Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 20
MÓRGÚkBLÁÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR1993
Tillög-ur um uppstokkun á skipulagi
menntamálaráðuneytis
Skrifstofum fækk-
að úr fjórum í tvær
TILLÖGUR ura viðamiklar breytingar á skipulagi menntamálaráðu-
neytisins eru nú tilbúnar og verður væntanlega ráðist í að fram-
kvæma þær á fyrri hluta ársins samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins. Þær ganga í aðalatriðum út á að fækka skrifstofum ráðuneytis-
ins úr fjórum í tvær; skólamálaskrifstofu og menningarmálaskrif-
stofu. Einnig er til skoðunar í ráðuneytinu að ríkið selji skólavöru-
búð Námsgagnastofnunar í tengslum við breytingar sem fyrir-
hugaðar eru á starfsemi hennar og ákveðið hefur verið að kennslu-
gagnamiðstöð Námsgagnastofnunar verði færð til Kennaraháskóla
Islands.
Markmiðið með breytingunum
er að ná fram skilvirkara og ein-
faldara skipulagi og liggja tillög-
umar þegar fyrir í öllum aðalatrið-
um og mun ekkert vera að vanbún-
aði að ráðist verði í framkvæmd
þeirra en eftir er að kynna þær
innan ráðuneytisins.
Verkefni færð úr ráðuneytinu
verið tekin um það. Hlutverk
Námsgagnastofnunar er að sjá
nemendum grunnskóia fyrir náms-
efni og koma árlega út milli 200
og 300 titlar af ýmsum náms- og
kennslugögnum og er um 600 þús-
und eintökum dreift til nemenda
grunnskólanna árlega.
Morgunblaðið/Sverrir
Aflanum komið ígáma
Veiði hefur ekki verið mikil að undanförnu og hefur í gáma til útflutnings í gærmorgun. Starfsmenn þar
veðurfarið sett stórt strik í reikninginn. Alltaf kemur sögðust vona að veðurguðirnir færa að blíðkast svo
þó einhver fískur úr sjó eins og sjá má á myndinni. að veiðin færi að glæðast.
Unnið var á Faxamarkaði við að landa afia og setja
Sturla Böðvarsson um úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
Líklegt að pólitík ráði gerð-
um félagsmálaráðherra
STURLA Böðvarsson alþingismaður, sem sæti á í nefnd sem skipuð
er af Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og vinnur að
endurskoðun á reglugerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, segir að
pólitísk tengsl ráði því að félagsmálaráðherra hafi sett reglugerð
í desember sl. þar sem reglur um framlög úr sjóðnum eru rýmkað-
ar, en samkvæmt þeim fékk Hafnarfjarðarbær 42 milljónir kr. úr
sjóðnum. Hann segir að reglugerðin hafi verið sett án þess að
haft hafi verið samband við nefndarmenn. Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra segir að Sturla hafi misskilið hlutverk nefndar-
innar og furðar sig á viðbrögðum hans.
Undirbúningur að breytingum
innan ráðuneytisins hefur staðið
yfir í á annað ár og hefur m.a.
verið metið hvort þörf sé á að öll
sú starfsemi sem þar fer fram verði
þar áfram eða hvort eðlilegra sé
að verkefni verði flutt frá ráðu-
neytinu til annarra aðila. Hefur
þannig t.d. verið rætt um að færa
rekstur grunnskólanna til sveitar-
félaganna.
Þá var sérstök úttekt gerð á
starfsemi Námsgagnastofnunar og
námsgagnagerð sem þar fer fram
og er nú til skoðunar að selja skóla-
vörubúðina sem stofnunin starf-
rækir en ákvörðun hefur þó ekki
Gunnar Jóak-
imsson ráðinn
framkvæmda-
stjóri Síldarút-
vegsnefndar
GUNNAR Jóakimsson viðskipta-
fræðingur hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Síldarút-
vegsnefndar frá og með 1. febr-
úar nk. í stað Einars Benedikts-
sonar sem ráðinn hefur verið
forsljóri Olíuverslunar íslands
hf. frá sama tíma.
Einar Benediktsson hefur starf-
að hjá Síldarútvegsnefnd í tæplega
17 ár, eða frá 1. júlí 1976, og síð-
ustu árin sem framkvæmdastjóri
nefndarinnar.
Gunnar Jóakimsson er 40 ára
viðskiptafræðingur og hefur hann
starfað hjá Síldarútvegsnefnd und-
anfarin 12 ár.
Snemma á síðasta ári samþykkti
bæjarstjóm Hafnarfjarðar að leggja
á 7,5% útsvar og þar með sköpuðust
skilyrði fyrir því að Hafnarfjarð-
arbær fengi framiag úr Jöfnunar-
sjóði sveitarfélaga. „Þegar það varð
ljóst að hveiju Hafnfirðingamir
stefndu, þ.e. að komast inn í sjóðinn,
var tekin ákvörðun um að skipa
nefnd til að endurskoða reglugerð
sem er í gildi í því skyni að forða
því að stóra sveitarfélögin á höfuð-
borgarsvæðinu kæmust inn í sjóðinn
og skertu hann verulega," sagði
Sturla.
í nefndinni eiga sæti auk Sturlu,
Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofu-
stjóri í félagsmálaráðuneytinu, Val-
garður Hilmarsson, oddviti í Húna-
vatnssýslu, Guðmundur Árni Stef-
ánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði og
Gunnlaugur Stefánsson alþingismað-
ur.
„Okkar vinna miðaði að því að
endurskoða reglugerðina þannig að
1993 yrði staðið að þessu með skap-
legum hætti. Við höfum unnið að
þessu í góðri trú til þessa dags en
síðan les ég það í Stjórnartíðindum
að búið sé að gefa út breytingu á
reglugerðinni, sem gerir mögulegt
að úthluta fyrir síðasta ár til sveit-
arfélaga þótt þau hafi ekki uppfyllt
þessi skilyrði. Með þessu gerist það
að Hafnarfjörður fær úthlutað úr
Jöfnunarsjóði tæpum 43 milljónum
króna þann 29. desember og Mos-
fellsbær fær 29 milljónir króna,“
sagði Sturla. Alls var veitt úr sjóðn-
um 85 milljónum kr.
Sturla kvaðst telja afar líklegt að
um pólitísk tengsl hafi ráðið gerðum
félagsmálaráðherra. Félagsmálaráð-
herra hefði ekki haft samráð við
nefndina né heldur Samband ís-
lenskra sveitarfélaga við útgáfu á
reglugerðinni.
Misskilningur Sturlu
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra sagði að Sturla hlyti
að hafa misskilið hlutverk nefndar-
innar. „Þetta kemur mér satt að
segja mjög á óvart. Nefndin hafði
mun víðtækara verkefni með hönd-
um. Hún átti að endurskoða reglu-
gerð um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
í Ijósi reynslunnar af þjónustufram-
lögum og jöfnunarframlögum. Störf
nefndarinnar hafa legið niðri um
nokkurt skeið, m.a. vegna þess að
ekki er komin niðurstaða í hvað kem-
ur í stað aðstöðugjaldsins," sagði
Jóhanna.
Reglugerðarbreytingin
„Það er ráðgjafanefnd sem skipuð
er fimm mönnum, sem flestir koma
frá smærri sveitarfélögunum, sem
gerir tillögur til mín um úthlutanir
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á
hveiju ári og hún gerði tillögu um
breytingu á reglugerðinni. Fjórir af
þessum fimm eru tilnefndir af Sam-
bandi sveitarfélaga, þar af era tveir
í stjórn sambandsins.
Þegar búið var að úthluta jöfnun-
ar- og þjónustuframlögum var eftir
nokkur fjárhæð í sjóðnum þó að
sveitarfélög hafi fengið full framlög
í samræmi við reglugerð um sjóðinn.
Ráðgjafanefndin taldi ekki rétt að
færa þetta fjármagn á milli ára og
því væri um tvær leiðir að ræða.
Annars vegar að bæta þeim fjármun-
um sem eftir voru ofan á framlög
til þeirra sveitarfélaga sem þegar
höfðu fengið framlög og hins vegar
að breyta reglugerðinni og úthluta
þessu til tekjulægri sveitarfélaga sem
vegna ákvæða í reglugerðinni vora
útilokuð frá framlögum.
Þau sveitarfélög sem höfðu fengið
úthlutað úr sjóðnum voru með í tekj-
ur um 100 þúsund kr. á hvern íbúa.
Meðalsveitarfélag eins og Mosfells-
bær er með 81 þúsund kr. á íbúa
og Hafnarfjörður er með um 89 þús-
und kr. á íbúa auk nokkurra smærri
hreppa sem voru með mjög lágar
tekjur á hvem íbúa. Eftir þessa út-
hlutun vantar Mosfellsbæ enn 50
milljónir til þess að ná tekjum sem
flest sveitarfélög hafa og Hafnar-
fjarðarbæ vantar 90-100 milljónir
kr. til þess að ná tekjum sem flest
önnur sveitarfélög hafa,“ sagði Jó-
hanna.
Pólitík réð ekki
Hún vísaði því á bug að pólitík
hefði ráðið þessari ákvörðun og verið
væri að hygla Hafnarfirði sérstak-
lega. „Mosfellsbær, þar sem íhaldið
ræður ferðinni, fær hlutfallslega
miklu hærra framlag við þessa út-
hlutun en til dæmis Hafnarfjörður
ef miðað er við íbúafjölda," sagði
Jóhanna.
BÓKAMARKADI
IIM ALLAN BOKAMULAN
Flest stærstu bókaforlög landsins halda nú viðamiklar bókaútsölur í húsakynnum
sínum í Múlahverfi; við Armúla, Síðumúla og Grensásveg.
TRYGQÐU ÞÉR GÓÐAR BÆKURÁ
EINSTOKU VERÐI SEM ALLRA FYRST