Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 23

Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993 23 Hollustuvernd ríkisins Varað við rangri meðferð á þorramat HOLLUSTUVERND ríkisins segir að full ástæða sé til að vara við rangri meðhöndlun þorramatar, nú þegar þorri er hafinn með tilheyr- andi áti súrmetis og ferskmetis. Komið hafi upp matareitranir í tengsl- um við þorrahátíðir þar sem stórir hópar, allt að fjögurhundruð manns, hafi fengið matareitrun vegna rangrar meðhöndlunar þorramatar. Samfrost lagt niður og starfsmönnum sagt upp SAMFROST, samstarfsfyrirtæki Isfélags Vestmannaeyja og Vinnslu- stöðvarinnar, verður á næstunni lagt niður. Ollum fimm starfsmönnum fyrii-tækisins, ásamt þeim sem unnið hafa á vegum Samfrosts við lönd- un úr togurum var sagt upp um síðustu áramót og hafa þeir ýmist þriggja eða sex mánaða uppsagnarfrest. Morgunblaðið/Rúnar Þór A skíðum skemmti ég mér Tími skíðafólks er framundan. Þúsundum saman flykkist það á skíðastaðina um land allt. Rík skíðahefð er á Akureyri og Hlíðarfjall fyllist af fólki á góðviðrisdögum. Að sögn forstjóra fyrirtækjanna tveggja, þeirra Sigurðar Einarssonar og Sighvats Bjarnasonar er þessi ákvörðun tekin í hagræðingarskyni, þar sem forsendur og aðstæður hafi Birgir segir að samkvæmt hug- myndum Bogdans, sem er pólskur að uppruna, ætti menningarmiðstöð- in að starfa á svipuðum nótum og Norræna húsið. „Þetta mál er þó allt skammt á veg komið en næstu skref þess hjá okkur eru að finna hentuga lóð undir húsið sér í bænum og kanna grundvöll þess að af þess- breyst til muna frá því að fimm stærstu fískvinnslufyrirtækin í Vest- mannaeyjum stofnuðu Samfrost á árdögum tölvualdar, þegar verið var að koma upp bónuskerfi, sem hóf um áformum geti orðið,“ segir Birgir. Joseph Charytion var þekktur pólskur málari og var framan- greindri stofnun komið á fót eftir andlát hans. Stjórnarformaðurinn, Bogdan, er sonur Josephs en menn- ingarmiðstöðvar, svipaðar þeirri sem hann vili koma upp í Kópavogi, eru starfandi á hinum Norðurlöndunum. göngu sína í Vestmannaeyjum og var skipulagt með því tölvukerfi sem Samfrost kom sér upp. Síðan þá hafa fyrirtæki sameinast í Vestmannaeyjum, eins og kunnugt er, þannig að af fimm stofnendum Samfrosts, standa einungis þrír eftir, þar sem Fiskiðjan og Vinnslustöðin sameinuðust í einu fyrirtæki og ísfé- lag Vestmannaeyja og Hraðfrysti- stöð Vestmannaeyja sameinuðust í öðru fyrirtæki. Auk þessara fyrir- tækja var frystihús FIVE með sem stofandi Samfrosts. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið að ákveðið hefði verið að einn starfsmaður Samfrosts kæmi til starfa hjá ísfélaginu og annar hjá Vinnslustöðinni. Reiknað væri með því að sá sem stýrt hefur tölvukerf- inu yrði sjálfstæður, en ekki væri ljóst enn hvað yrði með aðra starfs- menn. „Þetta er eingöngu gert í sparn- aðarskyni. Við erum báðir með nægi- legt starfsfólk á skrifstofum okkar, til þess að sjá um það sem Samfrost hefur gert,“ sagði Sighvatur Bjama- son. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að draga saman seglin og ná fram sparnaði í rekstri og þarna sáum við einn slíkan möguleika. Ég hygg að við hér í Vinnslustöðinni getum sparað 4 til 6 milljónir á ári, með því að hætta þátttöku okkar í Samfrosti." Franklín Georgsson hjá Hoilustu- vernd ríkisins segir að áhætta sé á að þorramatur sé rangt meðhöndlað- ur. í fyrsta lagi sé hann oft matreidd- ur fyrir mjög marga í einu og stund- um sé hann fluttur langar vegalengd- ir áður en hann er snæddur. Einnig standi hann lengi á borðum meðan veislur standa yfir. „Ef sýring er góð á þeim hluta matarins sem er súr skapast ekki ýkja mikil hætta þótt maturinn standi í einhvem tíma við stofuhita. En í þorramatnum er einnig ýmislegt ferskmeti, eins og sviðasulta og slát- ur, og það er kannski einna viðkvæm- ast fyrir skaðlegum örverum. Þegar slíkur matur fær að standa á borðum lengi við stofuhita er aldrei hægt að útiloka að skaðlegar örverur nái að fjölga sér nægilega mikið til þess að neysla orsaki matareitrun," sagði Franklín. Nokkrar stórar matar- eitranir í gegnum árin Hann sagði að í gegnum árin hefði verið nokkuð um stórar matareitran- ir. Þar hefði einkum komið til röng vinnsla á þorramatnum. Matinn verði að leggja snemma í súr svo hann súrni í gegn og nota verður góða mysu. Sýringin verður að fara fram undir tíu gráðu hita. Meðal atriða sem huga verður að í sambandi við þorramatinn er að gæta ítrasta hreinlætis við tilbúning og framleiðslu, nota hreina hnífa og skurðbretti við matseldina, þvo áhöld og skurðbretti oft með sápu og skola með heitu rennandi vatni, nota papp- ír í stað eldhúsklúta og svampa, sjóða kjöt og svið þannig að það gegnum- hitni upp í 70 gráður á Celsíus eða hærra, geyma soðið kjöt og rétti ekki lengi við stofuhita, varast að hrúga heitu og volgu kjöti saman í ílát og endurhita rétti í 70 gráður eða hærra. Best er að setja súrsaðan mat í mysublöndu og geyma í kæliskáp fram að neyslu. Súrmatur sem flutt- ur er á milli staða á að vera í mysu- blöndu og flutningur á að taka sem stystan tíma. Ósýrður þorramatur hefur mun minna geymsluþol en sýrður matur. Viðkvæm matvæli mega ekki standa lengur við stofu- hita en í 4-5 klukkustundir. -----»■ -» ■«- Fórnarlambið hf. Skiptafundi var frestað SKIPTAFUNDI í þrotabúi Fórn- arlambsins hf., sem áður hét Hag- virki hf., hefur verið frestað fram í miðjan febrúar. Kröfulýsingar- skrá verður lögð fram viku fyrir fundinn, eða í kringum 7. febrúar. Ragnar Hall, búsljóri þrotabúsins, segir að þetta sé gert sökum þess að síðustu dagana áður en skipta- fundurinn átti að vera kom tölu- verður fjöldi af kröfum í búið. „Hér er um umfangsmikið mál að ræða og frestunin er tilkomin vegna þess að gífurlegur fjöldi af kröfulýs- ingum kom á allra síðustu dögum fyrir hinn áformaða fund,“ segir Ragnar. „Mér gafst því ekki tími til að ganga endanlega frá kröfulýsing- arskránni. Það kom mér á óvart að kröfuhafar sem eiga mikilla hags- muna að gæta skyldu bíða með kröfulýsingar sínar fram á síðustu stundu en gjaldþrotið hefur legið ljóst fyrir síðan í september. “ Ragnar vill ekki tjá sig um hve háum fjárhæðum kröfur í þrotabúið nema nú, segir að það komi í ljós er kröfulýsingarskrá verður lögð fram. UTSALA Kuldaúlpur, ullarjakkar, heilsársflíkur Opið í dag til kl. 16.00. LAUGAVEGI 31, SÍMI 25580 Erlend menningarmiðstöð í Kópavogi Bæjarráð hefur áhuga á að skoða málið nánar BÆJARRÁÐ Kópavogs hefur áhuga á að skoða nánar áform The Jos- eph Charytion Artist-Painter American Scandinavian Foundation um að reisa menningarmiðstöð í bænum. Birgir Sigurðsson, skipulags- stjóri Kópavogs, segir að málið sé skammt á veg komið en stjórnarfor- maður þessarar stofnunar, Bogdan Charytion, hefur lagt fram hug- myndir um að reist verði um 250 fm hús undir starfsemina í Kópavogi. Vilt þú lækka bifreiðatrygginga- iðgjöldin þín? Varkáru ökumennirnir fá aö njóta sín hjá okkur því þeir ganga aö hagstæöari kjörum vísum. Réttlátt ekki satt? Og þeir sem eru félagar í FÍB fá 10% afslátt á iðgjaldið! Við hvetjum þig til að gera verðsamanburð á bifreiðaiðgjöidum tryggingafélaganna. Munurinn kemur þér örugglega á óvart! Við minnum á að þú verður að segja upp tryggingunni þinni mánuði fyrir endurnýjunardag. Skandia Lifandi samkeppni - lægri iðgjöld! VÁTRYGGINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.