Morgunblaðið - 02.02.1993, Page 48

Morgunblaðið - 02.02.1993, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 6911S1. PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Hvassviðri um allt land Morgunblaðið/RAX Ekki varð eins mikið úr spáðu hvassviðri í gærkvöldi og búist var við. Hvassast var á norðanverðu Snæfellsnesi 10-11 vindstig og á Austur- landi 9 vindstig. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu íslands verður þó hvasst áfram víðast hvar og lægir ekki í alvörunni fyrr en síðdegis í dag. Heilsustofnun NLFÍ Rúm boð- iní áskrift Selfossi. HEILSUSTOFNUN Náttúru- lækningafélags íslands í Hvera- gerði býður verkalýðsfélögum „áskrift11 að rúmum á stofnun- inni á þessu ári. Verð fer eftir búnaði herbergja og er frá 1.000 upp í 1.500 krónur á sólarhring en raunkostnaður er ríflega 5.000 krónur á herbergi. Þetta tilboð er ein þeirra leiða sem stofnunin fer til þess að mæta niðurskurði á fé á fjárlögum. Hjá stofnuninni er verið að kanna möguleika á samstarfi við erlenda aðila um fjárfestingar. Heilsustofnunin fékk 191 milljón á íjárlögum til rekstrar og 12,1 milljón til fjárfestinga. Rekstrar- kostnaður á síðasta ári var 250 milljónir. Sjálfsaflafé stofnunarinn- ar var 25 milljónir. Til þess að brúa bilið fékk hún heimild fyrir fjölgun svonefndra gjaldtökurúma úr 60 í 130, en 30 rúm verða án gjaldtöku og einkum ætluð sjúklingum sem koma beint af sjúkrahúsum, t.d. eftir erfiðar aðgerðir. Árni Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Heilsu- stofnunarinnar, segir að 85-90% nýting á rúmum þyrfti að nást og því væru allar leiðir skoðaðar til þess að auka gestafjöldann. Sjá bls. 22. .....» ♦ ♦----- Iðnaðarráðherra segír fulla alvöru hjá Washington Mills Ákvörðunar að vænta innan tveggja mánaða JÓN Sigurðsson viðskipta- og iðnaðarráðherra átti í gær og fyrradag fundi með aðalforstjóra og aðaleigenda Washington Mills Electro Minerais slípiefnafyrirtækisins, jafnframt því sem hann skoðaði verk- smiðju, í Niagara Falls í Kanada, svipaða þeirri sem fyrirtækið hefur lýst áhuga á að reisa og reka hér á Gnmdartanga. Iðnaðarráðherra kveðst ánægður með fundi sína með fulltrúum Washington Mills og kveðst trúa því að niðurstaða fáist í málið áður en fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs er lokið. Ef niðurstaðan verður jákvæð, hefðu um 50 manns atvinnu af störfum við -líka verksmiðju. i „Þetta voru bæði áhugaverðar og gagnlegar viðræður. Þeir eru að kanna þetta mál í mikilli alvöru og ég vænti þess að niðurstaða fáist í því áður en fyrsta ársfjórðungi þessa 'árs er lokið,“ sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra þegar Morgunblað- ið náði í gærkveldi tali af honum í New York. Jón sagði að verksmiðjan sem hann hefði skoðað væri 10 eða 11 ára gömul. Framleiðslan væri á margan hátt lík þeirri sem fram færi í Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga; málmbræðsla með rafbogaofni. „Eini munurinn er sá að þama er verið að bræða ákveðn- ar tegundir af báxít, til þess að fram- leiða slípiefni, sem svo er m.a. notað í sandpappír og þess háttar,“ sagði iðnaðarráðhérra. Stærstir í Ameríku Washington Mills Electro Miner- als er stærsti framleiðandi slípiefna í Ameríku og líklega í heiminum, að sögn iðnaðarráðherra. Hann sagði að framleiðsla fyrirtækisins væri á mjög þröngu sviði, með mjög miklum gæðum. „Ég átti fund með forstjóra og aðaleiganda þessa fyrir- tækis, sem heitir Peter Williams, og með honum var Powel, sem er for- stjóri starfseminnar í Kanada," sagði ráðherrann. Jón sagði að fundur hans með ráðamönnum fyrirtækisins hefði far- ið fram í Niagara Falls, í Ontario í Kanada, en þar væri ein verksmiðja fyrirtækisins rekin. Aðspurður hvað fyrir Washington Mills vekti að reisa hugsanlega slíka verksmiðju hér á landi sagði Jón: „Það er að sjálf- sögðu að tryggja stöðu sína á Evr- ópumarkaði í framtíðinni, en vegna staðsetningarinnar er ísland ákjós- anlegur staður fyrir þá.“ Ráðherrann lagði þó áherslu á að ekkert hefði verið afráðið í þessari heimsókn hans. Hvergi banginn Bjöm Baldursson í kunnuglegum stellingum í klifri sínu í klettum. Góður árangnr í klettaklifrí Gómaði silf- ur í Svíþjóð BJÖRN Baldursson, félagi úr ís- lenska Alpaklúbbnum, vann til silfurverðlauna á Opna sænska meistaramótinu í klettaklifri sem fram fór í Östersund í Sviþjóð um helgina. Björn er 24 ára og hefur stundað þessa íþrótt í sex ár, en þetta var í fyrsta sinn sem hann keppir á móti erlendis. Allir fremstu klifurkappar Norðurlanda tóku þátt í mótinu. „Þessi árangur er mikil hvatning fyrir mig. Svíamir voru mjög undr- andi á frammistöðu minni og sögðu að ég ætti nú að snúa mér að þátt- töku í heimsbikarmótum," sagði Bjorn. Sjá nánar bls. Bl. Vinnslustöðin fékk nær 100 millj. fyrir búra og blálöngu FISKISKIP Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, einkum Breki og Klakkur, veiddu á síðastliðnu ári búra og blálöngu og seldu til Frakklands fyrir samtals tæp- lega 100 milljónir króna. Sighvatur Bjarna- son áætlar að fiskiskip Vinnslustöðvarinnar hafi veitt á milli 1.200 og 1.300 tonn af búra og blálöngu í fyrra, og á milli 600 og 700 tonn hafi verið flutt fersk út. Sighvatur segir að nú sé hægt að flaka bæði búra og blálöngu í frost, með þokkalegu skilaverði. „Menn verða bara að fylgjast grannt með því sem er að gerast á markaðnum í Frakk- landi, því hann þolir ekki meira en svona 40 tonn á viku,“ sagði Sighvatur í samtali við Morgunblaðið. Meðalverðið í fyrra fyrir búra í Frakklandi var að sögn Sighvats um 16,5 franskir frank- ar, eða um 200 krónur kílóið og fyrir blálöngu var það um 11,5 frankar, eða um 140 krónur kílóið. „Ætli við höfum ekki fengið svona 8 milijón- ir franka í heild fyrir þennan útflutning, sem er um 94 milljónir króna. Svo var einstaka farmur af öðrum tegundum, eins og t.d. gull- laxi, þannig að í heildina höfum við fengið eitt- hvað á milli 100 og 150 milljónir króna fyrir þennan utankvótafísk á sl. ári,“ sagði Sighvat- ur. Sighvatur kvaðst telja að utankvótategund- irnar væru vissulega ágætis búbót fyrir útgerð- arfyrirtæki, en því væri ekki að leyna að menn hefðu allt of miklar væntingar varðandi þessar fisktegundir. „Þegar einn fær búra, þá er eins og hálfur flotinn ætli sér á búraveiðar. Þetta nær ekki nokkurri átt, enda eru þessir stofnar ekki svo sterkir, a.m.k. ekki að mati minna skipstjóra," sagði Sighvatur. Vinnslustöðin byijaði síðasta haust að vinna gulllax og Sighvatur sagði að Brekinn hefði í síðasta túr fengið um 75 tonn af gulllaxi, sem væri um 1,5 milljónir krróna í aflaverðmæti. Það sama mætti segja um gulllaxinn og aðrar utankvótategundir, hann væri ágætis búbót, en ekkert til þess að byggja einvörðungu á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.