Morgunblaðið - 23.01.1993, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
Nýr veit-
ingastaður
við Hótel
Reykjavík
NÝR veitingastaður hefur verið
opnaður við Hótel Reykjavík,
Café Kim. Café Kim er kóreskur
veitingastaður sem býður upp á
austurlenska sérrétti á vægu
verði.
Eigendur að Café Kim eru hjónin
Óskar Kim og Jenný Kim en þau
hafa verið búsett á Islandi í 18 ár
og hafa rekið veitingastaði í
Reykjavík sl. 10 ár, nú síðast Hjá
Kim í Ármúla.
Café Kim veitir veitingaþjónustu
fyrir þá sem óska. Veitingastaður-
inn er opinn frá kl. 8 með morgun-
mat og til kl. 22 virka daga en um
helgar er opið frá kl. 8 til 23.
Jenný og Óskar Kim, eigendur veitingastaðarins Café Kim.
Norrænir ráðherrar
Samvinna um merkingar
umhverfiskærra vara
NORÐURLÖNDIN vilja hafa
samstarf við EB varðandi merk-
ingar á umhverfiskærum vörum.
Merkið, sem táknar að varan sé
umhverfiskær er svanur. Unnið
skal að nýrri norrænni starfs-
áætlun um neytendamál og auk-
inni samvinnu Norðurlandaþjóða
um öryggi framleiðsluvöru.
Þetta eru helstu niðurstöður
fundar norrænna ráðherra sem fara
með málefni neytenda en fundurinn
var haldinn í norska bænum Lille-
hammer fyrir skömmu. Framleið-
endur um 200 vörutegunda sem
heyra undir 6 mismunandi vöru-
flokka hafa fengið heimild til þess
að merkja þær með norræna um-
hverfismerkinu, svaninum. Leyfi til
að nota merkið er háð mati í því
hvort vara telst umhverfiskær og
er miðað við allt ferli hennar frá
framleiðslu til förgunar. Jón Sig-
urðsson, iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra, tók þátt í fundinum af ís-
lands hálfu.
-----»'■'♦-♦--
Bandarísk-
ur trúbador
BANDARÍSKI trúbadorinn
Brian Kirk skemmtir gestum á
L.A. Café, Laugavegi 45, sunnu-
daginn 24. janúar frá kl. 23-01.
Brian kom einnig fram á L.A.
Café um jólin 1991. Húsið opnað
kl. 18.
RAÐAL/Gí YSINGAR
A TVINNUAUGL ÝSINGAR
Umboðsmaður
óskast
til að annast dreifingu á Laugarvatni.
Upplýsingar í síma 691122.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
Óskum að ráða strax:
Hjúkrunardeildarstjóra
við heimahjúkrun.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
Þórunn Guðmundsdóttir, og/eða framkvæmda-
stjóri alla virka daga í síma 94-4500 frá
kl. 8.00-16.00.
FUNDIR - MANNFA GNAÐUR
Félagar í Sölusambandi
isl. fiskframleiðenda!
Stjórn SÍF minnir á félagsfundinn á Hótel
Sögu, Súlnasal, þriðjudaginn 26. janúar 1993,
kl. 13.30.
Dagskrá:
1. Tillaga stjórnar SÍF um stofnun hluta-
félags.
2. Tillaga um félagsslit, skv. 37. grein laga
SÍF, verði tillaga skv. dagskrárlið 1
samþykkt.
Stjórn SÍF.
HÚSNÆÐIÓSKAST
Framkvæmdastjóri
óskar að taka á leigu einbýlishús, raðhús eða
rúmgóða sérhæð á höfuðborgarsvæðinu
sem fyrst, helst sunnan Kópavogs.
Allt heimilisfólk yfir tvítugu.
Upplýsingar gefur Guðjón Tómasson,
vs. 641750, hs. 612158.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Atvinnuhúsnæði til leigu
á Bíldshöfða 16, götuhæð, 160fm. Góð stað-
setning. Mjög hentugt fyrir ýmiskonar starf-
semi, svo sem heildsölu eða smásöluversl-
un. Eðlilegt leigugjald.
Nánari upplýsingar í símum 681860 og
681255.
NAUÐUNGARSALA
Framhald uppboðs
á Hafnarstræti 4, 2. og 3. hæö, Isafiröi, þingl. eign Guðrúnar Öldu
Erlingsdóttur og Óðins Svans Geirssonar, fer fram eftir kröfum inn-
heimtumanns rikissjóðs og veðdeildar Landsbanka Islands, á eign-
inni sjálfri, föstudaginn 29. janúar 1993 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á ísafirði.
TILKYNNINGAR
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Borgarnesi skorar hér með
á gjaldendur, sem hafa ekki staðið skil á virð-
isaukaskatti til og með 40. tímabili með ein-
daga 5. desember 1992, staðgreiðslu til og
með 11. tímabili, með eindaga 15. desember
1992, og þungaskatti skv. ökumælum til og
með 3. tímabili 1992, með eindaga 30. nóv-
ember 1992, ásamt gjaldföllnum og ógreidd-
um staðgreiðslu- og virðisaukaskattshækk-
unum, að greiða þau nú þegar og ekki síðar
en innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar
þessarar.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldann að
liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar
þessarar.
Borgarnesi, 21. janúar 1993.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi.
FÉLAGSSTARF
Þorrablót sjálfstæðis-
félaganna í Reykjavík
Hið árlega þorrablót
Hvatar, Varðar, Óð-
ins og Heimdallar
verður haldið laug-
ardaginn 30. janúar
nk. í Valhöll.
Dagskrá:
1. Húsið opnað
kl. 19.00.
2. Þorrahlaðborð
tilbúið kl. 20.00.
3. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flytur ræðu.
4. Söngur með ýmsu sniöi. Árni Elvar við píanóið.
Blótsstjóri: Þuríður Pálsdóttir, varaþingmaður.
Miðasala og pantanir dagana 27.-29. janúar, milli 9 og 17, í Val-
höll, sími 682900. Miðaverö aðeins 2.000 kr.
Sjálfstæðisfólk!
Fjölmennum og eigum saman ánægjulega kvöldstund.
Hvöt, Vörður, Óöinn og Heimdallur.
HÚSNÆÐI í BOÐI
Raðhústil leigu
Vandað, rúml. 140 fm raðhús í Garðabæ, til
leigu í u.þ.b. eitt ár. Lögð er áhersla á reglu-
semi og góða umgengni.
Áhugasamir leggi inn á auglýsingadeild Mbl.
upplýsingar um nafn, kennitölu, síma og
heimilisfang, auk uppl. um fjölskylduhagi,
merktar: „E - 232M“, fyrir 29. janúar nk.
□ HLI'N 5993012314 VI 4.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Kvöldverður kl. 17.30 og safnað-
arfundur kl. 20.00 í kvöld.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Galo Varsquez frá
Mexíkó.
Miðvikudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533
Allir út að ganga
sunnudaginn 24. janúar
Borgargangan l.ferð
Kl. 13.00 Ráðhúsið-Öskjuhlfð.
Borgargangan er skemmtileg 11
ferða raðganga fyrir unga sem
aldna. Farið verður um áhuga-
verð útivistarsvæði að mestu
leyti f landi Reykjavíkurborgar.
Fyrsta gangan frá Ráðhúsi í
Öskjuhlfð tekur aðeins 1,5-2
klst. og þátttökugjald er ekkert.
Borgargangan er í samvinnu við
samtökin Iþróttir fyrir alla og
tengist gönguátaki, sem hófst
23. október og stendur í eitt ár.
Markús Örn Antonsson, borgar-
stjóri, fylgir göngunni úr hlaði.
Brottför frá Ráðhúsinu við Tjörn-
ina kl. 13.00. Næg bílastæði
m.a. inn frá Tjarnargötu og með-
fram Tjörninni. Gengiö með
Tjörninni um Vatnsmýri og skóg-
arstíga í Öskjuhlíö að Perlunni.
Rútuferð til baka frá Perlunni að
lokinni göngu.
Þátttakendur tá göngumiða sem
gildir sem happdrættismiði.
Dregið eftir hverja ferð.
Skíðaganga sunnudaginn
24. janúarkl. 11
Gönguskíðaferð frá Hellisheiði
um Lakastíg að Þrengslavegi.
Brottför frá BSf, austanmegin,
kl. 11. (Stansað við Feröafélags-
húsið, Mörkinni 6).
Verð kr. 1.000.
Fararstjóri: Gestur Kristjánsson.
Ný og fjölbreytt ferðaáætlun
Ferðafélagsins er komin út. Hún
liggur frammi á skrifstofunni
Mörkinni 6 og víðar. Missið ekki
af þjóðlegri ferð 6.-7. febrúar.
Vætta- og þorrablótsferð i Land-
sveit (gist í nýju gistihúsi að
Leirubakka).
Gönguferð er góð iþrótt!
Ferðafélag fslands.
UTIVIST
Hallveigarstíg 1 • simi 614330
Dagsferð sunnud. 24. jan.
Kl. 10.30: Skíðaganga í Innsta-
dal. Hressandi 4-5 klst. löng
ganga í Innstadal, sem liggur
milli Hengils og Skarðsmýrar-
fjalls. Munið eftir nesti og góð-
um skjólfatnaði.
Brottför frá BSl’ bensínsölu.
Verð kr. 1.000/1.100.
Ath.: Því miður verður ekkert af
fyrirhugaðri skíðakennslu vegna
veikinda.
Allir velkomnir í Útivistarferð.
Útivist.
VEGURINN
v Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Samkoma fyrir ungt fólk í kvöld
kl. 21.00.
Allir velkomnir.