Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 Einbúi verður fyrir umtalsverðu tjóni í hvassviðri Þakið af fjósi og fjóshlöðu ÞAK FAUK af fjóshlöðu, að hálfu af fjósi og af gangi út úr fjósi á bænum Laugabóli í Mosdal í Arnarfirði í hvassviðri sem gekk yfir Vestfirði á sunnudag og aðfara- nótt mánudags. Húsin eru samtengd íbúðarhúsi sem varð ekki fyrir skemmdum en hlaða skammt frá hrundi að hálfu. Aðalsteinn Guðmundsson, sem er fæddur á Sléttu á Núpi í Dýra- fírði árið 1907, hefur meira og minna búið einn á bænum síðan 1963 þegar móðir hans lést. Hann segist hafa verið með hefðbundinn búskap auk þess sem hann hafi komið á fót æðarrækt fyrir nokkr- um árum. Nú hafi kindumar hins vegar verið skomar niður og æðarvarpið orðið ónýtt. Af naut- gripum séu aðeins eftir vetrungur og tveir kálfar í fjósi. Af fjósinu hefur nú fokið hálft þakið, allt þakið af fjóshlöðu og af gangi út úr fjósi. Hins vegar segist Aðal- steinn vera afar stoltur yfir að hafa bjargað sambyggðu íbúðar- húsi þar sem hann segist vera með rafljósavél. Ljóslaust var í fjósi og hlöðu vegna óveðursins. Til hjálpar á jarðýtu Björgunarsveitarmenn lögðu af stað frá Þingeyri Aðalsteini til hjálpar í gær. Þeir neyddust hins vegar allir til að snúa við nema einn, á jarðýtu, sem var að koma í hlað þegar rætt var við bóndann um kvöldmatarleytið í gær. Aðal- steinn sagði að sá ætlaði að hjálpa sér að bjarga því sem bjargað yrði. Miður mín í Reykjavík Þó Aðalsteinn hafi oft upplifað háskaveður í Arnarfírði dettur honum ekki í hug að flytjast á mölina. „Ég verð alltaf svo feginn þegar ég er búinn að vera í Reykjavík í nokkra daga og kem heim,“ segir hann. „Síðast þegar ég var þar var ég svo miður mín að ég gat ekki sinnt öllum þeim verkefnum sem ég þurfti.“ Myndina af Aðalsteini tók Ragnar Axelsson í fjósinu að Laugabóli á liðnu sumri. Samkomulag í kjaradeilunni á Landspítala Kjör verða þau sömu o g á öðrum spítulum STARFSEMI Landspítalans var með eðlilegum hætti í gær og mættu allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem sagt höfðu sagt upp störfum, til vinnu. Samkomulag tókst í kjara- deilu hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra og yfirstjórnar spít- alans síðdegis á sunnudag. Sett verður á fót fagnefnd, sem á að athuga hvernig launakjörum sömu starfshópa á öðrum sjúkrahúsum í Reykjavík sé háttað og gera tillögur um hvern- ig greiða megi starfsfólki á Landspítalanum sömu laun. Morgunblaðið/Kristinn Skipt um ljósaperu í svörtu skammdeginu er mikilvægt að lýsing við umferðargötur sé eins og best verður á kosið. Þess vegna gæta borgarstarfsmenn þess að skipta jafnóðum um allar perur sem bila. Þessi var önnum kafinn uppi í stiganum við verk sitt þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að fagnefndin ætti einkum að skoða málin með tilliti til breytinga á ráðningarsamningum á Borgarspítalanum. „Við munum reyna að beita okkur fyrir því að okkar hjúkrunarfræðingar fái sömu kjör og aðrir hér á höfuðborgarsvæð- inu. Við höfum sagt að við gerðum okkur grein fyrir því að þarna væri orðin dálítil misvísun og við ætlum okkur að leiðrétta það,“ sagði Davíð. Engin tímamörk ákveðin Davíð sagði að fagnefndinni hefðu ekki verið sett mörk um það hvenær hún ætti að skila áliti sínu, en það yrði væntanlega fljótlega. Ekki hefur verið ákveðið hvemig starfshópurinn verður skipaður, en í honum munu eiga sæti fulltrúar hjúkrunarfræð- inga, ljósmæðra og yfirstjórnar spít- alans. Davíð sagði að forsenda þess að hægt væri að hækka launin við hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, væri að þær legðust á eitt að spara og hagræða á sínu sviði í rekstri spítalans. „Það er spennandi og verð- ugt verkefni bæði fyrir þær og okk- ur,“ sagði hann. Uppsagnir dregnar til baka Þorgerður Ragnarsdóttir, tals- maður hjúkrunarfræðinga, sagðist ekki vita betur en allir starfsmenn, sem sagt höfðu upp störfum, hefðu mætt til vinnu í gærmorgun og flest- ir myndu draga uppsagnir sínar til baka. Slíkt væri þó hveijum og einum í sjálfsvald sett, enda hefðu uppsagn- imar verið á einstaklingsgrundvelli. Þeir, sem ekki draga uppsagnir sínar til baka eða vinna framlengdan upp- sagnarfrest, eiga yfir höfði sér lög- sókn af hálfu Ríkisspítalanna fyrir að hlíta ekki framlengingu uppsagn- arfrests. Þorgerður sagði að stjórnarnefnd Ríkisspítalanna hefði þegar sam- þykkt að hjúkrunarfræðingarnir myndu fá sömu hækkun og hjúkr- unarfræðingar á Borgarspítalanum hefðu fengið, en fagnefndin myndi ákveða hvenær og hvernig sú hækk- un yrði greidd, auk þess sem hún myndi bera saman laun ljósmæðra og hjúkmnarfræðinga. Þótt hjúkrunarfræðingar á Land- spítala fái hækkun til samræmis við hjúkrunarfræðinga á Borgarspítal- anum, eiga þeir engu að síður langt í land að ná launum þeirra heilbrigð- isstétta, sem þeir vilja miða sig við, til dæmis sjúkraþjálfara. Hjúkrunar- fræðingar fóru fram á það í viðræð- um við stjórn Landspítalans að þessi munur yrði minnkaður. Þorgerður sagði þó að slíkt hefði í raun ekki verið raunsætt markmið. „Það er erfitt að ná slíku fram eins og ástand- ið er nú í þjóðfélaginu, en við höfum vakið athygli á þeim kjaramun, sem er á milli heilbrigðisstétta með sam- bærilega menntun," sagði Þorgerður. Leysinga- vatn komst í bensínið VATN komst í geyma á bensínstöð Olíufélagsins við Hafnarstræti á sunnudag. Nokkrir bílar stöðvuð- ust vegna þessa, en skemmdir á þeim urðu engar. Sigurður Sigfússon, umsjónar- maður bensínstöðva Olíufélagsins, sagði að líklega hefði niðurfall verið stíflað og leysingavatn flætt inn um yfírfallsrör á geymum í plani bensín- stöðvarinnar. „Þetta kemur stundum fyrir í leysingum, en hefur ekki alvar- legar afleiðingar, þó skemmdir geti orðið á bílum ef vatn kemst í díselol- íu,“ sagði hann. „Ef vatn kemst í bensín skemmir það ekki bílana. Það segir hins vegar fljótt til sín, því bíl- arnir stöðvast eftir stutta ferð frá bensínstöðinni," sagði hann. „Það voru um 6-8 bílar sem þurfti að dæla af, og einnig var vatninu dælt af geymum stöðvarinnar. Tjónið varð ekkert, en allnokkur fyrirhöfn og vandræði hlutust af þessu.“ Milljarður í barnabætur BARNABÆTUR og barnabóta- auki samtals að upphæð 1.064 milljónir króna voru greiddar út nú um mánaðamótin. I barnabæt- ur voru greiddar 624 milljónir og í barnabótaauka, sem er tekju- tengdur, 440 mil|jónir. Að sögn Indriða H. Þorlákssonar skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt- inu er þetta nánast sama upphæð og greidd var út í október. „Það varð smávægileg breyting hvað bamabótaaukann varðar, en það kemur ekki til með að hafa nein áhrif fyrr en við álagningu. Greiðsl- umar eru vegna um 64 þúsund bama og þar af eru um 10 þúsund hjá ein- stæðum foreldrum. Um 60 þúsund einstaklingar fá sendar greiðslur, en báðir foreldrar fá greitt ef um hjón eða sambýlisfólk er að ræða.“ Fárviðri á Barðaströnd Innri-Múla. OFSAVEÐUR af suðvestri gerði á Barðaströnd sl. sunnu- dag svo að ekki varð fært á milli bæja á bílum. Svo hvasst var á einum bæ, þar sem göm- ul kona býr ein, að ekki var talið óhætt að hafa hana þar. Sendir voru þrír menn á þungri dráttarvél til að sækja konuna og flytja hana á næsta bæ og gekk sú ferð vel. Ennfremur fauk um 70 metra pallbíll, sem stóð á vegi einum, yfir einn skurð og lenti á hvolfi ofan í öðrum. Þak fauk af hlöðu á einum bæ og einnig urðu fleiri skemmdir. - S.J.Þ. í dag Kynbætur______________________ Þýskur hrossaræktandi vill fá sæði til kynbóta frá íslandi 16 Short mætir Kasparov Nigel Short mætir Garrí Kasparov í 24 skáka einvígi um heimsmeist- aratitilinn í skák 19 Fækkar til sjós íslenskum farmönnum fer stöðugt fækkandi og búist er við áfram- haldandi þróun í þá átt 28 Leiöari Veðurrannsóknir-veðurspár 24 íþróttir ► Monica Sales og Jim Couri- er unnu sér inn 17,1 millj. ísl. kr. með sigri á opna ástralska meistaramótinu í tennis. Seles vann Steffi Graf í úrslitum. Borgarbúar sækja í fískvinnslustörf á landsbyggðinni Um 2.500 atvinnulausir BORGARBÚAR leita nú í auknum mæli eftir störfum í fiskvinnslu á landsbyggðinni en hafa ekki erindi sem erfiði. Alls eru um 2.500 skráðir atvinnulausir í Reykjavík og er atvinnuleysið hlutfallslega mest meðal félaga í Dagsbrún eða yfir 10%. I stærsta verkalýðsfélaginu, VR, nálgast atvinnuleysið 7%. Atvinnulausum í Reykjavík hefur fjölgað um 500 í janúarmánuði því um áramótin voru rétt tæplega 2.000 manns á atvinnuleysisskrá í borginni. Samkvæmt upplýsingum frá forsvarsmönnum físk- vinnslufyrirtækja á tveimur stöðum á Vestfjörðum, Isafírði og Súðavík, hefur verið mikil ásókn í fiskvinnslu- störf frá fólki af höfuðborgarsvæðinu. Ingimar Halldórs- son framkvæmdastjóri Frosta hf. á Súðavík segir að hann muni ekki eftir eins miklum fjölda fyrirspuma um atvinnu. Hringingar hófust af krafti seinni part síðasta árs og segir hann að fyrirspurnir hafí borist á hverjum 3égl síðustu tvo mánuði. Jóhannes G. Jónsson fram- kvæmdastjóri Ishúsfélags ísfirðinga hf. segir að fyrir- spurnir hafi náð hámarki í desember en aðeins dregið úr þeim í janúar. Báðir segja að þrátt fyrir fjölda fyrir- spurna sé ekki vinnu að fá þar sem heimamenn ganga fyrir í störfín sem losna. Um 500 án atvinnu í Dagsbrún Hjá Dagsbrún eru um 500 manns skráðir atvinnulaus- ir og er það yfír 10% félagsmanna. Hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur er fjöldi atvinnulausra að nálgast 700 og eru það tæplega 7% félagsmanna. Hjá Ráðning- arskrifstofu Reykjavíkur var fjöldi atvinnulausra rúm- lega 2.400 á föstudag en áætlað var að um 100 manns hefðu skráð sig atvinnulausa þar í gær. Útlendingum í vinnu hérlendis hefur fækkað. Sam- kvæmt upplýsingum- frá Óskari Halldórssyni hjá Vinnu- miðlunarskrifstofu félagsmálaráðuneytisins voru útlend- ingar með atvinnuleyfi hérlendis um síðustu áramót 1.936, en áramótin þar á undan 2.210.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.