Morgunblaðið - 23.01.1993, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.01.1993, Qupperneq 25
Flóttafólki snúið við Reuter Haitimenn, sem reyndu að komast ólöglega til Bandaríkjanna, sjást hér ganga á land í höfuðborginni Port-au-Prince eftir að hafa verið fluttir á ný til síns heima. Þetta er fyrsti hópurinn sem snúið er við eftir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákvað að fylgja stefnu fyrirrennara síns, George Bush, í málefnum flóttamannanna. Aður hafði Clinton gagnrýnt Bush fyrir harðýðgi. M()RGUNi>LAOIB UCGAltDAGyR ffL jANpAlt ,l?iKÍ 2.5 Breytingar á þýsku rík- isstjórninni Bonn. Reuter. FJÓRIR nýjir ráðherrar tóku I gær sæti í ríkisstjórn Helmuts Kohls kanslara í Þýskalandi. Búist hafði verið við mun umfangsmeiri uppstokkun á ríkisstjórninni enda hafði það verið boðað strax þegar hún tók við völdum. Áhrifamesti nýi ráðherrann er bankamaðurinn Giinter Rexrodt, sem tekur við embætti efnahagsráðherra. Því gegndi áður Jurgen Möllemann en hann sagði af sér fyrr í mánuðin- um í kjölfar hneykslismáls. Þeir til- heyra báðir fijálsum demókrötum. Nýr póst- og fjarskipamálaráð- herra er Wolfgang Bötsch en hann hefur árum saman verið þingflokks- formaður bæverska flokksins Kristi- lega sósíalsambandið (CSU). Jochen Borgert heitir nýi landbún- aðarráðherrann en fyrirrennarinn, Ignaz Kiechle, er farinn á ellilaun að eigin ósk. Borgert tilheyrir flokki Kristilegra demókrata (CDU) en Ki- echle var frá CSU. Þá tekur loks Matthias Wissmann, talsmaður CDU í efnahagsmálum, við embætti ráð- herra rannsókna- og tæknimála. Ráðherraefni uppvíst að lögbrotum Mótmæli kjósenda urðuBaird aðfalli Washington. Reuter. ÞAÐ voru harkaleg viðbrögð bandarísks almennings fyrst og fremst sem urðu þess valdandi að Zoe Baird tilkynnti í gær að hún gæti ekki hlýtt kalli Bills Clintons forseta og tekið við embætti dómsmálaráðherra. Eftir að upp komst að Baird og eiginmaður hennar höfðu árið 1990 ráðið tvo ólöglega innflytj- endur frá Perú til starfa á heim- ili sínu streymdu mótmælabréfin til dómsmálanefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings sem hefur i vikunni yfirheyrt Baird. Ennfremur sýndi skoðanakönn- un ABC/Washington Post sem birt var seint á fimmtudag að sex af hverjum tíu töldu að hún ætti ekki að taka við embætti og átta af hveijum tíu sögðu að það hefði verið rangt af henni að ráða ólög- lega innflytjendur til starfa. Könn- un CNN og Gallup var á svipuðum nótum. Baird og eiginmaður hennar Eiður unninn Zoe Baird frammi fyrir þingnefnd er kannað var hvort hún væri hæf í ráðherraembættið. Paul Gewirtz, lagaprófessor við Yale-háskóla, létu undir höfuð leggjast að greiða tilskilin opinber gjöld vegna launþeganna tveggja. I síðustu viku báðust þau opinber- lega afsökunar á lögbrotinu og borguðu 2.900 dali (um 180.000 ÍSK) í sekt til útlendingaeftirlits Bandaríkjanna. Giscard vill verða forsætísráðherra París. Reuter. TVEIR af leiðtogum frönsku stjórnarandstöðunnar hafa lýst því yfir að þeir sækist eftir forsetisráðherraembættinu að loknum þingkosning- um. Allar skoðanakannanir benda til stórsigurs hægrifiokkanna tveggja, RPR og UDF, og hefur jafnvel Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sagt að hann búist ekki við öðru en að flokkur sinn, Sós- lalistaflokkurinn, tapi þann 21. og 28. mars. Valéry Giscard d’Estaing, fyrrum Frakklandsforseti og leiðtogi UDF, lét það í gær fréttast í gegnum nán- ustu aðstoðarmenn sína að hann hefði hug á að verða forsætisráð- herra. Giscard hafði áður sagt að hann hefði efasemdir um að hann myndi vilja verða forsætisráðherra á meðan Mitterrand væri forseti. „Ef UDF fær mesta fylgið í kosningunum þá hefur Giscard d’Estaing alla þá hæfileika sem þarf til að vera forsæt- isráðherra . . . á þeim erfiðu tím- um sem framundan eru,“ sagði Herve de Charette, varaformaður UDF í gær. Jacques Chirac, leiðtogi RPR og forsætisráðherra á árunum 1986- 1988, sagðist ekki hafa áhuga á . Kosið er í tveimur umferðum embættinu á meðan Mitterrand sæti á forsetastóli. Næstu forsetakosning- ar fara ekki fram fyrr en 1995. For- ystumenn jafnt RPR sem UDF telja að Mitterrand beri samt að segja af sér gjaldi sósíalistar mikið afhroð í kosningunum. Eins og stendur er RPR stærsti hægriflokkurinn á þingi og er forsæt- isráðherraframbjóðandi þess flokks Edouard Balladur, fyrrum fjármála- ráðherra. UDF og RPR náðu fyrr í vikunni samkomulagi um að beijast ekki inn- byrðis í kosningunum, líkt og hingað til hefur oft verið raunin, heldur bjóða fram sameiginlegan frambjóð- anda í 485 kjördæmum af 577. SPARIfl ÞðSUNDIR KRQHA. ÖLl GDLFEFHIÁ EfNUM STflfl. DÚKflR - FLÍSflR - PflRKET - TEPPI - MOTTUR - AFGAHGAR. TAKID MÁLIN MEfl. Opið vikra daga 9-18 laugardaga 10-16 Afgangar með allt að 70% afslætti. raðgreiðslur TEPPABUÐIN SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMAR 681 950 - 8 1 4850

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.