Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C
21. tbl. 81.árg.
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Havel
forseti
Prag. Reuter.
VACLAV Havel var kosinn forseti
Tékkneska lýðveldisins í gær-
kvöldi með atkvæðum 109 þing-
manna af 200 á þingi landsins.
Kosningin gekk ekki þrautalaust
fyrir sig. I upphafi umræðna í gær-
morgun réðst þingmaður Lýðveldis-
flokksins, flokks öfgasinna, harka-
lega á Havel með þeim afleiðingum
að þorri þingmanna gekk úr salnum
í mótmælaskyni. Skömmu síðar barst
sprengjuhótun og dróst fram á kvöld
að koma atkvæðagreiðslunni í kring.
Ekki tókst að kjósa forseta Slóvak-
íu í þinginu í Bratislava í gær þar
sem enginn frambjóðandi fékk tilskil-
inn atkvæðafjölda. Var það túlkað
sem alvarlegt pólitískt áfall fyrir
Vladimir Meciar forsætisráðherra
sem studdi Roman Kovacs til for-
seta. Kosið verður milli hans og
Milans Ftachniks, frambjóðanda
flokks fyrrum kommúnista, í dag.
Reuter
Þöpi!
Fullorðin kona biður um þögn er hún hlustar á útvarp fyrir utan þinghúsið í Prag í þeirri von að
fá fréttir af forsetakosningunum í Tékkneska lýðveldinu.
Króatar herða sókn sína
gegn Serbum í Krajina
• •
Oryg-gisráð Sameinuðu þjóðanna krefst þess að árásunum verði hætt
Príns-
essan á
bauninni
Phnom Penh. Reuter.
FLUGFÉLAGI í Kambódíu
hefur verið bannað að
stunda viðskipti í viku
vegna þess að einni vél fé-
lagsins var lagt fyrir fram-
an dyr á heldrimannabið-
stofu. Þetta olli því að eigin-
kona Norodoms Sihanouks
fursta, Monique prinsessa,
og fylgdarlið hennar varð
að ganga fáein aukaskref
til að komast um borð í
einkaþotu sína.
Sihanouk var lengi þjóð-
höfðingi Kambódíu og er það
einnig að nafninu til núna
meðan verið er að undirbúa
lýðræðislegar kosningar er
binda eiga enda á borgara-
stríðið í landinu.
Umrætt flugfélag, CIA, er
að mestu í eigu tælenskra að-
ila og hefur kvartað yfir úr-
skurði stjórnvalda til Alþjóða-
flugmálastofnunarinnar,
ICAO. Félagið segist tapa dag-
lega um 25.000 Bandaríkja-
dollurum (um 1.600 þúsund
ÍSK) vegna bannsins.
Sameinuðu þjóðunum, Zadar, Zagreb. Reuter.
ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna krafðist þess í gær að
Króatar hættu þegar í stað árásum sínum á Serba í Krajina-
héraði í Króatíu. Króatískar hersveitir hertu þó enn sókn
sína inn á yfirráðasvæði Serba og héldu uppi hörðum stór-
skotaárásum á vígstöðvar þeirra norðaustur af hafnarborg-
inni Zadar.
Króatar eru staðráðnir í að tryggja
samgöngur frá norðurhluta landsins
til mikilvægra hafnarborga í suður-
hlutanum og segjast ætla að flæma
hersveitir Serba frá strönd Adría-
hafsins. Embættismenn Sameinuðu
þjóðanna í Zagreb sögðu að svo virt-
ist sem Króatar væru að reyna að
sækja frá hlutlausu svæði, sem frið-
argæsluliðar Sameinuðu þjóðanna
áttu að vernda, og inn á yfirráða-
svæði Serba. Serbar væru að safna
liði til varnar.
Frakkar senda flotadeild til
Adríahafs
Franska stjórnin skipaði í gær
flugmóðurskipinu Clemenceau og sjö
fylgiskipum að sigla til Adríahafsins
eftir að tveir franskir hermenn á
vegum Sameínuðu þjóðanna höfðu
beðið bana í Króatíu. Þeir urðu fyrir
skothríð þegar króatískir og serb-
neskir hermenn börðust um hlutlaust
svæði austan við hafnarborgina Zad-
ar. Stjórnin sagði að skipið hefði
verið sent þangað til að „tryggja
öryggi franskra hermanna“. Um
5.000 Frakkar eru í friðargæsluliði
Sameinuðu þjóðanna á svæðinu.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í fyrrakvöld samhljóða
ályktun þar sem þess er krafíst að
árásum á friðargæsluliðið verði hætt
tafarlaust og að Serbar skili þegar
í stað vopnum sem þeir náðu úr
vopnabúrum liðsins eftir árás Króata.
Bardagarnir í Króatíu hafa stefnt
viðræðum í Genf um frið í nágranna-
lýðveldinu Bosníu i mikla hættu.
Milligöngumenn Sameinuðu þjóð-
anna og Evrópubandalagsins sögðust
ætla að halda áfram tilraunum sínum
til að tryggja samkomulag um frið
í Bosníu, í von um að bardögunum
í Króatíu linnti.
Owen lávarður, sáttasemjari Evr-
ópubandalagsins, varaði við hug-
myndum um að bann við vopnasölu
til fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu
yrði afnumið. Hann sagði að ef það
yrði gert myndu bardagarnir í Króat-
íu breiðast út.
Bill Clinton
fastur fyrir
Washington. Reuter.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
ætlar ekki að láta undan miklum
þrýstingi yfirmanna bandaríska
heraflans og á þingi, heldur
standa við þá ákvörðun sína að
breyta reglum svo að hommar og
lesbíur geti gegnt herþjónustu.
Talsmaður Clintons, George Step-
hanopoulos, sagði að hugmyndir for-
setans hefðu mætt andstöðu á fundi
hans í gær með leiðtogum beggja
flokka á bandaríska þinginu.
Sömuleiðis lögðust herforingjarnir
sex í bandaríska herráðinu gegn fyr-
irætlan hans á tveggja stunda löng-
um fundi í fyrrakvöld. í ritstjórnar-
grein blaðsins New York Times var
Clinton hins vegar hvattur til að
hvika hvergi, heldur sýna að hann
hefði bein í nefinu til að standa und-
ir nafni sem æðsti yfirmaður Banda-
ríkjahers.
Norræn
blokk í EB
óraunhæf
Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun,
fréttaritara Morgunbladsins.
NIELS Helweg Petersen, utanrík-
isráðherra Danmerkur, segist
vantrúaður á að Norðurlönd geti
staðið saman sem eitt innan Evr-
ópubandalagsins (EB).
„Við getum stutt hvert annað í
mörgum málum en að tala um kosn-
ingablokk er óraunhæft," sagði
Helweg Petersen í gær, rétt áður en
hann hélt til Stokkhólms til fundar
við norræna starfsbræður sína.
Danski utanríkisráðherrann sagði
að hagsmunir Norðurlandanna væru
mismunandi eftir málaflokkum en
færu einna helst saman á sviði um-
hverfis- og atvinnumála.
Á fundinum tók Helweg Petersen
undir með forsætisráðherranum Poul
Nyrup Rasmussen og sagði að það
væri kappsmál Dana að Norðurlönd-
in gengju á endanum öll í EB. Þann-
ig yrðu norræn áhrif í evrópsku sam-
starfi best tryggð.
Gyðingasamtök æf vegna
kvikmyndatöku í Auschwitz
Varsjá. Los Angeles. Reuter og The Daily Telegraph.
ÝMIS gyðingasamtök hafa mótmælt því
harðlega að pólska menningarmálaráðu-
neytið skuli hafa heimilað bandaríska leik-
sljóranum Steven Spielberg kvikmynda-
töku í Auschwitz-safninu. Safnstjórinn,
Jerzy Wroblewski, tekur undir gagnrýnina
í samtali við dagblaðið Gazeta Wyborcza:
„Við höfum reynsluna af fyrri kvikmyndum
— allt þetta fólk sumblar og kastar af sér
vatni í skálunum... Það væri hægt að taka
þessa mynd á hvaða lestarstöð sem væri.“
Spielberg, sem sjálfur er gyðingur, ætlar á næstu
mánuðum að hefja tökur á kvikmynd um þýska
kaupsýslumannin Oscar Schindler sem á stríðsárun-
um bjargaði á annað þúsund gyðingum sem hjá
honum störfuðu. Spielberg gekk fram hjá safnstjórn-
inni er hann undirbjó kvikmyndatökuna og sneri sér
beint til menningarráðuneytisins og fékk leyfi þess
til myndatöku í Oswiecim (Auschwitz).
Sú frétt hefur komist á kreik að Spielberg ætli
að endurgera gasklefa til notkunar í myndinni. Við-
Spielberg
brögðin hafa ekki látið á sér
standa. Starfsmaður
Heimsþings gyðinga er
kominn til Póllands til að
reyna að tala um fyrir
pólskum yfirvöldum. Elan
Steinberg, framkvæmda-
stjóri samtakanna, segist
ekki vita um hvað mynd
Spielbergs eigi að fjalla en
fyrir sér vaki að standa
gegn vanhelgun stærsta
gyðingagrafreits í heimi.
Misskilningur að smíða eigi gasklefa
Branko Lustig, framleiðandi myndarinnar, segir
það misskilning að smíða eigi nýja gasklefa. Spiel-
berg ætli bara að vera þtjá daga í Póllandi og einung-
is eigi að kvikmynda við brautarteinana sem lágu
að útrýmingarbúðunum en ekki inni í safninu. Mynd-
in sjálf hafi það markmið meðal annars að tryggja
að glæpurinn gegn mannkyninu endurtaki sig ekki.