Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993 21 Nýjar upplýsingar um hvarf Wallenbergs Handtökuskipun undirrituð af Búlganín fundin SÆNSKI diplómatinn Raoul Wallenberg var handtekinn að beiðni æðstu forystumanna Sovétríkjanna. Greint var frá því í Svíþjóð á sunnudag af Svenska Dagbladet að það hefði verið Nikolaj Búlganín, þá aðstoðarvarnar- málaráðherra og síðar forsætisráðherra, sem undirritaði skipun um að Wallenberg skyldi handtekinn og færður til Moskvu þegar í stað. Var hún símsend til Rauða hers- ins í Búdapest þann 17. janúar en þann dag sást síðast til Wallenbergs. Segir blaðið að svo virðist sem handtak- an hafi verið mjög vel skipulögð. E0bIA>3ínil3i/ iTOrHH STSSi.T-EOESS 9P0HTCH ZOlC'IíT: Ton. ABAK/MO.á/ Ha N? 937 /3AXJLP0ÍA/ /OpiapyseHroro » BOCTOK5.ott *acT7r EJ'jUIH^TA' ttc wjyV PA/JIB 3AJUIEUEETT apecTonaTt rr aoc.TCnn': b U^b'5Íðy.^\co\T’seTCT3yTjiiRe ykaoajtrtH koHTppeoBeytke •ÆmAj-a:au\ ^HT^0Jt3iex?tH itow aanaTK otíecneTbTe Keoð:cc [ uvb xjpencTBa. .3pes.m oTtpaBkrt V MCCX3/ k ctc. l^meröJconponosnaEfflero irraia jto>:ecTrk. IV 3AM.HAPOflHOrO KOMHCCAJA 050P0HH . rSHSRAJI -APM15Í - B/JirAHHH vv\ . ^ ■ Gögnin sem leiddu þetta í ljós fundust í skjalasafni á vegum hersins þar sem ekki hafði áður verið leitað að gögnum varðandi Wallenberg. Voru ljósrit af sím- skeytunum, þar sem gefin er skipun um handtöku Svíans, af- hent sænska utanríkisráðuneyt- inu í síðustu viku. „Þetta sýnir að ákvörðunin um handtökuna var tekin á æðstu stöðum. Hand- takan var engin tilviljun heldur í einu og öllu gerð að yfirlögðu ráði,“ segir Lars-Áke Nilsson hjá sænska utanríkisráðuneytinu við Svenska Dagbladet en hann hef- ur lengi haft málið með höndum. Þann 16. janúar höfðu Sovét- menn haft samband við sænsk stjórnvöld og skýrt þeim frá því að rússneskir hermenn hefðu rek- ist á Wallenberg og að hann væri undir verndarvæng þeirra. Þann 17. janúar taldi því sænska utanríkis- ráðuneytið að Wallen- berg væri í góðum höndum. Nilsson seg- ist persónu- lega telja að tilgangurinn með þessu hafi verið að koma í veg fyrir óþægi- legar spurn- ingar frá Svíum fyrst eftir að Wal- lenberg hvarf. Wallenberg yfirgaf Búdapest af fúsum og frjálsum vilja þennan dag í fylgd þriggja sovéskra her- manna en ferðinni var heitið til borgarinnar Decebren þar sem hann átti að eiga fund með ung- verskum stjórnvöldum og yfir- manni sovéska hersins í Ung- verjalandi. Hann virðist hafa haft einhverjar grunsemdir um hvað beið hans. „Þeir eru hingað Handtakan var engin tilviljun Starfsmaður sænska utanríkis- ráðuneytisins segir að ný gögn sem Rússar hafa afhent sýni að handtaka Wallenbergs í Búdapest var engin tilviljun heldur ákveðin á æðstu stöðum. Hér til hliðar má sjá afrit af handtökuskipuninni sem Búlg- anín aðstoðarvarnarmálaráð- herra undirritaði. Fyrir ofan sést Búlganin (t.v.) ásamt Tage Erlander, þáverandi innanrík- isráðherra Svíþjóðar, Gunnari Hedlund og Ainu Erlander. komnir mín vegna. Ég veit ekki hvort það er til að vernda mig eða hafa eftirlit með mér. Ég veit ekki hvort ég er gestur eða fangi,“ eru síðustu orðin sem höfð eru eftir Wallenberg. Málverk eft- ir Pavarotti reyndust eftirlíkingar ÍTALSKI tenorsöngvarinn Luciano Pavarotti hefur lengi haft þá ástríðu að mála og hagnast talsvert á henni. Komið hefur í ljós að nokkur af málverkum hans eru nákvæmar eftirlíkingar af myndum úr kennslubók fyrir byrjendur í málaralist- inni, að sögn breska dag- blaðsins The Independent. Undanfarin fjórtán ár hefur Pav- arotti málað tugi mynda í frístund- um sínum og sumar þeirra hafa verið sýndar víða um heim. Rúmleg- ar 20 myndir eftir hann hafa verið endurgerðar sem silkiprent og ít- alskt fyrirtæki hefur selt þær fyrir 25.000 dali, 1,6 milljónir ÍSK. Mary Hicks, 87 ára gömul fyrr- verandi listaverkasali, er höfundur „My Travels in Europe", kennslu- bókar fyrir þá sem vilja læra að mála. Bókin var gefin út fyrir 20 árum og Hicks er nú ellilífeyrisþegi í Colorado. Hún uppgötvaði sér til mikillar furðu að þijár mynda Pava- rottis væru nákvæmar eftirlíkingar af mynd sem birt var í bókinni. Hicks kveðst hvorki vilja peninga af Pavarotti né standa í málaferlum vegna myndanna. „Ég vil bara ein- hvers konar viðurkenningu á því að frumverkin hans eru frumverkin mín,“ segir hún. „Pavarotti hefur sagt, bæði í blöðum og sjónvarpi, að hann standi í þakkarskuld við Hicks,“ sagði lög- fræðingur söngvarans. Hann segir að höfundar slíkra kennslubóka ætlist beinlínis til þess að kaupend- urnir líki eftir myndunum. Landráðamál fyrir hæstarétt í Rússlandi V aldaránsmenn fyrir rétt í apríl Moskvu. Reuter. HÆSTIRÉTTUR Rússlands ákvað í gær að 12 harðlínu- kommúnistar sem sakaðir eru um tilraun til valdaráns í ágúst 1991 verði dregnir fyrir rétt 14. apríl nk. Meðal hinna ákærðu er Gennadíj Janajev er gegndi embætti varafor- seta Sovétríkjanna sem voru lögð niður í árslok 1991. Sex af tólf ákærðu hafa þegar verið látnir lausir þar sem rannsókn í málum þeirra er lokið. Hinir sex eru auk Janajevs þeir Valentín Pavlov, er var forsætisráðherra, Dmítríj Jazov, fyrrverandi varnar- málaráðherra, Vladímír Kijútsjkov, stjórnandi sovésku öryggislögregl- unnar, KGB, Oleg Baklanov, yfir- maður hergagnaiðnaðarins, og Alex- ander Tízíjakov, áhrifamaður í hópi stjórnenda iðnfyrirtækja. Þeir verða allir lausir úr haldi fram að réttar- höldunum gegn loforði um að yfír- gefa ekki Moskvu. Valdaránsmenn verða sakaðir um landráð og verður réttað fyrir opnum tjöldum. Sakborningarnir héldu Mík- haíl Gorbatsjov, síðasta forseta Sov- étríkjanna, í einangrun og stofuvarð- haldi á Krímskaga í nokkra daga en sögðu þjóðinni að hann væri veikur og þess vegna hefði svonefnd Neyð- arnefnd tekið völdin. Sjö hinna ákærðu voru í Neyðarnefndinni. Valdaránið mistókst, aðallega vegna lélegs skipulags en einnig vegna andstöðu Borís Jeltsíns, núverandi forseta Rússlands, er naut stuðnings tugþúsunda Moskvubúa. Gorbatsjov í vitnastúku Gorbatsjov verður kallaður í vitna- stúku vegna málsins. Þáttur hans í valdaráninu hefur verið mjög um- deildur, margir heimildarmenn segja að hann hafi í reynd stutt valdaránið í upphafi en með mikilli leynd og verið fljótur að snúa við blaðinu er ljóst var hver úrslitin yrðu. Tímasetning réttarhaldanna vekur athygli sakir þess að einungis þrem- ur dögum áður, eða 11. apríl, nær valdabarátta Jeltsíns forseta og Rúsl- ans Khasbúlatovs þingforseta um fyrirkomulag landsstjórnarinnar há- marki. Þann dag fer fram þjóðarat- kvæðagreiðsla í Rússlandi sem snýst um það hvort þingræði verður við lýði eða hvort felí beri forsetanum víðtækt framkvæmdavald. Streisand á þing? New York. Reuter. Bandaríska leik- og söngkonan Barbra Streisand hefur hug á því að bjóða sig fram til setu í öld- ungadeildinni, að sögn dagblaðs- ins The New York Post. Segir blaðið að Streisand hafi skýrt frá þessu er hún tók þátt í hátíðar- höldum í Washington vegna emb- ættistöku Bills Clintons forseta. Streisand er fimmtug og er með hæstlaunuðu skemmtikröftum í heimi. Hún hefur lengi stutt demó- krata. „Það hafa margir haft sam- band við mig [vegna framboðs] og ég er hreykin af því. Ég nýt þess að gera gagn og stuðla að breyting- um. Ég veit ekki hvað þetta hefur í för með sér en það er spennandi,“ hafði fulltrúi Streisand eftir henni. SERUTGAFA A SUNNUDEGI PENINGAR 7. F E B R U A R Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 7. febrúar nk. fylgir sérútgáfa sem á erindi til þeirra sem vilja hafa fjármálin í lagi og fá sem mest fyrir peningana. Sparnaður í heimilisrekstri, heimilisbókhald, áætlanagerð og endurskipulagning fjármála, möguleikar á að lækka skatta og tryggja sér betri afkomu í framtíðinni eru umfjöllunarefni þessa blaðs. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bení á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 1. febrúar. Nánari upplýsingar veita Petrína Ólafsdóttir og Helga Guðmundsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 691111/símbréf 691110

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.