Morgunblaðið - 23.01.1993, Page 42
^2------
fclk í
fréttum
ÍÞRÓTTAMAÐURISAFJARÐAR 1992
Fjórfaldur Islandsmeist
ari á skíðum valinn
Iþróttamaður Isafjarðar 1992 var
kjörinn í hófí bæjarstjórnar síð-
astliðinn fimmtudag og varð Ásta
S. Halldórsdóttir, fjórfaldur íslands-
meistari á skíðum, fyrir valinu. Það
var forseti bæjarstjómar, Einar
Garðar Hjaltason, sem tilkynnti um
valið og afhenti foreldrum Ástu verð-
launin en sjálf er hún í námi erlend-
is. Nítján íþróttamenn hlutu viður-
kenningu Iþróttabandalags ísfirð-
inga á sama tíma.
Ásta M. Halldórsdóttir hefur keppt
fyrir Skíðafélag ísafjarðar frá haust-
inu 1983, þá 13 ára gömul, en hún
er uppalin í Bolungarvík, af ísfirsku
og bolvísku bergi brotin. Strax fyrsta
veturinn varð Ásta unglingameistari
í stórsvigi en frá því að hún byijaði
að keppa meðal fullorðinna 1987 ári
áður en hún hafði aldur til hefur hún
13 sinnum orðið Íslandsmeistari. Á
síðasta skíðalandsmóti varð hún fjór-
faldur íslandsmeistari. Auk þess varð
hún bikarmeistari Skíðasambands
íslands í svigi og stórsvigi. Á Ólymp-
íuleikunum í Frakklandi á síðasta ári
keppti Ásta og var jafnframt fána-
beri íslenska liðsins.
Á punktalista Alþjóðaskíðasam-
bandsins er Ásta í 4. sæti í svigi af
2.500 skráðum þátttakendum og er
það besti árangur sem íslendingur
hefur náð frá því að þetta kerfi var
tekið upp 1984.
Gylfi Guðmundsson, formaður ÍBÍ,
veitti viðurkenningar þeim íþrótta-
mönnum sem sköruðu fram úr á ár-
inu. Þeir voru sundmennirnir Pálína
Bjömsdóttir, Halldór Þorláksson,
Þorri Gestsson og Valur Magnússon.
Skíðafólkið Ásta S. Halldórsdóttir,
Amór Gunnarsson, Sigríður H. Þor-
láksdóttir, Bjarki Egilsson, Róbert
Hafsteinsson, Amar Pálsson, Gísli
Einar Árnason, Daníel Jakobsson og
Auður Ebenesardóttir og fijáls-
íþróttamennimir Kjartan J. Kjart-
ansson og Guðmundur Þórarinsson.
Þjálfarar afreksfólksins fengu
jafnframt viðurkenningu frá ÍBÍ fyr-
ir árangurinn. Bjöm Helgason, fram-
kvæmdastjóri íþrótta- og æskulýðs-
ráðs, stjórnaði athöfninni.
- Úlfar.
Ásta S._ Halldórsdóttir, íþrótta-
maður ísafjarðar 1992.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Á myndinni eru fimm af meðlimum Rokkbandalagsins. F.v. Pétur
Johnson, Ágústa Þorvaldsdóttir, Elín Helga Steingrímsdóttir, Konráð
Baldursson og Helgi Pálsson. Á myndina vantar Gunnlaug Hansen
og John Doak sem einnig tóku þátt í fatasöfnuninni.
ROKKBANDALAGIÐ
Söfnuðu fötum
fyrir bágstadda
Rokkbandalagið er félagsskapur
ungs þroskahefts fólks sem
hefur tekið sér ýmislegt fyrir hend-
ur að undanfömu. Á dögunum tóku
þau þátt í fatasöfnun Þjóðkirkjunn-
ar og Rauða kross íslands.
Kjarni Rokkbandalagsins eru sjö-
menningar. Létu þau hendur standa
fram úr ermum í söfnuninni og
þóttu standa sig vel.
En Rokkbandalagið er ekki við
eina fjölina fellt - það hefur staðið
fyrir böllum í diskóteki Þróttheima
og boðið til kappleikja í ballskák,
borðtennis og fleiri leikjum. Hafa
þau boðið unglingum til sín í félags-
miðstöðina og hefur þetta framtak
notið mikilla vinsælda.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
Þau fengu viðurkenningu fyrir afrek á árinu 1992. A myndina vant-
ar Ástu og Daníel sem eru við nám og í skíðaþjálfun í Svíþjóð og
Helgu og Pálínu sem eru við nám og sundæfingar í Bandaríkjunum.
REYKHÓLASVEIT
Knattspymumaður kenn
ir við Reykhólaskóla
Ihaust kom í Reykhólaskóla ungur
íþróttakennari, Páll Guðmunds-
son að nafni, frá Selfossi. Að sjálf-
sögðu væri það ekki í frásögur fær-
andi ef maðurinn væri ekki í hópi
bestu knattspyrnumanna okkar ís-
lendinga.
Páll er stúdent frá Samvinnuskól-
anum á Bifröst 1989 og íþróttakenn-
ari frá Laugarvatni 1992. Páll hefur
leikið með Selfyssingum og ÍA á
Akranesi. I leik við Stjörnuna í lok
maí sl. varð hann fyrir því slysi að
sparkað var í hann með þeim afleið-
ingum að bein í ökkla klofnuðu. Þessi
meiðsli greru illa og varð að negla
ökklann í haust og tókst sú aðgerð
vel. Páll verður tilbúinn í slaginn
aftur í vor og fer hann til Ólafsfjarð-
ar og leikur næsta sumar með Leiftri
og er Páll bjartsýnn á sumarið.
Auðvitað er okkur hér eftirsjá að
Páli en vegna fámennis hér er mjög
erfitt að koma saman fótboltaliði sem
eitthvað mundi kveða að. Því er eðli-
legt að þeir sem sjá aðra möguleika
nýti sér það á meðan færi gefst.
- Sveinn.
Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson
Páll Guðmundsson íþróttakenn-
ari við Reykhólaskóla.
COSPER
nzz-j
Cosmr
Ég er búinn að týna skærunum.
PÓMK
Gestur kvöldsins Bjarni Ara
Miðaverð kr. 800. Snyrtilegur klæðnaður.
Matargestir Mongolian Barbecue:
Matur + miði = kr. 1.580.
PANSBARINN
Grensásvegi 7. símar 688311 og 33311
Ómar Sverrís skemmtir.
„A gamlárskvöld var gaman,
Nú verður allt brjálað
__________________Húsið opnað kl. 23.00.
Strandgötu 30, simi 650123
Hefst kl. 13.30 ___________ j
Aðalvinninqur að verðmæti________ sj
;________100 þús. kr.______________ I!
Heíldarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN
_________300 þús. kr. _____________ Eiríksgötu 5 — S. 20010