Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 10

Morgunblaðið - 27.01.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIDVIKCDAGÍÍR 27. JANÚAR '1993 BORGAREIGN fasteignasala Suðurlandsbraut 14 5 678221 fax: 678289 Opið laugardag frá kl. 11-13 Einbýlis- og raðhús Þingasel - einbhús Stórglæsil. ca 350 fm á tveimur hæð- um. 5-6 svefnherb. Ca 70 fm innb. bíl- skúr. Afgirt sólverönd m. útisundlaug. Getur hægl. nýst sem 2ja íb. hús innan sömu fjölsk. Einkasala. Fagrihjalli - nýtt parh. Nútímalega hannað á notalegum og skjólsælum stað í Suðurhlíöum Kóp. 181 fm ásamt 27 fm bílskúr. Að fullu frág. á vandaðan hátt. 3-4 svefnherb. Verð 14,5 millj. Einkasala. Vesturhús. Einbýli. V. 17,5 m. Jöklasel. Raðhús. V. 14,0 m. 2ja-6 herb. Hæð og ris - makaskipti Skemmtileg ib. á tveimur hæðum í Samtúni. Sérinng. Parket á gólfum. Góður garður með sólverönd útaf eld- húsi sem er rúmg. m. borðkróki. Æskil. skipti á 3ja herb. íb. á svipuðum slóöum. Selvogsgrunn - 3ja Góð 80,5 fm íb. á 3. hæð 2 svefn- herb., góð stofa, stórt eldhús. Suðursv. Nýl. gler. Björt og falleg íb. á friösælum staö. Verð 6,9 millj. Einkasala. Skúlagata - 2ja herb. Eldri borgarar Lítil falleg íb. á 2. hæð. Húsið er sér- hannað og byggt f. eldra fólk, Bíl- geymsla. Æskileg skipti á 3ja herb. íb. í góðu fjölb. Bogahlíð. 4ra herb. V. 8,1 m. Austurberg. 4ra herb. V. 7,6 m. Okkur vantar allar gerðir eigna í sölu. Erum með fjölda ákveðinna kaupenda á skrá. Alhliða ráðgjöf - ábyrg þjónusta Kjartan Ragnars hrl. Eyðing býla á ís Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! __________Bækur_______________ Bjarni F. Einarsson Farm Abandonment in Medi- eval and Post-Medieval Iceland, eftir dr. Guðrúnu Sveinbjarnar- dóttur. Fyrir skömmu kom út í Eng- landi bókin: „Farm Abandonment in Medieval and Post-Medieval Ice- land: an Interdisciplinary Study“, eftir dr. Guðrúnu Sveinbjarnar- dóttur. Var bókin gefin út hjá Oxbow Books, Park End Place, Oxford, 1992. Á íslensku gæti tit- illin heitið Eyðing býla á Islandi á miðöldum og nútíma: þverfagleg rannsókn. Bókin er byggð á dokt- orsritgerð Guðrúnar, sem hún lauk við árið 1987 við háskólann í Birm- ingham. Er bókin því önnur í röð doktorsritgerða frá hendi íslend- ings frá upphafi vega í þessum fræðum, og sú fyrsta, sem rituð er við fornleifafræðistofnun há- skóla yfirleitt. Megin viðfangsefni bókarinnar er, eins og fram kemur í heiti hennar, eyðing byggðar á íslandi á ýmsum tímum og orsakir henn- ar. Er aðallega leitast við að kanna hlutverk, eða áhrif, versnandi veð- urfars, landeyðingar, pesta og efnahagslegra þátta á mótun hinn- ar íslensku landsbyggðar. Guðrún athugaði þrjú svæði á Islandi, og voru þau Eyjafjallasveit í Rangár- vallasýslu, Berufjörður í Suður- Múlasýslu og Austur- og Vestur- dalur í Skagafjarðarsýslu. Til að aldursgreina eyðibýlin, sem athug- uð voru, var notast við svokallaða gjóskulagaaldursgreiningu, sem er greining á eldfjallaösku í jarð- veginum, og hún notuð til að ald- ursgreina það sem er undir eða yfir, svo hlutirnir séu einfaldaðir nokkuð. Hér gefst ekki kostur á að fara í saumana á þessari bók, en þó verður helstu kosta hennar og galla getið hér. Mun ég fyrst snúa mér að göllum hennar og enda á kostunum. í stuttu máli finnst mér gallarnir aðallega vera á hinu fræðilega plani og frágangi öllum, en kostirnir á hinu minjavörslulega plani. Bókin er um margt athyglisverð Vesturberg - raðhús Glæsilegt endaraðhús 144 fm ásamt 32 fm upphituðum bílskúr. 4 svefnherb., gestasnyrting, baðherb., þvotta- hús og búr innaf eldhúsi, borðstofa, setustofa og gott geymslurými. Arinn. Verð 13,5 millj. SKÓLAVÖRÐUSTÍG 38A, — VIÐAR FRIÐRIKSSON, LÖGG. FASTEIGNASALI, HEIMASÍMI 27072. 29077 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL, lóggilturfasteignasau Til sýnis og sölu meðal annarra glaesilegra eigna: Nýtt parhús - úrvals staður Ein hœð með góðum bílskúr og sólskála samtals 169,5 fm. Allar innr. og tæki af bestu gerð. Mjög góð lán fylgja. Húsið er á ræktaðri lóð við Furubyggð í Mosfellsbæ. Alft sér - öll eins og ný 6 herb. neðri hæð á einum besta stað í Hlíðunum. Agæt sameign. Góður bílskúr. Teikn. á skrifst. Nýtt glæsilegt einbýlishús við Þingás á tveimur hæðum með 6 herb. rúmg. ibúð og bílskúr með verkstæðisrými, nettó innanmál 226 fm. Húsið er íbúðarnæft, ekki full- gert. Mikil og góð lán fylgja. • • • Vinsamlega kynnið ykkur fimmtudagsauglýsinguna. Opið á laugardaginn. AIMENNA FASTEIGNASAUN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 fýrir íslenska fornleifafræði og er að mörgu leyti mjög íslensk og veit það bæði á gott og vont. En áður en ég held áfram vil ég fara nokkrum orðum um frágang bók- arinnar og hönnun. Bókin er prentuð í A4-stærð, sem er afar hentugt form fyrir fomleifaskýrslur ýmiss konar, þar sem mikið af teikningum í plani og í sniði eru birtar. I bókinni er mikið af villum, sem stundum virð- ast hafa komið til þegar uppruna- leg doktorsritgerðin var aukin að myndum og texta vegna þessarar útgáfu og þannig hefur skapast misræmi. Erþreytandi að lesa slík- an texta, sem ekki er treystandi varðandi tilvísanir í myndir, höf- unda eða kafla. Prófarkalestur hefði komið í veg fyrir þessar hvimleiðu villur. Annað, sem ýfði rólyndi undir- ritaðs var að ekkert kerfi var í teikningum bókarinnar. Sem dæmi má nefna að flatarteikningar af sama eyðibýlinu, önnur teikning eftir Daniel nokkurn Bruun frá því um aldamótin síðustu, og hin eftir Guðrúnu sjálfa, snúa ekki eins. Á blaðsíðu 126 er mynd af Kolgrímastöðum í Austurdal í Sagafjarðarsýslu eftir Bruun og snýr norðurpílan nánast upp, en á næstu síðu er sama býli teiknað af Guðrúnu og snýr þá pílan nán- ast beint til vinstri. Verri dæmi eru á blaðsíðu 103 og 104 (Hrafn- staðir í Vesturdal) og 152 og 153 (Hólakot í Austurdal), þar sem munurinn er allt að 180 gráður. Af þessum sökum er afskaplega erfitt að bera saman myndirnar, sem er ekki alveg þýðingarlaust og merkilegt að sumu leyti. Hvað sá Bruun'sem Guðrún sá ekki og hvað sér Guðrún sem Bruun sá ekki? Sjá tveir einstaklingar sama eyðibýli á sama hátt? Hversu mik- ilvæg er æfingin, menntunin, áhuginn, uppruninn, ástandið, veðrið o.s.frv. þegar menn skoða fornleifar? Best hefði veri að láta t.d. allar norðurpílur snúa beint upp, hvort sem um er að ræða myndir eftir Bruun eða Guðrúnu, og hvort sem þær væru frá Suðurlandi, Austur- landi eða Norðurlandi. Ekki kemur fyllilega fram í bókinni hversu stórar prufuholurn- ar voru sem Guðrún gróf í hinar einstöku rústir og ekki eru stað- setningar þeirra í rústunum sýnd- ar, sem er afar bagalegt fyrir seinni tíma athuganir, sem kunna að fara fram á þessum stöðum. Sama gildir um mörg snið, sem tekin voru í gegnum túngarða. Ég gat þess hér að ofan að mér þætti bókin vera mjög íslensk og á ég þá við að Guðrún fylgir ís- lenskri rannsóknarhefð í fornleifa- fræðum, sem að sumu leyti er ekki til! Rituðum heimildum er fylgt gagnrýnislaust og án skil- yrða, meginefni bókarinnar er upptalning á eyðibýlum, eins og það væri tilgangur í sjálfu sér, og af því leiðir að umræða er af skornum skammti. Á ég fyrst og fremst við kenningarlega umræðu, bæði um tilgang verksins, hvaða kenningar liggja að baki og hvern- ig til tókst. Ef heimildum Guðrún- ar væri raðað í þeirri röð, sem þýðing þeirra segir til um, væru þær; 1) ritaðar heimildir, 2) gjóskulagafræði og síðast forn- leifafræði. Þess má geta að tíma- tal gjóskulagafræðinnar byggist að mestu leyti á rituðum heimild- um. Þetta er að mörgu leyti skil- greining á ísleskri fornleifafræði, eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Fornleifafræðilegum aðferðum (hér er átt við uppgr- efti) er beitt að litlu leyti, svo sem með pínulitlum holum, eða afar hraðvirkum greftri og aðeins til að skreyta rannsóknina vísinda- Guðrún Sveinbjarnardóttir legum leikfimisæfingum fornleifa- fræðarinnar. Eiginleg fornleifa- fræði, sem byggist á eigin rann- sóknaraðferð og eigin hefðum, hefur aldrei verið til á íslandi, þó að það sé að breytast nú hin síð- ari ár. Auk þess að vera bundin í viðj- ar hinna rituðu heimilda, fylgir Guðrún mjög þeirri algengu hug- mynd um íslenska sögu að hún sé að mestu leyti mótuð af ytri öflum, svo sem eldvirkni, veður- fari (slæmu) og drepsóttum af ýmsu tagi, það er að segja að mestu leyti á neikvæðum þáttum. Er eins og samfélag manna á ís- landi hafi alls ekki verið þess megnugt að skapa sér eigin örlög eða leggja þann stíg, sem það fet- aði til góðs eða ills. Ef nakinn maður verður úti í frosthörkum, er það varla frostinu að kenna að svo fór! Enginn greinarmunur er gerður í þessu sambandi á t.d. 11. öldinni og þeirri 18. og eyðingu byggðar á þessum tímum. Er sömu öflum kennt um og að mestu leyti geng- ið út frá því að um samkonar samfélag hafi verið að ræða á þessum tímum, sem verður að telj- ast harla vafasamt að minni hyggju. Tel ég í meira lagi vara- samt að meðhöndla þessa tvo tíma sameiginlega á þennan hátt, ein- faldlega vegna þess m.a. að um tvær samfélagsgerðir var að ræða og um tvo félagslega veruleika, sem áttu fátt eitt sameiginlegt í þróun sinni og möguleikum. Oft bendir Guðrún á að aldurs- greiningar á rústum þeim, sem bókin fjallar um, séu all óöruggar, enda orð eins og sennilega, lík- lega, gæti verið o.s.frv. tíð. Stund- um fundust ekki öskulög til að aldursgreina rústir, stundum voru gripir hafðir til hliðsjónar, sem ekki voru sérlega góðir til aldurs- greiningar. Aldrei voru kolefna- aldursgreiningar framkvæmdar, sem er miður. Hefði verið athyglis- vert ef að minnsta kosti einn stað- ur hefði verið rækilega aldurs- greindur og rannsakaður á hverju svæði fyrir sig og hafður til hlið- sjónar. Undarlegt þykir mér að rannsókna á einu eyðibýli í Vestur- dal sé hvergi getið, þó voru þær gerðar í lok síðasta áratugar. Niðurstaðan af þessu hlýtur að vera sú að aldursgreiningarnar séu vart viðunandi. Á einum stað (Þor- ljótsstöðum í Vesturdal) telur Guð- rún sennilegt að vegna nálægðar heiðinna kumla megi aldursgreina staðinn til 10. aldar. Hér er hug- takið nálægt notað sem vísbend- ing, en þessi nálægð var 1,5 km. Er engan veginn hægt að sætta sig við slíka röksemd, enda hefur þess háttar nálægð hvergi verið staðfest, hvorki á íslandi né á Norðurlöndum. Hins vegar hefur 100-300 m nálægð verið staðfest og oftast gengið út frá því að hún sé nærri sanni, einnig hér á landi. Þess ber að geta að aðeins einu sinni hefur kuml fundist í sam- bandi við rannsókn á fombæ hér á landi og var það að Granastöðum í Eyjafjarðarsveit. Þar var kumlið 150 m frá býlinu. Nú verður að viðurkennast að ekki var ætlun Guðrúnar að ald- ursgreina býlin, heldur er um að ræða tilraun til byggðasögu, út frá ákveðnum forsendum, svo sem aldri. En því er varla hægt að neita, að þegar einn aldur hefur verið tilgetinn, mun hann standa þar til annað sannast. Og þó að annað sannaðist, er ekki víst að það teljist gott og gilt hjá öllum, svo dæmið um Stöng sé tekið. Rannsókn Guðrúnar sýnir að hér á landi er urmull af bæjarr- ústum, og öðrum rústum, frá ýmsum tímum, sem sumar hverjar eru að glatast og hverfa af yfir- borði jarðar fyrir fullt og allt. Og þá tala ég fyrst og fremst um rústir, sem eru þekktar í rituðum heimildum eða þekktar af staðar- fólki. Vafalaust er til fjöldinn allur af óþekktum bæjarrústum, sem eru ekki síður mikilvægar og eru á jafn hröðu undanhaldi og hinar. Slíkar rústir fínnast ekki, né verða kunnar, nema um sérstaka leit verði að ræða og að til þess þjálf- ist fólk. Land, sem ekki hefur skráð sínar föstu fornleifar veit ekki hvaða fornleifar kunna að fínnast í landinu. Þetta er reynsla allra þeirra, sem með slík mál hafa farið. I bók Guðrúnar er t.d. hægt að lesa um býli, sel og svo- kölluð þrælsgerði (sem sennilega er þjóðsagnakennd skýring!). Munurinn á þessum stþðum, eins og þeir koma okkur fyrir sjónir í dag, er þó ekki fyllilega ljós. Gátu verið til sel, sem voru starfrækt allt árið, og því tekið á sig að hluta mynd venjulegs bóndabýlis? Hvemig efnisgerast hin ýmsu mannaverk úr fortíðinni í formi fornieifa? Heimildarmönnum fer fækk- andi ár frá ári og er svo komið að þeirra nýtur vart við lengur á sumum stöðum. Þetta þýðir að þegar skráning á föstum fornleif- um loksins fer fram á íslandi verð- ur hún seinvirkari og ekki eins ýtarleg og hún hefíð orðið, ef allra heimilda og heimildarmanna hefði notið við. Ég vil þó benda á að skráning á föstum fomleifum er ekki háð heimildum né heimildar- mönnum. Ekkert ríki í nágrenni okkar sinnir þessum málum jafn illa, eða alls ekki, og ísland og þætti sum- um það undarlegt á sjálfri sögueyj- unni. Nágrannar okkar á Norður- löndunum hafa margir skráð allar sínar fornminjar og Jiað oftar en einu sinni. En við á Islandi skeyt- um því engu þó ein og önnur rúst- in fjúki í sjóinn eða verði vélgröfu að bráð. Við skeytum því engu þó ein og önnur rústin fúki út í veður og vind eða grafíst endanlega undir sandi og mold. Em ekki rústirnar enda aðeins aumingja- legur minnisvarði um horfna tíð, tíð sem er miklu betur varðveitt í rituðum heimildum? Við eyddum skógunum, við eyddum landinu og við eyðum minjunum; er ekki mál að linni? Þó að ég hefði viljað sjá meiri fornleifafræði á kostnað sagn- fræðinnar í bók Guðrúnar og meiri kenningarlega umræðu, er ekki þar með sagt að bókin eigi sér ekki tilvemrétt. Þvert á móti, hún er góður fulltrúi sinnar hefðar, þó að hefðin sem slík sé ekki mér að skapi. Margt í bókinni gefur tilefni til nánari rannsókna og athugana og hlýtur að vekja forvitni fræði- manna í framtíðinni. Höfundur cr fornleifafrseðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.