Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993
Amórbesti
erlendi leikmað-
urinn í Svíþjóð
- segir Reine Almqvist þjálfari Hácken
Arnór Guðjohnsen er besti er-
lendi knattspymumaðurinn
sem nokkru sinni hefur leikið í Sví-
þjóð, á því er ekki
nokkur vafi, segir
Reine Almqvist
þjálfari Hácken í
viðtali við síðdegis-
blaðið I dag í Gautaborg.
Blaðið birtir tæplega heilsíðu
grein um Arnór um helgina þar sem
ferill hans er rakinn og í viðtali við
blaðið hrósar þjálfarinn Arnóri mik-
ið. Sjálfur segir Arnór að ef eitt-
Sveinn
Agnarsson
skrífar frá
Svíþjóö
hvert lið vilji kaupa hann frá And-
eriecht fram til 1994 þurfi það að-
eins að greiða 4,5 milljónir ISK.
Hann segir jafnframt í viðtalinu að
hjá Hácken fái hann einn tíunda
þeirra launa sem hann hafði haft
hjá Bordeaux í Frakklandi, en segir
ekki hvað hann fær í laun hjá
sænska liðinu.
Þó svo greinin sé í alla staði já-
kvæð þá virðist blaðamaðurinn
furða sig á því hvað svo sterkur
leikmaður sé að gera í Svíþjóð.
Þríðja sætið nokkuð tryggt
eftir sigur á Rúmenum
ÍSLENSKA landsliðið í hand-
knattleik sigraði það rúmenska
í Lotto-keppninni í Noregi í
gærkvöldi með 20 mörkum
gegn 18. Þar með er ísland
komið með fjögur stig úr fjór-
um leikjum og er í þriðja sæti.
Síðasti leikur liðsins í mótinu
er gegn ítöium í dag.
Strákarnir börðust gríðarlega
vel og sýndu hvers þeir eru
megnugir og hvað þeir geta
gert. Leikurinn vannst fyrst og
fremst með mikilli baráttu," sagði
Einar Þorvarðarson aðstoðar-
landsliðsþjálfari í samtali við Morg-
unblaðið eftir leikinn í gær.
Það blés ekki byrlega fyrir ís-
lenska liðið fyrstu mínúturnar því
Rúmenar komust í 3:1 og voru síð-
an skrefinu á undan þar til ísland
komst 7:6 yfir. Eftir það hafði ís-
lenska liðið forystu nema hvað
þeir rúmensku náðu að jafna 7:7,
en síðan ekki söguna meir. Sigur-
inn var þó ekki auðveldur því þrátt
fyrir að íslenska liðið næði þríveg-
is þriggja marka forystu, 14:11,
17:14 og 19:16, minnkuðu þeir
rúmensku alltaf inuninn í eitt
mark.
„Þetta var besti leikur Rúmena
í mótinu og því gott að vinna þá,“
sagði Einar. „Þeir léku geysilega
sterka vörn þar sem þrír voru
framarlega á vellinum en hinir
þrír á teignum. Við áttum í miklum
vandræðum með sóknarleikinn,
sem hefur reyndar ekki verið allt
of góður hjá okkur hingað til, og
töpuðum knettinum allt of oft í
sókninni. Nýtingin hjá okkur var
40% sem er auðvitað ekki nógu
gott. Við verðum að finna einhveij-
ar leiðir til að leika gegn svona
vöm því ég er viss um að fleiri lið
eiga eftir að leika svona á móti
okkur,“ bætti hann við.
Lokakaflinn var líkari körfu-
knattleik en handknattleik. ísland
hafði 19:16 yfir en þegar 32 sek-
úndur voru eftir skoraði Licu, besti
útispilari Rúmena, 19:18. Síðan
var leikinn maður á mann vörn og
Gústaf stakk sér inn úr horninu
og skoraði síðasta mark leiksins.
„Gústaf kom inná eftir tíu mínútu
og lék í hominu. Hann gerði góða
hluti og eins og menn vita þá er
hann ekki hræddur við neitt, enda
skellti hann sér inn á síðustu sek-
úndunum og tryggði sigurinn,“
sagði Einar.
Bestu menn íslands voru Guð-
mundur markvörður, sem hefur
Ufóm
FOLK
M SJO leikmenn af þeim 10, sem
tóku þátt í síðasta leik Vals í úrvals-
deildinni í körfuknattleik, liggja veik-
ir með flensu og því ætla Valsmenn
að óska eftir að fyrirhuguðum leik
gegn Skallagrími í Borgarnesi ann-
aðkvöld verði frestað.
■ STEFAN Edberg meiddist í
baki í keppni í tvíliðaleika á sunnnu-
dag og hefur hætt keppni þar. Lækn-
ir hans vonast til að hann geti ein-
beitt sér í einliðaleiknum þar sem
hann er kominn í 8-manna úrslit.
■ JIM Courier frá Bandaríkjun-
um hefur enn ekki tapað setti á
mótinu og á sunnudaginn vann hann
Sergej Bruguera 6-1 6-3 og 7-6.
Hann mætir Tékkanum Petr Korda
í 8-manna úrslitum í dag.
■ MICHAEL Stich frá Þýska-
landi var fyrstur til að tryggja sér
sæti í 8-manna úrslit eftir sigur á
Dananum Denneth Carlsen 6-7 6-4
6-4 og 6-0. Stich hefur verið óhress
með dómgæsluná og hefur látið það
óspart í ljós og hefur þegar verið
sektaður um 2.500 dollara (157 þús-
und krónur).
■ PAUL Gascoigne, sem ropaði
framan í áhorfendur í beinni útsend-
ingu sjónvarps, þegar hann var beð-
inn um að segja álit sitt á því að
vera ekki í liði Lazio um helgina,
var sektaður um sem samsvarar
tæplega 870.000 kr., að sögn ítal-
skrar útvarpsstöðvar.
I FRAMKOMA enska landsliðs-
mannsins féll í grýttan jarðveg hjá
Lazio og víðar, en hann leikur með
liðinu gegn Tórínó í bikarnum á
morgun; kemur í staðinn fyrir Þjóð-
verjann Thomas Doll, sem tekur
út leikbann.
■ DEJAN Savicevic heldur stöðu
sinni hjá AC Milan, sem mætir Inter
í bikarnum í kvöld. Hann verður
framarlega á miðjunni fyrir aftan
miðheijana Marco Simone og Dani-
ele Massaro, en með Ruud Gullit
sér á hægri hönd.
■ RUBEN Sosa, sem skoraði fyrir
Inter í 2:1 sigrinum gegn Tórínó,
hræðist ekki AC Milan. „Gott gengi
okkar að undanförnu gerir það að
verkum að Milan ber virðingu fýrir
okkur. Leikmenn liðsins vita að við
getum sigrað þá eins og gerðist í
vináttuleiknum í sumar.“
í kvöld
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild kl. 20
Stykkishólmur: Snæfell - KR
Undanúrslit bikark. kvenna kl. 20
Keflavík: ÍBK - Grindavík
Handknattleikur
1. deild kvenna kl. 20
Víkin: Víkingur - Fylkir
Valsheimilið: Valur - Grótta
Garðabær: Stjarnan - Selfoss
Vestmannaeyjar: iBV - Haukar
Guðmundur Hrafnkelsson varði mjög vel í gærkvöldi gegn Rúmenum og
hefur staðið sig vel það sem af er mótinu í Noregi. „Hann hefur leikið á heims-
mælikvarða," sagði Einar Þorvarðarson um hann í gær.
leikið mjög vel og á „heimsmæli-
kvarða“ eins og Einar orðaði það,
Gústaf og Gunnar. Gunnar lék
sérlega vel í vörninni þar sem hann
var fremstur í 3-2-1 vörn. Alfreð
og Guðjón léku einnig vel. Gústaf
var valinn besti maður leiksins og
fékk áletrað könnu að launum.
Hjá Rúmenum voru markverð-
imir góðir og Licu einnig en hann
gerði tíu mörk. Reyndu strákarnir
aldrei að taka hann úr umferð?
„Jú, við reyndum það aðeins í fyrri
hálfleik en það gekk ekki nógu
vel. Guðmundur fór líka að veija
frá honum þannig að við hættum
Arnór Guðjohnsen
að hafa áhyggjur af honum. Hann
fær að skjóta alveg ótrúlega mik-
ið, ætli hann hafi ekki átt ríflega
tuttugu skot í leiknum,“ sagði Ein-
ar.
Síðasti leikur íslenska liðsins í
mótinu er í dag gegn ítölum. Verð-
ur það ekki auðveldur leikur? „Nei,
við berum mikla virðingu fyrir
ítölum. Þeir hafa komið manna
mest á óvart hér og leika vel. Það
hafa orðið gríðarlega miklar fram-
farir hjá þeim á einu ári og leikur-
inn er alls ekki unninn fyrirfram,"
sagði Einar.
KORFUBOLTI
Bikar kvenna:
KR-stúlk-
uríúrsltt
KR-stúlkur tryggðu sér sæti í úr-
slitum bikarkeppni kvenna í
körfuknattleik með því að vinna ÍR-
stúlkur 71:65 í íþróttahúsi Hagaskóla
í gærkvöldi. Linda skoraði átta fyrstu
stigin og ÍR komst 11 stigum yfír, en
í hléi var staðan 31:27. KR-stúlkur
tvíefldust við mótlætið og með góðri
aðstoð áhorfenda náðu þær foryst-
unni um miðjan seinni hálfleik og
héldu fengnum hlut.
Stig KR: Helga Þorvaldsdóttir 22, Anna Gunn-
arsdóttir 16, Guðbjörg Norðfjörð 13, Sólveig
Ragnarsdóttir 9, Maria Guðmundsdóttir 5,
Kristfn Jónsdóttir 4, Hrund Lárusdóttir 2.
Stig ÍR: Linda Stefánsdóttir 22, Þóra Gunn-
arsdóttir 16, Hrönn Harðardóttir 10, Ingibjörg
Magnúsdóttir 8, Guðrún Ámadóttir 4, Hildi-
gunnur Hilmarsdóttir 3, Frtða Torfadóttir 2.
Ahorfendur: 120 og mikil stemmning.
Guðbjörg Norðfjörð
- Rúmenía 20:18"*
Nadderudhallen í Bærum ! Noregi, Lotto-
keppnin í handknattleik, þriðjudaginn 26.
janúar 1993.
Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:3, 6:6, 7:6,
7:7, 9:7, 10:8, 10:9, 11:9, 14:11, 14:13,
15:14, 17:14, 19:16, 19:18, 20:18.
Mörk íslands: Gústaf Bjamason 6, Gunnar
Beinteinsson 5, Guðjón Ámason 3, Alfreð
Gíslason 2, Einar Gunnar Sigurðsson 1,
Sigurður Sveinsson 1, Geir Sveinsson 1,
Magnús Sigurðsson 1/1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 19
(þaraf 5 til mótheija)
Utan vallar: 6 minútur. Markvörðurinn
Gabriel rautt spjald á 14. mínútu leiksins.
Mörk Rúmena: Licu 10/1, Dedu 2, Neagu
2, Kosticia 2, Voieca 2.
Varin skot: Gabriel 5 (þaraf eitt til mót-
heija), Apostu 13/1 (þaraf 5/1 til mótheija)
Utan vallar: 6 mínútur.
Úrslit allra leikja
NOREGUR- ÍSLAND............21:20
ÍTALÍA - HOLLAND...........20: 19
RÚSSLAND- RÚMENÍA .........28:20
NOREGUR- RÚMENÍA...........22:20
RÚSSLAND- ÍTALÍA...........19: 14
ÍSLAND- HOLLAND............20:18
RÚMENÍA- (TALÍA ...........26:22
ÍSLAND- RÚSSLAND...........25:28
NOREGUR- HOLLAND ..........26:22
ÍSLAND- RÚMENÍA ...........20: 18
NOREGUR- iTALÍA ...........18: 15
HOLLAND - RÚSSLAND.........21:27
Fj. leikja u j T Mörk Stig
RÚSSLAND 4 4 0 0 102: 80 8
NOREGUR 4 4 0 0 87: 77 8
iSLAND 4 2 0 2 85: 85 4
RÚMENlA 4 1 0 3 84: 92 2
ÍTALIA 4 1 0 3 71: 82 2
HOLLAND 4 0 0 4 80: 93 0
Knattspyrna
England
Úrvalsdeildin
Blackburn - Coventry.........2:5
(Newel! 13., Hendry 71.) - (Hendry sjálfsm.
19., Hurst 44., Williams 48., Quinn 85.,
89.). 15.215.
■Kevin Moran lék ekki með Blakbum og
mátti sjá það á vöminni.
Middlesbrough - Southampton......2:1
(Mohan 24., Wilkinson 71.) - (Le Tissier
58.). 13.918.
Oldham - Manchester City.........0:1
- (Quinn 77.). 14.903.
Wimbledon - Everton..............1:3
(Fashanu 75.) - (Cottee 61., 71., Snodin
73.).
■Áðeins 3.039 áhorfendur voru á leiknum
og er það met hvað fámenni varðar í 1.
deild eða úrvalsdeild í Englandi. Wimbledon
átti einnig fyrra metið.
1. deild
Grimsby - Swindon.................2:1 #
Notts County - Tranmere...........5:1
HANDKNATTLEIKUR / LOTTO-KEPPNIN
KNATTSPYRNA