Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1993 ..................................——i—s-- —: r ...... 29 Fulltrúar minnihluta við afgreiðslu fjárhagsáætlunar í borgarstjórn Brýnasta verkefnið er að sporna gegn atvinnuleysi Ósammála um ýmsar leiðir að markmiðum Fjárhagsáætlun Reykjavíkur var samþykkt á fundi borgarstjórnar á áttunda tímanum í gærmorgun eftir að umræður um hana höfðu staðið yfir í meira en hálfan sólarhring. í málflutningi sínum lögðu borgarfulltrúar minnihlutaflokkanna áherslu á að borgin beitti sér fyrir atvinnuskapandi aðgerðum, yki framkvæmdir og efldi þjón- ustu. Sameiginlega fluttu þeir á fundinum ályktunartillögu um at- vinnumál. Um ýmsar aðrar leiðir til að ná markmiðum voru fulltrú- ar minnihlutans á hinn bóginn ekki sammála. Siguijón Pétursson, Alþýðubandalagi, gagnrýndi harðlega tillögu Nýs vettvangs um hækkun á arðgreiðslum fyrirtækja borgarinnar. Hann sagði tillög- umar fela í sér verulega auknar álögur á almenning. Flestar tölulegar breytingatillög- ur minnihlutaflokkanna voru felldar á fundinum. Þrjár voru samþykkt- ar, að veita auknu fé til Stígamóta, Samstarfsnefndar um málefm fatl- aðra og Listasafns Sigurjóns Ólafs- sonar. Brýnt að sporna gegn atvinnuleysi Fulltrúar minnihlutaflokkanna lögðu áherslu á að brýnasta for- gangsverkefni borgarstjómar um þessar mundir væri að sporna gegn atvinnuleysi og fluttu þeir sameig- inlega tillögu um málið. Breytinga- tillaga sjálfstæðismanna við tillögu minnihlutans var samþykkt en þar segir að borgarstjórn hafí með fjár- hagsáætluninni lagt áherslu á að ná þessu markmiði. Þetta sé m.a. gert með því að veija 9 milljörðum króna til verklegra framkvæmda Reykjavíkurborgar. Á vegum at- vinnumálanefndar hafí verið unnið að því að samræma störf Ráðning- arstofu, Félagsmálastofnunar og Námsflokka Reykjavíkur til að- gerða í þágu atvinnulausra. Þá sé unnið að undirbúningi námskeiða og endurþjálfunar atvinnulausra. Ályktunartillögum Nýs vettvangs vísað frá Ólína Þorvarðardóttir, Nýjum vettvangi, sagði fjárhagsáætlunina metnaðarlítið plagg. Hún væri varnarleikur í erfiðri stöðu, miðaði að því að halda í horfinu, bíða átekta og vona að allt lagaðist á morgun. Alls fluttu fulltrúar Nýs vettvangs 13 ályktunartillögur við umræðuna um fjárhagsáætlun og var þeim öll- um vísað frá. Megintillaga þeirra var að hækka arðgreiðslur fyrirtækja í eigu borg- arinnar úr 2% í 6% af skuldlausri, endurmetinni eign. Með því sögðu flutningsmenn tillögunnar að skap- ast myndu tekjur sem næmu 1.442 milljónum króna, umfram það sem gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. Þeim fjármunum mætti verja til að auka framkvæmdir og efla þjónustu í borginni. Einnig var lagt til að Reykjavíkurhöfn ráðstafaði sem næmi 6% af skuldlausri, endurmet- inni eign til atvinnusköpunar um- fram það sem lagt væri til í frum- varpinu. Áð auki lögðu fulltrúar Nýs vett- vangs m.a. til að stefnt yrði að sölu lóða og eigna fyrir um 100 milljónir króna og að dregið yrði úr fasteignakaupum um 50 millj- ónir króna. Þá var lagt til að borg- arstjórn samþykkti að veija 100 milljónum króna til hönnunar og byijunarframkvæmda við hjúkrun- arheimili, að 200 milljónum yrði varið til uppbyggingar leikskóla í borginni, að 250 milljónum króna yrði varið til Rimaskóla og að 250 milljónum yrði varið til smíða og kaupa á félagslegu húsnæði. Sigurjón gagnrýnir Nýjan vettvang Siguijón Pétursson gagnrýndi tillögur Nýs vettvangs um hækkun á arðgreiðslum. Hann sagði að yrðu þær að veruleika myndu þær hafa í för með sér 20,4% hækkun hjá Hitaveitu og 22% hækkun hjá Raf- magnsveitu. Heita vatnið og hita í hús þyrftu allir jafnt, hvort sem þeir væru atvinnulausir eða með góðar tekjur. Þetta myndi því leggj- ast þyngst á þá sem minnst hefðu. „Ég vil ekki leggja þessar byrðar á almenning og mun því greiða at- kvæði á móti þessum tillögum," sagði Siguijón. Um fjárhagsáætlunina sagði Sig- uijón að fjárhagsumskipti Reykja- víkurborgar væru uggvænleg. Á síðustu 10 árum hefði meðaltal þess sem hægt hefði verið að veija til eignabreytinga af tekjum borgar- innar verið 26,3%. í þessari áætlun væri það 12,5%. Þetta væri til merk- is um að fjárhagur borgarinnar væri að hrynja. Þessari áætlun og rekstri síðasta árs væri lokað með lántöku, hvort árið upp á 1.260 milljónir króna. Hann sagði að Alþýðubandalagið fagnaði því að með þessari fjár- hagsáætlun væri stefnt að því að halda sem hæstu framkvæmdastigi miðað við aðstæður. Af þeirri ástæðu myndi hann ekki nú fremur en við síðustu áætlun, sem einnig hefði verið sett fram í skugga þrenginga, leggja fram tillögur um verulegar breytingar á áætluninni. Siguijón lagði m.a. til að borgar- stjórn ályktaði að rétt væri að hefja sem allra fyrst þau verk, sem fjár- hagsáætlunin gerði ráð fyrir að unnin yrðu á þessu ári þar sem atvinnuástandið væri alltaf erfiðast yfir veturinn. Þá teldi borgarstjóm rétt að skoða hvort hægt væri að hefja framkvæmdir við verk, sem samkvæmt framkvæmdaáætlun ætti að vinnast á árinu 1994, strax næsta haust. Tillögunum var vísað til umfjöllunar í borgarráði. „Bylting í peningalegri stöðu borgarsjóðs" Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, sagði að frumvarpið sýndi ekki breytingu heldur byltingu á peningalegri stöðu borgaijóðs. Borgarfulltrúar stæðu frammi fyrir áður óþekktum vandamálum í rekstri borgarinnar. Tekjur minnk- uðu nú á milli ára en á síðasta ára- tug hefði borgin alltaf fengið meiri tekjur en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir. Afrakstur slælegrar íjár- málastjómar og óráðsíu síðustu tíu ára væri að koma fram með miklum þunga á borgarsjóð og nú væri svo komið að borgarsjóður væri rekinn með helmingi meiri halla en ríkis- sjóður. Á sama tíma hefði stórfellt atvinnuleysi hafíð innreið sína og mikil óvíssa ríkti um hvaða tekju- stofn sveitarfélögin fengju í stað aðstöðugjalds. Sigrún lagði fram nokkrar álykt- unartillögur. Meðal annars um að borgarstjóm samþykkti að láta gera raunhæfa tekju- og greiðsluáætlun fyrir borgarsjóð til næstu þriggja ára þar sem það væri eina leiðin til að rétta við fjárhag borgarinnar. Þá lagði Sigrún til að borgarstjóm samþykkti að leggja niður fram- kvæmdasjóð og að borgarstjórn samþykkti að fela kjörnum skoðun- armönnum borgarreikninga og borgarendurskoðanda að gera út- tekt á reikningum borgarinnar und- anfarin fjögur ár. Þessum tillögum var vísað frá. Ályktunartillaga Sig- rúnar um að borgarstjórn sam- þykkti að samræma framsetningu ijárhagsáætlunar og ársreikninga borgarinnar var vísað til borgar- ráðs. „Fáar breytingatillögur en mikilvægar“ Guðrún Ögmundsdóttir, Kvenna- lista, sagði að ákveðið hefði verið að leggja ekki fram viðamiklar breytingar við fjárhagsáætlunina en fáar og mikilvægar þess í stað. Lögð væri áhersla á tillögur sem gætu haft í för með sér atvinnu- skapandi tækifæri og tillögur um uppbyggingu félagslegrar þjónustu. Ályktunartillaga Guðrúnar um að borgarstjórn samþykkti að starfs- mannahald Reykjavíkurborgar gerði skoðanakönnun meðal starfs- fólks borgarinnar um óskir þess varðandi lengd vinnutíma, var vísað til borgarráðs. Þá var tillögu hennar um að borgarstjóm samþykkti að hafíst yrði handa í markvissri upp- byggingu tómstundaheimila/skóla- dagheimila á þessu ári með kaupum á eldra húsnaéði í grennd við gmnn- skólana í borginni vísað til umijöll- unar í skólamálaráði. Tillögum um að koma upp „iðngörðum" á hafnar- svæðinu, að gert yrði átak í þjón- ustu við erlend börn og fjölskyldur þeirra og tillögu um að borgarstjórn samþykkti að kaupa tvö hús í eldri borgarhlutum Reykjavíkur undir leikskóla, var vísað frá. Útsvör og fasteignagjöld um- talsvert lægri í Reykjavík Sjálfstæðismenn sögðu breyt- ingatillögur minnihlutaflokkanna bera vott um að sem fyrr væri djúp- stæður ágreiningur milli minni- hlutaflokkanna um markmið og leiðir í öllum veigamestu þáttum borgarmálanna. Nú sannaðist eina ferðina enn að þessir flokkar væm sundurleitir og síst af öllu færir um að ná saman um raunhæfar aðgerð- ir til að mæta hinum alvarlegu og óvenjulegu aðstæðum í atvinnumál- um borgarbúa. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks hefði mótað skýra stefnu í fjármálum Reykjavíkur- borgar og gert stórtækar og vel yfirvegaðar áætlanir um verklegar framkvæmdir til að bæta atvinnu- ástandið í Reykjavík. Við þessa áætlanagerð hefði verið haft að leið- arljósi að Reykjavíkurborg myndi ekki hækka skatta á borgarbúa. Reykvíkingar nytu þessa í erfiðu árferði og nú væri orðinn umtals- verður munur á, hve útsvör og fast- eignagjöld væru lægri í Reykjavík en hjá flestum öðmm bæjarfélögum á landinu. Tímamótasigur Júditar í Hastmgs Skák Margeir Pétursson SEXTÁN ára gamla ung- verska stúlkan Júdit Polgar sigraði á hinu sögufræga al- þjóðlega móti í Hastings sem lauk í síðustu viku. Júdit hlaut jafnmarga vinninga og sjöundi stigahæsti skákmaður heims, Evgení Bareev, en hún var úrskurðuð sigurvegari á stig- um, sem aðallega kom til af því að hún vann Bareev í báð- um skákum þeirra. Þetta er eitt öflugasta skákmót sem kona hefur sigrað á. Það er enginn vafi á því að Júdit, sem er fædd 23. júlí 1976, er einn efnilegasti skákmaður heims og að komast í flokk með þeim Anand, Kramnik, Adams og Lautier. Hún var með 2.595 skákstig á lista FIDE 1. janúar og fer nú talsvert yfir 2.600 stiga múrinn. Úrslit á mótinu í Hastings urðu þessi: 1.—2. Júdit Polgar og Evgení Bareev 9 v. af 14 mögulegum 3. Jonathan Speelman, Englandi 8 v. 4. -6. John Nunn og Matthew Sadler, Englandi og Ilya Gurevich, Bandaríkjunum 7 v. 7. Lev Polugajevskí 5‘A v. 8. Colin Crouch, England 3'A v. Við skulum nú líta á úrslita- skákina á mótinu sem tefld var í síðustu umferð: Hvítt: Júdit Polgar Svart: Evgení Bareev Frönsk vöm 1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Rf6 4. Bg5 — dxe4 5. Rxe4 — Rbd7 6. Rf3 — h6 7. Rxf6+ - Rxf6 8. Be3 - Bd6 9. Dd3 —b6?! Síðustu tvo leiki svarts notfærir Júdit sér nú á þann hátt að hún fær upp stöðu þar sem hefðbundið mótspil svarts með c7—c5 er útilokað. 10. Re5 - Bb7 11. Db5+ - Rd7 12. 0-0-0 - a6 13. Db3 - b5 Bareev hefur e.t.v. vanmetið framrás c-peðs hvíts sem tryggir Júdit verulega yfírburði í rými og gerir það að verkum að svartur á enga möguleika á gagnsókn á drottningarvæng. Einnig kom til greina að hróka, en hvíta staðan er nokkru betri. 14. c4! - 0-0 15. f4 - Be4 16. c5 - Be7 17. Bd3!? - Bxg2? Hér hefði svartur átt að létta á stöðunni 17. — Bxd3 18. Hxd3 — Rxe5 og eftir 19. fxe5 þá 19. — Bg5, en 19. dxe5 er svarað með 19. — De8 og svarta drottn- ingin mun standa vel á c6, auk þess sem hann er tilbúinn í að andæfa á d-línunni. 18. Hhgl - Bd5 19. Dc2 - f5 20. Rg6 - He8 21. c6! - Rf8 22. Re5 - Bh4 Gallinn við stöðu svarts er sá Júdit Polgar að hann á enga möguleika á mót- spili og getur heldur ekki létt á stöðunni með uppskiptum. Hvítur getur því jafnt og þétt aukið sókn- arþungann. Sannkölluð óskastaða sóknarskákmannsins. Með bisk- upsleiknum er svartur að hindra að hvítur geti tvöfaldað hrókana á g-línunni. 23. De2 - Df6 24. Dh5 - Hed8 25. Hxg7+!! - Kxg7 26. Hgl+ - Kh8 27. Rf7+ - Kh7 28. Rxh6! og svartur gafst upp. J ólahraðskákmótin Að venju var mikil starfsemi í taflfélögum í kringum stórhátíð- arnar. Hér fara á eftir í úrslit í nokkrum mótum: 50 ára afmælismót Akraness- bæjar: Keppendur víðs vegar að af landinu mættu til leiks á mótinu sem fram fór á þriðja dag jóla: 1. Andri Áss Grétarsson 6 v. af 7 mögulegum 2. Helgi Áss Grétarsson 5‘A v. 3. Guðmundur Gislason 5‘A 4—5. Guðmundur Halldórsson og Gunn- ar Magnússon 5 v. 6.-7. Héðinn Steingrímsson og Gísli Gunnlaugsson 4Vi v. 8,—10. Róbert Harðarson, Jón Hálfdánarson og Gunnar Björns- son 4 v. 11.—12. Grétar Áss Sigurðsson og Árni Böðvarsson 3‘A v. Akurenesingamir Gunnar Magnússon, Jón Hálfdánarson og Ámi Böðvarsson mega vel við sinn hlut una í baráttunni við öfluga gestina og sömuleiðis kom Gísli Gunnlaugsson, Búðardal, á óvart. Það er greinilega gróska í skáklíf- inu á Vesturlandi. Jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur A-úrslit: 1. Sævar Bjarnason 15'A v. af 19 2. Héðinn Steingrímsson 13'A v. 3. Andri Áss Grétarsson 13'A v. B-úrsIit: 1. Hrannar Baldursson 14 v. af 17 v. 2. Jón G. Briem 12V4 3. Bergsteinn Einarsson 12V4 C-úrslit: 1. Kristján Hreinsson 10 v. af 11 2. Vigfús Vigfússon 9V4 v. 3. Steingrímur Hólmsteinsson 8V2 Jólahraðskákmót Taflfélags Garðabæjar 1. Þröstur Þórhallsson I6V2 v. 2. Héðinn Steingrímsson 14'A v. 3. Þráinn Vigfússon 13 v. 4. Andri Áss Grétarsson 12 v. 5. -7. Tómas Bjömsson, Hrannar Baidursson og Jóhann H. Ragn- ‘ arsson 10 v. o.s.frv. Jólahraðskákmót Taflfélags Kópavogs 1. Áskell Öm Kárason 14 v. af 18 mögulegum 2. Ögmundur Kristinsson 13 v. 3. Páll Agnar Þórarinsson 12 v. o.s.frv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.