Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 31
ekki þola álagið. Þetta höfðum við ekkert gert og treystum okkur ekki í, en eins og stundum hefur verið sagt, það sem ekki drepur þig, ger- ir þig sterkan og Palli varð ofur- mannlega sterkur. Hreystin var slík að hann þoldi álagið. Á dánardægr- inu hafði mikið vatn runnið til sjáv- ar og hreystin kannski ekki söm og áður, en nú féll hann í valinn við nákvæmlega eins æfingu. Nú er Jón Páll ekki lengur í okkar hópi, hann kemur ekki lengur til okkar með gamanmál og hól um útlit og árangur á glöðum æfinga- stundum, en minningar um hann eru bjartar og mikill er harmurinn, sérstaklega hjá ungum syni og að- standendum, sem ég votta mína samúð. Ólafur Sigurgeirsson. Það er sem dökkt ský hafi dreg- ið fyrir sóiu í íþróttaheiminum, ís- ienska þjóðin er harmi slegin því Jón Páll Sigmarsson stolt okkar íslendinga og fyrirmynd æskunnar er látinn langt fyrir aldur fram. Það var eins og tíminn næmi staðar þegar ég heyrði um lát Jóns Páls í útvarpinu, míns gamla vinar og æfingafélaga. Það var í Jakabóli, æfingahús- næði lyftingadeildar KR sem ég kynntist Jóni Páli í byijun 8. áratug- arins. Við vorum um tvítugt, lífíð var glens og gaman, fullt af gáska- fullum leik, við vorum fjörkálfar sem alvara lífsins hafði ekki náð tökum á. Ég er lánsamur að hafa kynnst Jóni Páli í upphafi ferils hans, ég var byijandi í faginu, en hann orðinn talsvert reyndur keppnismaður í kraftlyftingum og hafði náð góðum árangri í sinni grein. Jón Páli var iðinn við að kenna nýliðum eins og mér, hvemig ætti að handleika lóðin og bera sig rétt að. Undir styrkri handleiðslu Jóns lét árangurinn ekki á sér standa. í keppnisíþrótt eins og kraftlyftingum er mikilvægt að eiga góðan æfingafélaga sem hvetur til dáða og þekkir hugsjónir manns. Maður treystir æfíngafélaga sínum fyrir innstu hugsunum sínum, áhyggjum og sorgum. Þannig vor- um við Jón Páll. Við vorum æfinga- félagar og ávörpuðum hvor annan ævinlega vinur. Aðstæður höguðu því þannig til í lffí Jóns Páls að þegar hann flutt- ist úr foreldrahúsum tókum við vin- irnir saman íbúð á leigu hjá móður minni í Efstasundinu. Stofnuðum við n.k. félagsbú þar sem ég bjó í svefnherberginu, en hann í stof- unni, því að Jón tók mikið pláss, enda maðurinn snemma stór og stæðilegur. Móðir mín lét okkur hafa potta, pönnur og diska með öllu tilheyrandi sem hún var búin að eiga allan sinn búskap, en hætt að nota. Við félagarnir keyptum okkur gamlan ísskáp og glænýjan amerískan hristara sem stóð sig frábærlega vel að hræra öll eggin og próteinið sem við félagarnir inn- byrtum hraustlega. Jón Páll var mjög góður kokkur og matreiddi hann margar steikurnar af mikilli fimi handa okkur og ef einhver af- gangur var fékk hvolpurinn okkar hann. Við höfðum tekið hann í fóst- ur og ákveðið að ala hann upp sem hreinan KR-ing, hvolpinn nefndum við Mola og veitti hann okkur marg- ar skemmtilegar stundir. Ég var ekki búinn að búa lengi í „félagsbúskap“ með Jóni Páli þeg- ar ég fékk það á tilfinninguna að hann væri enginn venjulegur ungur maður. Hann ætlaði sér að verða sá besti og sterkasti, annað kom ekki til greina. Hugsjónirnar voru háleitar og draumarnir stórir. Með tímanum urðu þessir draumar vinar míns sem við ræddum við eldhús- borðið í Efstasundi að veruleika eins og alþjóð er kunnugt. Reglu- samt líferni, grimmur æfingavilji, bindindi á tóbak og áfengi, skap- festa og harka við sjálfan sig, sam- fara frábærum meðfæddum hæfi- leikum komu honum á toppinn oftar en einu sinni. Hann náð því takmarki sem hann hafði sett sér frá upphafi, að sigra alla þá bestu og sterkustu í heimin- um oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Jón Páll var spaugari af MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993 Minning Kristján Jósefsson Fæddur 19. ágúst 1922 Dáinn 10. janúar 1993 lífi og sál og gerði grín að sjálfum sér og öðrum, léttleiki og kímni ásamt óbilandi trausti á eigin getu einkenndu hann. Og það sem skipti mestu máli: í þrekmiklu bijósti hans sló gott og göfugt hjarta sem vildi öllum vel og efndi aldrei til illinda við nokk- urn mann. Þrátt fyrir geysilegt afl sem Jón Páll var búinn að byggja upp í sínum mikla líkama lagði hann aldrei hönd á nokkum mann hvort sem við vorum við dyravörslu á Hótel Borg eða vorum að skemmta okkur ásamt félögunum úr Jakabóli í öldurhúsum borgarinn- ar eins og stundum kom fyrir. Það var fyrir neðan hans virðingu að tuska til ölvaða óróaseggi. Afli sínu og orku beitti hann á öðrum sviðum. Jóns Páls verður minnst sem eins okkar mesta afreksmanns fyrr og síðar. Það verður aldrei annar Jón Páll. Hann var svo sérstakur á svo mörgum sviðum. Komandi kynslóð- ir munu lesa um afrek hans í bók- menntum íslendingasagna og hann settur á stall með öðrum frægum íslenskum hetjum sem gerðu garð- inn frægan fyrr á öldum. Ég mun segja mínum börnum og barnabörn- um frá Jóni Páli og hans miklu afrekum ef sá sem öllu ræður, leyf- ir mér það. Ég vil votta ungum syni Jóns Páls og fjölskyldu hans allri mína dýpstu samúð. Ég bið góðan guð að styrkja alla þá sem eiga um sárt að binda við fráfall hans. Við eigum minninguna um Jón Pál og hún mun aldrei gleymast. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum mín- um með því að vitna í Hávamál. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Guð blessi minningu hans. Stefán S. Svavarsson. Það var laugardaginn 16. janúar að vinur okkar Jón Páll Sigmars- son, varð bráðkvaddur á æfingu. Þar rofnuðu skyndilega 20 ára tengsl við dreng sem við kynntumst í Árbæjarhverfinu þegar það var að byggjast. Palli (eins og við köll- uðum hann) fékk snemma áhuga á íþróttum, einkum þeim er tengdust hreysti og aflraunum. Palli var af- burðanemandi í Árbæjarskólanum og fljótlega kom þar í ljós sú ögun og ástundun sem hann gat tamið sér. Með tímanum varð okkur ljóst að þarna var kominn drengur sem hafði meiri þrótt og metnað en aðr- ir. Palli byijaði að æfa lyftingar niðri í Jakabóli 1977. Það fór kannski ekki mikið fyrir honum til að byija með, en reyndir menn þótt- ust snemma sjá að þarna fór dreng- ur með stálvilja og alla þá kosti sem afreksmanninn þurfa að prýða. Varð Jón einn besti kraftlyftinga- maður Evrópu, og í framhaldi af því var honum boðin þátttaka á Víking 82 sem var Norræn krafta- keppni. Þó að Palli yrði annar á móti þessu kom í ljós að það var hann sem fólkið heillaðist af. Fór þar saman útlit, léttleiki og vin- gjarnlegt yfirbragð. Á þessum tíma hefði fáum dottið í hug að hér væri kominn sá maður sem myndi bera hróður íslands um víða veröld. Ekki ætlum við að fjölyrða meira um íþróttaferil Jóns Páls og þótt afrek hans séu öllum kunn, var persónan enn minnistæðari. Fóru þar saman fleiri kostir en flestir aðrir geta státað af. Hreinskilni heiðarleiki og einstök kímnigáfa voru aðalsmerki hans. Nú verðum við að reyna að sætta okkur við það tómarúm sem mynd- ast hefur í tilveru okkar og vottum við aðstandendum og vinum Jóns Páls dýpstu samúð. Valbjörn Jónsson, Hjalti Árnason. Fleiri minningargreinar um Jón Pál Sigmarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Hver hefði trúað því að í upp- hafi ársins myndi Kristján Jósefs- son bóndi í Stafni fara í ferðalag, sitt síðasta ferðalag. Það var búið að vera vont veður með snjókomu og stífri norðanátt þessa helgi sem Kristján andaðist. Næstu læknis- hjálp er að finna á Húsavík sem er í um 50 km fjarlægð og þegar mín- útur og sekúndur skipta máli, þá skiptir öllu að veðrið sé sem best. Kristján lét nú yfirleitt ekki veðr- ið fara í taugarnar á sér því hann var einn af ofurhugum þessa lands sem ákvað að gerast bóndi enda átti hann rætur sínar að rekja til þess starfsviðs. Þessi veðurhamur átti þó óneitanlega eftir að marka skarð í stóran hóp, hóp sem samein- ast til að kveðja fallinn vin. Þegar veðrinu lægði höfðu minn- ingar mínar um þennan kæra vin minn myndað sögu af manni sem bjó mestallan sinn starfsferil á bæ sem er mér svo kær. Mig langar í nokkrum orðum að minnast Krist- jáns bónda frá Stafni, eða Ganna því flest allir kölluðu hann Ganna. Kristján fæddist þann 19. ágúst 1922 en lést þann 10. janúar síðast- liðinn. Hann náði þeim merka áfanga í lífi sínu á síðasta ári að verða sjötugur, aldursáfanga sem honum sjálfum fannst ekkert merkilegri en aðrir sem hann náði. Þennan síðasta afmælisdag sinn dvaldi hann með vinum sínum og ættingjum í orlofshúsi bænda í Grímsnesi. Líklega hans fyrsta orlof en því miður það síðasta um leið. Kristján ólst upp á Breiðumýri í Reykjadal, en hann var sonur hjón- anna Jósefs Kristjánssonar og Gerðar Sigtryggsdóttur frá Hall- bjarnarstöðum, en þau tóku við búi af afa og ömmu Kristjáns. Breiðu- mýrarbæirnir standa á sléttlendi í miðjum Reykjadal. Norðan bæjanna rennur Mýraráin eða Seljadalsá, á sem skilur lönd Breiðumýrar og Einarsstaða. Niður af bæjunum í austur er mikið flatlendi allt til Reykjadalsár. Oft minntist Ganni á þá tíð þeg- ar hann var strákur og sagði hann okkur frá hlutum sem hann hafði sýslað með systkinum sínum á heimaslóðum að Breiðumýri. Flest systkina Ganna búa ennþá að Breiðumýri í dag og sjá á eftir fölln- um bróður. Strákling sem ég veit að var skemmtilegur í leik og starfi, atorkusömum ungling, kappsfullum ungum manni á leið sinni að settu marki að gerast bóndi í sveit sem hafði allt að bjóða. Það verður að teljast með merk- ari áföngum í lífi Kristjáns þegar hann gekk að eiga Ólöfu Helgadótt- ur frá Stafni, dóttur Helga Sigur- geirssonar og konu hans Jófríðar Stefánsdóttur, afasystur minnar. Ganni var fluttur að Stafni þegar að ég kynntist honum fyrst. Fyrst sem smástrákur sunnan úr Reykja- vík kominn til að vera í sveit. I sveit hjá Ganna og öðrum sem bjuggu í Stafni. Þetta fyrsta sumar hefur líklega leitt til þess að mér hafi líkað vistin og þeim hafi líkað við mig, því sumrin eru farin að skipta tugum. Stafn er syðsta byggða býlið í vestanverðum Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu og er land býlisins mikið til suðurs og vesturs, en í austur eru mörk landsins að Reykjadalsá sem fellur í djúpu en greiðfæru gili. Landið hentar einkar vel til sauðfjárræktar þar sem mest er um heiðarland að ræða. Það var því á þessum stað sem allar mínar hugmyndir um búfræði, pólitík og annað sem mér fannst þá skipta máli mótuðust. Og Ganni átti stóran þátt í þeirri mótun. Því get ég ekki annað en verið þakklát- ur honum fyrir að hafa gefið sér tíma til að sinna mínum spurningum jafnt sem spurningum barna sinna. Og því er ekki skrýtið þótt ég segi að hann hafi verið mér sem besti faðir. Börnin eignaðist hann fjögur. Gerði sem býr að Glaumbæ í Reykjadal, Snorra sem býr að Stafni og tók við rekstri býlisins fyrir nokkrum árum, Jósef Öm sem starfar í Hrísey og Fríði Helgu sem starfar á Húsavík. Þessi börn sjá nú eftir föður, sem þau gátu alltaf verið viss um að gott var að finna ef eitthvað bjátaði á, fylgdist með uppbyggingu fjölskyldna þeirra, hvatti þau áfram, fagnaði bama- börnum sínum hvenær sem er og studdi þau í einu og öllu. Mörg sumrin sváfum við Jósef í sama herbergi, herbergi sem hafði sama vegg og svefnherbergi Ganna. Á kvöldin var gott að banka í vegg- inn og fá notalegt bank til baka, því oft var dimmt í hugum lítilla drengja þegar tók að hausta. Og hvað var betra að vakna við á morgnana en hryssingslegt hljóð frá dráttarvélinni hans Ganna, en þá var hann á leið í fjós. Hér áður fyrr gekk hann alltaf í fjós með þungan brúsa á bakinu. Ég man að það hafði myndast stíg- ur heiman frá bænum að fjósinu, stígur sem varð til vegna tíðra ferða Ganna í fjósið. Honum þótti vænt um kýrnar og ég held að hann hafi á vissan hátt saknað þeirra þegar hann hætti að sinna þeim. Hann var nýtinn á hluti. Aldrei man ég eftir að hann hafi hent hlut nema eftir að hafa kannað hvort eitthvað væri hægt að brúka hann. Þessi nýtni kom einnig í ljós á sumr- in, því löngu eftir að aðrir voru hættir að slá með orfi og ljá, þá labbaði hann sér að hólum eða brekkum sem illkleifar voru dráttar- vélum, hallaði sér mót brekkunni og grasið féll. Vissulega tók þetta á en brekkan leit betur út á eftir og alltaf var gott að sjá bætast við í hlöðunni. Slík ósérhlífni birtist í mörgu öðru, jafnvel þrátt fyrir að hné- meiðsli væru að þjaka hann og sök- um þess ætti hann erfitt um gang. Það lýsir sér best í því þegar ég heimsótti hann á sjúkrahús á Akur- eyri þá vildi hann ólmur fylgja mér út úr herberginu þegar ég hélt heim á leið. Og fyrr en varði var hann kominn út á bílaplan, nokkrum dög- um eftir erfiðan uppskurð. „Já varstu í sveit hjá Kristjáni bónda í Stafni," er stundum sagt við mig. Og síðan er bætt við: „Það hefur verið góður skóli fyrir þig, hann er líka svo skemmtilega íhaldssamur framsóknarmaður." Þegar ég hugsa um það þá er sann- leikskorn fólgið í skemmtilegheit- unum, því þrátt fyrir að hafa stað- festu í skoðunum sínum gagnvart nývæðingu og breytingum, þá hefði mér brugðið ef ekki hefði heyrst neitt frá Ganna við brölti þjóðfé- lagsins og hamagangi. En þó að skoðanir hans á hlutum sem hann hafði ekki séð eða reynt væru eitil- harðar þá var hann fyrstur manna til að viðurkenna að hlutirnir ættu rétt á sér, sæi hann hagnýt not fyrir þá. Og oft minntist hann á veru sína í Reykjavík, en á seinni stríðsárun- um hafði hann unnið við byggingar- vinnu þar. Og það sem hann mundi ekki nákvæmlega rifjaðist upp þeg- ar farið var yfir staðhætti. Hann var nú ekkert fyrir það að hendast til Reykjavíkur, því árið 1990 er hann kom þangað til að gleðja mig, þá voru 18 ár liðin frá síðustu heim- sókn. Og við fórum víða í þessari stuttu en ánægjulegu heimsókn þeirra hjóna, skoðuðum hús sem hann hafði dvalið í eða byggt og sinntum þeim erindum sem hann ætlaði sér að Ijúka í þessari sömu ferð. Og erindið var að kaupa sil- ungsnet í Ellingsen, þau fengust að vísu fyrir norðan, en hann hafði frétt af þessum netum og vildi endi- lega eignast slíkt. Hann fór stundum í silungsveiði með svila sínum. Þá var legið úti í nokkra daga, veitt, gert að og sof- ið. Þetta fannst honum hin besta skemmtun og sjálfsagt hefur þetta minnt hann á þá tíð þegar hann svaf í fjárhúsinu við sauðburðinn; vakað því sem næst allan sólar- hringinn og löngu dagsverki skilað. Að leiðarlokum þakka ég Ganna mínum fyrir allt það sem hann hef- ur gert fyrir mig og mína á liðnum árum. Það sæti sem hann er nú sestur í er gott sæti, við hin yljum okkur við minningarnar um góðan dreng sem varð að góðum manni. Með honum er genginn einn sá vandaðasti maður sem ég hef kynnst. Olla, Dedda, Snorri, Jósef, Fía og amma Jófríður. Ég, fjölskylda mín, móðir og systkini vottum ykk- ur og ykkar fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Við vonum að Guð styrki ykkur og fjölskyldur ykkar á þessum sorgartímum. Blessuð sé minning Kristján Jó- sefssonar. Gunnar Svavarsson. Mánudaginn 18. þessa mánaðar var til moldar borinn Kristján Jós- efsson, bóndi í Stafni. Á þeim degi átti ég ekki heimangengt og vil því minnast hans hér í nokkrum fátæk- legum orðum. Ég kann lítið að segja frá ætt og uppvexti Kristjáns, hann var fullorðinn maður þegar ég kynntist honum, sex ára pjakkur. Þá var hann kallaður Ganni og ég hef aldrei síðan hugsað til hans með öðru nafni. Þessu nafni hef ég nú í rúman aldarfjórðung tengt hlýju, gamansemi og trausti. Ganni var sveitamaður I bestu merkingu þess orðs. Alla daga árs- ins gekk hann til verka sinna af eljusemi og dugnaði. Það var unnið af dugnaði í Stafni og fimmtíu kílóa áburðarpokar voru sem fís í fangi þessa stóra manns. Písiin ég var stundum eins og utanveltu þegar allir sem vettlingi gátu valdið gengu þannig til verka. Oft er mér hugsað til sunnudag- anna í Stafni, þegar systur hennar Ollu, eiginkonu Ganna, komu þang- að með fjölskyldum sínum. Þá gekk fjölmenni til heyanna og á túnum mátti sjá lítið þjóðfélag að störfum. Þar var Ganni óumdeilanlega kon- ungur í ríki sínu. Orðin „Ganni sagði það“ voru sem lög. Við þann stóra- dóm deildi ekki neinn. Sterk er minningin um litla gutta sem sitja að kvöldhressingu með köllunum, þeim afa, Ganna og Gulla. Þá var rætt um landsins gagn og nauðsynjar án allrar æs- ingar sem annars einkennir svo marga. Hugsunin var orðuð í róleg- heitum en kveðið fast að og kjarn- yrt gamansemi var aldrei langt undan. Á rúmu ári hafa þessi heið- ursmenn nú allri kvatt okkur, en rósemin sem fylgdi þeim afa, Ganna og Gulla býr með mér ennþá. Mér finnst að á þessum árum hafi ég lært að tala og öðlast annað fas en ég hefði fengið á mölinni einni. Alla tíð síðan hef ég litið á mig sem Þingeying að hluta og notið þess stolts sem því fylgir. Fyrir það er ég þakklátur Ganna og öðru Stafnsfólki. Ollu, ömmu, Jósef, Snorra, Deddu og Fíu, sem og öðrum ætt- ingjum og vinum Ganna, votta ég dýpstu samúð mína og fjölskyldu minnar. Hörður Svavarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.