Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1993 23 PlnrgminMaliilí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. EES og framtíðin Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði var staðfestur á Alþingi í gær að loknum lengstu umræðum, sem fram hafa farið um nokkurt þingmál. Það er fagnaðar- efni,_að þetta mikilvæga hagsmuna- mál íslendinga skuli loks hafa feng- ið staðfestingu Alþingis. Fátt virð- ist geta komið í veg fyrir að samn- ingurinn taki gildi á miðju ári þeg- ar samið hefur verið um aukabókun vegna brotthvarfs _ Sviss úr hópi samningsríkjanna. Island mun þá, ásamt fimm öðrum EFTA-ríkjum, öðlast aðgang að innri markaði Evrópubandalagsins. Óhætt er að fullyrða að ákvörðun Alþingis um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu er meðal þeirra mikilvægustu frá því lýðveldið var stofnað. Þátttöku í EES verður skipað á bekk með sigrinum í land- helgismálinu og aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Gildistaka EES-samningsins felur í sér ótelj- andi tækifæri fyrir íslendinga. Mik- ilvægasti sigurinn er auðvitað toll- frjáls aðgangur sjávarafurða að langmikilvægasta markaði okkar. Þjóðhagsstofnun metur það svo að niðurfelling tolla á sjávarafurðum muni skila 1.100 til 1.500 milljónum króna til sjávarútvegsins árlega. Með EES-samningnum opnast nýir möguleikar á fullvinnslu sjávaraf- urða og í framtíðinni hlýtur sjávar- útvegurinn að nýta sér þau tæki- færi til að búa til verðmætari vöru úr hráefninu. EES-samningurinn veitir því ný sóknarfæri í undir- stöðuatvinnugrein okkar. Mikið ríð- ur á að þau verði nýtt með hugvit- samlegum hætti, nú þegar afli dregst saman og þunglega horfír um atvinnu í mörgum sjávarpláss- um. Markvisst markaðsátak í þágu íslenzkrar framleiðslu á Evrópu- markaði er því nauðsynlegt á næst- unni. Með EES-samningnum taka ís- lendingar fullan þátt í þeirri fijáls- ræðisþróun í atvinnulífí, sem átt hefur sér stað í Vestur-Evrópu und- anfarin ár. Ýmsum viðskiptahöftum og hindrunum i vegi fijálsrar sam- keppni er rutt úr vegi með gildis- töku samningsins. Heimildir til íjár- festingar erlendra aðila hér á landi eru rýmkaðar stórlega frá því, sem áður var. Með markvissu átaki í kynningu á íslandi sem hagstæðum kosti fyrir erlenda fjárfesta má efla hagvöxt og tryggja íslenzku at- vinnuh'fí aukið áhættufé á komandi árum. Með tilkomu Evrópska efnahags- svæðisins er fyrirsjáanlegt að ís- lenzk fyrirtæki muni fá aukna sam- keppni frá erlendum fyrirtækjum. Slíkt verður væntanlega íslenzkum neytendum til hagsbóta; vöruverð ætti að lækka með aukinni sam- keppni og þjónusta að batna. Erlend samkeppni verður vonandi til að ýta undir hagræðingu í íslenzku at- vinnulífí og auka samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtælqa. EES opnar Islendingum mþrg ný tækifæri á erlendri grund. Islend- ingar munu eiga rétt á að stofna fyrirtæki erlendis, stunda atvinnu hvar sem er á Evrópska efnahags- svæðinu, hafa fasta búsetu í öðrum EES-ríkjum og njóta þar fullra fé- lagslegra réttinda. Með EES-samn- ingnum kemur gagnkvæm viður- kenning á menntun og starfsrétt- indum þegna aðildarríkjanna og samstarf við önnur Evrópuríki á sviði æðri menntunar, rannsókna og þróunar. Samningurinn opnar því fjölmargar dyr fyrir frumkvöðla í atvinnulífí og ungt fólk með góða menntun. Rannsókna- og þróunar- samstarf mun, ef rétt er á málum haldið, koma íslenzkum fyrirtækj- um og rannsóknastofnunum til góða og stuðla að hagvexti, sem grundvallaður er á nýsköpun og tækniþróun. Slíkt er úrslitaatriði þegar þjóðartekjur dragast saman og afrakstur af hefðbundnum auð- lindum, fískimiðunum og orkulind- unum, eykst ekki jafnhratt og und- anfama áratugi. Að mati Þjóðhagsstofnunar mun aðild að Evrópska efnahagssvæðinu hafa þau áhrif, að landsframleiðsla verði um 1,5% meiri eftir flögur til sex ár en nú. Það samsvarar um sex milljörðum króna. Aðrir, sem hafa metið áhrif samningsins, sýna ekki jafnmikla varkámi í mati sínu; þannig telur hagrannsóknastofnun- in „Center for Economic Policy Research", sem 170 evrópskir hag- fræðingar standa að, að þjóðar- framleiðsla EFTA-ríkjanna geti vaxið um allt að 5% vegna aðildar- innar að EES. Með henni sé snúið við þróun, sem ella hefði verið fyrir- sjáanleg, að fjárfestingar og fjár- magnsmyndun hefði dregizt saman í EFTA-ríkjunum og fyrirtæki flutt starfsemi sína inn á innri markað EB. Allur þessi árangur næst án þess að íslendingar þurfí að fóma for- ræði yfír mikilvægustu auðlind sinni, fískimiðunum. Þvert á móti höfum við áfram full yfírráð yfír efnahagslögsögu okkar. Þær full- yrðingar eru rangar, að landhelgis- baráttan sé til einskis orðin vegna þess að skip frá Evrópubandalags- ríkjunum fái að veiða hér 3.000 tonn af karfa á ári hveiju. Hins vegar er samið á jafnréttisgrund- velli um aðgang EB-skipanna að landhelginni og tryggt er í sjávarút- vegssamningi íslands og EB að jafnræði verði milli þeirra veiði- heimilda, sem EB fær hér við land, og þess loðnukvóta, sem íslending- ar fá í staðinn á Grænlandsmiðum. Einnig tryggir EES-samningurinn að útlendingar geta ekki keypt sig inn í sjávarútvegsfyrirtæki hér á landi. Alla þá þætti, sem hér hafa ver- ið taldir upp, ber að sama brunni. Grundvallarhagsmunir Islendinga á Evrópumarkaði eru tiyggðir og efnahagslífí landsins gefinn aukinn kraftur. Með staðfestingu EES- samningsins ganga íslendingar til samstarfs við aðrar þjóðir Vestur- Evrópu með fullri reisn. EES-samn- ingurinn kemur í veg fyrir efna- hagslega og pólitíska einangrun íslands á evrópskum vettvangi og er varanleg lausn á samskiptum okkar við önnur Evrópuríki. Ef við kunnum að nýta okkur þau tæki- færi, sem þessi mikilvægi milliríkja- samningur gefur okkur, opnar hann hlið að nýrri og farsællí framtíð. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði staðfestur þegar greidd voru atkvæði um hann á Alþingi Alþingi samþykkir EES með 33 atkvæðum gegn 23 ALÞINGI samþykkti í gær sem lög frumvarp um heimild til að full- gilda fyrir íslands hönd samning um Evrópskt efnahagssvæði, EES, og samninga um eftirlitsstofnun, dómstól og fastanefnd EFTA-ríkja. Staðfestingarfrumvarpjð var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23, 7 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Frávísunartillaga stjómarandstæð- inga var fellt með 33 atkvæðum gegn 30. Nafnakall var viðhaft við báðar atkvæðagreiðslur og enginn þingmanna var fjarstaddur. Reiknað hafði verið með að ganga til atkvæða kl. 13.30 síðdegis í gær en sökum þess að Sighvatur Björg- vinsson, heilbrigðisráðherra, varð fyrír því óhappi að handleggsbrotna skömmu áður, varð að slá atkvæða- greiðslu á frest meðan búið var um handlegg þingmannsins. Kl. 15 gat atkvæðagreiðsla loks hafíst. Frávísunartillagan Fýrst var gengið til atkvæða um frávísunartillögu frá Jóni Helgasyni (F-Sl), Ragnari Amalds (Ab-Nv) og Kristínu Einarsdóttur (SK-Rv) um að vísa málinu frá og þá til ríkis- stjómarinnar. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn þremur. Allir stjómarandstæðingar studdu þessa tillögu, þ.m.t. þeir þingmenn sem lýst höfðu því yfir að þeir myndu sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins. Þrír stjómarliðar studdu þessa tillögu. Eggert Haukdal (S-Sl), Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) og Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv). Átta þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, þ.á m. Ingibjörg Sól- rón Gísladóttir (SK-Rv) en hún hafði fyrir allnokkru lýst því yfír að hún myndi sitja hjá við endanlega afgreiðslu þessa máls. Ingibjörg Sól- rún minnti á að hún hefði fyrir mán- uði lagt til að þingið lyki 2. umræðu en léti síðan endanlega afgreiðslu bíða þangað til gengið hefði verið frá nauðsynlegum breytingum í kjöl- far þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Sviss. Enginn vilji virtist hafa verið til að skoða þessa tillögu, þannig hefði e.t.v. mátt spara deilur tíma og fyrírhöfn, bæði nú og síðar. Af- staða sín til frávísunartillögunnar byggðist á óánægju með hvernig haldið hefði verið á þessu máli. Hún styddi því þessa tillögu. Ragnar Arnalds (Ab-Nv) sagði að þótt þessi tillaga yrði felld og framvarpið sam- þykkt í næstu atkvæðagreiðslu væri þessu máli engan veginn lokið. Vil- hjálmur Egilsson (S-Nv) sagði sam- þykkt þessarar tillögu vera til að eyðileggja málið, það væri heiðar- legra að vera einfaldlega á móti held- ur en að koma með frávísunartillögu. Staðfestingarfrumvarpið Áður en gengið var til atkvæða um sjálft framvarpið til laga um EES kvaddi Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv) sér hljóðs um atkvæða- greiðslu. Hann sagði Ijóst í sínum huga að samningurinn um EES stæðist ekki gagnvart stjómar- skránni. Nú bættist við að staðfest- ingarfrumvarpið um EES sem hér væri til afgreiðslu stæðist ekki held- ur. Ástæðan væri einfaldlega sú að samningurinn sem lagatexti frum- varpsins íjallaði um, yrði aldrei sá sem þar segði, heldur einhver allt annar samningur. Alþingi mætti ekki setja forseta Islands í þá aðstöðu að geta ekki staðfest lög sem þingið hefði staðfest. 'Eyjólfur fór fram á að gert yiði fundarhlé sem foiysta þingsins og þingflokkar notuðu til að bera saman sínar bækur. Ekki varð orðið við þessum tilmæl- um Eyjólfs Konráðs. Þess verður einnig að geta að á meðan hann flutti sitt mál var þihgfundur traflaður vegna mótmæla af þingpöllum, kom þar til stympinga og vora nokkrir einstaklingar flarlægðir. Þijátíu og sjö þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, Lára Mar- grét Ragnarsdóttir (S-Rv) sagði samninginn um EES vera lið í þróun þar sem bættir viðskiptahættir væra undirstaða velmegunar, hún vænti þess að hér væri stigið heillaspor. Guðjón A. Krisfjánsson (S-Vf) sagði EES-samninginn færa stóriðju íslendinga, sjávarútveginum ný sóknarfæri. Páll Pétursson (F-Nv) sagði þetta vondan samning og óhagstæð- an. íslendingar afsöluðu sér frum- burðarrétti til auðlinda lands og sjáv- ar. Þessi samningur myndi færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fá- tækt og auðnuleysi. Stigið væri stórt skref inn í EB og þangað vildi hann ekki. Páll minnti á drengskaparheit þingmanna um að virða stjómarskrá. Þessi samningur væri augljóst stjómarskrárbrot. Páll sagðist vilja halda sitt drengskaparheit. Hann væri fastákveðinn í að segjá nei. Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn) sagði aðild að EES vera okkar leið inn á Evrópumarkað án skuldbind- inganna sem fylgdu EB; hún segði já. Þuríður Pádsdóttir (S-Rv) sagði samninginn um EES gefa íslending- um tækifæri til að viðhalda þeirri velmegun sem hefði hafíst upp úr stríðslokum. Hún óskaði ekki íslend- ingum að búa við þau kjör sem þeir hefðu búið við fyrir 1940. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) sagði ástæðu til að efast um ágæti ýmissa grandvallarþátta hins innri markaðar EB/ESS, þó yrði tæpast hjá því komist að íslend- ingar yrðu að aðlaga sig þeim leik- reglum í viðskiptum sem þar giltu. Það væri sín skoðun að aðlögun í formi samnings um EES væri ís- landi hagfelldari en einhliða aðlögun. Þrátt fyrir þessa skoðun myndi hún ekki greiða atkvæði með samningum m.a. vegna þess að stjómarflokkam- ir hefðu hundsað óskir um þjóðarat- kvæði. Ekki hefði heldur verið reynt að eyða vafa um að þessi samningur stæðist gagnvart stjómarskrá. Hún myndi því ekki greiða atkvæði. Ingi- björg Pálmadóttir (F-Vl) greiddi ekki heldur atkvæði. Hún sagði mik- ilvægasta ávinning aðildar að EES vera að íslenskt atvinnulíf myndi búa við sambærilegar tolla- og viðskipta- reglur og okkar samkeppnisaðilar á Evrópumarkaði. Hins vegar vildi hún benda á að utanríkisráðherra hefði ofboðið þingi og þjóð með ofmati á ágæti samningsins. Á slíkum fagurg- ala vildi hún ekki bera ábyrgð. Mikl- ar deilur og úlfúð hefði mátt spara ef hann hefði verið borinn undir þjóð- aratkvæði. Sjávarútvegssamningur- inn væri ekki heldur ásættanlegur. Síðast en ekki síst hefði því verið hafnað að taka af allan vafa um að samningurinn stæðist gagnvart stjómarskrá. Karl Steinar Guðnason (A-Rn) sagði að með samþykkt þessa samn- ings stigu Islendingar skref til betri framtíðar. Einangrun frá öðram þjóðum færði okkur fátækt og at- vinnuleysi. Samþykkt þessa samn- ings styrkti sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) gerði síðust þingmanna grein fyrir atkvæði sínu. Var hún andvíg framvarpinu. Þegar neitun Kristínar hafði verið talin var ljóst að framvarpið hafði verið samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23 en 7 þingmenn greiddu ekki atkvæði. Þrír stjómarliðar greiddu atkvæði gegn framvarpinu, Eyjólfur Konráð Jónsson (S-Rv), Eggert Haukdal (S-Sl) og Ingi Bjöm Albertsson (S-Rv). Sjö stjórnarandstæðingar greiddu ekki atkvæði. Þingmaður Samtaka um kvennalista, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (S-Rv); og sex framsókn- armenn, Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Ingibjörg Pálmadóttir (F-Vl), Finnur Ingólfsson (F-Rv), Jóhannes Geir Sigurgeirsson (F-Ne), Jón Krist- jánsson (F-Al) og Halldór Ásgríms- son (F-Al) varaformaður Framsókn- arflokksins. Morgunblaðið/Sverrir LOKAAFGREIÐSLA EES Davíð Oddsson forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra bera saman bækur sínar á Alþingi í gær er atkvæðagreiðsla fór þar fram um samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Talsmenn sti6rnarandstöðunnar Málinu ekki lokið TALSMENN sljórnarandstöðuflokkanna á Alþingi segja að EES-mál- inu sé langt í frá lokið, þótt aðild Islands að Evrópska efnahagssvæð- inu hafi verið samþykkt á Alþingi. Stjórnarandstaðan leggur áherzlu á að gerður verði tvíhliða viðskiptasamningur við EB í stað EES- samningsins. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að EES- málinu væri víðs fjarri lokið. „Við vitum ekki einu sinni hvort fram- kvæmdastjóm EB fær umboð til að semja að nýju. Við vitum ekki um hvað þeir samningar munu fjalla. Það hefur verið ákveðið að hraða viðræðum við þau EFTA-ríki, sem vilja fá inngöngu í EB og það kann að flækja þetta mál mjög. Það virð- ist augljóst að með Evrópska efna- hagssvæðinu er tjaldað til einnar nætur," sagði Steingrímur. „Því er mikilvægast núna að vinna okkur út úr þessu máli með því að ná tví- hliða samningi við EB.“ Pjúpstæður ágreiningur Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði að úrslit atkvæðagreiðslunnar sýndu hve djúpstæður ágreiningur væri með þjóðinni um EES-málið. „Ég held að það sé rétt, sem kom meðal annars fram hjá þingmanni Sjálfstæðisflokksins [Eggert Haukdal] í þessari atkvæðagreiðslu, að það er afgerandi meirihluti hér á Alþingi og meðal þjóðarinnar fyr- ir því að menn fari frekar í tvíhliða samninga við EB en að samþykkja þennan samning um Evrópskt efna- hagssvæði," sagði Ólafur og árétt- aði að Alþýðubandalagið hefði lagt til tvíhliða viðræður við EB í júní síðastliðnum. Hann sagði að átta eða níu EB-ríki hefðu ekki staðfest samninginn og á Spáni hefði verið gengið svo langt að draga staðfest- ingarfrumvarpið út úr þinginu. Ólafur sagðist telja eðlilegt að þær umræður, sem fram fóru á Alþingi um EES-samninginn, hefðu orðið langar. „Mér fannst atkvæða- greiðslan sýna í dag, þar sem mik- ill fjöldi þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins taldi nauðsynlegt að kveða sér hljóðs og flytja ræður, að umræðan hefði alls ekki verið of löng,“ sagði hann. Löng umræða nauðsynleg „Það er ljóst að þessu máli er ekki lokið og þetta eru ekki endan- leg úrslit," sagði Kristín Einarsdótt- ir, þingkona Kvennalistans. Hún sagði að ef gerð yrði viðbótarbókun við EES-samninginn eða honum breytt, kæmi málið aftur til Alþing- is til samþykktar. Ef samningurinn gengi í gildi yrði málið áfram til umræðu á þinginu að hluta til, þar sem íslendingar þyrftu að taka við löggjöf Evrópubandalagsins. Loks væri sjávarútvegssamningurinn við EB óútræddur. Kristín sagði að færi svo að önn- ur EFTA-ríki gengju í EB, yrði að hefja tvíhliða viðræður við Evrópu- bandalagið og stefna bæri að tví- hliða viðskiptasamningi í stað EES- samningsins. Hún sagðist telja að hin langa umræða um samninginn á Alþingi hefði verið nauðsynleg. „Hún skilaði ekki þeim árangri, sem ég hafði vænzt. Ég vonaði að hún myndi sýna þeim, sem studdu þennan samning, að þeir hefðu kannski betur ekki gert það. En þetta er að alla mati eitthvert stærsta mál í sögu lýðveldisins. Það var eðlilegt að miklar umræður færa fram um það og ég tel þær ekki hafa verið óeðlilega langar. Þær ræður, sem ég hlustaði á, voru allar mjög mál- efnalegar." Stuðningur við EES hefur vaxið - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „ÞESSI atkvæðagreiðsla sýnir og sannar að stuðningur við þetta mikla mál hefur vaxið eftir því sem umræðan hefur þróazt. Það eru auðvitað góð meðmæli með málinu,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í samtali við Morgunblaðið að lokinni atkvæðagreiðsl- unni um samning um Evrópskt efnahagssvæði á Alþingi í gær. „Þegar við fórum af stað í sumar vissum við ekki annað en að aðeins sljórnarsinnarnir, að tveimur undanskildum, væru hlynntir málinu. Síðan hefur það gerzt að sjö þingmenn hafa látið af and- stöðunni." Forsætisráðherra telur ástæðu til að breyta þingsköpum til að stytta umræður á þinginu. Davíð sagði að ríkisstjómin hefði staðið þétt saman um EES-málið á þeim tveimur áram, sem hún hefði starfað. „Það hefur reynt á flokkana í því sambandi. Þvi hefur jafnvel verið haldið á lofti að menn væra að svíkja land sitt og þjóð en ekki að styrkja stöðu þjóðarinn- ar út á við í framtíðinni, eins og við höfum haldið fram. Alls konar fullyrðingum hefur verið fleygt fram og miklar árásir verið gerðar, en stjómarflokkamir hafa staðið það allt af sér. Það er í sjálfu sér heilmikill sigur fyrir þessa flokka, sem eru ólíkir, hversu vel þeim hefur tekizt að standa saman upi afgreiðslu máls af þessu tagi,“ sagði Davíð. Ekki heiðarlegustu meðul stjórnarandstöðunnar Hann sagði að mikil heilindi hefðu verið í stjómarsamstarfínu um EES-málið. „Ég held að það sé merki þess að stjómin geti tekið á mjög erfiðum málum og bili ekki þótt á köflum sé andófið mikið og ekki alltaf beitt heiðarlegustu með- ulum í stjórnarandstöðunni," sagði Davíð. Hann sagði að jafnlöng umræða um EES-samninginn og raun varð á, hefði að sumu leyti verið óþörf. „Menn segja að við foiystumenn stjómarliðsins séum á móti málfrelsi og viljum ekki að menn tjái sig. Það er fjarri öllu lagi. Við viljum að menn tjái sig vel og ríkulega, en enginn vafi er á því að þegar stjómarandstaðan tjáir sig með þeim hætti sem hún hefur gert í þessu máli gengur hún á málfrelsi annarra. Stjómarþing- menn hafa orðið að stilla máli sínu mjög í hóf. Svo hafa þeir, sem lengst hafa talað hér, bitið höfuðið af skömminni og haft það í flimt- ingum hvað sljómarsinnar hafí tal- að lítið.“ Davið sagðist taka undir orð Jóns Baldvins Hannibalssonar ut- anríkisráðherra um að þörf væri á að breyta þingsköpum. „Ég tel að það hafí sýnt sig að full ástæða sé til að huga að þingsköpunum, miðað við það hvernig þau eru not- uð. Við megum aldrei hafa þing- sköp, sem era notuð þannig að gengið sé á málfrelsi stórs hóps þingmanna með því að nokkrir menn geti misnotað það frelsi, sem hér er til staðar. Þetta er afskap- lega vandmeðfarið mál en því mið- ur hafa ýmsir ræðumenn stjómar- andstöðunnar gefið fullt tilefni til að breytingar verði skoðaðar. Ég held að það sé hárrétt hjá utanríkis- ráðherra að þetta er mál, sem þarf að taka til gaumgæfilegrar athug- unar,“ sagði forsætisráðherra. Lögreglumaður sýnir leikfangabyssurnar sem ungmennin munduðu. Munduðu leikfangabyssur SJÖ félagar I æskulýðssamtökum Alþýðubandalagsins á aldrinum 17 til 27 ára íklæddir hermannabúningum og nokkrir vopnaðir leikfangabyssum komu á þingpalla í gær þegar lokaafgreiðsla samningsins um EES stóð þar fyrir dyrum og reyndu að strengja borða með slagorðum fyrir svalir þingpalla. Þing- verðir handtóku ungmennin, sem sýndu mikinn mótþróa, og var lögregla kvödd til. Ungmennin voru þá færð á lögreglustöð en látin laus að loknum yfírheyrsl- um. Að sögn lögreglu kváðust ungmennin öll vera félagar í æskulýðssamtök- um Alþýðubandalagsins en sögðu þau samtök ekki standa á bak við málið heldur hafi þau skipulagt aðgerðina sem einstaklingar. Fyrir þeim hafi vakað að mótmæla afgreiðslu EES-samningsins og ásælni EB hér á landi. Jón Baldvin Haimibalsson utanríkisráðherra Öllum efa um vilja íslendinga eytt Kominn tími til að breyta þingsköpum JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segir að með staðfest- ingu Alþingis á samningnum um Evrópskt efnahagssvæði sé öllum efa um vilja íslendinga til að gerast aðilar að EES eytt. Jón Baldvin seg- ist tilbúinn að beita sér fyrir breytingum á þingsköpum til að tak- marka lengd umræðna á Alþingi, en umræðurnar um EES-samninginn stóðu í yfir 100 klukkustundir og eru þær lengstu í þingsögunni. „Ég er að sjálfsögðu feginn að málið er loksfarsællega til lykta leitt af Alþingi íslendinga," sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið eftir atkvæðagreiðsluna, „Með þess- ari atkvæðagreiðslu og þessum máls- úrslitum á Alþingi er öllum efasemd- um um vilja íslendinga til þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu eytt. Það mátti ekki tæpara standa, því að framundan er að freista þess að ná samkomulagi um efni og form viðbótarbókunarinnar, þar sem samningurinn er aðlagaður þeirri staðreynd að Sviss er ekki lengur með. Ég geri mér vonir um að sam- komulag geti tekizt á næstunni, þótt ég geti ekkert fullyrt um það. Engu að síður er ljóst að það tekur nokk- um tíma, þar til allir samningsaðil- ar, þjóðþing aðildarríkjanna og Evr- ópuþingið, hafa staðfest þessa við- bótarbókun og ríkin í framhaldi af því afhent fullgildingargögn sín.“ Jón Baldvin sagði að ef samkomu- lag tækist um viðbótarbókunina, þannig að hún tæki aðeins til forms- atriða og ekki þyrfti að fara í efnis- legar umræður um framlög EFTA- ríkjanna í þróunarsjóð EB, ætti EES- samningurinn að geta tekið gildi 1. júlí næstkomandi. Kæmi til efnis- legra viðræðna, gæti hann ekki full- yrt hvenær málið leystisL Færi svo, mæddi mest á Svíum, sem væra í formennsku EFTA, að ná samning- um. 5Af hálfu EB reyndi á for- mennskuþjóðina, Dani, sem hefðu lýst pólitískum vilja til að ljúka mál- inu sem fyrst og væra bjartsýnir á að kröfur Spánveija um óbreytt framlag af hálfu EFTA myndu ekki draga samningana á langinn. Utanríkisráðherra var spurður álits á þeirri meðferð, sem EES- samningurinn hefði fengið á Al- þingi, en ekki hefur verið rætt leng- ur um neitt mál í þingsögunni. „Sinn er siður í landi hveiju og það hefur tekið Alþingi Islendinga miklu lengri tíma en önnur þjóðþing að leiða þetta mál til lykta. Yfirleitt hefur þetta tekið 1-2 daga á þingum hinna EFTA-ríkjanna,“ sagði Jón Baldvin. Morgunblaðið/Sverrir Mótmælendur á þingpöllum með borða þar sem því er haldið fram að staðfesting samningsins um EES sé valdataka EB. „Tilgangur umræðna er væntanlega að skýra og upplýsa mál, þannig að þeir sem heyra viti betur hvað er satt og logið um málið. Það era þess vegna gæði umræðunnar sem skipta meira máli en magnið. Ég neita því ekki að mér hefur stundum þótt nokkuð þungbært að sitja hér, án þess að taka til vama, undir fullyrð- ingum sem ég veit fullvel að era ósannar. Ég heyri vítt og breitt í þjóðfélaginu að fólk er ráðvillt. Það heyrir andstæðar fullyrðinga^ manna, sem eiga að teljast ábyrgir aðilar og eiga að hafa kynnt sér málið. Ég skil vel að það sé úr vöndu að ráða hveijum eigi að trúa. Að lokum mun reynslan skera úr og sagan kveða upp sinn dóm, eins og gerzt hefur í hliðstæðum málum í fortíðinni. Ég minni á að stóiyrtar yfírlýsingar um skelfilegar afleiðing- ar af nánu samstarfí okkar við aðrar þjóðir, endalok sjálfstæðis, framsal fullveldis og annað þess háttar, hvort heldur var í tengslum við inngöngun^ í Atlantshafsbandalagið eða aðildina að EFTA, hafa reynzt rangar. Það mun enn reynast svo.“ Ástæða til að breyta þingsköpum Jón Baldvin sagðist telja ástæðu til að breyta þingsköpum Alþingis. „Löggjafarþing vinnur störf sín bezt ef löggjöfín, sem frá því kemur, er vönduð. Nú hefur það lengi verið svo að yfirgnæfandi fjöldi framvarpa, sem fyrir þingið koma, er undirbúinn af embættismönnum eða sérfræðing- um framkvæmdavaldsins. Hlutverk Alþingis er, fyrir utan að vera vett- vangur pólitískrar umræðu sam- kvæmt viðurkenndum leikreglum, að grandskoða þessi mál. Slíkt gerist í nefndum. Málafiöldi í nútímaþjóð- þingum er orðinn slíkur að bezt færi á því að nefndir sæju um að skoða mál ofan í kjölinn. Sú hefur orðið raunin á þjóðþingum allt í kringum okkur að efnislegar umræður í smá- atriðum fara fram í nefndastarfinu. Það er ekki eðlilegt um meiriháttar löggjafarmálefni að menn ræði þau í löngu máli, aðallega í formi spurn- inga, sem ætlazt er til að ráðherra svari í orðaskiptum, sem geta tekið margar klukkustundir," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að einkum þyrftí því að huga að tvennu varðandi breyt- ingar á þingsköpum; að auka vægi. þingnefnda og að setja fastmótaðri reglur um pólitískar umræður í þing- sal. „Ég nefni sem dæmi að í norska Stórþinginu tók umræðan tvo daga og helztu ábyrgðarmenn málsins, eins og forsætisráðherra, utanríki- sviðskiptaráðherra og forystumenn flokkanna, töluðu undir engum kringumstæðum lengur en í fímmtán mínútur. Það er ekkert, sem fram hefur komið í mjög löngum ræðum á Alþingi, sem rúmast ekki í vel undirbúnum 15 mínútna ræðum.“ Jón Baldvin sagði að allir sann- gjarnir menn hlytu að sjá að tími væri kominn til að móta tillögur um breytingar á þingsköpum. „Eg fyrir mitt leyti er tilbúinn til þess. Ég get frómt úr flokki talað vegna þess að sem formaður í sljómmálaflokki á stjómarandstöðutíma beitti ég aldrei þessum vinnubrögðum," sagði Jón Baldvin og sagðist ekki áskilja sér rétt til málþófs, þegar og ef flokkur hans kynni að lenda í stjómarand- stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.