Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 26
Miklar endurbætur hafa verið gerðar á fangelsinu á Akureyri f. Bætt aðstaða og heilsuræktartæki FANGELSIÐ í lögreglustöðinni á Akureyri var opnað að nýju í gær eftir miklar endurbætur sem staðið hafa yfir frá því nokkru fyrir jól. Fyrstu fangarnir komu til afplánun- ar um hádegi, eða strax og iðnaðarmenn höfðu rekið smiðs- Itöggið á verkið. . Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri, sagði að húsnæði það á lögreglustöðinni sem notað var undir fangelsi hafi verið þröngt og úr sér gengið og hafði því verið ráðist í endurbæt- ur, svo betur færi um þá fanga sem þar dvelja hvetju sinni. Stilltu fangarnir sendir norður Við breytingarnar var brotin niður einn fangaklefi, þannig að meira rými fengist fyrir setu- og borðstofu með eldhúskrók. Þá hafa fangar aðgang að heilsuræktar- tækjum og eins geta þeir notið 'Titivistar í garði tengdum fangels- inu. „Þetta fangelsi hér á Akureyri hefur alltaf verið eftirsótt, fangar vilja mjög gjaman dvelja héma. Það er valið úr hópnum, við fáum stillta og prúða fanga hingað,“ sagði Ólafur. Flestir afplána stutta dóma Alls em átta klefar á fanga- gangi lögreglustöðvarinnar og í fj-amtíðinni mun Fangelsismála- stofnun hafa til ráðstöfunar sjö þeirra, en ætlunin er að hafa ávallt einn lausan ef til þess kæmi að hýsa þyrfti gæsluvarðhaldsfanga á vegum rannsóknarlögreglunnar á Akureyri. Fangelsi hefur verið rek- ið á lögreglustöðinni á Akureyri Stnórnmálafundur Davíð og HaJldóra Akureyri DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra og Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra verða frummælend- um margra ára skeið, um tíma var þar kvennafangelsi, en síðan það var aflagt hafa karlar afplánað þar dóma. Flestir afplána stutta dóma, einn til þrjá mánuði, en á síðasta ári voru þar 64 fangar og vom gistinætur þeirra 2.503, eða um 39 að meðaltali á mann. Fjórir fangaverðir starfa við fangelsið á Akureyri. Fangelsið hefur verið lokað síð- an fyrir jól á meðan á breytingum stóð, en það var Gylfi Guðjónsson arkitekt sem teiknaði og trésmiðj- an Ösp á Akureyri sá um fram- kvæmdir ásamt undirverktökum. Endurbætt fangelsi Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfírlögregluþjónn og Elías I. Elíasson sýslumað- ur virða fyrir sér aðstöðuna í fangelsinu á Akureyri. Fyrstu fangarnir komu í gær en það hefur verið lokað vegna endurbóta síðan fyrir jól. Leikfélagarnir Steinar, Sigurður, Haraldur Helgi og Óli Hjálmar vom að leik í himinháum skafli bakatil við útibú kaupfélagsins í Gímsey nú ný- lega. Búið er að grafa út heilmikið snjóhús í skafl- í snjónum í Grímsey Morgunblaðið/Hólmfríður inn þar sem börnin una við leik í frítíma sínum. Mjög mikill snjór er í Grímsey og hefur oft orðið illfært á milli bæja af þeim sökum, en veghefíll er á staðnum sem sér um að halda götunni opinni. Vélsleða- menn með sýninguog árshátíð HÁTÍÐ vélsleðamanna verður haldin á Akureyri um næstu helgi og er búist við að fólk komi víða að, en vélsleða- og útilífsfólk hef- ur á undanförnum árum haldið slíka hátíð á Akureyri á þessum tíma við vaxandi vinsældir. Hátíðin stendur laugardaginn 30. janúar og sunnudaginn 31. janúar. Sýning verður á vélsleðum, útbúnaði og útilífsvörum ýmiss konar í sýning- arsal við Hvannavelli 12. Á sýningunni verða m.a. 1993 árgerðir af nokkrum tegundum vél- sleða, sem ekki hafa verið sýndir áður og þá verður þar einnig kynning á GPS-staðsetningartækjum og loks geta menn keypt fylgihluti af marg- víslegu tagi, klæðnað og útilífsvörur á sýningunni. Þá geta sýningargestir borið saman gamla og nýja tímann, því á sýningunni verða sleðakerrur og gamlir sleðar. Arshátíð Landssambands ís- lenskra vélsleðamanna verður haldin í Sjallanum á laugardagskvöld. Iþróttaskóli barnanna hef- ur starfsemi Iþróttafélagið Þór er að hefja starfsemi Iþróttaskóla barnanna fyrir 3-6 ára börn. Skólinn stendur í 10 vikur og eru æfíngar á laugardögum í íþróttahúsi Glerárskóla. Æfíngar fyrir 3-4 ára eru kl. 9.30 til 10.30 og fyrir 5-6 ára frá kl. 10.30 til 11.30. Fyrstu æfingamar verða næstkomandi laugardag. Kynningarfundur fyrir foreldra verður í Hamri, félagsheimili Þórs, föstudaginn 29. janúar kl. 20.30 þar sem leiðbeinendur munu gera grein fyrir starfseminni. Skráning er einn- ig í Hamri til föstudags. (Úr fréttatilkynningu) Miðstöð fyrir fólk í atvinnu- leit opnuð í Akureyrarkirkju sjíiFSTÆmamm Akureyríngar og nágrannar! Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Félags- heimili Karlakórsins Geysis/Akureyrar, Hrísalundi 1a, miðvikudaginn 27. janúar nk. kl. 20.30. Frummæl- endur verða formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Halldór Blöndal, land- búnaðar- og samgönguráðherra. Almennar umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. ur á fundi sem haldinn verður á Akureyri í kvöld, miðviku- dagskvöld. Fundurinn, sem er almennur stjómmálafundur, verður haldinn í Lóni, félagsheimili Karlakórs Akur- eyrar-Geysis í kvöld, miðvikudags- kvöldið 27. janúar, og hefst hann kl. 20.30. Að loknum framsöguræð- um ráðherranna verða almennar umræður og fyrirspumir. „ATVINNULEYSI raskar allri tilveru fólks og við finnum fyrir mikilli þörf á að hlú að því fólki sem býr við atvinnu- leysi,“ sagði sr. Þórhallur Höskuldsson sóknarprestur á Akur- eyri, en í dag, miðvikudaginn 27. janúar verður opnuð í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju miðstöð fyrir fólk í atvinnuleit. Stofnaður hefur verið samráðshópur sem í eiga sæti fulltrúar frá Heilsugæslustöðinni á Akureyri, helstu verkalýðsfélaga í bænum, sóknarprestarnir og framkvæmdanefnd sóknarnefnd- ar og hefur hópurinn umsjón með starfinu. Fyrirhugað er að ráða tímabundið starfsmann til að sjá um miðstöðina. Sr. Þórhallur sagði að tilgangur með starfsemi miðstöðvar fyrir fólk í atvinnuleit væri einkum þríþættur. í fyrsta lagi væri um að ræða að skapa félagsaðstöðu fyrir fólk sem býr við atvinnuleysi og reyna að virkja fólkið sjálft þannig að það hefði styrk hvert af öðm. Þá væri í öðru lagi ætlunin að bjóða upp á fræðslu í formi fyrirlestra og upplýs- inga af ýmsu tagi er miðlað yrði í samvemstundunum og loks væri í þriðja lagi boðið upp á persónulega ráðgjöf og sálusorgun í einkavið- tölum. Miðstöðin verður sem fyrr segir opnuð í dag og verður þá boðið upp á fyrirlestur um sjálfsstyrkingu, en ætlunin er að hafa á dagskránni eft- irleiðis málefni er varða fólk í at- vinnuleit. Þá verður einnig boðið upp á kaffi og kökur, og menn geta set- ið og spjallað. Raskar allri tilverunni „Þau vandamál sem heitast brenna á atvinnulausu fólki em fjárhagslegs eðlis, en það má líka nefna að at- vinnuleysi raskar allri tilvem fólks og andleg uppörvun er því afar brýn. Fólk sem missir atvinnu sína gengur í gengum sorgarferli líkt og við ann- an missi, en ofan á það bætist að mörgum þykir niðurlægjandi að vera atvinnulaus, vera ekki gjaldgengur á vinnumarkaði. Okkar skilaboð til fólksins eru þau að þetta sé ekki aðeins þeirra vandamál og þaðan af síður þeirra sök, heldur sé um að ræða samfélagslegan vanda og við viljum með því að opna þessa mið- stöð reyna að létta þær byrðar sem fólkið þarf að bera,“ sagði sr. Þór- hallur. 200 þúsund frá bænum Um 560 manns eru á atvinnuleys- isskrá á Akureyri, en Þórhallur sagði að ómögulegt væri að segja fyrirfram til um undirtektir. „Ég er hræddur um að erfítt verði að fá sumt fólk til að koma hingað, það er þrautin þyngri að horfast í augu við þær aðstæður sem atvinnuleysi er.“ Bæjarráð hefur samþykkt að veita 200 þúsund króna styrk til þessa verkefnis og er fénu ætlað að greiða laun umsjónarmanns með starfsem- inni, en Þórhallur sagði að einnig yrði sótt á fleiri mið varðandi fjár- framlög tii starfseminnar. Hann sagði að litið væri svo á að um tíma- bundið verkefni væri að ræða og yrði það endurskoðað undir vorið og þá ákveðið með framhaldið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.