Morgunblaðið - 23.01.1993, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1993
■ KRISTJÁN Arason, leikmaður
og þjálfari íslands-, deildar- og bik-
armeistara FH í handknattleik, var
á dögunum kjörinn íþróttamaður FH
árið 1992.
■ GYLFI Orrason hefur verið sett-
ur dómari á leik írlands og Þýska-
lands í Evrópukeppni U-21 árs liða
í knattspymu sem fram fer á Ir-
landi 9. mars. Línverðir verða Sæ-
mundur Víglundsson og Egill Már
Markússon. Fjórði maður verður
Guðmundur Stefán Mariasson.
■ KRISTJÁN Gissurarson,
stangarstökkvari úr UMSE hefur
skipt yfír í ÍR. Sömuleiðis hefur Rut
Stephens, hástökkvari og langstök-
kvari, skipt yfir í ÍR úr UDN.
■ JOHAN Cruyff, hinn hollenski
þjálfari Evrópumeistara Barcelona
í knattspymu, hefur fengið tilboð frá
Juventus um að þjálfa ítalska félag-
ið næsta keppnistímabil, að sögn
spænska blaðsins E1 Mundo Depor-
tivo, en samningur hans á Spáni
rennur út í vor.
■ JUVENTUS á að hafa boðið
Cruyff andvirði tæplega 165 millj-
óna á ári ef hann vildi koma, en það
er tvöföld sú upphæð sem hann hef-
ur hjá Barcelona. Hann ræddi ekki
einu sinni við ítalina!
■ CRUYFF hefur mikinn áhuga á
að kaupa landa sinn Dennis Berg-
kamp frá Ajax, en ítölsk lið hafa
einnig sýnt honum áhuga. Cruyff
hefur sagt við leikmanninn, sem er
23 ára og sá eftirsóttasti í Evrópu,
að hann verði að velja milli þess að
verða ríkur og mjög ríkur! Sem Cru-
yff virðist nú hafa gert sjálfur...
■ HRISTO Stoichkov, búlgarski
framheijinn hjá Barcelona, varð
fyrir miklum vonbrigðum með hve
snemma félagið datt út úr Evrópu-
keppni meistaraliða í vetur. Hann
hefur sagt að komist liðið ekki í
keppnina næsta vetur — verði sem-
sagt spænskur meistari — sé hann
tilbúinn að fara ef eitthvert ítölsku
félaganna bjóði í hann.
I ÞRIR knattspymumenn fengu
flest atkvæði í kjöri 70 landsliðsþjálf-
ara um besta leikmann í heiminum
í fyrra. Þetta vom Hollendingurinn
Marco Van Basten, Búlgarinn
Hristo Stoichkov og Þjóðveijinn
Thomas Hassler. Það verður til-
kynnt í Portúgal 1. febrúar nk. hver
hreppir titilinn.
■ MATTHIAS Sammer, landsliðs-
maður Þýskalands og fyrrum leik-
maður Stuttgart, hefur yfirgefið
Inter Mílanó eftir aðeins hálfs árs
dvöl hjá félaginu. Sammer gekk til
liðs við Dortmund í gær.
ÚRSLIT
Skíði
Haus, Austurríki:
Brun kvenna:
Chantal Boumissen (Sviss).......1:42.64
Varvara Zelenskaya (Rússlandi)..1:42.70
Sabine Ginther (Austurríki).....1:42.86
Katja Seizinger (Þýskaiandi)....1:43.13
Heidi Zelier (Sviss)............1:43.21
Rosi Renoth (Þýskalandi)........1:43.56
Martina Erti (Þýskalandi).......1:43.69
Kerrin Lee-Gartner (Kanada).....1:43.69
Staðan í brunkeppninni:
1. Katja Seizinger (Þýskal.).......340
2. Chantal Boumissen (Sviss).......258
3. ReginaHaeusl (Þýskal.)..........190
4. Kerrin Lee-Gartner (Kanada).....179
5. Carole Merle (Frakklandi).......175
Tennis
Helstu úrslit á Opna ástralska meistaramót-
inu í gær:
Einliðaleikur karla:
11-Guy Forget (Frakklandi) vann Jamie
Morgan (Ástralíu) 6-3 6-2 6-2.
7-Petr Korda (Tékkneska lýðv.) vann An-
drei Medvedev (Úkraníu) 6-4 4-6 6-4 7-6
(7-5).
1-Jim Courier (Bandar.) vann Guillaume
Raoux (Frakklandi) 6-4 6-3 6-4.
Einliðaleikur kvenna:
13-Nathalie Tauziat (Frakkl.) vann Wanne
Dahlman (Finnlandi) 6-2 6-1.
Julie Halard (Frakklandi) vann 16-Zena
Garrison-Jackson (Bandar.) 6-4 7-5.
1-Monica Seles (Júgóslavíu) vann Patty
Fendick (Bandar.) 6-1 6-0.
Körfuknattleikur
Leikir f NBA á fimmtudagur:
New Jersey - Chicago............94:107
Indiana - Milwaukee............108:110
Dallas - Denver.................94:110
Houston - Detroit..............126:120
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Um helgina
Chantal Bournissen frá Sviss er hér á fullri ferð í brunbrautinni í Haus í Ennstal í Austurríki í gær. Reuter
Bandarísk stúlka flutt með þyrlu á sjúkrahús
Boumissen sterk-
ust á svellinu
SVISSNESKA stúlkan Chantal Bournissen vann annað brunmót
sitt á keppnistímabilinu er hún náði besta tímanum í skíðabæn-
um Haus í Austurríki ígær. Nokkrar stúlkur féllu í brautinni en
sluppu þó ótrúlega vel frá meiðslum. Brautin var hörð sem svell
og því mjög erfið.
Bournissen, sem sigraði einnig í
bruninu í Lake Louise í
Kanada í desember, fór Krumm-
holz-brunbrautina á 1:42.64 mín.
og vann þar með sjötta heimsbikar-
sigur sinn frá upphafí. „Þetta var
spennadi keppni og ég er að sjálf-
sögðu ánægð með sigurinn. Brautin
var hröð og góð, sérstaklega efri
hluti hennar," sagði Boumissen.
Áður óþekkt rússnesk stúlka,
Varvara Zelenskaya, varð önnur og
aðeins 0.06 sek. á eftir sigurvegar-
anum og er það besti árangur henn-
ar til þessa. Sabine Ginther frá
Austurríki varð þriðja og Katja
Seizinger, Þýskalandi, sem hefur
forystu í brunkeppninni samanlagt,
varð fjórða.
Anita Wachter, sem er efst í
heildarstigakeppninni, náði aðeins
24. sæti og Carole Merle, helsti
keppinautur hennar, varð að sætta
sig við 10. sætið en hún hafði gert
sér vonir um að vera ofar.
Bandaríska stúlkan, Hilary
Lindh, var flutt á sjúkrahús með
þyrlu eftir að hún féll illa í braut-
inni og lenti út í öryggisneti. Hún
hlaut slæm hnémeiðsli, sem ekki
voru talin alvarleg. Kate Pace frá
Kanada, sem hafði besta tímann í
æfíngaferð á fimmtudag, féll á
sama stað og handleggsbrotnaði.
Þær missa því af heimsmeistara-
mótinu í Morioka í Japan sem fram
fer í næsta mánuði. Nokkrar aðrar
féllu í brautinni en sluppu við
meiðsli.
Körfuknattleikur
Úrvalsdeildin:
Laugardagur:
Grindavík: UMFG-Snæfell.........16.15
Sunnudagur:
Njarðvík: UMFN-Haukar..............20
Sauðárkrókur: UMFT - UBK...........20
Seltjamames: KR - Skallagrímur.....20
1. deild karla:
Laugardagur:
Seljaskóli: ÍR-UmfBol’vík......kl. 17
Handknattleikur
Sunnudagur:
2. deild karla:
Austurberg: Fylkir-ÍH..........kl. 14
Mánudagur:
1. deild kvenna:
Höllin: KR-FH................kl. 18.30
Höllin: Fram - Ármann..........kl. 20
Golf
Opið púttmót verður í Golfheimi á morg-
un, sunnudag, kl. 08 til 20.
Frjálsíþróttir
Meistaramót íslands í atrennulausum
stökkum fer fram í Baldurshaga í Laugar-
dal i dag og hefst keppni kl. 11.
Veggtennis
PRO-Kennex skvassmótið fer fram í
Veggsporti að Stórhöfða um helgina. Keppt
verður í opnum B-flokki. Mótið er punkta-
mót og gefur stig til íslandsmóts. Mótið er
á vegum Skvassfélags Reykjavíkur.
Snóker
Fyrra úrtökumót af tveimur vegna heim-
sóknar maltneska billiardleikarans Tony
Drago, verður á BS-billiard og Billiardstof-
unni í Mjódd nk. sunnudag. Fjórir stiga-
hæstu menn úr mótunum tveimur öðlast
þáttökurétt á snókermóti sem Drago tekur
þátt í, en hann kemur til landsins 8. febr-
úar nk.
Íshokkí
Bjöminn og Skautafélag Akureyrar
mætast á íslandsmótinu í íshokkí á skauta-
svellinu í Laugardal í dag kl. 11.00.
Þorrablót
Þorrablót knattspyrnudeildar Vals fer
fram að Hlíðarenda í kvöld kl. 19.
Blysför hjá GK
Þorrablót GK verur í kvöld kl. 20.30 í
nýja golfskálanum á Hvaleyrinni. Blysför
verður farin að gamla golfskálanum kl. 19
og lagður eldur i hann.
TENNIS / OPNA ASTRALSKA MEISTARAMOTIÐ
Monica Seles byrjar vel
Besta tenniskona heims, Monica
Bjles frá Júgóslavíu, stefnir
nú að þriðja sigri sínum í röð á
Opna ástralska meistaramótinu. í
gær vann hún Patty Fendick frá
Bandaríkjunum auðveldlega, 6-1 og
6-0. Jim Courier hefur einnig byijað
vel.
Það tók hina 19 ára gömlu Seles
aðeins 47 mínútur að vinna
Fendick, sem er í 40. sæti á styrk-
leikalistanum. „Ég held að ég hafi
leikið nokkuð vel þrátt fyrir yfír-
burðina. En ég verð þó að bæta
leik minn áður en ég mæti Gaby
(Sabatini), Jennifer (Capriati), Ar-
antxa (Sanchez Vicario) eða Steffi
(Graf),“ sagði Seles sem enn hefur
ekki tapað setti í keppninni. Hún
er komin í 16-manna úrslit og
mætir þar Nathalie Tauziat frá
Frakklandi. Seles hefur nú setið í
efsta sæti heimslistans í tennis 72
vikur í röð.
Jim Courier frá Bandaríkjunum,
sem er efstur á styrkleikalista karla,
er einnig komin í 16-manna úrslit
eins og Seles. Hann sigraði Frakk-
ann Guillaume Raoux í 3. umferð
í gær 6-4 6-3 og 6-4. Courier hefur
verið mikið í sviðsljósi fréttamanna
vegna framkomu sínnar við dómara
í 1. umferð. „Ég sé ekki eftir neinu
sem ég hef gert. Ég er íþróttamað-
ur sem getur gert mistök,“ sagði
Courier sem enn hefur ekki tapað
setti í keppninni. Hann mætir
Sergej Bruguera frá Spáni í næstu
umferð.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Bulls stöðvaði sigurgöngu IMets
Michael Jordan gerði 30 stig
fyrir meistara Chicago Bulls
er liðið sigraði New Jersey Nets á
fímmtudagskvöld, 94:107. Þar með
lauk fimm leikja sigurgöngu Nets.
Þetta var fimmti sigur Chicago í
síðustu sjö leikjum og áttundi sigur-
inn í röð á liði Nets.
Scottie Pippen og B.J. Armstrong
gerðu 18 stig Chicago auk þess sem
Pippen átti 8 stoðsendingar. „Við
unnum mjög gott lið í New Jersey.
Liðið er mun betra en áður og leik-
inenn koma inná völlinn til að
sigra,“ sagði Armstrong eftir leik-
inn. Bulls er nú með besta árangur-
inn í Austurdeildinni og hefur náð
þriðja besta árangrinum í allri
NBA-deildinni það sem af er tíma-
bilinu, hefur unnið 27 leiki og tapað
11. Derrick Coleman og Kenny
Anderson voru stigahæstir í liði
Nets með 22 stig. Drazen Petrovic
kom næstur með 20 stig. Þetta var
aðeins fjórði tapleikur Nets í síð-
ustu 13 leikjum.
Denver Nuggets náði loks að
sigra eftir 13 tapleiki í röð er liðið
mætti Dallas Mavericks, 110:94.
Chris Jackson gerði 24 stig fyrir
Denver, Reggie Williams gerði 19
og Robert Pack 14. Tracy Moore
var atkvæðamestur í liði Dallas með
16 stig. Þetta var 31. tap liðsins í
síðustu 34 leikjum.