Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 27.01.1993, Blaðsíða 41
L MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1993 41 Ljósmæður fyrsta stétt kvenna í opinberu starfi hér á landi Frá Evu S. Einarsdóttur 1 í MORGUNBLAÐINU í lok nóvem- ber síðastliðins birtist grein eftir Ingibjörgu S. Einisdóttur, formann Ljósmæðrafélags íslands, þar sem hún segirfrá manni sem ekki vissi að enn væri til stétt í landinu sem f eru ljósmæður, þó fæstir komi í þennan heim hér á landi án þess að Ijósmæður komi þar við sögu. Það er frekar leitt til þess að vita að til sé fólk í þjóðféiaginu, sem þekkir ekki eða tekur eftir störfum ljósmæðra, sem er þó elsta stétt kvenna í opinberu starfi hér á landi, og önnur ef ekki elsta heilbrigðis- stéttin í landinu. Svona til fróðleiks fyrir fólk ákvað ég að skrifa stutta grein og skýra lítillega frá þessari stétt. Frammámönnum í íslensku þjóð- félagi varð snemma ljóst, að nauð- synlegt væri að þær konur sem aðstoðuðu við fæðingar hefðu að- gang að fróðleik, sem skýrt gæti fyrir þeim hvemig bregðast mætti við ýmsu, sem upp getur komið við fæðingarhjálp. Því var það að Hall- dór Brynjólfsson, biskup á Hólum í Hjaltadal, gaf út kennslubók, sem . hann lét þýða á íslensku, „Sa niie yfirsetukvenna skoole“ 1749. Þessi bók handa ljósmæðrum var því kom- in út hér á landi 11 ámm áður en fyrsti landlæknirinn var skipaður hér á landi. En nafnið ljósmóðir, sem er eitt fegursta starfsheiti í ís- lenskri tungu kom fyrst fyrir hér á landi á prenti í 1584 í Guð- brandsbiblíu og mun það vera kom- ið úr hebresku, en í Biblíunni í ann- ari bók Mose er getið tveggja ljós- mæðra. Fyrsti landlæknirinn hér á landi var skipaður 1760, en það var Bjami Pálsson. í erindisbréfi hans, sem gefið var út 19. maí sama ár, var ákvæði um ljósmæður, en þar segir að mennta skyldi ljósmæður í „ljósmóðurlist og vísindum". Fékk Bjarni danska ljósmóðir hingað til lands, Margrethe Kataarine, sem þá hafði nýlega lokið námi í Fæð- ingastofnuninni í Kaupmannahöfn, til að hafa með höndum verklega l kennslu ljósmæðra. Fyrstu íslensku ljómæðumar sem notið höfðu SLÆMIR VIÐSKIPTA- HÆTTIR UM daginn fékk ég hálsmen í afmælisgjöf og var það keypt hjá Hermanni Jónssyni, úrsmið í Veltusundi. Þar sem ég átti samskonar hálsmen fyrir fór ég með það í verslunina og ætlaði að fá að skipta á því og einhveiju öðru. Eftir að hafa skoðað ýmsa muni í versluninni án þess að finna nokkuð sem mig langaði í spurði ég af- greiðslumanninn hvort það væri möguleiki að fá hlutinn endurgreiddan. Þá var mér sagt að það tíðkaðist ekki að fólk gæti fengið hluti endurgreidda og var mér boðin innleggsnóta í staðinn. Ég sagði að ég hefði lítið með innleggsnótu að gera þegar ég fyndi ekkert í verslun- inni sem mig langaði í fyrir andvirði hálsmensins. Þá var ég spurð hvort ég gæti ekki bara keypt vekjaraklukku, en ég á vekjaraklukku og hef enga þörf fyrir aðra. Þá sagði af- greiðslumaðurinn mér að ef hann ætti að fara að eyða hálf- tima í að afgreiða fólk sem kæmi svo aftur og vildi skila því sem það keypti þá fengi hann ekki launin sín greidd. Ég spurði þá um eigandann og bar upp sömu spurninguna við menntunar útskrifuðust síðan frá Bessastöðum 1761 og er því ís- lenska ljósmæðrastéttin í dag orðin 232 ára gömul. Fyrstu starfslögin fengu ljósmæður síðan 17. desember 1875 í kjölfar þess að ísland fékk stjórnarskrá sína, en núverandi ljós- mæðralög nr. 67 eru frá 1984. í aldanna rás hefur orðið mikil breyting á menntun ljósmæðra, en starfið er sem áður þæði ábyrgðar- mikið og krefjandi. í dag samræm- ist menntun íslenskra ljósmæðra þeim stöðlum, sem gefnir hafa verið út af alþjóða heilbrigðisstofnuninni.. Þeir staðlar hafa einnig verið lagðir til grundvallar í samræmdri mennt- un heilbrigðisstétta í viðræðum EES og Evrópubandalagsins. Fyrir ljós- mæður er það 18 mánaða nám eftir hjúkrunarfræðipróf. Ljósmæður hafa alla tíð unnið við erfið skilyrði og lág laun og því miður hefur það ekkert breyst. Starfsálag á ljósmæður er oft gífur- legt eins og t.d. hefur verið á Kvennadeild Landspítalans undan- Frá nágrönnum meðferðarheimilis- ins við Sæbraut, Seltjarnarnesi: VEGNA dóms Héraðsdóms Reykja- víkur 14. janúar 1993 í svonefndu „Sæbrautarmáli" óska nágrannar meðferðarheimilisins, sem stóðu að málssókninni, að taka fram eftirfar- andi: í héraðsdóminum fæst ótvíræð viðurkenning á því að stefnendur málsins hafi frá því starfsemin að Sæbraut 2 hófst síðari hluta árs 1989 orðið fyrir mun meiri áreitni og ágangi heldur en þeim hafi ver- ið skylt að þola samkvæmt reglum grenndarréttar. Málssóknin er þvi talin hafa átt fullan rétt á sér og eru stefnendum af þeim sökum dæmdar kr. 500.000 í málskostnað úr hendi stefnda, félagsmálaráð- herra. hann en hann sagði að „ég gæti bara átt mig“ og henti hálsmeninu í mig. Mjög óánægður viðskipta- vinur. ÁBYRGÐ Á VÖRUM Hrönn Gunnarsdóttir: ÉG vildi koma því á framfæri við neytendur að athuga skil- mála hjá verslunum þegar þær auglýsa ábyrgð á hlutum sem þar eru keyptir. Sem dæmi má nefna verslunina Dux sem selur m.a. rúm. Þeir segjast vera með 15 ára ábyrgð á rúmum sem þeir selja, en þau eru frekar dýr, t.d. kostar einstaklingsrúm eins og ég á um það bil 75 þúsund krónur. Hins vegar er þessi ábyrgð ekki alveg ókeypis því ef fólk vill nýta sér þetta tilboð þarf að borga aukaþóknun fyrir þjónustuna. Hvort þetta er fast gjald eða 10% af heildarverði veit ég ekki, en ég þurfti að borga 7.500 krónur til að fá mitt rúm lagfært, en það bilaði eftir einungis fjögurra ára notkun. Fólk ætti því að kynna sér skilmála sem verslanir setja áður en það festir kaup á dýrum munum. farið og skýrt hefur verið frá í frétt- um. Sængurkonur hafa þurft að liggja á almennri setustofu við ónæði eins og á strætisvagnabið- stöð, því allar stofur hafa verið yfír- fullar. Samt lætur heilbrigðisráð- herra Fæðingaheimili Reykjavíkur vera lokað. Bágt á ég með að trúa því, að ráðherranum og öðrum ráða- mönnum þætti slík aðstaða sér bjóð- andi, þyrftu þeir á sjúkrahúsvist að halda. Staðreyndin er sú að ástand- ið hvað varðar aðstöðu fyrir fæð- andi konur og sængurkonur í dag, er síst betra en það var fyrir 1960 þegar Fæðingaheimili Reykjavíkur tók til starfa, þrengslin eru svo mikil. Að lokum vil ég nota þetta tæki- færi til að vekja athygli landsmanna á því, að þorri ljósmæðra á Kvenna- deild Landspítalans hefur sagt upp störfum frá og með 1. febrúar næst- komandi. EVA S. EINARSDÓTTIR, Ljósmasðraskóla tslands, Reykjavík. Eftir að málið var höfðað í júní 1991 dró verulega úr ónæðinu af starfseminni. Virðast þá hafa (vegna málssóknarinnar?) verið gerðar ráðstafanir í rekstrinum í þessu skyni. Með bréfi lögmanns okkar í október sl. var boðin fram sátt í málinu á þá lund að stefndi, félagsmálaráðherra, tryggði að ástand versnaði ekki á ný og greidd- ur yrði kostnaður til stefnenda. Þessu hafnaði stefndi. Dómsniður- staða héraðsdómsins er í reynd al- veg sú sama og við lögðum þá til sem sátt í málinu. Nágrannar meðferðarheimilisins' hafa ákveðið að una þessum dómi og áfrýja honum ekki. Ef ástand mála færist aftur til hins fyrra horfs verður hins vegar þegar í stað höfð- að mál að nýju. Við þær aðstæður, ef upp koma, mun varla duga fyrir stefnda að ætla að draga aftur nið- ur í starfseminni meðan mál væri rekið. Sú „lausn“ dugar áreiðanlega bara einu sinni. NÁGRANNAR, meðferðarheimilis við Sæbraut, Seltjamamesi. Pennavinir Tvítugur Nígeríupiitur með áhuga á tónlist, einkum píanóleik: Ike Chukwu Okoro, A.G.C.P.O Box 358, Sapele, Delta State, Nigeria. Sextán ára þýsk stúlka með áhuga á knattspyrnu, tennis, tónlist o.fl.: Natasha Mittmann, Petzelsberg 10, 4300 Essen- 15, Germany. Frá Svíþjóð skrifar 24 ára karl- maður með áhuga á norrænni goða- fræði, íþróttum og að lifa lífinu lif- andi: Magnus Jansson, Bagarsvaengen 3, 13549 Tyresö, Sweden. Frá Ghana skrifar 21 árs stúlka með áhuga á íþróttum, tónlist, kvik- myndum og ferðalögum: Celestina Berty Lee, P.O.Box 1236, Oguaa District, Ghana. Frá Bandaríkjunum skrifar 39 ára einhleypur karlmaður með margvísleg áhugamál: Larry Gregor, 230 North 6th Street, Lindenhurst, New York 11757, U.S.A. VELVAKANDI Yfirlýsing varðandi stofnunina Sæbraut 2 Kynningarfundur Fimmtudagskvöld kl.20.30 að Sogavegi 69 Guðrún Jóhannesd. Konráð Adolphsson D.C. Kennari D.C. Kennari * EYKUR hæfni og árangur einstaklingsins * BYGGIR upp leiðtogahæfnina * BÆTIR minni þitt og einbeitingarkraftinn * SKAPAR sjálfstraust og þor * ÁRANGURSRÍKARI tjáning * BEISLAR streitu og óþarfa áhyggjur * EYKUR eldmóðinn og gerir þig hæfari í WO" Fjarfesting í menntun C . EUROCARO skilar þér arði ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 812411 0 STJÖRIMUIMARSKÚLINIM Konráð Adolphsson Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðin" Morgunverðarfundur fimmtudaglnn 28. janúar 1993 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu ATVINNULÍFIÐ UPP UR FESTUNNI Er það viðunandi að ekki fari að rofa til ó ný í íslensku atvinnu- og efnahagslífi f/rr en eftir 2-3 ór? Hvar eru tækifærin, til hvers er öll þekkingin, erum við á villigötum eða nennum við ekki lengur að bjarga okkur? Til þess að fjalla um þessi brennandi mál mæta þeir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Grímur Valdimarsson framkvæmdastjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, Helgi Magnússon framkvæmdastjóri Hörpu h.f. og Ásmundur Stefánsson hagfræðingur. Eftir stuttan inngang hvers og eins ræða þeir málin sín á milli og við fundarmenn undir stjórn Vilhjálms Egilssonar framkvæmdastjóra VÍ. Fundurinn er opinn en tilkynna verður fyrirfram um þátttöku í síma VÍ, 676666 (kl. 08-16) Þátttökugjald með morgunverði af hlaðborði kr. 1.000. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.