Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.01.1993, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANUAR 1993 Hin eina hlið „Káramálsins“ eftirKára Þorgrímsson Það hamlar mörgum illt að gera að hann getur það ekki. Þetta orð- tak kom mér fyrst í huga við lestur greinarkoms eftir Helgu Guðrúnu Jónasdóttur í kjallara DV 6. janúar sl., en hún bar yfirskriftina „Tvær hliðar Káramálsins“. Þótt það hafi raunara verið ásetn- ingur minn að blanda mér ekki um of í skoðanaskipti út af hinum sér- viskulegu búskaparháttum mínum, þá stenst ég illa að Helga nefni nafn mitt án þess að ég látist heyra. Hafa mér löngum geðjast skrif hennar um landbúnaðarmál, fundist þar glitta í eitthvað sem gæti jafn- vel verið eftirhreytur af þeirri fé- lagshyggju sem eitt sinn var í há- vegum höfð í sveitum. Hef ég jafn- an óskað þess að henni mætti eitt- hvert sinn áskotnast góður málstað- ur að verja í forstöðu fyrir upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Þótt þessi grein sé síður en svo stóryrt eða í sjálfu sér nokkur at- laga að mér, þá eru þó tvö atriði í henni sem mér finnst ég þurfi að- eins að abbast upp á. Læt ég þá ósvarað kunnuglegri þulu um hreinlætiskröfur í matvæla- iðnaði, allt þess háttar er í rándýru og yfírmáta góðu lagi í vinnslustöðv- um landbúnaðarins, líka þeirri sem sá svo farsællega um að breyta mínum lömbum í kjöt. Má þakka fyrir að kjötið er ekki þvegið af beinunum áður en tekst að láta dýralækni auk sérstaks kjöt- matsmanns smella á það stimplun- um sínum. Hitt verður mér fremur að um- talsefni að Helga Guðrún skuli halda þvi fram að bændasamtökin (sem mér virðist að hún nefni raunar „Landbúnaðinn") hafi ekki reynt jið bregða fæti fyrir brotthlaup mítt úr bein(a)greiðslukerfínu í sauðljár- búskapnum. Þetta er út af fyrir sig rétt, en ástæðu þess held ég að orð- takið gamla skýri bezt. Því fer nefniiega víðs fjarri að unnt sé að þvo af bændasamtökun- um þann smánarblett sem fram- kvæmd framleiðslustjórnunar í hefðbundnum landbúnaði er, hún er tilkomin að ósk bændasamtak- anna í upphafi og dyggilega varin af þeim. Sú varðstaða minnir óneit- anlega eilítið á fangavörslu, alla- vega rekur mig ekki minni til að hafa verið bent á smugurnar út úr búrinu. Hitt atriðið sem ég hnaut um við lestur greinarinnar hennar Helgu Guðrúnar var sú kenning að á þessu máli öllu væru tvær hliðar, önnur góð en hin slæm. Frá félagslegu sjónarmiði, sjóna- róli bænda sem einnar stéttar er aðeins ein hlið á þessu máli. Það er vont. Alvont, vegna þess að það snýst einmitt um að sumir fá aðeins „vasapeninga" til þess að aðrir geti haft gnægtir fjár. Það er nefnilega afleiðing af rangri og ófyrirleitinni pólitískri stefnu af hálfu Alþingis og ríkisvalds, en þó miklu fremur afleiðing andfélags- legrar og landsbyggðarljandsam- legrar afstöðu forystumanna bænda og vinnubragða þessara aðila í sam- einingu. Er grátlegt til þess að vita að undir nítján ára samfelldri stjórn- arsetu Framsóknarflokksins, flokks bænda, skuli hafa skapast það ástand sem við blasir öllum sjáandi augum í þessum elsta atvinnuvegi íslendinga. Lítum aðeins yfir farinn veg, Upphaf framleiðslustjómunar- innar er að í lok áttunda áratugar- ins varð ljóst að ekki varð lengra haldið með að greiða útflutnings- bætur til landbúnaðar. Hvorki dugði þáð fjármagn sem í þetta var ætlað til að skila bændum, sem þá sem nú voru síðastir í uppgjörinu, fullu verði, né heldur skilaði þessi útflutn- ingur þeim gjaldeyristekjum er gætu réttlætt útlátin. Athyglisvert er að engin athugun var gerð á því hvort unnt væri að bæta það hlutfall. II Ástæða þess var sú, að bænda- samtökin vitnuðu af öllum mætti að óhugsandi væri að nokkru væri áfátt um framkvæmd útflutnings- ins, SÍS hefði séð um þetta. Og framsókn trúði! Nú, þá var nú ekki um annað að ræða en setja kvóta; hver ætli hafi svo fundist í þann starfa? Fram- leiðsluráð landbúnaðarins. Fyrsti kvótinn hét búmark. Þá var rétt til framleiðslu mjólkur og kindakjöts skipt eftir viðmiðunum um fram- leiðslu fyrri ára á hveiju búi. Um þá aðferð mætti margt misjafnt segja, en þó fór það svo að við bú- marksúthlutunina nutu bændur þess að á þeim tíma voru ennþá meðai húsráðenda við Hagatorgið ýmsir þeir er til manna mátti telja. Sann- girnissjónarmiða var að mestu gætt sem og þess markmiðs að raska ekki högum einstakra bænda meir en óhjákvæmilegt var. Með setningu búvörulaganna 1985 dundu ósköpin yfir. Með þeim var kveðið á um afnmám útflutn- ingsbótaréttarins, en þeim fjármun- um skellt í stóran pott uppi í Bænda- höll, Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Framleiðnisjóður er eitthvert ill- ræmdasta apparat sem sögum fer af í seinni tíð. Þaðan var ausið fé í geðþóttauppkaup á framleiðslu- réttindum bænda, ekki sízt þeirra er létu glepjast af fagurgala ráðu- nauta og bændasamtaka til að leggja allt sitt í loðdýrarækt og fisk- eldi. Þar fullyrtu þessir aðilar að væru afburða glæsilegar rekstrar- horfur. Þær fullyrðingar reyndust tilhæfulausar, eftir standa illa leikn- ir menn sem messtu allt sitt, naum- ast lengur fjárráða, margir hveijir með 10-50 millj. kr. skuldabagga enn í dag. Með búvörulögunum spratt upp orðskrípið fullvirðisréttur. Nafnið er þó aðeins eldra, á rætur að rekja til hugmynda um að bændur fengju greitt „fullt“ verð fyrir hluta fram- leiðslu innan búmarks, en skert verð fyrir það sem út af stæði. Sú varð þó aldrei framkvæmdin. Lögin færðu Stéttarsambandi bænda fyr- irsvar fyrir alla bændur í landinu, hvort sem þeir væru innan sam- bandsins eður ei (4. gr.) og einnig rétt til að gera samning vð landbún- aðarráðherra um það magn búvara sem ríkissjóður ábyrgðist fullt verð fyrir. Það var hins vegar ráðherrans að setja reglurnar um hvernig þessu magni skyldi skipt milli einstakra bænda. Sá sem það gerði fyrstur Kári Þorgrímsson „Með þessum hætti hafa saintök bænda staðið vel launaða varð- stöðu um grófa mis- skiptingu og misrétti innan bændastéttarinn- ar, jafnt á framleiðslu- réttindi sem og því fjár- magni er ríkið hefur varið og ver til land- búnaðar.“ var Jón Helgason. (Sá er nú formað- ur BÍ auk þess að sitja á Alþingi. Enginn kvóti á titlaburði.) Það gðeri hann með reglugerðum á þann hátt að skiptingunni réðu. viðmiðunarár sem ráðherrann valdi sjálfur af kost- gæfni, þó ekki þau sömu fyrir mjólk og sauðfé. Nánast engir möguleikar voru gefnir á leiðréttingum, þeir sem ekki höfðu haft spádómsgáfu til að halda uppi framleiðslu á búum sínum á viðmiðunarárunum urðu að gjalda þess. Um búmarkið góða var nú ekkert skeytt. Margir bændur misstu af þessum sökum framleiðsluréttindi svo óbærilegt var, jafnvel öll, ef fram- leiðsla hafði legið niðri á viðmiðun- arárunum, aðrir bændur græddu, handahóf réði. í Bændahöllinni kveinkuðu menn sér, áttu ekki slíkum aðförum að venjast. Enga marktæka tilraun gerðu bændasamtökin þó til að fá þessu breytt, enda fundust brátt þeir kappar meðal bænda er voru reiðubúnir að leggja fram krafta sína við þessa framkvæmd Jóns Helgasonar, milli þess er þeir hrærðu í sjóðagjaldapottunum og hugguðu loðdýrabændur með fyrir- heitum um að bráðum yrði nú líkn- arbelgurinn rifinn frá nösunum á þeim. Þeir hafa líka í nafni Stéttarsam- bandsins gert hvern búvörusamn- inginn eftir annan, byggða á full- virðisréttarregluverki Jóns. Með þessum hætti hafa samtök bænda staðið vel launaða varðstöðu um grófa misskiptingu og misrétti inn- an bændastéttarinnar, jafnt á fram- leiðslurétti sem og því íjármagni er ríkið hefur varið og ver til landbún- aðar. Gleggsta dæmið þar um eru nýjustu samningarnir sem sjá um að þeir bændur sem mest mega framleiða fái líka mestar bein- greiðslur frá ríkissjóði. Það væri alveg sama þótt þúsund fundir samþykktu samninga um misrétti; þeir eru og verða andfé- lagslegir fyrir það. Félagshyggja miðar að jöfnuði, öðrum kosti snýst hún upp í andstæðu sína. Hvers vegna var beinu greiðslun- um ekki skipt jafnt? Framleiðslu- réttindin gátu verið misjöfn milli manna fyrir það. Sú tilhögun hefði stefnt að jöfnuði og stuðlað að því að halda búsetu á fleiri jörðum en færri (byggðastefna getur réttlætt ríkisútgjöld). Hvers vegna eru framleiðslutak- markanir sá kross sem einn bóndi er látinn roga á baki sér en annar fær að skreyta með bijóst sitt? Hver ver stórbóndann, sem fékk nægan fullvirðisrétt út á reglugerð- irnar hans Jóns fyrir samkeppni bóndans sem varð kotungur út af þessum sömu reglugerðum? Hver sundrar sámstöðu þessarar stéttar? Það gerir sá sem fer með fyrir- svar fyrir alla bændur í landinu samkvæmt 4. gr. laga nr. 46 frá því herrans ári 1985. Höfundur býr í Garði, Skútustaðahreppi, Mývatnssveit. MEÐAL ANNARRA ORÐA Skipting valds eftir Njörð P. Njarðvík Á síðasta ári var gerð hér um- fangsmikil réttarbót, sem fól í sér ótvíræðan aðskilnað fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Verður þess án efa getið sem merks áfanga í réttarsögu ís- lands. Hjá því verður þó ekki kom- ist að minna á, að þessi leiðrétting á alvarlegum skavanka á réttar- kerfi okkar var ekki sjálfvakin, kom ekki til að eigin frumkvæði. Við fengum um það alvarlega ábendingu erlendis frá, að það gengi ekki í réttarríki að sami aðili hefði með höndum rannsókn refsimáls og dæmdi í því. Því var það, að réttarbótin var í raun knú- in fram af manni, sem vildi ekki una úrskurði. í annan stað kom í ljós, að ís- lensk meiðyrðalöggjöf væri ekki í samræmi við almenn mannrétt- indi, og hlýtur sú staðreynd að kalla á lagabreytingu. Við eigum það þrautseigju, einurð og réttlæt- iskennd Þorgeirs Þorgeirsonar að þakka, að almennt málfrelsi skuli tryggt með þessari þjóð, en ekki skert til vemdar ákveðinni stétt manna. Þessi tvö dæmi ættu að nægja til að sýna, að ýmsu hefur verið og er ábótavant í stjómskipun okkar, þótt við höfum oft heyrt og jafnvel talið okkur trú um, að við byggðum við fyrirmyndar lýð- ræðis- og réttarríki. Trúnaðarbrestur En þrátt fyrir réttarbótina á liðnu ári, þá eigum við enn langt í land að ná þeirri þrískiptingu valds, sem talin er lýðræði til fyr- irmyndar. Dómsvald og fram- kvæmdavald hafa að vísu verið skilin að, en ekki framkvæmda- vald og löggjafarvald. Og það tel ég vera stjórnskipun okkar til vansa og eiga verulegan þátt í þeim trúnaðarbresti sem orðinn er milli stjórnmálamanna og þjóð- arinnar. Á því leikur enginn vafi, að þjóðin hefur ekki mikið álit á stjórnmálamönnum sínum, þótt hún kjósi þá og það hljómi líkt og þversögn. Skoðanakannanir hafa þráfaldleega sýnt, að þjóðin lítur á marga stjórnmálamenn sem undirmálsmenn sem valda ekki hlutverki sínu. Ýmsir þeirra fá blátt áfram falleinkunn. Aldrei heyri ég fólk núorðið ræða um stjórnmálamenn á jákvæðan hátt, svo ekki nú nefnd aðdáun sem áður heyrðist, jafnvel um stjórn- málamenn sem töldust andstæð- ingar. Og aftur og aftur kemur sú skoðun fram, að stjórnmála- menn séu að vinna sjálfum sér, skara eld að eigin köku, en skeyti ekki að sama skapi um þjóðarhag. Að sumu leyti geta stjórnmála- mennirnir sjálfum sér um kennt, því að þeir fara ekki ævinlega beinlínis kurteisum orðum hver um annan né um sjálfa löggjafar- samkunduna. Þegar sjálfur for- sætisráðherrann líkir Alþingi við ólátabekk í unglingaskóla, þá er þess varla að vænta að almenning- ur fái aukið álit á þeirri stofnun. Hvort sem þetta viðhorf fólks til stjórnmálamanna er réttmætt eða ekki, þá er tilvist þess ein og sér nóg til að geta skaðað sjálft lýðræðið. Ég er þeirrar skoðunar, að þótt þingmenn sem einstakling- ar eigi talsverðan þátt í hinum alverlega trúnaðarbresti, því að ýmsir þeirra eru sýnilega alls ófærir um að gegna forystuhlut- verki sínu (eins og mýmörg dæmi sanna), þá eigi stjórnkerfið sjálft verulegan hlut að máli vegna al- varlegra ágalla. Þessir ágallar eru í mínum huga fyrst og fremst tveir: fyrirkomulag kosninga og skortur á valddreif- ingu, sem tryggð er með aðgrein- ingu löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds. Kjósandi ræður litlu Þegar við kjósum til Alþingis, getum við einungis kosið lista ákveðins stjórnmálaflokks, ekki einstaklinga, og ráðum engu um skipan þess lista, nema við séum í föstum tengslum við einhvern flokkanna. Prófkjör frambjóðenda hafa ekki bætt úr þessu. í mörgum tilvikum hafa þau beinlínis fælt menn frá því að gefa kost á sér til framboðs, af þvi að þeim er ógeðfellt að taka þátt í þeim lodda- raskap og sýndarmennsku sem prófkjörunum fylgja, auk þess sem þau útheimta oft á tíðum mikil fjárútlát. Þessu fyrirkomulagi er brýnt að breyta, svo að kjósanda gefist kostur á að velja um hvort tveggja, lista og einstaklinga. Þá má gera með því að fylgja dæmi Finna og kjósa einn einstakling, sem síðan dregur með sér aðra frambjóðend- ur sama flokks, ef fylgi hans er mikið, ellegar með því að leyfa kjósendum að raða á listana með því að skrifa tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda. í raun ræður kjósandi engu engu um skipan ríkisstjórnar. Hann getur að vísu eflt þingstyrk ákveðins flokks, en ræður engu um samstarfsflokk eða flokka. Ur þessum ágalla er hins vegar ekki auðvelt að bæta, nema flokkar lýsa því yfir fyrirfram, með hveij- um þeir vilja starfa, en til þess hafa allir flokkar yfirleitt verið heldur tregir. Aðgreining brýn Brýnast af öllu í íslensku stjórn- kerfi er þó að greina alveg að framkvæmdavald og löggjafar- vald. I því felst fyrst og fremst tvennt: að ráðherrar sitja ekki á þingi og að ríkisstjórn geti ekki sett lög. Eins og nú er háttað er Alþingi í raun eins konar af- greiðslustofnun ríkisstjórnar. Því þarf að að snúa við. Ríkisstjórn þiggur vald sitt af Alþingi og á að framkvæma lög þess og ákvarðanir. Það er óeðlilegt að ráðherra sitji á þingi með atkvæðisrétt og hafí þannig tvöfalt vald, bæði fram- kvæmdavald og löggjafarvald, geti greitt atkvæði um eigin fram- kvæmd. Ef þingmaður verður ráð- herra ætti honum því að vera skylt að afsala sér þingmennsku og varamaður að taka sæti hans. Því fylgdi einnig sá kostur, að í ráð- herrastól gætu valist utanþing- menn, sem nú er að vísu heimilt, en ákaflega sjaldgæft. Þá gætu valist menn sem eru vel heima í þeim málaflokkum sem þeim er trúað fyrir. Eins og nú er, sjáum við æ ofan í æ, að menn verða ráðherrar og taka að sér mála- flokka sem þeir hafa ekki sýnt neinn sérstakan áhuga og kunna lítil skil á. Fráleitt er að ríkisstjórn skuli geta sett lög,.jafnvel þótt það séu kölluð bráðabirgðalög. Það eru nær ævinlega lög, sem sett eru í beinum flokkspólitískum tilgangi, og fela oftlega í sér beinan yfir- gang við þegnana, ijúfa samninga og svipta menn jafnvel mannrétt- indum. Aðgreining framvæmdavalds og löggjafarvalds myndi sjálfkrafa hafa í för með sér aukna virðingu Alþingis og þingmennskunnar. Hún myndi styrkja lýðræðið og stuðla að meira réttlæti í þjóðfé- laginu. Höfundur cr rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við H&skóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.