Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 Vegaeftirlitið fylgist með færð o g samræmir snjómokstur um allt land Miklar annir við snjómokstur eftir óveðrið í vikunni ÞEGAR snjóþyngsli og vetrarhörkur herja á landsmenn er oft ekki auðvelt að komast á milli staða. Vindur og snjór sjá til þess að þarfasti þjónn nútímasamfélagsins, bíllinn, situr fastur í sköflum og kemst hvorki aftur á bak né áfram. Þegar slík ófærð rfldr er það verkefni starfsmanna Vegaeftirlitsins hjá Vegagerð ríkisins að fylgjast með ástandi vega og samræma snjómokstur um allt land. I veðri eins og hefur gengið yfír undanfarna daga hefur því verið mikið um að vera hjá vegaeft- irlitsmönnum. Morgunblaðið/Sverrir Hjörleifur Ólafsson, Sigurður Hauksson og Karl Ásgrímsson hjá Vegaeftirlitinu fylgjast með færðinni. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins heimsótti stjórnstöð Vegæftirlitsins í Reykjavík var nóg að gera. Snjómokstur í gangi og starfsmenn stjómstöðvarinnar þess vegna í stöðugu sambandi við stjómstöðvar í öðram lands- hlutum til þess að samræma að- gerðir og safna upplýsingum um ástand vega. Einnig höfðu þeir nóg að gera við að svara fyrir- spumum fólks um færð á vegum, en hægt er að hringja í umdæma- stöðvar um allt land til þess að fá slíkar upplýsingar alla daga vikunnar. Hefur Vegaeftirlitið í Reykjavík græn númer sem hægt er að hringja í til þess að fá upp- lýsingar um færð. Með veðurathugunarstöðvar á Hellis- og Holtavörðuheiði Að sögn Hjörleifs Ólafssonar, forstöðumanns Vegaeftirlitsins, er starfsemin stöðugt að verða tæknivæddari. Vegaeftirlitið hef- ur 21 sijómstöð um allt land sem hafa samtengt tölvukerfi. Þetta tölvukerfi gerir Hjörleifí kleift að sjá nýjustu upplýsingar um ástand vega í öllum landshlutum á einfaldri slgámynd. í tölvunni koma einnig fram upplýsingar frá sjálfvirkum Þessar sjálfvirku stöðvar safna bæði vitneskju um veður og bflaumferð. Vegaeftir- litið hefur nú tvær slíkar stöðv- ar, eina á Hellisheiði og aðra á Holtavörðuheiði, en stefnt er að því að opna brátt þá þriðju á Óxnadalsheiði. Hjörieifur sagði að auk stöðvanna tveggja hefði Vegaeftirlitið aðgang að sjálf- virkri veðurathugunarstöð Veð- urstofunnar á Breiðdalsheiði. Að sögn Hjörleifs hefur Vega- eftirlitið mikið samstarf við Qöl- miðla, bæði útvarpsstöðvar og dagblöð, til þess að koma upplýs- ingum um færð á framfæri. Nú er einnig hægt að fá slíkar upp- lýsingar í textavarpi sjónvarps- ins. Hjúkrunar- fræðingar og ljósmæð- ur hætta Iljúkrunarfræðingar og ljós- mæður á Landspítalanum hafa ákveðið að leggja niður störf 1. febrúar samkvæmt samnings- bundnum þriggja mánaða upp- sagnarfresti þó svo að heilbrigðis- ráðherra hyggist beita ákvæði um framlengingu uppsagnarfrests. Starfsmennirnir hafa aflað sér lögfræðilegs álits á því ef ákvæð- inu verði beitt og samkvæmt því á það aðeins við um skipaða emb- ættismenn rfldsins. Auður Guðjónsdóttir, hjúkrunar- fræðingur á Landspítalanum, sagði að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður hefðu einróma samþykkt að ganga út 1. febrúar samkvæmt samningi um þriggja mánaða gagnkvæman uppsagnarfrest á fjölmennum fundi á spítalanum á mánudag. Hún sagði að kröfur starfsmann- anna væra af tvennum toga. Annars vegar væri farið fram á endurmat á niðurröðun í launaflokka og hins vegar að greiðslur fengjust fyrir verkefnavinnu og væri það sambæri- legt við ýmsa aðra hópa innan Ríkis- spítalanna. Þess má geta að hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður á Landspítalan- um era 417 talsins. ------» -♦----- Jökuldalur Símasam- band komið á Vaðbrekku, Jökuldal. VIÐGERÐARMENN Pósts og síma á Egilsstöðum brutust á tor- færujeppa í Hákonarstaði á Jök- uldal í gær og tókst að gera við bilunina í símstöðinni þar. Er nú aftur komið á símasamband við alla bæi á Efri-Jökuldal. Allir vegir era ófærir nema fyrir sérútbúna torfærajeppa. Enginn skóli hefur verið á Skjöldólfsstöðum þessa vikuna vegna ófærðarinnar. Skólinn opnar þegar vegir verða ruddir. Sig.Að. Morgunblaöið/Ragnar Axelsson Ófærð er oft mikfl á Hellisheiðinni eins og eigandi þessa bfls komst að raun um, en þó hefur heið- in ekki lokast i heilan dag síðustu tvö árin. Millilandaflug í samt lag 1.100 farþegar af- greiddir á 1V2 stund Einvígið Short—Timman Afleíkjasúpa á Spání Miklar annir voru við afgreiðslu farþega á Keflavíkurflugvelli í gær eftir erfíðleika vegna óveðurs á mánudag. Um tvö þúsund og tvö hundrað farþegar fóru í ellefu vél- um til áætlunastaða í Evrópu og Bandarikjunum. Á einum og hálf- um tíma, frá klukkan 7.30 til 9, vora um eitt þúsund farþegar af- greiddir. Að sögn Einars Sigurðs- sonar, blaðafulltrúa Flugleiða, gekk flugið vel, enda gott flugveð- ur. Tveggja klukkutíma seinkun varð þó á Norður-Atlantshafsflugi og eins tíma seinkun á flugi tii London. Myndin var tekin þegar bflastæðin við Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar vora radd í gær. Skák______________ Margeir Pétursson JAN Timman tók óvænt for- ystuna í úrslitaeinvígi í áskor- endakeppninni er hann vann Nigel Short I annarri skákinni í Escorial á Spáni í fyrrakvöld. Fáheyrð þrautaganga Timmans var þar með á enda, hann hafði ekki unnið skák í nokkra mán- uði, þar tfl hann vann Short í gærkvöldi hafði hann tapað átta af síðustu tólf skákum sínum og gert fjögur jafntefli. Tafl- mennskan í fyrstu tveimur skák- unum hefur ekki verið burðug, hefðu þeir Fischer og Spasskí sýnt ámóta tilþrif í haust hefði verið talað um aflóga öldunga og útbrunnin skör. Svo virðist sem Short sé í sýnu lakara formi en Timman. ! fyrstu skákinni á sunnudaginn fórnaði Engiendingurinn peði í vit- ieysu, en Timman hélt illa á spöð- unum, flækti taflið að óþörfu og eftir afleiki á báða bóga í tíma- hraki endaði skákin með jafntefli. í 2. skákinni á mánudag hafði svo Short hvítt og þræddi lengi vel troðnar slóðir spánska leiksins, e.t.v. gestgjöfunum til heiðurs. En fljótiega eftir að út úr bókunum var komið urðu honum á herfíleg mistök, hann lék af sér manni og mátti gefast upp. Sú skák varð því hvorki fugi né fiskur. Margir fóra mjög niðrandi orð- um um taflmennsku þeirra Fisc- hers og Spasskís í seinna einvígi þeirra í haust, þ. á m. heimsmeist- arinn, en annar eins viðvanings- bragur á báða bóga sást þó aldrei eins og í tveimur fyrstu skákunum í Escorial. Þótt þeir Karpov og Kasparov hafi teflt tæplega 150 skákir í heimsmeistaraeinvígjum sínum hefur ekki ein einasta þeirra verið svona léieg. Hvítt: Jan Timman Svart: Nigel Short Drottningarbragð I. d4 - d5 2. c4 - e6 3. Rc3 - Rf6 4. Bg5 - Be7 5. e3 - 0-0 6. Rf3 — h6 7. Bh4 - b6 8. Be2 — Bb7 9. Bxf6 — Bxf6 10. cxd5 — exd5 11. b4 — c6 Tvívegis á síðasta ári lék Short II. — c5 í þessari vel þekktu stöðu úr Tartakover-afbrigðinu og tapaði báðum skákunum. Það kemur ekki óvart að Timman reyni að höggva í sama knérann. 12. 0-0 - He8 13. Db3 - a5 14. b5 — c5 15. dxc5 — bxc5 16. Hacl — Bxc3 17. I)xc3 — Rd7 18. Hc2 - Db6 19. Hdl - He7 20. h3 - Hae8 21. Db2 - a4 22. Kfl — Da5 23. Da3 - d4?! Hvíta staðan er þægilegri, en það var þó engin ástæða til örvænt- ingar. Þessi peðsfóm sem stenst engan veginn kemur því mjög á óvart. Short hlýtur annaðhvort að hafa yfirsést 25. leikur Timmans, eða þá að hann hefur talið sig geta fylgt peðsfóminni eftir á ann- an hátt, en svo skipt um skoðun. 24. exd4 — Be4 Aðrar leiðir virðast ekki skárri: 24. - Hxe2 25. Hxe2 - Dxb5 26. Dd3! - Dxd3 27. Hxd3 - Hxe2 28. Kxe2 - Ba6 29. Kd2! með vinningsstöðu í endatafli, eða 24. - Bxf3 25. Dxf3 - cxd4 26. Dd5! og vinnur peð, en ekki 26. Hxd4? - Dxb5! 25. Dc3! - Da8 26. Hcd2 - cxd4 27. Hxd4 - Rf6 Hvítur er sælu peði yfír í þess- ari stöðu og svartur hefur ekkert mótspil. Hvítur gæti þess vegna leikið 28. Kgl!? og treyst stöðu sína enn frekar. 28. Da3?! - Db7 29. Hd8 Það kom til greina að krækja sér í annað peð með 29. Dxa4. Svartur hefur þó mótspil, eftir 29. - Bd5 er hægt að svara bæði 30. H4d2 og 30. Hld2 með 30. - Re4!, auk þess sem 29. — Rd5 kemur til álita. 29. - Rd5 30. Hxe8+ - Hxe8 31. Bc4?! Það er furðulegt að hvítur skuli reyna sókn í stöðunni, en svartur er kominn með visst frumkvæði vegna hótunarinnar 31. — Rf4. 31. g3 virðist best.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.