Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
Bretar til í
að ræða
breytingar á
öryggisráði
JOHN Major forsætisráðherra Bret-
lands sagði í gær að breytingar á
starfsemi öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna (SÞ) mætti skoða svo og
fjölgun ríkja sem þar ættu fastafull-
trúa. Aðalatriði í þeim efnum væri
að breytingar fælu í sér aukna skil-
virkni samtakanna. Warren Ghri-
stopher utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna sagðist í fyrradag hlynntur
því að Þjóðverjar og Japanir fengju
fastafulltrúa í ráðinu.
Vilja halda í
hlutleysið
AUSTURRÍSKA stjómin sam-
þykkti í gær að sækja um aðild að
Evrópubandalaginu sem hlutlaust
ríki. Leiðtogar stjómarflokkanna
sögðu aðild af því tagi ekki stang-
ast á við Maastricht-sáttmálann.
Formlegar viðræður um aðild Aust-
urríkis að EB hefjast í næsta mán-
uði.
Albanir fá ekki
NATO-aðild
Atlantshafsbandalagið (NATO)
hefur hafnað beiðni stjórnvalda í
Tirana um að Albanir fái formlega
aðild að bandalaginu. Hefur Albön-
um hins vegar verið boðið upp á
nána samvinnu við bandalagið í
Norður-Atlantshafssamvinnuráð-
inu sem tengir NATO og fyrrum
aðildarríki Varsjárbandalagsins.
Sears hættir
með vörulista
Fimmtíu þúsund Bandaríkja-
menn missa atvinnu sína vegna
breytinga í rekstri verslunarfyrir-
tækisins Sears Roebuck sem á í
miklum erfiðleikum. Verður útgáfu
annálaðs vöralista fyrirtækisins
meðal annars hætt.
Fortíð læknis
HANS Sewering, 76 ára þýskur
læknir, hefur ákveðið að hætta við
að taka við formennsku í Alþjóða-
læknafélaginu (WMA). Hann var í
SS-sveitum Adolfs Hitlers og er
m.a. sakaður um að hafa gefið fyrir-
mæli um að fólk yrði flutt á sjúkra-
stofnun þar sem líknarmorð voru
framin á vistmönnum á stríðsáran-
um.
Zhirinovskíj
gagnrýndur
RÚSSNESKA utanríkisráðuneytið
hvetur ríkissaksóknara landsins til
að grípa til harkalegra aðgerða
gegn þjóðernissinnanum Vladímír
Zhirinovskíj. Skýringin er sú að
Zhirinovskíj sendi á sunnudaginn
tíu stuðningsmenn sína til íraks til
að beijast með þarlendum gegn
Bandaríkjamönnum.
Robert Jacob-
sen látinn
DANSKI myndhöggvarinn Robert
Jacobsen dó í svefni í fyrrinótt á
heimili sínu í Vejle á 81. aldursári.
Hann hefur verið talinn fremsti
myndhöggvari Dana á 20. öldinni.
Vændiskona í
skemmtiferða-
skipi
„UNGFRÚ Svipuhögg", frægasta
vændiskona Bretlands, sem hvarf
fyrir rúmri viku, sást um borð í
skemmtiferðaskipi í Port Evergla-
des í Florida á sunnudag, að sögn
breskra dagblaða. Vændiskonan er
sögð hafa litað hár sitt og ferðast
undir röngu nafni.
Reuter
Hillary og heilbrigðismálin
BILL Clinton skipaði konu sína Hillary á mánu-
dag formann sérstakrar nefndar sem ætlað er að
gera tillögur um úrbætur í heilbrigðis- og velferð-
armálum. í nefndinni eiga sæti nokkrir ráðherrar
og er henni ætlað að ljúka störfum á 100 dögum.
Að sögn er þetta veigamesta hlutverk sem banda-
rísk forsetafrú hefur fengið til þessa við mótun
stjórnarstefnu. Þegar Clinton skýrði frá valinu tók
hann fram að kona sín fengi ekki laun fyrir hið
ábyrgðarmikla starf sem henni hefði verið falið.
Er það gert til að koma í veg fyrir að starf henn-
ar bijóti í bága við svokölluð Kennedy-lög sem
banna nánum ættingjum forsetans störf í æðstu
stjóm landsins. Þau voru sett í framhaldi af því
að John F. Kennedy valdi bróður sinn Robert í
starf dómsmálaráðherra. Á myndinni sést Hillary
í heimsókn í grannskóla í New York þar sem eitur-
lyfjaneysla er mikið vandamál.
Bandaríkin
Viðamikil
leit gerð að
morðingja
CIA-manna
Washington. Reuter.
BANDARÍSKA alríkislögreglan
(FBI) kvaðst í gær taka þátt í
leit að óþekktum byssumanni
sem skaut tvo menn til bana og
særði þrjá við höfuðstöðvar
bandarísku leyniþjónustunnar
CIA skammt fyrir utan Washing-
ton á mánudag.
Mennirnir sem biðu bana vora
báðir starfsmenn leyniþjónustunn-
ar. Sjónarvottar lýstu morðingjan-
um sem hvítum manni á þrítugs-
aldri. Hann er sagður hafa farið
úr bíl sínum og hafið skothríð úr
riffli á bíla, sem biðu eftir grænu
ljósi ti! að geta ekið að höfuðstöðv-
um CIA.
Talið er líklegt að morðinginn
hafi viljað ná sér niðri á CIA. Lög-
reglan á staðnum hefur fengið lista
frá CIA yfir menn sem hugsanlega
gætu viljað hefna sín á leyniþjón-
ustunni. Þeirra á meðal eru nokkrir
af 15.000 starfsmönnum hennar.
Um 40 lögreglumenn stöðvuðu
bíla við morðstaðinn í gær til að
leita vísbendinga um skotárásina,
þá fyrstu sem gerð hefur verið í
grennd við höfuðstöðvar CIA.
Eldar slökktir í danska olíuskipiiiu Maersk Navigator á Indlandshafi
Mengunarhætta vegna olíu-
lekans mínni en óttast var
Sinjgapore. Reuter.
OLIA rennur enn úr tönkum risaskipsins Maersk Navigator
sem lenti í árekstri í sl. viku við mynni Malakkasunds á milli
Súmötru og Malasíu en í gær tókst að slökkva eldana um
borð með því að dæla froðu á þá. Álitið er að hættan á alvar-
legu mengunarslysi fari minnkandi. Gat er á einum af tólf
tönkum skipsins og sagði sérfræðingur í olíuflutningum í
Singapore að olían, sem farið gæti í sjóinn, yrði í mesta lagi
5% af því magni sem lenti í hafinu þegar olíuskipið Braer
strandaði við Hjaltland nýverið.
Maersk Navigator er um 255 þús-
und tonn að stærð og í eigu danska
A. P. Moller-félagsins. Enginn fórst
við áreksturinn en líffræðingar óttast
að tjón verði á lífríki á þessum slóð-
um vegna olíubrákarinnar. Hún er
nú talin vera um 55 km að lengd
og um kílómetri að breidd.
„Nýjar skýrslur frá björgunar-
mönnum benda til að verulega hafi
dregið úr lekanum,“ sagði Hugh
Parker, talsmaður samtaka um
mengunarvarnir á vegum tankskipa-
eigenda. Hann sagði að vind hefði
lægt og olíuflekkurinn næði nú yfir
stærra svæði en hefði að sama skapi
orðið þynnri. Dráttarbátar hafa kom-
ið böndum á skipið og reyna að draga
það í suðurátt frá Nicobar-eyjum og
Súmötru. Til að reyna að eyða olíu-
flekkinum hafa Indveijar látið dreifa
úr skipum og flugvélum efnum sem
valda því að olían safnast í litlar
kúlur sem bakteríur í hafinu eiga
auðveldara með að melta en fljótandi
olíu.
Hefur ekki tvöfaldan byrðing
Maersk Navigator er að sögn
danska blaðsins Berlingske Tidende
ekki með svonefndan tvöfaldan byrð-
ing sem dregur mjög úr lekahættu.
Blaðið segir að Á. P. Moller hafi
nýlega lokið við áætlun þar sem gert
sé ráð fyrir að öll skip útgerðarinnar
verði með tvöföldum byrðingi. Um-
hverfismálaráðherra Þýskalands,
Klaus Töpfer, segir að Evrópubanda-
lagið ætti að leggja bann við því að
notuð sé eldri olíuskip en 15 ára.
Jafnframt ætti að skylda skipafélög
til að nota aðeins skip með tvöföldum
byrðingi.
Efnahagskreppan í Bretlandi
Vextir lækkaðir í 6%
London. Reuter.
BRESK stjórnvöld lækkuðu í gær vexti í sex af hundraði og hafa þeir
ekki verið jafn lágir síðan 1977. Markmiðið er að reyna að vinna bug
á lengstu samfelldu efnahagskreppu sem herjað hefur á Breta síðan
á fjórða áratugnum.
Atvinnuleysi fer einoig vaxandi
og er nú 10,5%. Verðbólga er hins
vegar aðeins um 3,7%, mun lægri
en vextirnir. Áhrifamenn í atvinnu-
lífinu hafa að undanförnu hvatt til
vaxtalækkunar til að hleypa lífí í
atvinnulífið en töldu í gær að varla
væri nóg að gert með þessari síðustu
ráðstöfun. Vextirnir hafa verið lækk-
að um samaniagt fjóra af hundraði
frá því að Bretar gengu úr gengis-
samstarfl Evrópu, ERM, í september
sl.
Norman Lamont fjármálaráðherra
sagði að vaxtalækkunin væri eðlileg
viðbrögð við síðustu hagtölum er
sýnt hefðu litla eftirspurn á neyt-
endamarkaði og lækkandi fasteigna-
verð. Pundið lækkaði í verði á al-
þjóðamörkuðum í gær en hlutabréf
hækkuðu.
Schiffer í sellófani Rcuk'r
Tískuhönnuðir í París era þessa dagana að kynna vor- og sumartísk-
una. Hér má sjá fyrirsætuna heimsþekktu Claudiu Schiffer í plastföt-
um frá Karli Lagerfeld og er pilsið gert úr sellófani.