Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 27 Short vann tvær skákir í röð Skák Margeir Pétursson ENGLENDINGURINN Nigel Short vann bæði níundu og tí- undu skákirnar í úrslitaeinvíg- inu við Hollendinginn Jan Tim- man á Spáni. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að hinn 27 ára gamli Short verði næsti áskorandi heimsmeistarans. Hann hefur hlotið sex vinninga en Timman fjóra og þarf nú aðeins einn og hálfan vinning til viðbótar til að tryggja sér sigurinn. Níunda skákin á föstu- daginn var stórskemmtíleg, tafl- mennska meistaranna minnti mest á gamla tíma, svo sem eins og fyrir 200 árum, þegar bestu skákmenn heims viluðu ekki fyrir sér að fara í sókn. Mjög neikvæðum orðum hefur verið farið um taflmennskuna í þessu einvígi og er það að mörgu leyti ekki að ástæðulausu. Þeir Timman og Short eru orðnir „Blóðbræður" skákheimsins. Jan Timman leitast ávallt við að flækja taflið og kalla þannig fram afleiki hjá andstæðingnum, en ræður stundum ekki við stöðuna sjálfur. Það má segja að hann tefli stundum vitlaust en ávallt skemmtilega og er það meira en segja má um marga stórmeistara frá A-Evrópu sem láta öryggið sitja í fyrirrúmi og vilja hafa jafn- teflið innan seilingar. í níundu skákinni tefldi Tim- man afar hraustlega, en varð á gróf mistök í endatafli og tapaði. Síðan gekk Short á lagið með afar sannfærandi sigri í þeirri tí- undu. Það er þó alveg víst að Tim- man gefur sig ekki fyrr en í fulla hnefana, en ef hann vinnur ekki elleftu skákina í dag með hvítu, þá fer að verða útséð um mögu- leika hans. Verðlaunasjóðurinn í einvígi Shorts og Timmans er álitleg fúlga, eða jafnvirði tæpra þrettán miHjóna íslenskra króna. Þetta eru þó smáaurar einir í samanburði við þann digra sjóð sem sigurveg- arinn mun tefla um gegn Gary Kasparov í haust. Verðlaunin þá verða a.m.k. 250 milljónir ísl. króna. Jafnvel þótt hrokafyllstu spádómar heimsmeistarans gangi Short eftir og áskorandi hans koltapi einvíginu fær hann þó alltént önn- ur verðlaunin í sinn hlut, en það eru 100 milljónir. Má því segja að sigurvegarinn í einvígi Shorts og Timmans hljóti 108 milljónir, en sá sem tapar fimm milljónir. Það skal því engan undra þótt kapparnir verði nokkuð óstyrkir í síðustu skákunum. Hvítt: Jan Timman Svart: Nigel Short Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 — a6, 4. Bxc6 — dxc6, 5. 0-0 — Re7!? í sjöundu skákinni lék Short hér 5. — Dd6 en beið algjört afhroð. 6. Rxe5 - Dd4, 7. Dh5 - g6, 8. Dg5 - Bg7, 9. Rd3 - f5, 10. e5 - c5, 11. b3 - h6 Það er ekki gott að hirða hrók- inn á al. Eftir 11. — Dxal, 12. Rc3 - b6, 13. Bb2 - Dxfl, 14. Kxfl fékk hvítur yfirburðastöðu í skák Hollendingann Dieks og Van Scheltinga í Wijk aan Zee 1974. Short hefur örugglega verið ákveðinn í að láta ekki fanga drottningu sína aftur eins háðu- lega og í sjöundu skákinni. 12. Dg3 - f4, 13. Df3 - Bf5, 14. Dxb7?! Þetta er endurbót Timmans á skák rússnesku meistaranna Vlad- imirovs og ívanovs frá 1975, en þá valdi hvítur mun rólegri leið: 14. Bb2 - Dd5, 15. Rf4 (15. Dxd5 — Rxd5, 16. Rxc5 er svarað með 16. - b6, 17. Rd3 - Bxd3, 18. cxd3 - Rb4), 15. - Dxf3, 16. gxf3 — 0-0 og svartur fékk full- nægjandi bætur fyrir peðin. Short finnur sterka og þvingaða leið gegn „endurbótinni". Timman virðist ekki hafa ígrundað hana nægilega vel. 14. - Be4, 15. Dxc7 - Bxd3, 16. cxd3 - Bxe5, 17. Db7 - Hb8, 18. Dxa6 18. - f3? Tekur ekki hrókinn á al, en fer sjálfur í kóngssókn. Þessi leikur skapar þó ekki nægilega hættu, því svartur hótar alls ekki 19. — Dg4 vegna 20. Da4+ og Timman næði uppskiptum á drottningum. Eftir 18. - Dxal, 19. Rc3 - Bxc3, 20. dxc3 — Dxc3, 21. Bxf4 — Hd8, 22. De6 hefur hvítur ein- hveijar bætur fyrir hrókinn vegna hótananna 23. Be5 og 23. Hel, en langt frá því nægar. 19. Rc3 - fxg2, 20. Hel - 0-0, 21. De6+ - Hf7 22. Rdl!? Gefur skiptamun til að komast út í endatafl. 22. He2 kom ekki síður til greina, en þá víkur svart- ur einfaldlega biskupnum á e5 undan og hvítur á enn eftir að losa um sig. 22. — Dxal, 23. Dxe5 — Dxe5, 24. Hxe5 - Rc6, 25. Hxc5 - Rb4, 26. Ba3? Timman skellti skuldinni á þennan leik eftir skákina og taldi sig standa heldur betur. Það er vissulega hægt að taka undir það að leikurinn sé mjög lélegur, en ekki stöðumatið. Svartur virðist ekki vera í nokkurri taphættu. Staða hvíts er alltof óvirk til að peð hans á drottningarvæng geti skapað hættu. 26. - Rxd3, 27. Hc6 - Ha8, 28. Hd6 - Hxa3, 29. Hxd3 - Hxa2, 30. Re3 - Kg7, 31. Kxg2 - Ha5, 32. Hd4 - Hb5, 33. b4 - Hbb7. Það er mjög erfitt fyrir hvít að halda þessu endatafli, þótt tvö peð eigi venjulega að veita fullnægjandi mótvægi fyrir skiptamun. Ástæðan er sú að öll peð Timmans eru stök. 34. Hc4 - Hfc7, 35. Hg4 - Hd7, 36. h4 - h5, 37. Hg5 - Hxb4, 38. d4 - Hf7, 39. Hd5 - Hb2 og Timman gafst upp, því hann tapar peðinu á f2. í tíundu skákinni þræddu kapp- arnir lengi troðnar slóðir lokaða afbrigðisins í spánska leiknum. Timman fékk vel viðunandi stöðu en í 21. leik gaf hann andstæð- ingnum kost á að opna taflið og eftir það tefldi Short leikandi létt. Hvítt: Nigel Short Svart: Jan Timman Spánski leikurinn 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 — Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - d6, 8. c3 - 0-0, 9. h3 - Bb7, 10. d4 - He8, 11. Rbd2 - Bf8, 12. d5 - Rb8, 13. Rfl - Rbd7, 14. Rg3 - Rc5, 15. Bc2 - a5, 16. Rh2 - g6, 17. Df3 - h5, 18. Be3 - Rfd7, 19. Hadl - De7, 20. Rgfl - Bg7, 21. Bcl — c6?, 22. b4! — axb4, 23. cxb4 — Ra4, 24. dxc6 — Bxc6, 25. Bb3. Það sést nú af hveiju 21. leikur Timmans var rangur. Svartur hefur ekki bætur fyrir æpandi veikleikann á d6 og biskupinn á b3 hefur komið sér fyrir á óþægi- legri skálínu. Þar að auki átti Tim- man aðeins 20 mínútur eftir fram að tímamörkunum í 40. leik. 25. - Had8, 26. Dg3 - Rf8, 27. Rf3 - Re6, 28. Rg5 - Rxg5, 29. Bxg5 - Bf6, 30. Bxf6 - Dxf6, 31. Hd3! • b c d • » g h 31. - h4? Fellur í lúmska gildru Shorts, en staða hvíts var orðin mun betri. 32. Hf3! - hxg3, 33. Hxf6 - gxf2+, 34. Kxf2 - He7, 35. Hxg6+ - Kh7, 36. Hg3 - d5?, 37. exd5 - Bxd5, 38. Hd3 - Rb6, 39. Re3 - Hed7, 40. Rxd5 og Timman gafst upþ. Skákþing Reykjavíkur ísfirðingurinn Guðmundur Gíslason er óstöðvandi á Skák- þingi Reykjavíkur, hefur unnið fyrstu sjö skákirnar og er með eins og hálfs vinnings forskot á næstu menn. Guðmundur á að vísu eftir að mæta alþjóðlegu meisturunum Þresti Þórhallssyni og Sævari Bjarnasyni, en hann hefur teflt leikandi létt og er nú reynslunni ríkari eftir Skákþing Reykjavíkur í fyrra þegar hann glutraði niður öruggu forskoti. En þótt Guðmundur standi vel að vígi, ríkir mikil spenna um það hver hlýtur sæmdarheitið Skák- meistari Reykjavíkur. ísfírðingar og aðrir utanbæjarmenn eiga þess nefnilega ekki þess kost að vinna þann ágæta titil. Staðan þegar sjö umferðir af ellefu hafa verið tefldar er þessi: 1. Guðmundur Gíslason 7 v. 2-4. Bragi Þorfinnsson, Snorri Karlsson og Kristján Eðvarðs- son 5‘A v. 5-6. Sævar Bjarnason og Dan Hansson 5 v. og frestuð skák innbyrðis 7-10. Þröstur Þórhallsson, Ólafur B. Þórsson, Áskell Örn Kárason og Páll Agnar Þórar- insson 5 v. 11-16. Þröstur Árnason, Ingv- ar Þ. Jóhannesson, Hlíðar Þór Hreinsson, Friðgeir K. Hólm, Jóhann H. Sigurðsson og Frið- rik Egilsson 4Vi v. Langmesta athygli verkur frá- bær frammistaða hins ellefu ára gamla Braga Þorfinnssonar, en hann er fremstur í flokki margra sérlega efnilegra drengja. Á sunnudaginn vann hann Þröst Ámason mjög óvænt, en Þröstur er reyndar sá yngsti sem orðið hefur skákmeistari Reykjavíkur. Þann titil vann hann aðeins 13 ára gamall árið 1986. Áttunda umferðin verður tefld í kvöld. Gamlir refir og ung lión á leið á Bridshátíð Spilað í Höfða Frá einvígisleiknum í Höfða árið 1987. Nú er Georgio Belladonna væntan- legur á Bridshátíð ásamt Pietro Forquet. ________Brids Guðmundur Sv. Hermannsson ÞAÐ líður að Bridshátíð og að venju koma margir áhugaverðir erlendir bridsspilarar til keppni. Að þessu sinni fá bridsá- hugamenn bæði að sjá nokkra af bestu fulltrúum yngstu og elstu kynslóða bridsspilara Evr- ópu. Von er á gömlu ítölsku meistur- unum Georgio BeÚadonna og Pietro Forquet til keppni en þeir voru báð- ir í Bláu sveitinni sem hélt heims- meistaratitlinum nær óslitið frá 1957 til 1976. Forquet hefur aldrei komin hingað til lands fyrr en Bella- donna kom hingað tvívegis fyrir nokkrum árum og spilaði þá meðal annars frægt einvígi í Höfða við þáverandi ráðherra Halldór Ás- grímsson og Matthías Á. Mathiesen og hafði Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóra sem sveitarfélaga. Fulltrúar ungu kynslóðarinnar verða Hollendingarnir Barry Westra og Enri Leufkens, sem þrátt fyrir ungan aldur eru taldir eitt besta bridspar Evrópu; og Wubbo de Bauer og Bauche Muller. Þessir menn mynduðu kjarnann í hol- lenska landsliðinu sem náði brons- verðlaunum á Ólympíumótinu á ít- alíu í fyrra. Þá kemur einnig Bretinn Andy Robson, sem enn á nokkuð í þrítugt en hann verður sveitarfélagi Zia Mahmood/Eric Rodwells. Zia er orðinn nokkurskonar hornsteinn Bridshátíðarinnar og Robson og Rodwell hafa báðir spilað hér áður. Rodwell spilaði við Zia í fyrra og Robson kom með breska landsliðinu á afmælismót Bridsfélags Reykja- víkur í fyrravor. Ekki er enn ljóst við hvern Robson spilar á Bridshá- tíð. Með þeim í för verður búlgarska landsliðskonan Maretta Ivanova og hún verður varamaður í sveitinni. Einnig er von á harðsnúnu liði frá Noregi. Norska landsliðsparið Peter Marstrander og Jan Trollvik kemur og spilar væntanlega í sveit með Sverri Ármannssyni og Matt- híasi Þorvaldssyni. Þá kemur heil sveit frá Noregi, skipuð Dag og Alf Jensen og Tor Hoyland og Even Ulven. Bridshátíð verður að þessu sinni 12-15. febrúar en skráningarfrestur fyrir tvímenninginn rennur út á föstudag hjá Bridsambandinu. Erfið slemma Þeir Belladonna og Forquet hafa verið nokkuð iðnir við spilamennsk- una upp á síðkastið. Þeir tóku með- al annars þátt í Sunday Times-tví- menningnum í London í síðustu viku og þótt þeir yrðu ekki ofarlega fóru fulltrúar okkar þar, Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, ekki vel út úr viðureigninni við þá. ítalirnir voru þó talsvert heppnir. Þeir misstu tvær slemmur sem fóru niður við flest önnur borð og það dugði þeim til stórsigurs yfir íslend- ingunum. Þetta var önnur slemman: Norður ♦ 83 ♦ 10865 ♦ KDG74 ♦ G10 Vestur Austur ♦ G964 ♦ KD752 VKG97 ♦ 2 ♦ 952 ♦ 10863 ♦ 95 ♦ 872 Suður ♦ Á10 ¥ ÁD43 ♦ Á ♦ ÁKD643 Eins og sést vinnast 7 grönd í svefni en ekkert par komst í grand- slemmu. Tvö pör spiluðu sex lauf og fóru niður þegar sagnhafi tók aðeins einu sinni tromp áður en hann reyndi að henda tapslögum heima niður í tíglana í borði. Eitt par spilaði sex hjörtu sem fóru nið- ur, eitt parið spilaði sjö lauf sem ekki var hægt að vinna og eitt par- ið komst í sjö hjörtu. í vestur sat tilvonandi sigurvegari mótsins, Bobby Levin, og leyfði sér að dobla alslemmuna og uppskar 500. En ef suður hefði flúið í 7 grönd er óvíst að Levin hefði hampað sigur- laununum í mótslok. Loks stoppuðu þijú pör í geimi. Eitt þeirra var Belladonna og Forquet eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Bellad. Þorl. Forquet pass 1 lauf pass 1 tígull 1 spaði dobl 3 spaðar dobl pass 3 grönd/ Sagnir Guðmundar og Þorláks slógu ítalina út af laginu og það virtist ekki gróðavænlegt að fá alla slagina í 3 gröndum. En hrakfarir NS paranna við hin borðin voru mun meiri, eins og áður er rakið, og Belladonna og Forquet uppskáru því rikulega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.