Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 X3 Raforkuverð á nokkrum stöðum Raforkukostnaður heimila og svæðum umhverfis landið {££ í Reykjavík 1983-1993 Heimilis- eða almennur taxti í jan. 1993. Verð í ^“7 Útgjöld á mánuði miðað við 3.500 kWst. ársnotkun. kr. hver kWst. miðað við 3.500 kWst. ársnotkun. Á föstu verðlagi miðað við byggingarvísitölu. 10 kr. 4.000 kr. ■■ Skattar greiddir af eign sem er ekki til SAMKVÆMT gildandi skattalögum geta menn þurft að greiða eignar- skatta af eign, sem í raun er ekki til. Þetta stafar af því að eigi er heimilt að fyrna lausafé, sem er til einkanota. Þessi regla skattalag- anna kom yfirleitt ekki að sök, þegar verðbólga var hér veruleg, en með lækkandi verðbólgustigi eru menn farnir að greiða eignarskatta af falskri eign, þ.e.a.s. eign, sem í raun er ekki til. Samkvæmt upplýsingum skatt- manna, sem eigi er heimilt að fyrna stjórans í Reykjavík, Gests Stein- þórssonar, er hér ekki um að ræða reglugerðarákvæði, heldur laga- ákvæði, sem breyta þyrfti á Al- þingi. í skattalögum segir: „Lausafé og ekki er notað til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfseipi, skal telja til eigna á upphaflegu kostnað- arverði án endurmats.“ Bifreiðar „hækka“ ekki lengur í verði 4% hækkun á gjaldskrá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um síðustu áramót Borgarstjóri segir aðhaldi beitt við gjaldskrárhækkanir GJALDSKRÁ Rafmagnsveitu Reykjavíkur hefur lækkað verulega að raungildi undanfarin tíu ár, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra. Þannig segir hann að raforkukostnaður heimilis sé nú um 41'/2% lægri en hann var fyrir tíu árum. Borgarstjóri segir að þegar ákveðið var að hækka gjaldskrá Rafmagnsveitunnar um 4% nú um áramótin hafi verið útlit fyrir verulega hækkun dreifingarkostnað- ar, auk áhrifa af hækkun Landsvirkjunar, en taxtar Rafmagnsveitunn- ar hafa ekki hækkað í Iangan tíma. „Fjögurra prósenta hækkun gjald- skrár Rafmagnsveitunnar á sér tvær orsakir. Annars vegar hækkaði heild- söluverð Landsvirkjunar um 4% og hins vegar hækkar eigin dreifingar- kostnaður Rafmagnsveitunnar nokk- uð enda var miðað við hærri verð- lagsspá en í fyrri fjáhagsáætlunum veitunnar, eða 4,5%, þegar ákvarðan- ir voru teknar í desember," sagði Markús Öm þegar hann var spurður um ástæður hækkunarinnar. „Gjald- skrá Rafmagnsveitunnar hafði ekki hækkað vegna almennrar verðlags- þróunar í átján mánuði. Síðasta hækkun varð fyrir fimmtán mánuð- um en hún var eingöngu afieiðing af hækkun Landsvirkjunar. Þá má geta þess að raforkuverðið hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur hefur lækk- að verulega að raungildi á undan- förnum árum. Meðalverð á almenn- um taxta, þar á meðal til heimila, hefur lækkað um 41,5% á síðastliðn- um tíu árum ef miðað er við þróun byggingarvísitölu. Verðið var 7,10 krónur á kílówattstund árið 1992 en framreiknað meðalverð frá 1983 er 12,14 kr.“ Afltaxtar ekki hækkaðir Borgarstjóri sagði að við verðlagn- inguna nú hafi verið tekið sérstakt tillit tii fyrirtækjanna sem mestu orkuna notuðu. Fyrirhugað hefði verið að taka nú inn síðustu áfanga- hækkun á afltaxta vegna breytingar á uppbyggingu taxta Landsvirkjun- ar. Það hefði þýtt að afltaxtar fyrir- tækja hefðu hækkað um tæp 10%. Sagði Markús Öm að fyrirtæki ættu í erfiðleikum og hefði verið talið skynsamlegt að fresta hækkuninni í ljósi atvinnuástandsins. Aðspurður hvort ekki hefði mátt komast hjá hækkun umfram það sem hækkun Landsvirkjunar krefst með sparnaði í rekstri sagði Markús Öm að ekki hefði verið tekið tillit til hækkunar dreifingarkostnaðar í gjaldskránni í átján mánuði og sýndi það, ásamt samanburði við fyrri ár, að fyrirtækið hefði sýnt mikið aðhald við gjaldskrárhækkanir sínar. Hefði þótt fullkomlega eðlilegt að hækka gjaldskrána nú með tilliti til verð- bólguspár og almennra rekstrarskil- yrða veitunnar, ekki síst í ljósi þess að Rafmagnsveitan væri enn með ódýrustu rafveitum landsins. Undir þetta ákvæði falla t.d. bíl- ar, sem færðir eru til eignar á skatt- framtali á því verði, sem þeir eru keyptir á. I verðbólgu síðustu ára kom þetta í raun ekki að sök, því að endursöluverð bíls var yfirleitt hærra í krónutölu en kaupverð hans vegna rýrnunar krónunnar. Nú hins vegar selja menn bíla á lægra verði en þeir keyptu þá upphaflega. Mun- urinn á raunverulegu verðgildi bíls og skattskyldu verði hans getur ver- ið veruleg fjárhæð, jafnvel skipt milljónum. I núverandi skattalögum er hrein eign eignarskattsfijáls upp að 3,5 milljónum króna. Á þá fjárhæð, sem er umfram 3,5 milljónir er síðan greiddur 1,2% eignarskattur eða upp að eign, sem nemur 9,5 milljónum. Af þeirri eign, sem er umfram þá upphæð greiðist 0,75% eignarskatts- auki eða 1,95% eignarskattur, sem er að vísu tekjutengd prósenta, sem skerðist ef tekjur eru innan ákveðins marks. Sem dæmi er unnt að taka bif- reið, sem ofmetin er um 1 milljón króna. Iændi sú milljón í eignar- skattsauka, þurfa menn að greiða af henni 19.500 krónur í eigna- skatt, þrátt fyrir að þessi eign sé í raun ekki til. GLOBUS BILAR ÓTRÚLEGT VERÐ OO AVINTYRALIG ÓtYGGDAFERD Volvo 240 GL, árg. '86, brúnn, ekinn 63 þús. km. MarkaSsverð 750.000 TilboðsverS 690.000 Mercury Topai, marka&sverð 480.000 tilboðsverð 390.000 árg. '87, Ijósbtól, ekinn 63 þús. km. Saab 900i, markaðsverð 6Ó0.000 tilboðsverð 590.000 árg. '8ó, grænn, ekighM 4 þói. km. CKevrolst Momo, árg. '88, hvítur. ekinn 60 þús. km. markaðsverð 490.000 tilboðsverð 420.000 Mitiubishi Colt, árg. '86, hvltur, ekinn 82 þús. km. markaðsverð 340.000 tilboðsverð 280.000 Toyota Camry, árg. '86, brúnn, okinn 100 þús. km. markaðsverð 580.000 tilboðsverð 490.000 Mazda 626, árg. '88, Ijósblár, ekinn 102 þús. km. markaðsverð 780.000 tilboðsverð 690.000 Ford Orion 1.6 CL, árg. '87, hvltur, ekinn 9ó þús. km. markaðsverð 470.000 tilboðsverð 390.000 ItSiiS SfgSHÖ&p/ SÍMI: 674949 ÞAÐ ER OPK> HJÁ OKKUR: mánudaga til föstudaga kl. 9.00 - 18.30 laugardaga kl. 10.30 - 17.00 sunnudaga kl. 13.00 - 16.00 KOMDU I BILAHOLLINA, BILDSHOFÐA 5 OG SKOÐAÐU OTULEGT URVAL AF NOTUÐUM EN GOÐUM BILUM I EIGU GLOBUS MMJE Við bjóðum notaða bíla í eigu Globus á ótrúlega lágu verði í Bílahöllinm á tímabilinu 23.-31. janúar. Dregið verður úr nöfnum allra þeirra sem nýta sér þetta tækifæri og fimm heppnir kaupendur fá tveggja daga ævintýralega ferð fyrir tvo upp á Hveravelli með Hafþóri „Hveravallaskrepp" á Ford snjótrölli. Ford Probe árg. '88, brúnn, ekinn 60 þús. km. Markaösverð 880.000 Tilboðsverð 790.000 Citroen BX 16 TRS árg. '89 rauður, ekinn 58 þús. km. Markaðsverð 720.000 Tilboðsverð 640.000. Skoda Favorit, árg. '90, grænn, ekinn 30 þús. km. Markaðsverð 350.000 Tilboðsverð 285.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.