firá boiði. Á minni myndinni eru syst- umar Katrín og Hildur broshýrar að leik við Ásveginn. Skólahald hefur fallið niður í grunnskólunum á Akureyri vegna veðurs og ófærð- ar tvo síðustu daga. Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði um 25 á síðasta ári Mjólkur- og brauðlaust í Grímsey Grímsey. VÖRUSKORTS er farið að gæta í Grímsey, en vegna veðurs komst Eyjafjarðarferjan Sæfari ekki hingað i gær m.a. með , mjólkurvörur sem fluttar eru til eyjarinnar á þriðjudögum. Vonskuveður hefur verið hér síð- ustu daga og skólahald hefur fallið niður síðustu tvo daga. Mikill skaf- renningur hefur verið og rennur jafnóðum í slóðir, en reynt er að halda vegarspottanum okkar öku- færum. Ekki flogið og ekkert róið Ekkert er róið í þessu veðri sem gengið hefur yfir og allir bátar í höfn. í norðan- og norðaustanátt, sem ríkjandi hefur verið síðustu daga, er höfnin í skjóli og var ekki vitað til þess að neitt tjón hefði orðið á bátum vegna óveðursins. Ekki hefur verið flogið hingað síðan á laugardag og þá komst feij- an Sæfari ekki út í eyju í gær, en á þriðjudögum er jafnan komið með mjólkurvörur og fleira. Engin mjólk var því til í kaupfélaginu í gær og þá var einnig orðið brauðlaust. HSH ....----------- -•c't Pólskur fiðluleik- ari heldur tónleika PÓLSKI fiðluleikarinn Krizyszt- of Smietana heldur tónleika í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 14. janúar, og hefjast þeir kl. 20.30. Góðir dómar Krizysztof Smietana er nú á tón- leikaferð um landið og leiðbeinir auk þess nemendum nokkurra tón- listarskóla. Með honum í för er Jerzy Tosik-Warszawiak, píanóleik- ari, sem einnig er pólskur, en kenn- ir nú við Tónlistarskólann í Borgar- nesi. Smietana fluttir til Englands árið 1980 og kennir nú við Guildhall School of Music í London sem er í hópi virtustu tónlistarháskóla. Hef- ur hann fengið góða dóma fyrir tónleika og hljómdiska í breskum v blöðum og m.a. hefur hljómdiskur sem hann hefur gefíð út verið val- inn „hljómdiskur mánaðarins". FLEIRI eignir voru seldar á nauðungaruppboði í fyrra en árið á undan, en lokasala á lausafjármunum var svipuð bæði árin. Sam- kvæmt upplýsingum Erlings Sigtryggssonar, fulltrúa sýslumanns, var beðið um nauðungarsölur á 321 fasteign eða skipi á nýliðnu ári og fóru lokasðlur fram á 65 eignum. Það er nokkru meira en var árið 1991 þegar lokasölur fasteigna á nauðungaruppboði urðu 41 taisins. Hvað varðar lausafjármuni komu fram tæplega 300 beiðnir á liðnu ári og endaði með sölu í 40 tilfell- um, sem er svipað og var árið á undan, að sögn Eyþórs Þorbergs- sonar, fulltrúa sýslumanns. 3.500 lögreglumál Að jafnaði eru tekin fyrir 3.300 til 3.500 lögreglumál hjá embætti sýslumanns á ári, svo sem vegna þjófnaðar, rúðubrota, hraðaksturs, ölvunar og óspekta. Á liðnu ári voru kveðnir upp hjá sýslumanni 12 gjaldþrotaúrskurðir, en skiptum var lokið í samtals 47 þrotabúum á árinu og þá voru 25 þrotabú framsend til héraðsdóms Norðurlands eystra 1. júlí síðastlið- inn þegar ný lög um gjaldþrota- skipti tóku gildi. Gefnar voru út 44 ákærur frá 1. júlí síðastliðnum og þá fól rikis- saksóknari fulltrúa sýslumanns flutning 20 sakamála sem til voru komin fyrir þann tíma, auk þess sem honum var falið að mæta í 10 eldri málum sem ekki var búið að afgreiða áður en lögum var breytt. Miklir samgöngnerfiðleikar víðast hvar norðanlands Mokað að morgni — ófært síðdegis UNNIÐ var að mokstri á Öxnadalsheiði um hádegisbil i gær og var hún fær öllum bflum síðdegis. Landleiðin milli Akur- eyrar og Reykjavíkur var þó ekki fær, því þó mokað hefði verið voru vegir á Holtavörðuheiði, í Langadal og yfir Vatns- skarð aftur orðnir ófærir seinnipart dags. Hjá vegaeftirlitinu á Akureyri fengust þær upplýsingar að vegna veðurs hefði mokstri verið hætt á suðurleiðinni og mönnum ráðlagt að vera ekki á ferðinni á þessum slóðum. Siðdegis var vegurinn frá Akureyri til Dalvíkur opnaður, en vonskuveður var og samkvæmt upplýsingum vegaeftirlits var búist við að hann yrði ófær að nýju fljótlega aftur. Víkurskarð væntan- lega mokað í dag Vegurinn inn í Eyjafjarðarsveit var mokaður i gærmorgun og var enn fært seinnipart dagsins þar um og einnig var unnið að mokstri frá Akureyri til Grenivíkur. Stórhríð hefur verið á Víkur- skarði í tvo daga og ekki vitað hversu mikill snjór er þar, en reiknað var með að snjóruðnings- tæki yrðu send þangað í dag, miðvikudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.