Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 40
40 n: mmm MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 Linu uA'Jviai. vl imoAcnwivnn/i niUAinvuoBO''/ s „ Ég kýs helst <ýé i//nna cm, l/crksijórnar: " Bróðir. Þú verður að gleyma lífvarðarárunum. Hvar er fatauglan? HÖGNI HREKKVÍSI BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Samsæri Frá Sigurði Harðarsyni: VISSIR þú að í þjóðfélaginu er í gangi samsæri, þaulskipulagt sam- særi beint gegn sjálfstæðri hugsun hins almenna borgara? Grunnurinn undir þessu samsæri er ákveðin vél, kerfisvél sem gengur fyrir eldsneyti sem er viiji fólksins. Kerfisvélin hefur nokkrar aðferð- ir til að gera vilja fólksins að sínum eigin. Hún hefur fjölskylduna sem sér um að hefta fijálsræðið, hún hefur skólann til að kenna fólkinu að hugsa „rétt“ og til að sannfæra fólkið um ágæti vélarinnar. Hún hefur verkalýðinn í hendi sér og skattpínir hann tii að fjármagna eigin rekstur. Hún hefur lög og rétt og lögregluna tii að framfylgja lög- unum og því réttlæti sem hún vill viðhafa. Hún hefur fangelsi og aðr- ar stofnanir, ætlaðar fyrir fólk í andlegu ójafnvægi, til að koma þeim fyrir sem neita að samlagast sínu kerfi. Hún hefur líka íjölmiðla til að koma upplýsingum þeim sem henni hentar að fólkið sé fullt af á framfæri (upplýst fólk er ánægt fólk). Þar að auki hefur hún trúar- brögð og sálfræðinga til að sveipa sjálfa sig þoku og rugia fólkið í rím- inu. Vélin hefur sagnfræðinga (breytanlega) til að sveipa sjálfa sig Frá Elsu Einarsdóttur: NÚ ER iilt í efni. Ég er skelfingu lostin. Ég er að upplifa hræðilega martröð. Astæðan? Jú, ég er að tapa þjóðarrembu minni, þessari tilfínn- ingu sem verið hefur svo rík í okkur öllum, sérstaklega á erlendri grund, stoltinu. Við íslendingar erum 260 þús- undir af afburðafólki, sem hvergi á sinn líka; hin mikla bókaþjóð, stór- skáldin, ólæsi eftir 6 ára aldur óþekkt fyrirbrigði, tungumál okkar, það göfugasta og elsta í heimi, ómengað landið okkar, tæra vatnið, hreina loftið, fegurðin. Nú er ég auðvitað að tala um stolt íslendinga þegar við erum á erlendri grund. Því það kveður við annan tón þegar við erum heima. ljóma og sýna fram á vald sitt og hún hefur fasta siði fyrir fólkið að fara eftir. Vélin hefur framtíðina, framtíð- ina þar sem öll þessi tæki munu verða önnum kafín. Þ.e.a.s. á meðan við höldum áfram að líta á þau sem sjálfsagða hluti í kringum okkur. Þó fólk muni kalla mig ofsoknar- bijálaðan vegna þessara skrifa þá er ég þó að hugsa málið og það ætti að grufla aðeins í þessu sjálft. Hvað eru margar tölvur í gangi sem eru með nafn þitt í minninu? Reikn- aðu afturábak; sjúkrahúsið, kirkjan, heimilislæknirinn, skólinn, bankinn, hagstofan, verslanasamsteypan, lögreglan, bifreiðaeftirlitið, o.fl. Fullt af stórum vélum sem saman mynda eina risastóra vél. Allsstaðar er sjálf þitt þurrkað út, það sem einkennir þig sem persónu er hvergi til innan vélarinnar. Það má ekki, þar er hugur þinn einungis ætlaður til að taka við upplýsingum, ekki hugsa, heldur þínar til að skila arði til framgangs vélarinnar. Tilfinn- ingalíf þitt er ætlað til að beinast gegn þeim sem fylgja ekki straumn- um. Þannig er fólk gert að litlum vélum sem bindast gráum hvers- dagsleika. Stígðu útúr hinu sígilda hegðana- mynstri og kannaðu viðbrögðin. Fjölskyldan minnir þig á hver staða þín er sem afkvæmis hennar og ættingja, skólinn segir þér hvað þú Þá er sárt kveinað, það er allt svo dýrt, vinnutími svo langur. Allt svo ómögulegt, nema þegar útlendingar sækja okkur heim. Eg ætla ekki að fara nánar í þessa sálma. Nokkrar spurningar hef ég þó fram að færa. Hvar eru landvættir íslands? Hvar er fjallkonan fríð? Eru þau öll horfín, týnd og tröllum gefin? Eða eru tröllin jafnvel farin líka? Ég bið hvern þann, sem veit eitthvað um afdrif þessara gömlu íslensku tákna að láta vita. Ég er viss um að marg- ir óttast að þau séu okkur glötuð. Að lokum ein spurning. Lands- þekkt slagorð: Eflum íslenskan iðn- að! Verður það í framtíðinni: Eflum evrópskan iðnað!? ELSA EINARSDÓTTIR, Sléttuvegi 1-3, Reykjavík. hugsar (skólinn kenndi þér að hugsa sjálfstætt). Kirkjan minnir þig á sið- gæði þitt sem kristinnar manneskju, fjölmiðlarnir sýna þér hvað allir hin- ir eru eðlilegir og sýnir þér jafn- framt fram á hve samskiptareglu- brot þitt er fáránlegt. Lögreglan bendir þér á hvað leyfilegt er að ganga langt og sama hvern þessara aðila þú spyrð, þá verður þér sagt, líklega á góðlátlegan hátt, að ég og aðrir sem tala svona er fólk sem ekkert mark er á takandi. SIGURÐUR HARÐARSON, Holti 1, Stokkseyrarhreppi. Forseti Islands segi af sér Frá Indriða Aðalsteinssyni: EFTIRFARANDI vísa varð til síð- degis 13. janúar sl. þegar forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, hafði undirritað lögin um EES. Undansláttarafglöp ný öllu keyra úr hófi. Forsetinn er fyrir bí, féll á sínu prófi. í greinargerð forseta á ríkisráðs- fundi 13. janúar kemur fram að henni hafí verið heimilt að hafna því að undirrita lögin en ekki viljað bijóta embættishefð og sett öðru ofar að vera áfram einingartákn þjóðarinnar. Spyija má hvernig sá forseti getur framvegis verið ein- ingartákn þjóðarinnar er í svo gífur- lega afdrifaríku máli fyrir aldna og óborna íslendinga gengur erinda naums og umboðslauss þingmeiri- hluta en virðir fortakslausan meiri- hlutavilja kjósenda um þjóðarat- kvæði að vettugi. Úr því Vigdís forseti treysti ekki lýðræðinu og þar með okkur kjósendum í þessu stóra máli getur hún varla vænst þess að við treystum henni lengur, hvað þá að hún sé sameiningartákn. Því ber henni að segja af sér. INDRIÐI AÐALSTEINSSON, Skjaldfönn við ísaijarðardjúp. nokkurn mann getur komið. Sidney Sheldon hefur notað svipaða aðferð, þegar haft var í hótunum við banda- rískan diplómat, sem lét ekki vel að stjórn. Honum (í þessu tilviki henni) var bent á að auðvelt væri að temja menn í Reykjavík, íslandi. Þá er Víkveija minnisstætt að honum bár- ust fregnir af því úr sendiráði Bandaríkjanna hér á landi, fyrir all- mörgum árum, að þeir bandarísku hermenn sem þurftu að gegna her- skyldu um og uppúr 1970, þegar Viet Nam stríðið geisaði, að þeir hafí jafnvel kosið fremur að vera sendir þangað austur, en að þurfa að gegna herskyldu sinni á íslandi. Þegar það er haft í huga, hversu mikið krummaskuð úti á hjara ver- aldar ísland er í huga svo fjöl- margra, þá þarf kannski ekki að undra að við Islendingar göngum oft fram í kynningu okkar á landi, þjóð og menningu hennar á erlendri grund af slíku offorsi og þjóð- arstolti, að iðulega jaðrar við að um þjóðrembu sé að ræða. Kannski erum við bara öll að drepast úr minnimáttarkennd og reynum að breiða yfír slíkan veikleika með svo ofuijákvæðum og upphöfnum lýs- ingum á þessari „paradís" í Norður- Atlantshafínu. Víkverji skrifar Oft hefur Víkveiji gaman af breskum sjónvarpsþáttum, spennuþáttum, sakamálaþáttum og njósnaþáttum. Á sunnudags- og mánudagskvöld sýndi Stöð 2 breska njósnakvikmynd í tveimur þáttum, „Sleepers" (I dvala), sem hafði að mati Víkveija margar skemmtilegar hliðar. Breska kímnigáfan var ávallt til staðar, leikur hinn ágætasti, og „plottið" söguþráðurinn sjálfur mjög skemmtilegur. Það sem gerði þessa kvikmynd þó hvað skemmtilegasta í huga Víkveija var hversu Bretun- um tókst á sannfærandi og skemmti- legan hátt að gera óhemju grín að bresku leyniþjónustunni, MI5, svo og þeirri bandarísku, CIA, og að vissu marki að þeirri sovésku sem var, KGB, en það ljóst að leyniþjón- ustumenn Rússlands í dag komu út úr myndinni sem sigurvegarar, án þess þó að vera nokkrar hetjur. Það var athyglivert, þegar yfír- menn CIA og MI5 voru að reyna að ráða í hvað væri eiginlega að gerast þegar háttsettur major frá KGB var skyndilega kominn til Lundúna, og hvorug leyniþjónustan vissi í hvaða erindagjörðum. Á dag- inn kom að báðir yfirmennirnir höfðu svo rækilega rangt fyrir sér, í grein- ingum sínum og kenningum, að eðli- legt hefði verið að þeir leituðu sér annarrar vinnu. En undir lok mynd- arinnar kom á daginn að þeir voru auðvitað ósnertanlegir „untouc- hable“ og það voru þeir sem næstir komu yfirmönnunum að völdum sem fengu að fjúka. XXX ar með er Víkveiji kominn að þeim hugleiðingum sem á hann sóttu, að lokum sýningarinnar. Því yfirmennirnir, fyrst sá breski og síð- an sá bandaríski, óskuðu næstráð- endum sínum góðs gengis í nýjum stöðum, sá breski var sendur til Falklandseyja en sá bandaríski til Alaska. En næstráðandi sovésku leyniþjónustunnar hafði að mati yfír- manns síns einnig framið ófyrirgef- anleg mistök, og skyldi nú taka út sína refsingu á öðrum stað og honum öllu óvirðulegri og minna spennandi en Lundúnum: „Reykjavík, íslandi. Þremillinn hafí það. Það er þangað sem þú ferð.“ Voru lokaorð þessarar skemmtilegu njósnakvikmyndar. xxx Nú er það engin ný bóla að hand- ritshöfundar og skáldsagna- höfundar erlendis noti Reykjavík, ísland sem það versta sem fyrir HUGARVÍL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.